Morgunblaðið - 01.04.2003, Side 56

Morgunblaðið - 01.04.2003, Side 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. SKÝRSLA um mat á umhverfis- áhrifum nýs vegarkafla á þjóðvegi 1 um Norðurárdal í Skagafirði við Öxnadalsheiði liggur nú fyrir hjá Vegagerðinni. Um er að ræða 14,3 km langan kafla í Akrahreppi í Skagafirði sem áform eru um að hefja framkvæmdir við á næsta ári. Samkvæmt samgönguáætlun Alþingis er reiknað með 440 millj- ónum króna í veginn árin 2003– 2006 og 280 milljónum á tímabilinu 2007–2010, eða alls 720 milljónum króna á núgildandi verðlagi. Á þessum kafla hafa umferðaróhöpp verið tíð í gegnum árin, enda eru þarna miklar slysagildrur með fjórum einbreiðum brúm, mjóum vegi, blindhæðum og blindbeygj- um. Stytting hringvegarins með þessum framkvæmdum nemur um 400 metrum. Meðalumferðin 732 bílar á sólarhring Í matsskýrslunni, sem birt hefur verið á vef Vegagerðarinnar, kem- ur m.a. fram að árið 2001 fóru um veginn að meðaltali 732 bílar á sól- arhring, þar af 10–15% stærri öku- tæki. Vegagerðin hefur einkum skoð- að tvær veglínur, nefndar C og M í matsskýrslunni, sem báðar eru um 14,3 km langar. Hefur Vegagerðin gert línu M að tillögu sinni en úti- lokar ekki leið C. Línurnar eru að stórum hluta á lítið hreyfðu landi og 13,6 km af veginum liggja utan núverandi vegsvæðis. Kaflinn er frá núverandi vegi skammt vestan við Kjálkaveg að núverandi vegi í Heiðarsporði. Byggja þarf nýja brú á einum stað yfir Norðurá en samkvæmt línu M þarf ekki að fylla út í árfarveginn þar sem enda- stöplar brúarinnar verða byggðir á landi. Framkvæmdin hefur nokkur áhrif á umhverfið. Um jákvæðu áhrifin segir í matsskýrslunni með- al annars: „Bættar samgöngur á hringvegi með uppbyggðum, öruggum vegi, tvíbreiðum ræsum og brú. Vegur- inn verður án blindbeygja, blind- hæða og brattra brekkna og lang- halli vegar verður minni en á núverandi vegi. Reiknað er með að snjósöfnun á veginum verði lítil. Rykmengun verður í lágmarki. Hringvegurinn styttist örlítið eða um 400 metra.“ Skriðuhætta á veginum mun sömuleiðis minnka þar sem hann færist fjær fjallshlíðinni og liggur á áreyrum frá Kjálkavegi að Gvend- arnesi. Liggur vegurinn neðar í hlíðinni á kaflanum frá Kotá að Fremri-Kotum og fer ekki yfir skriðukeilu Valagilsár. Neikvæð áhrif á farveg og eyrar Norðurár Neikvæð áhrif vegarins eru nokkur, að því er fram kemur í matsskýrslunni. Helst eru það breytingar á farvegi og áreyrum Norðurár. Síðan segir í skýrslunni: „Breytingarnar hafa töluverð neikvæð áhrif á lífríki árinnar. Samkvæmt skýrslu Veiðimála- stofnunar er þó aðallega gert ráð fyrir skammtímaáhrifum. Með réttum mótvægisaðgerðum má koma að mestu í veg fyrir lang- tímaáhrif framkvæmdarinnar á líf- ríki Norðurár.“ Nýr vegur um Norðurárdal við Öxnadalsheiði Slysagildrum eytt fyrir 720 milljónir  C% ( C'  & B +  LD<9%   0 + ! + * + <   ! +         12  + 8 0    K""#%+"3  REKSTUR Norðuráls skilaði 970 milljóna króna hagnaði eða sem nemur 10,6 millj- ónum dollara á síðasta ári. Árið 2001 nam hagnaður félagsins 10,3 milljónum dollara. Rekstrartekjurnar námu 97 milljónum dollara í samanburði við 86 milljóna dollara veltu á árinu 2001. Framleiðsla á áli var 90 þúsund tonn en var rúmlega 74 þúsund tonn á árinu 2001. Framleiðslugeta álversins er 90 þúsund tonn og var árið 2002 fyrsta heila rekstr- arárið þar sem framleitt er með fullum af- köstum núverandi stærðar verksmiðjunnar, samkvæmt upplýsingum frá Norðuráli. Ragnar Guðmundsson, framkvæmda- stjóri fjármála- og stjórnunarsviðs, segir að afkoman sé ágæt miðað við það að álverð hafi verið að lækka tvö ár í röð. Stækkun verksmiðjunnar hafi skilað sér í aukinni hagræðingu í rekstri og frekari stækkun ætti því að leiða til enn meiri hagræðingar. Lágir vextir hafi hjálpað og launakostnaður í krónum hafi verið lægri en ella vegna þess að krónan hafi verið mjög veik á sl. ári. Fjárfestingar vegna brunavarna Eignfærðar fjárfestingar námu 210 