Morgunblaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 15
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2003 15 www.mba.is MBA nám í Háskóla Íslands er í senn krefjandi og gefandi nám sem skilar miklum ávinningi. Allir sem eru að velta fyrir sér MBA námi eru velkomnir á kynninguna þar sem leitast verður við að svara eftirfarandi spurningum: Ert þú að spá í MBA nám? Kynning á MBA námi í Háskóla Íslands Hátíðasal í aðalbyggingu Háskóla Íslands Fimmtudaginn 10. apríl kl. 8.30-10.00 Hvert er inntak MBA námsins? Hver er sérstaða þess? Hver er ávinningurinn? Verður þú í þriðja MBA hópnum í Háskóla Íslands sem byrjar haustið 2004? Háskóli Íslands Vi›skipta- og hagfræ›ideild Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri í vor til að dveljast við frábærar aðstæður á suðurströnd Spánar í 2, 3 eða 4 vikur á ótrú- legum kjörum. Beint flug til Benidorm þar sem þú nýtur þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann og fyrir þá sem vilja njóta vorsins á Spáni er þetta fallegasti tími ársins. Þú bókar núna og 4 dögum fyrir brottför segjum við þér hvað þú gistir. Munið Mastercard ferðaávísunina Stökktu til Benidorm 27. apríl frá kr. 29.962 Verð kr. 29.962 Flugsæti á mann m.v. hjón með 2 börn, með sköttum. Verð kr. 39.962 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, 27. apríl, 17 nætur, stökktu tilboð. Verð kr. 49.950 M.v. 2 í íbúð, 17 nætur. Flug, gisting, skattar. Stökktu tilboð. Benidorm – 27. apríl VERÐBRÉFASTOFAN hf. hef- ur fyrir hönd stærstu hluthafa í Plastprenti hf. sem samanlagt eiga 48,62% í félaginu, gert öðrum hluthöfum tilboð í þeirra hluti. Verð samkvæmt tilboðinu miðast við gengið 1,0 fyrir hverja krónu nafnverðs, að því er fram kemur í tilkynningu Verðbréfastofunnar til Kauphallar Íslands. Verðið er nokkuð yfir síðasta skráða við- skiptagengi félagsins 28. mars sl. sem var 0,90. Tilboðið stendur til 28. apríl nk. Í framhaldinu er stefnt að af- skráningu félagsins af Vaxtalista Kauphallarinnar. Ekki yfirtökutilboð Sigurður Bragi Guðmundsson, framkvæmdastjóri Plastprents, sem jafnframt er einn stærstu eigenda félagsins og einn tilboðs- gjafa, segir að ekki sé um yfir- tökutilboð að ræða heldur sé til- gangurinn með tilboðinu einfald- lega sá að geta afskráð félagið sem fyrst úr Kauphöll Íslands. Hann segir að afskráning gangi mun fljótar fyrir sig liggi sam- þykki sem flestra hluthafa fyrir sem fyrst. Að öðrum kosti geti Kauphöllin frestað afskráningu um allt að 12 mánuði, eftir að fé- lagið leggur fram slíka ósk. „Ætl- unin með þessu er eingöngu sú að komast sem fyrst úr Kauphöll- inni. Fyrir 2–3 mánuðum lentum við í útistöðum við Kauphöllina og vorum beittir févíti en við vorum mjög ósáttir við vinnubrögðin sem viðhöfð voru í því máli. Eftir það fórum við yfir öll okkar samskipti við Kauphöllina og komumst að því að fyrir utan vonbrigðin vegna févítisins, fylgir því mikill kostn- aður að vera skráður í Kauphöll Íslands og því fylgir líka mikið óhagræði vegna upplýsingaskyld- unnar. Auk þess er það sérstakt við íslenska markaðinn, sem bendir reyndar til þess að það eigi síður við hér en í fjölmennari samfélögum