Morgunblaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 37
HESTAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2003 37 LENA Zielenski fór mikinn að venju og stóð efst eftir forkeppnina á Sveini Hervari frá Þúfu en nú eins og oft áður í vetur var fyrsta sætið ekki þau örlög sem henni voru ætluð því Hans og Hjörtur voru hlutskarpari á hægatöltinu og það dugði þeim til sigurs þótt naumur væri. Þau voru hnífjöfn á hraðabreytingum en Lena og Sveinn Hervar höfðu yfirhöndina í fegurðartöltinu sem kemur í stað yfirferðar í venjulegri töltkeppni. Að sjálfsögðu voru skiptar skoð- anir um hvort þeirra ætti skilið efsta sætið eins og gengur en víst er að sigurinn gat lent hvorum megin sem var. Nú fengu Sunnlendingar að sjá þessa nýju stjörnu sem Hans Kjer- úlf teflir fram og víst er að þótt hann hefði verið kynntur á Laufa frá Kollaleiru, sem verið hefur keppnishestur Hansa um langa tíð, hefði enginn tekið eftir því svo líkir sem þeir eru klárarnir. Sveinn Hervar er í feiknastuði þessa dagana hjá Lenu og verður spennandi að sjá hann í gæðinga- keppni í vor ef hann heldur þessum dampi. Það var hinsvegar dapur- legt fyrir marga gesti Skautahall- arinnar að Hraun frá Húsavík skyldi ekki mæta í sparifötunum en vafalítið hafa margir komið gagn- gert að sjá þann kostagrip. Hún einfaldalega náði sér ekki á strik á ísnum sem alltaf getur gerst eins og reyndar henti nokkra kunna keppnishesta sem tóku þátt í keppninni að þessu sinni. Það er alltaf nokkur áhætta að mæta með hross á ísinn og aldrei fyrirséð hvernig þau bregðast við á svellinu. Af öðrum athygliverðum hross- um má nefna glæsihryssuna Lydíu frá Vatnsleysu sem stóð vel fyrir sínu og minnir mjög á móður sína Lissý frá Vatnsleysu. Knapi á henni var Björn Jónsson frá Vatns- leysu. Þrír efnilegir stóðhestar voru sýndir í hléum þeir Parker frá Sól- heimum sem Tryggvi Björnsson sýndi. Þá mætti Lena með tvo hesta þá Goða frá Auðsholtshjá- leigu og Gust frá Lækjarbakka, allt efnisfolar. Hrymur frá Hofi forfall- aðist á síðustu stundu og mætti því ekki á svellið en dregnir voru út tollar hjá þessum hestum í hléi en miðar á sýninguna voru um leið happdrættismiðar. Ágætlega tókst til með ístöltið að þessu sinni, ekkert hross fékk byltu í sjálfri keppninni en eitthvað var Björn orðinn æstur að lokinni verðlaunaafhendingu og skrikaði Lydíu fótur í einni beygjunni og lágu þau þar flöt eða því sem næst. Vel var mætt að venju í áhorf- endapallanna en það verður þó að viðurkennast að stemmningin með- al þeirra hefur oft verið meiri þótt ekki væri annað að sjá en fólk skemmti sér hið besta. Dómararnir brugðust ekki frekar en fyrri daginn og voru ósparir á háu tölturnar enda tilheyrir það á slíkri hátíðarstundu. Ístöltið í Skautahöllinni í Laugardal Enn sigra þeir Hjörtur og Hans á ísnum Hinir langförulu fé- lagar Hans F. Kjerúlf og Hjörtur frá Úlfs- stöðum unnu frækileg- an sigur eftir æsi- spennandi keppni á ístöltinu í Skautahöll Reykjavíkur á laugar- dag. Valdimar Krist- insson dvaldi um stund á köldum klaka og tók myndir og fylgdist með úrvals tölturum heyja harða keppni. Morgunblaðið/Vakri Enn einn sigurinn rennur úr greipum Lenu Zielenski á ögurstundu þrátt fyrir góða frammistöðu hennar og Sveins Hervars frá Þúfu. Morgunblaðið/Vakri Það eru engin smá verðlaun veitt