Morgunblaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 37
ALDARMINNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2003 37 Hinn 1. apríl 1903 fæddist Jóhann Þor- kelsson, fyrrverandi héraðslæknir og ræð- ismaður Dana á Akur- eyri. Hann var sonur hjónanna Þorkels Sig- urðssonar bónda að Stíflu í Fljótum og konu hans, Önnu Sig- ríðar Jónsdóttur. Áttu þau 11 börn sem eru nú öll látin. Um 10 ára aldur var hann sendur í fóstur til Helga Guð- mundssonar, héraðs- læknis á Siglufirði, til að hefja skólagöngu. Þar tekur hann þá afdrifaríku ákvörðun að verða læknir og bindindismaður. Þetta þótti nú ekki vænn kostur en hann stóð fastur á sínu. Hann fer í gagnfræðaskólann á Akureyri eftir barnapróf og vinnur fyrir dvöl sinni með að útvega kjöt úr nágrenninu í mötuneyti skólans. Vinnur hann einnig öll sumur á Siglufirði og er m.a. orðinn verkstjóri 19 ára. Síðan liggur leiðin til Reykjavíkur og út- skrifast hann þar sem stúdent 1927. Um haustið hefur hann svo nám í læknisfræði við Háskóla Ís- lands. Í háskólanum kynnist hann Lárusi Blöndal og verða þeir góðir vinir. Hann var sonur Jóhannesar Jóhannessonar, bæjarfógeta, og Jósefínu Blöndal. Þau bjóða honum næsta ár að dvelja hjá sér og er hann þar í nokkra vetur. Þetta var geysistórt heimili, börnin mörg, frændfólk og vinnufólk. Var hann afar þakklátur alla ævi þessu sóma- fólki, sem af mikilli rausn tók hann undir sinn verndarvæng, sárafá- tækan skólapilt, þeim alveg óskyld- ur. Kandídatssprófi lýkur hann 1933 með ágætiseinkunn. Ári seinna fær hann styrk til fram- haldsnáms til Danmerkur, m.a. í smitsjúkdómum, og tekur danskt embættispróf 1936. Í Danmörku kynnist hann konu sinni, Agnete Brinck Clausen, hjúkrunarkonu, og þau giftast í október 1934. Hann fær svo læknaleyfi á Akureyri haustið 1937 og er skipaður héraðs- læknir 1. janúar 1938 og gegnir því embætti til 1969. Þetta var eitt stærsta hérað landins, á Akureyri bjuggu milli 3 og 4 þúsund manns og héraðið mikill hluti Eyjafjarðar og Þingeyjarsýslan að vestan. Seg- ir hann frá því í tímaritinu „Heima er best“ að gott hafi verið að vera vanur á skíðum, skautum og vanur hestum, því öðruvísi varð oft ekki komist um vetur á marga bæina, sem nú eru margir löngu komnir í eyði. Var Jóhann á sólarhringsvakt nær öll þessi rúm 30 ár sem hér- aðslæknir, kom líka til að erfitt var að fá afleysingamann vegna skorts á læknum. Dvaldi hann samt í Bretlandi 1946-1947 til endur- menntunar. Fljótlega eftir komuna til Akureyrar hófust svo allskonar trúnaðarstörf og sóttvarnir, komu berklar þar mikið við sögu. Berklar voru mjög útbreiddir og sett var upp berklavarnastöð 1938. Almenn leitarstöð var svo stofnuð 1939 og hefst þá leitin að smiti og fundust margir er báru smit. Vann Jóhann við berklavarnastöðina í áratugi. Eftir 6 ára barnlaust hjónaband er ég, undirrituð, ættleidd tveggja mánaða árið 1940, en er dóttir bróður hans, Jóns Þorkelssonar, og konu hans, Sigurlaugar Davíðsdótt- ur. Tæpum þremum árum seinna er barnsvon og mikil tilhlökkun. Því miður reynist litla stúlkan, Sól- veig, með Down syndrom-heilkenni og það var mikið áfall. Má svo kannski segja að einn varanlegasti minnisvarði, sem eftir föður minn liggur, sé vistheimilð fyrir þroska- hefta, Sólborg, er hann vann að af miklum eldmóði. Kanna þurfti þörf- ina á