að vera með Kaup- höll, að oft eru bara örfá fyrirtæki á markaðnum í hverri starfsgrein og þegar eitt þeirra er skráð á markað en hin ekki skekkist sam- keppnisstaðan,“ segir Sigurður Bragi og telur að fleiri fyrirtæki eigi eftir að feta í fótspor Plast- prents af ástæðunum sem hann nefnir. Hluthafar um 200 Hluthafarnir sem að tilboðinu standa eru Prentsmiðjan Oddi, Kvos hf., Sigurður Bragi Guð- mundsson, Skeljungur, eignar- haldsfélag S.E. og Sjóvá-Al- mennrar tryggingar hf. en alls eru hluthafar í Plastprenti um 200 talsins, flestir smáir. Gunnar Már Petersen, sérfræð- ingur hjá Verðbréfastofunni hf., segir að lítil viðskipti hafi verið með bréf Plastprents síðustu misseri og lítil verðmyndun á fé- laginu. Hann segir að tilboðið gefi hluthöfum kost á að losna við bréf sín í félaginu. „Eftir að félagið hefur verið afskráð eins og stefnt er að verður erfiðara um vik fyrir hluthafa að koma bréfum sínum í verð. Þarna gefst þeim hinsvegar kostur á að losna við hluti sína á verði sem er yfir markaðsverði fé- lagsins,“ sagði Gunnar í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði jafnframt að hluthafar væru þeg- ar farnir taka tilboðinu. Sameinast Sigurplasti Í tilkynningunni frá Verðbréfa- stofunni segir að sameina eigi Plastprent og Sigurplast: „Gert er ráð fyrir að starfsemi Plast- prents hf. verði óbreytt frá því sem verið hefur og engar breyt- ingar eru fyrirhugaðar á næst- unni á samþykktum félagsins. Eins og áður hefur verið tilkynnt er fyrirhugað að sameina Plast- prent og rekstur á Sigurplasti.“ Hluthöfum Plastprents gert tilboð á genginu 1,0 Vilja losna sem fyrst úr Kauphöllinni 3$6 !    = 9 8    ,$  "&&% /5#*H "+.91 /*+1%"1="+!!+91 $%/!!+91 8+<91 G+. "7 91 (*$5/L$61O 4!6F2$91 C1%.+/#%+!+ ++="8+ +<5""+ 1"91 (71 9+%66!+ C1%.+/'$"+ C1%.+/ +N -#%'7 #+0 C1%.+//5 ++9!"91+ "   ,  ",  ,    , , %, ",   "  ÁLFYRIRTÆKIÐ Alcoa hagnaðist um 151 milljón Bandaríkjadala á fyrsta fjórðungi þessa árs, eða tæpa 12 milljarða íslenskra króna. Ef und- an er skilið óreglulegir liðir og breyt- ingar á bókhaldsaðferðum var rekstrarhagnaður fyrirtækisins hins- vegar 195 milljónir Bandaríkjadala, eða 15,4 milljarðar króna, eða 23 sent á hlut. Þessi niðurstaða er töluvert umfram spá sérfræðinga á fjármála- markaði upp á 19 senta hagnað á hlut. Hlutabréf fyrirtækisins hækkuðu um 7,93% á markaði í Bandaríkjun- um í gær, en niðurstöður ársfjórð- ungsins voru birtar eftir lokun mark- aða sl. föstudag. Tekjur fyrirtækisins á tímabilinu jukust um fjögur prósent, og voru 5,1 milljarður Bandaríkjadala, á sama tíma og fyrirtækið minnkaði kostnað hjá sér um 52 milljónir dala. Fram- legð félagsins jókst úr 19,2% á síðasta fjórðungi síðasta árs í 20,3% nú. Alcoa sagði í fréttatilkynningu að það hygðist halda áfram að einbeita sér að kostnaðaraðhaldi og aukinni framleiðslugetu. Jafnframt ætlar fyr- irtækið að halda áfram að selja frá sér þá hluta sem ekki teljast til kjarnastarfsemi þess. Í fyrra sagði Alcoa upp 10.000 starfsmönnum en heildarfjöldi starfs- manna var 127.000 við árslok 2002. Hagnaður Alcoa umfram væntingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.