í ístöltinu og jafnhendir Hans hér þá tvo bikara sem hann fékk fyrir sigurinn. Morgunblaðið/Vakri Laufi frá Kollaleiru? Nei, ekki aldeilis, þetta er Hjörtur frá Úlfsstöðum, hin nýja stjarna sem Hans keppir á þessa dagana. Ístölt 2003 Skautahöllinni í Reykjavík 1. Hans Kjerúlf, Freyfaxa, og Hjörtur frá Úlfsstöð- um, 8,33/8,88 2. Lena Zielinski, Fáki, og Sveinn-Hervar frá Þúfu, 8,57/8,80 3. Vignir Siggeirsson, Geysi, og Reynir frá Hóls- húsum, 7,90/8,52 4. Björn Jónsson, Stíganda, og Lýdia frá Vatnsleysu, 8,07/8,67 5. Hafliði Halldórsson, Fáki, og Ásdís frá Lækjar- botnum, 8,0/8,41 6. Sigurbjörn Bárðarson, Fáki, og Grunur frá Odd- hóli, 8,07/8,40 7. Christina Lund, Sleipni, og Trymbill frá Glóru, 7,73/8,22 8. Sigurður Sigurðarson, Geysi, og Skuggabaldur frá Litla-Dal, 7,90/8,04 Vetrarleikar Gusts í Glaðheimum Karlar 1. Steingrímur Sigurðsson, Gusti, og Kveikur frá Miðsitju 2. Þorvaldur Gíslason, Gusti, og Fókus frá Feti 3. Bjarni Sigurðsson, Gusti, og Eldur frá Hóli 4. Haraldur Gunnarsson, Gusti, og Geisli frá Ak- urgerði 5. Guðlaugur Pálsson, Herði, og Védís frá Lækj- arbakka Heldri menn og konur 1. Magnús Matthíasson, Gusti, og Dynur frá Haf- steinsstöðum 2. Ásgeir Heiðar, Andvara, og Þorri frá Forsæti 3. Victor Ágústsson, Gusti, og Kyndill frá Bjarn- arnesi 4. Svanur Halldórsson, Gusti, og Gúndi frá Kópavogi 5. Elvar Ólafsson og Gammur frá Múlakoti Konur 1. Erla G. Gylfadóttir, Andvara, og Smyrill frá Stokkhólma 2. Ásta B. Benediktsdóttir, Herði, og Snót frá Ak- ureyri 3. Birgitta D. Kristinsdóttir, Gusti, og Sif frá Höfða 4. Ragnhildur G. Benediktsdóttir, Gusti, og Röst frá Krossanesi 5. Oddný M. Jónsdóttir, Gusti, og Sjöstjarna frá Svignaskarði Ungmenni 1. Tryggvi Þ. Tryggvason, Gusti, og Skrekkur frá Sandfelli. 2. Sigvaldi L. Guðmundsson, Gusti, og Brynja frá Skógskoti 3. Guðmundur M. Skúlason, Snæfellingi, og Hvati frá Saltvík 4. Ólafur A. Guðmundsson, Gusti, og Blökk frá Skógskoti 5. María Einarsdóttir, Gusti, og Venus frá Vind- heimum Unglingar 1. Bjarnleifur S. Bjarnleifsson, Gusti, og Vængur frá Köldukinn 2. Linda R. Pétursdóttir, Herði, og Hvessingur frá Sperðli 3. Hólmfríður Kristjánsdóttir, Gusti, og Amor frá Hellu 4. Anna G. Oddsdóttir, Andvara, og Þruma frá Stokkhólma 5. Daníel Gunnarsson, Andvara, og Díana frá Heiði Pollar 1. Steinunn E. Jónsdóttir, Andvara, og Glampi 2. Sigrún G. Sveinsdóttir, Gusti, og Huginn frá Hörgshóli 3. Rúna Halldórsdóttir, Gusti, og Barón frá Kópa- vogi 4. Helena R. Leifsdóttir, Gusti, og Skröggur frá Tjörn 5. Valdís B.Guðmundsdóttir, Gusti, og Litli-Rauður frá Svignaskarði Börn 1. Sigrún Ý. Sigurðardóttir, Gusti, og Sörli frá Kálf- hóli 2. Guðný B. Guðmundsdóttir, Gusti, og Fjöður frá Svignaskarði 3. Ólöf Þ. Jóhannsdóttir, Andvara, og Stjörnudís frá Kjarnholtum 4. Bára B. Kristjánsdóttir, Gusti, og Laski frá Kirkjubæ 5. Berta M. Hreiðarsdóttir, Gusti, og Bleikur 100 m. flugskeið 1. Logi Guðmundsson og Dillon frá Núpi, 13 v. brúnn, 8,84 sek. 2. Victor Ágústsson og Viðja frá Birtingarholti 13 v. brún, 10,37 sek 3. Bjarnleifur S. Bjarnleifsson og Elja frá Reykjavík 9 v. brún 10,54 sek. 4. Guðmundur H. Ólafsson og Blekking frá Há- varðarkoti, 8 v. brún 10.60 sek 5. Hreiðar H. Hreiðarsson og Jaguar frá Huga, 8 v. jarpur 11,15 sek 3. vetrarmót Geysis á Gaddstaðaflötum Opinn flokkur 1. Haukur Tryggvason, Hvinur frá Holtsmúla 2. Sigurður Sigurðarsson, Gellir frá Árbakka 3. Ævar Ö. Guðjónsson, Sunna frá Kaldbak. 