Morgunblaðið - 29.04.2003, Síða 2

Morgunblaðið - 29.04.2003, Síða 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ RUFU LOFTHELGINA Tvær rússneskar herflugvélar, svokallaðir „Birnir“ af gerðinni Tupolev TU-142, flugu upp að Ís- landi á föstudaginn var og voru inn- an íslenska loftvarnarsvæðisins í um 25 mínútur. Þrjár F-15 orrustuþotur Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli flugu til móts við rússnesku vélarnar og fylgdu þeim eftir meðan þær voru inni á loftvarnarsvæðinu. Horfur á minni loðnuveiði Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræð- ingur á Hafrannsóknastofnun, segir að útlit sé fyrir lægð í loðnuveiðum hér við land á næstu árum. Ýmislegt bendi þó til að hún verði ekki djúp og veiðin ætti að verða viðunandi. Írösk stjórn innan mánaðar? Íraskir leiðtogar samþykktu á fundi á vegum Bandaríkjastjórnar í gær að reyna að mynda bráða- birgðastjórn á ráðstefnu sem haldin verður í Írak innan mánaðar. Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði eftir viðræður við ráðamenn í Katar að Bandaríkja- menn myndu fækka hermönnum sínum á Persaflóasvæðinu þar sem því stafaði ekki lengur hætta af Írak. Tilboð frá N-Kóreumönnum Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa boðist til að eyða kjarnavopnum sín- um gegn því að Bandaríkjastjórn fallist á verulegar pólitískar og efna- hagslegar tilslakanir. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skýrði frá þessu í gær en sagði ekk- ert um hvort Bandaríkjastjórn gæti fallist á tilboðið. Útgjöldin jukust um 40% Um 7,4% barna í Reykjavík til- heyra fjölskyldum sem fengu fjár- hagsaðstoð frá Félagsþjónustunni í fyrra. Útgjöld borgarinnar vegna fjárhagsaðstoðar jukust um 40% milli áranna 2001 og 2002. Uppsagnir dregnar til baka Stjórn Heilsugæslunnar í Reykja- vík hefur ákveðið að draga til baka uppsagnir á aksturssamningum starfsfólks í heimahjúkrun. Útlit er því fyrir að engar truflanir verði á þeirri þjónustu sem Miðstöð heima- hjúkrunar veitir. Þriðjudagur 29. apríl 2003 Prentsmiðja Morgunblaðsins blað B w w w .f rj a ls i. is Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar. Þú getur komið við í Ármúla 13a, hringt í síma 540 5000 eða sent tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is Ertu að kaupa, byggja eða breyta? Þú getur á auðveldan hátt samið um fasteigna- eða framkvæmdalán hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum. Um er að ræða hagstætt lán, sem veitt er til allt að 30 ára gegn veði í fasteign. Dæmi um mánaðarlega greiðslubyrði af 1.000.000 kr.* Vextir % 6,50% 7,50% 8,50% 9,50% 10,00% 5 ár 19.600 20.000 20.500 21.000 21.200 15 ár 8.700 9.300 9.800 10.400 10.700 30 ár 6.300 7.000 7.700 8.400 8.800 *Lán með jafngreiðsluaðferð án verðbóta. Frjálsa fjárfestingarbankans Fasteignalán Allt að 80%veðsetningarhlutfallaf verðmæti fasteignar Þúsundir fasteigna af öllum stærðum og öllum gerðum alls staðar á landinu Ný sölu- skrifstofa 6 Nýjaríbúðir íGrafarholti Fjölbreytni ílagnaheimi Hagstætt verð 26 Ólíkir málmar í lögnum 44 EITT af nýjustu og glæsilegustu