millj- ónum króna. Fjárfestingarverkefnin á árinu 2002 beindust aðallega að bættu starfsumhverfi og öryggisþáttum svo sem loftræstingu og brunavörnum. Bókhald Norðuráls er fært í Bandaríkjadölum. Á árinu 2002 styrktist íslenska krónan um 20% gagnvart dollara og 8% gagnvart evru. Þetta leiddi til verulegrar aukningar á launakostnaði, en laun eru greidd í íslensk- um krónum. Veikari dollari á móti evru hafði í för með sér hækkun innkaupsverðs á rafskautum, sem er umtalsverður kostnað- arliður að því er segir í fréttatilkynningu. „Meðalverð ársins 2002 var 1.350 dollarar á tonn en var 1.450 dollarar á tonn árið á und- an. Meðalverð ársins 2000 var hins vegar 1.550 dollarar á tonn. Það sem af er þessu ári er meðalverðið um 1.400 dollarar á tonn- ið,“ segir einnig í frétt fyrirtækisins. Hagnaður Norðuráls 970 milljónir KAUPÞING banki hækkaði mest þeirra fimmtán fyrirtækja sem mynda úrvalsvísitölu aðallista á fyrsta ársfjórðungi, eða um 16,92%. Næst kemur Búnaðar- bankinn með 16,30% hækkun. Öss- ur lækkaði mest eða um 12,04% en Samherji lækkaði um 8,5%. Úr- valsvísitala aðallista hækkaði um 4,98% á fyrstu þremur mánuðum ársins. Bankar með mestar hækkanir  Gengisbreytingar/15 DECODE, móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, tapaði 130 milljón- um dala á árinu 2002 eða sem nem- ur 9.966 milljónum íslenskra króna. Þetta jafngildir því að 2,65 dalir hafi tapast á hvern hlut í félaginu 2002. Tekjur deCODE jukust um tæp 57% á milli ára, fóru úr 26 milljónum dala 2001 í 41 milljón dala, 3,1 millj- arð króna, árið 2002. Á sama tíma ríflega tvöfaldaðist rekstrarkostnaður félagsins, fór úr rúmum 83 milljónum dala árið 2001 í 173 milljónir dala, eða 13,3 millj- arða króna á síðasta ári. Í tilkynn- ingu frá deCODE segir að kostn- aður vegna uppsagna og rýrnun nemi samtals um 65 milljónum dala eða um 38% af heildarrekstrar- kostnaði á síðasta ári. Það jafngildir um 1,32 dölum í kostnað vegna þessa á hvern hlut. Í árslok 2002 átti deCODE 93,2 milljónir dala eða 7,1 milljarð króna í handbæru fé. Tíu milljarða króna tap hjá deCODE GRÍÐARLEG umferðarteppa myndaðist í Ártúnsbrekku síðdegis í gær í kjölfar árekstrar í brekkunni. Tveir voru fluttir á slysadeild með minniháttar meiðsl. Tók um hálfa klukkustund að greiða úr flækjunni. Á meðan lögreglan var að störfum á vettvangi kom hrina árekstra í austurborginni og voru skráðir tólf árekstrar á aðeins níutíu mínútum. Að auki urðu fimm árekstrar fyrr um daginn og urðu því sautján árekstrar í gær, en það er langt yfir meðaltali í Reykjavík, sem er ellefu árekstrar. Að sögn lögreglunnar tafðist umferð í Ártúnsbrekkunni að hluta til vegna forvitni ökumanna sem vildu sjá hvað gerst hafði og voru sumir ekki með hugann við aksturinn á meðan. Þannig munaði minnstu að lögregluþjónn á bifhjóli væri ekinn niður. Ljósmynd/Ingvar Guðmundsson Árekstrahrina í Reykjavík ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ VINSTRIHREYFINGIN – grænt framboð (VG) leggur áherslu á endurskoðun skatt- kerfisins í þeim tilgangi að létta skattbyrði af láglauna- og millitekjuhópum. Þetta kom fram á fundi sem forystumenn og frambjóðendur VG boðuðu til í gær, þar sem kynntar voru málefnaáherslur flokks- ins í komandi alþingiskosningum. Forgangsverkefni VG í skattamálum eru meðal annars að létta sköttum af lægstu launum og lífeyri í áföngum með hækkun skattleysismarka og tekjutengdum endur- greiðslum. VG vill jafnframt draga úr skatt- lagningu meðaltekna og lægri tekna með stiglækkandi skattbyrði um leið og jaðar- áhrif verði takmörkuð. Ennfremur hækka skattleysismörk eignaskatta og að fjár- magnstekjur undir 100.000 kr. verði skatt- frjálsar og tvö skattþrep, 12% og 18%, verði til á hækkandi tekjur umfram þetta, sem skilað geti allt að 2.000 milljóna kr. viðbót- artekjum. Vinstrihreyfingin – grænt framboð Vill létta sköttum af lægstu launum  Skattbyrði/6

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.