Norðurlandi, leita til Alþingis um fé til byggingar og reksturs. Þetta tókst og olli straumhvörfum í lífi þeirra samborgara er áttu við vanheilsu að stríða og þeirra nán- ustu. Var Sólborg tekin í notkun 1969, byggt fyrir 40 einstaklinga, JÓHANN ÞORKELSSON en svo var þörfin mikil að ári seinna bjó þar 61 vistmaður. Í dag er þetta Háskólinn á Ak- ureyri og sambýlin tekin við. Árið 1957 er faðir minn skipaður ræðis- maður Dana á Akur- eyri og gegnir starfi því til dauðadags. Hann gegndi einnig margvíslegum trúnað- arstörfum, var einn af stofnendum Styrktar- félags vangefinna, for- maður og í stjórn Golfsambands Íslands í 23 ár, í stjórn Hjartaverndar, Rauða krossins, Norræna félagsins, skóla- læknir, prófdómari hjá M.A., frí- múrari, í Rotary-klúbbnum og fleira. Ég minnist þess er þeir fé- lagar úr Rotary fóru á vorin að gróðursetja tré í landi Kjarna und- ir leiðsögn Guðmundar Karls Pét- urssonar, yfirlæknis og formanns skógræktarfélagsins. Fór ég með nokkur vor. Faðir minn gróf holuna og ég setti plöntuna ofaní. Guðmundur K.P. og faðir minn voru miklir vinir, komu til Akur- eyrar sama ár með þriggja mánaða millibili, tóku við stórum embætt- um – og létust snögglega sama árið með þriggja mánaða millibili. Ósk- uðu þeir báðir eftir að verða ekki gamlir og karlægir og varð þeim að ósk sinni. Faðir minn ólst upp við kröpp kjör og var almennt mikil fátækt í landinu á hans embættisárum (’38- ’69). Hann krafðist ekki mikillar þóknunar, var gjöfull á störf sín og gekk aldrei eftir ógreiddum reikn- ingum. Eitt það skemmtilegasta sem Sólveig systir mín vissi var að sitja í bíl og því fórum við systur oft með í sjúkravitjanir um sveitir héraðsins, ég til að gæta hennar. Þetta voru líka einu stundirnar sem móðir mín fékk smá stund út af fyr- ir sig, en Sólveig sem þurfti sólar- hringsgæslu var í heimahúsi í 44 ár. Oftast var okkur boðið inn og ég tók eftir að gjaldið var oft lítið, ef fátækt var og barnmargt. Bóndinn kvartaði stundum en þá svaraði faðir minn jafnan: „Þetta nægir fyrir bensíninu.“ Oft benti hann á eitt af börnunum og sagði: „Þú opn- ar kannski hliðið við veginn.“ Svo gaf hann barninu hýruna og sagði: „Þú átt þetta í næstu bæjarferð.“ Kona innan úr Eyjafirði sagði mér að hann hafi keypt og gefið henni hjólastól handa 8 ára syni hennar, sem var bæklaður og hún orðin slæm í baki við að bera hann um. Þá var ekki aðstoð frá hinu op- inbera við fatlaða. Í Glæsibæjar- hreppi rak Stefán Jónsson elliheim- ilið Skjaldarvík, að stórum hluta fyrir eigið fé og styrki. Þangað var farið a.m.k. 2-3 í viku, ekki sá ég greiðslu fara þeirra á milli en eitt- hvað fékk faðir minn frá sjúkra- samlaginu. Mikið þakkaði Stefán honum alltaf og hélt lengi í hönd hans er þeir kvöddust. Faðir minn var meðalmaður á hæð, samsvaraði sér vel alla tíð grannur og kvikur í hreyfingum. Hann var góðum gáfum gæddur, sem hann nýtti sér vel, gott minni, málamaður, hrókur alls fagnaðar á mannamótum, dansaði vel og gat haldið ræður án undirbúnings við alls konar tækifæri. Hann gat snöggreiðst en var fljótur til sátta. Einn af hans góðu kostum var virð- ing hans við manneskjuna, hver sem hún var. Hann stundaði golf af miklum eldmóði, vann golfkeppni 62 ára og var á leið í keppni til Bandaríkjanna mánuðinn er hann lést. Hann var sæmdur íslensku fálkaorðunni hinn 17. júní 1968 fyr- ir embættisstörf og riddarakrossi Dana sama ár. Í júlí 1970 tók hann á móti Margréti Danadrottningu og Hinriki prins, sem fulltrúi Dana, af mikilli reisn. Okkur systrum var hann frábær faðir og góður afi barna minna, okkar var missirinn mikill. Hinn 6. ágúst 1970 er hann allur. Blessuð veri minning hans. Helen Þorkelsson. Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs sonar okkar, stjúpsonar, bróður og barnabarns, JÓNASAR EINARSSONAR WALDORFF, Álsvöllum 4, Keflavík. Guð blessi ykkur öll. Helle Alhof, Einar Þórðarson Waldorff, Ragnheiður Anna Georgsdóttir, Daníel Einarsson, Karin Alhof, Edda María Einarsdóttir, Haukur Árnason, Þórður Waldorff, Aðalfríður Stefánsdóttir, Hólmfríður Sigurðardóttir, Ragnar Jóhannesson. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, HÓLMFRÍÐAR ÞORVALDSDÓTTUR aðalbókara, Arnartanga 17, Mosfellsbæ. Sérstakar þakkir til lækna og annars starfsfólks krabbameinsdeildar Landspítalans fyrir frábæra umönnun og hlýhug. Sigvaldi Friðgeirsson, Þorvaldur Flemming Jensen, Solveig Barbro Asmussen, Ríkharður Flemming Jensen, Elva Björk Sigurðardóttir, Aðalsteinn Þór Guðmundsson, Hrönn Þorsteinsdóttir, Áróra Kristín Guðmundsdóttir og ömmubörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, KRISTJÖNU MAGNÚSDÓTTUR frá Hnjóti við Örlygshöfn, áður Suðurgötu 50, Keflavík. Höskuldur Þórðarson, Hafdís Guðmundsdóttir, Dallý Þórðardóttir, Brynjar Þórðarson, Jóhanna Valtýsdóttir, Þóra Þórðardóttir, Melvin Gyle, Jóhanna Sigurþórsdóttir, Theodor Lewis, Guðfinna Sigurþórsdóttir, Sævar Sörensson, barnabörn og langömmubörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÓLAFS J. SIGURÐSSONAR, Prestastíg 9, Reykjavík. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki á deild 11G og gjörgæsludeild á Landspítalanum við Hringbraut fyrir sérstaklega góða umönnun og hlýhug. Auður Gunnarsdóttir, Svanhildur María Ólafsdóttir, Eðvarð Ingólfsson, Sigurður Pétur Ólafsson, Agnes Steinarsdóttir, Lára Inga Ólafsdóttir, Ólafur Bjarni Pétursson, Björg Sigrún Ólafsdóttir, Erlendur Traustason, Esther Helga Ólafsdóttir, Georg Sverrisson, Gunnar Guðmundur Ólafsson, Linda Hilmarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, FRIÐBJÖRG ÓLÍNA KRISTJÁNSDÓTTIR, lést á Landspítalanum í Fossvogi sunnudaginn 30. mars. Útförin auglýst síðar. Sigurður Sævar Matthíasson, Janina Matthíasson, Hafdís Matthíasdóttir, Sigbjörn Ingimundarson, Þórheiður Kristjánsdóttir, barnabörn og langömmubörn. Elskuleg systir mín og móðursystir, VALGERÐUR H. MAGNÚSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Sóltúni, áður til heimilis á Háaleitisbraut 153, verður jarðsungin frá Langholtskirkju fimmtu- daginn 3. apríl kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Magnúsdóttir, Helga Skúladóttir, Sigfús A. Schopka, Valgerður Helga Schopka, Júlíus I. Schopka, Guðrún Helga Schopka. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HRUND KRISTJÁNSDÓTTIR, verður jarðsett að Munkaþverá fimmtudaginn 3. apríl kl. 13.30. Þuríður Jóna Schiöth, Reynir Schiöth, Einar Tryggvi Thorlacius, Ragnheiður Gunnbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför okkar ástkæru systur, mágkonu og frænku, LÁRU I. SIGURÐARDÓTTUR. Systkini, tengdasystkini og frændsystkini.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.