hótelunum á Austurlandi, Fosshótel Reyðarfjörður, er nú til sölu hjá Fasteigna- og skipasölu Austur- lands á Egilsstöðum. Hótelið er staðsett í hjarta þéttbýlisins á Reyðarfirði, við þjóðveginn í gegn- um bæinn, þar sem stutt er í alla þjónustu. „Fosshótel Reyðarfjörður er að- eins tæplega fjögurra ára gamalt hótel sem var tekið í notkun í júní árið 1999,“ segir Guðrún Gísladóttir, fasteignasali hjá Fasteigna- og skipasölu Austurlands. „Í hótelinu eru 20 tveggja manna vel búin herbergi með parketi á gólfum, baði, sjónvarpi og síma. Matsalurinn tekur um 70 manns í sæti, en mögulegt er að stækka sal- inn, eldhús er vel tækjum búið og þar er góð vinnuaðstaða. Í hótelinu er fundarsalur sem tekur um 20 manns í sæti. Við byggingu hótelsins var vand- að vel til verka og er það í mjög góðu ástandi innan sem utan. Húsið er klætt með álklæðningu, bílastæði er malbikað og lóð fullfrágengin. Frá því sumarið 1999 hefur hót- elið verið í Fosshótelakeðjunni og hefur það verið markaðssett innan- lands sem erlendis, auk þess sem það hefur verið sýnt forsvarsmönn- um Alcoa og ýmsum verktökum.“ „Vegna hagstæðrar staðsetningar og mjög mikillar uppbyggingar á Mið-Austurlandi næstu árin býður Fosshótel Reyðarfjörður upp á mikla möguleika,“ heldur Guðrún áfram. „Til fyrirhugaðs álvers Alcoa í Reyðarfirði eru 5 km eða um 4 mín. akstur og um 3 km eru að fyr- irhuguðu jarðgangastæði á milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar, en til Egilsstaða eru 34 km eða um hálftíma akstur. Vel bókað fyrir sumarið „Síðasta sumar var hótelið vel bókað og árið í heild var gott rekstr- arlega séð. Hótelið er sömuleiðis vel bókað sumarið 2003 og í ljósi mikls vaxtar í ferðamannaþjónustu og mikillar uppbyggingar á Austur- landi næstu árin telur núverandi eigandi að rekstrarmöguleikar hót- elsins séu mjög góðir. Rétt er að benda á að lítið er um gistirými í Fjarðabyggð í sambærilegum gæða- flokki.“ „Á eigninni hvíla hagstæð lang- tímalán og fyrirliggjandi er rekstr- aráætlun fyrir tímabilið 2003-2008 sem eigandi hefur látið vinna. Nið- urstöður hennar eru hagstæðar og gera ráð fyrir blómlegum rekstri hótelsins næstu árin,“ sagði Guðrún Gísladóttir að lokum. Fosshótel Reyðarfjörður, eitt nýj- asta hótelið á Austurlandi, til sölu Í hótelinu eru 20 tveggja manna vel búin herbergi, matsalurinn tekur um 70 manns í sæti og í hótelinu er fundarsalur, sem tekur um 20 manns í sæti. Upplýsingar um verð og greiðslukjör fást hjá Fasteigna- og skipasölu Austurlands. Lykillinn að sparnaði, öryggi og þægindum RE/MAX íKópavogi                                                                  !"!#$! % " #$     &'( )*+ &'(  ) *+ ,  !,     !  "#$ %&$  %''( -%.$/#$ %"/++% 01%23+ 456#0!+ (1+1/7+ !+ 8+ 23+ '%" 9+ " " :$+; % ":$+; $!+%.+ " :$+; % ":$+;        )     (%<) "%"+$ +$ 1+=""+)>>>1+    ?" /@+AB * * * * # # #  # $ %    *+    ,% /@AB   .& ' / 0 "# " " #0 "$(%. ".1% "" "(/ "%1& B  2 !  3   ! $ %"$ %0$  %''( 8%"+#$! &" %""+ !                              $  $   6+B  Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 32 Viðskipti 12/14 Minningar 33/36 Erlent 16/18 Hestar 37 Höfuðborgin 19 Bréf 40/41 Akureyri 0 Kirkjustarf 41 Suðurnes 1 Dagbók 42/43 Landið 2 Íþróttir 44/47 Neytendur 3 Fólk 49/53 Listir 24/25 Bíó 50/53 Umræðan 26/32 Ljósvakar 54 Forystugrein 28 Veður 55 * * * SIGURÐUR Gústafsson arkitekt hlaut í gær sænsku hönnunarverð- launin sem kennd eru við Torsten og Wönju Söderberg við athöfn í Norræna húsinu. Verðlaunaféð er 500.000 sænskar krónur, sem jafn- gildir um fjórum og hálfri milljón íslenskra króna, og eru verðlaunin því með þeim hæstu sem ein- staklingum eru veitt á sviði hönn- unar á Norðurlöndum. „Þessi verðlaun skipta auðvitað miklu máli fyrir mig og ég mun nota verðlaunaféð til þess að halda áfram með það sem ég hef verið að gera,“ sagði Sigurður í samtali við Morgunblaðið. Hann benti á að mik- ill kostnaður fylgdi því oft og tíðum að búa til frumeintök af hús- gögnum og öðrum hlutum. „En svo fylgir þessum verðlaunum ekki síð- ur mikill heiður og ég tel að það geti einnig verið jákvætt fyrir ís- lenska hönnun að fá svona stór verðlaun hingað til lands.“ Sigurður útskrifaðist frá Arki- tektúrháskólanum í Osló árið 1990. Eftir hann liggur fjöldi hluta, stól- ar, hillur og húsbúnaður, auk bygg- inga, og hefur hann hlotið margar viðurkenningar fyrir verk sín. Með- al nýrri verkefna Sigurðar hér á landi eru raðhúsaíbúðir við Kletta- borg á Akureyri og grunnskólinn Víkurskóli í Reykjavík. Í tilefni verðlaunanna verður haldin yfirlitssýning á verkum Sig- urðar í Röhsska-safninu í Gauta- borg og gefið út rit um verk hans í nóvember næstkomandi, þegar verðlaunin verða formlega afhent. Safnið einbeitir sér að hönnun og listiðnaði, og hefur jafnframt milli- göngu um veitingu Söderberg- verðlaunanna. „Það verður gaman að sjá á einum stað það sem maður hefur verið að gera og sjá þetta sjálfur í samhengi. Verkin mín, sem bráðum nálgast hundrað eintök, eru dreifð út um allt og ég hef aldr- ei séð alla hlutina saman á einum stað til þessa,“ segir Sigurður. Torsten og Wanja Söderberg- verðlaunin hafa verið veitt norræn- um hönnuði árlega síðan árið 1994. Árið 1999 voru verðlaunin veitt norrænum hönnunargagnrýn- endum og var Aðalsteinn Ingólfs- son í hópi þeirra fimm sem skiptu með sér verðlaununum það ár. Morgunblaðið/Sverrir Sigurður Gústafsson ásamt Elsebeth Welander-Berggren, forstöðumanni Röhsska-safnsins í Gautaborg. Safnið hefur milligöngu um veitingu sænsku hönnunarverðlaunanna, sem Sigurður hlaut í gær, en þau eru kennd við Torsten og Wönju Söderberg. Hlaut á fimmtu milljón í hönnunarverðlaun LÖGREGLAN á Ísafirði hefur tekið til rannsóknar sjóatvik sem varð á Vestfjörðum á sunnudag þegar þrem- ur björgunarsveitarmönnum var bjargað úr stórsjó í kjölfar prófana á tveimur björgunarflekum. Önundur Jónsson, yfirlögregluþjónn á Ísafirði, segir að björgunarsveitafólkið hafi lagt fram kvörtun vegna framferðis stjórnenda sem önnuðust prófanirn- ar, enda hafi því verið stefnt í voða að þeirra eigin sögn. Í dag verða máls- aðilar yfirheyrðir af lögreglu og er búist við að Rannsóknanefnd