4. Sigurður Ó. Kristinsson, Straumur frá Kirkubæ 5. Haraldur Arngrímsson, Sindri frá Laugardælum 6. Guðjón Steinarsson ( Ævar Örn), Dropi frá Heiði. 7. Jón Þ. Steindórsson, Týr frá Árbakka 8. Katla Gísladóttir, Prýði frá Leirubakka 9. Þórunn Kristjánsdóttir, Orka frá Árnagerði 10. Ingunn B. Ingólfsdóttir, Svarti-Pétur Áhugamenn 1. Katla Gísladóttir, Viðja frá Neðra-Seli 2. Jón Á. Jónsson, Muggur frá Hafsteinsstöðum 3. Elín H. Sigurðardóttir, Sæli frá Holtsmúla 4. Mille Kyl, Bjarki frá Sunnuhvoli 5. Róbert Einarsson, Bob frá Hólakoti. 6. Einar Hafsteinsson, Kórina frá Sigtúni 7. Bára Elíasdóttir, Sprækur frá Ármótir. 8. Hannes Árnason, Flóki frá Sólvöllum. 9. Theresa Sundberg, Gormur frá Votmúla 10.Ragnhildur Eggertsdóttir, Tinna frá Kirkjulæk Unglingar 1. Hildur Ágústsdóttir, Vopni frá Vestra-Fíflholti 2. Elín H. Sigurðardóttir, Esjar frá Holtsmúla. 3. Rósa Eiríksdóttir, Snær frá Mosfellsbæ 4. Signý Egilsdóttir, Léttingur frá Berustöðum 5. Bergrún Ingólfsdóttir, Klængur frá Króki 6. Sigurborg Rútsdóttir, Tandri frá Skíðbakka 7. Lóa Dagmar Smáradóttir, Gíjar frá Mykjunesi. 8. Hrönn Svansdóttir, Silfra frá Litlu-Tungu Börn 1. Ragnheiður H. Ársælsdóttir, Gletta frá Bakkakoti 2. Rakel N. Kristinsdóttir, Vígar frá Skarði 3. Hekla K. Kristinsdóttir, Assa frá Ölversholti. 4. Lárus J. Guðmundsson, Freyja frá Efri-Rauða- læk 5. Freyja Smáradóttir, Smiður frá Búlandi 6. Eysteinn Eiríksson, Spenna frá Kanastöðum 7. Arna Albertsdóttir, Nett frá Hurðarbaki. 8. Herdís Rútsdóttir, Taktur frá Skíðbakka 9. Klara S. Ásmundsdóttir, Völundur frá Hildisey 10.Elín H. Kjartansdóttir, Lómur frá Lækjarmótum Pollar 1. Elísabet R. Ágústsdóttir, Haukur frá Vestra-Fífl- holti. 2. Eyþór Eiríksson, Völundur frá Kanastöðum 3. Rúnar S. Gunnarsson, Svartstjarna frá Varmadal 4. Elínborg Önundardóttir, Noðri frá Akureyri 5. Bjarki Rúnarsson, Lúlli frá Varmadal 6. Hekla D. Ásmundsdóttir, Bleik frá Hildisey 7. Helga Þ. Steinsdóttir, Skuggi frá Sólvöllum 8. Jóna G. Guðmundsdóttir, Fluga. 9. Ingibjörg J. Steinsdóttir, Heljar frá Hólmum Samanlagðir sigurvegarar úr þremur vetrarmótum Geysis 2003 Börn Ragnheiður H. Ársælsdóttir, Gletta frá Bakkakoti. Unglingar Elín H. Sigurðardóttir, Esjar frá Holtsmúla Áhugamenn Katla Gísladóttir, Viðja frá Neðra-Seli Opinn flokkur Haraldur Arngrímsson, Sindri frá Laugardælum Opið töltmót Andvara í Reiðhöllinni Kjóavöllum Opinn flokkur 1. Þórunn Hannesdóttir, Andvara, Gjöf frá Hvoli, 5,90/6,81 2. Siguroddur Pétursson, Andvara, og Saga frá Sigluvík, 6,50/6,73 3. Jón Ó. Guðmundsson, Andvara, og Regína frá Flugumýri, 5,87/6,70 4. Jón Styrmisson, Herði, og Gnótt frá Skollagróf, 6,20/6,64 5. Sveinbjön Bragason, Mána, og Sleipnir frá Litlu Tungu, 5,47/6,23 5. Elías Þórhallsson, Herði, og Elva, 5,77/6,11 Yngri flokkur 1. Dagrún Aðalsteinsdóttir, Andvara, og Týr frá Lambleiksstöðum, 6,06/6.03 2. Teitur Árnason, Fáki, og Öðlingur frá Stóra Hofi, 5,77/5.83 3. Ragnar Tómasson, Fáki, og Perla frá Bringu, 5,60/5,78 4. Camilla P. Sigurðardóttir, 5,53/5,68 5. Viggó Sigurðsson, Sörla, og Fröken Sara frá Hvítárvöllum, 5,605,51 Úrslit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.