sjóslysa taki þátt í rannsókninni. Björgunarsveitarfólkið er í Björg- unarsveitinni Björgu á Suðureyri og var á Zodiac gúmbjörgunarbáti til að- stoðar við prófanir á flekunum á veg- um Viking bátaverksmiðjunnar í Danmörku. Prófanirnar fóru fram nokkra km út af Barða milli Önund- arfjarðar og Dýrafjarðar en verið var að prófa hvernig þeir stæðust vond veður. Að sögn Gísla Guðnasonar hjá Björgu var hlutverk björgunarsveit- arfólksins að vera á sveimi við flekana til að tryggja öryggi þeirra sem voru að prófa þá. Fólkið átti ennfremur að vera vertíðarbátnum Trausta ÍS 111 til halds og trausts ef flekarnir slitn- uðu aftan úr honum en það var hlut- verk Trausta að draga þá til lands að loknum prófunum. Farþegaskipið Brimrún flutti flekana og gúmbátinn hins vegar út á sjó. „Við vanmátum aðstæður og veður var mun verra en reiknað var með,“ sagði Gísli. „Zodiac báturinn gat því ekkert athafnað sig,“ segir hann. Að hans sögn gerði sveitin mistök með því að fara í verkefnið. Veður var orðið slæmt seinnipart- inn á sunnudag, norðan 15-20 m/sek og 11 metra ölduhæð. Þorsteinn Jón- ínuson vélstjóri á Trausta segir að áhöfn Brimrúnar hafi ekki treyst sér til að hífa Zodiac bátinn og fólkið um borð og því hafi það að flutt sig yfir á annan flekann, sem var bundinn í hinn. Átti Trausti síðan að draga þá á lygnari sjó. Dráttartaug slitnaði og festingar rifnuðu Samkvæmt frásögn Þorsteins slitnaði dráttartaugin úr Trausta í flekana og við seinni dráttartilraunina rifnuðu festingarnar í þeim. Þegar hér var komið sögu voru tveir björg- unarsveitarfélaganna orðnir mjög sjóveikir. „Guðjón Kjartansson, skip- stjóri á Trausta, sigldi skipinu okkar hlémegin á flekana sem rak síðan á skipið. Svo var sætt lagi á veltunni og björgunin tókst stórslysalaust,“ segir Þorsteinn. Hann segir vandræða- ástand hafa skapast, en hins vegar hafi ekki verið hætta á ferð. „Þau voru orðin mjög þreytt og hefðu lent í hættu ef þau hefðu ekki náðst um borð til okkar, en þess í stað rekið stjórnlaust í björgunarbátnum.“ Hann segir að björgunaraðgerðirnar hafi farið fram í 11 metra ölduhæð en Trausti hafi dugað vel í hafrótinu. Björgunarflekana rak út á sjó sem og Zodiac bátinn og hefur verið leitað til Landhelgisgæslunnar um að aðstoða við eftirgrennslan eftir þeim. Atvik við próf- anir á björgun- arflekum í lög- reglurannsókn Prófanir í 11 metra ölduhæð ÞAÐ var heilmikið líf og fjör á Elliðaánum þegar 20 kajakróðr- armenn tókust á í svokölluðu Elliða- árródeoi sem Kajakklúbburinn stóð fyrir. Keppnin, sem gengur út á að sýna ýmsa snilldartakta við róð- urinn, fór fram neðan við rafstöðina í ánum og segir formaður klúbbsins sannkallaðar kjöraðstæður hafa ver- ið á meðan á henni stóð. Að sögn Þorsteins Gunnarssonar, fomanns Kajakklúbbsins, gengur keppnin út á að menn fá þrisvar sinnum fjörutíu og fimm sekúndur til að sýna listir sínar en dómarar dæma síðan frammistöðuna eftir ákveðnum reglum. „Þetta er svipað og venjuleg leikfimi eða fimleikar því menn eru dæmdir eftir því hvað þeir sýna flotta takta og svo eru taldir snúningar, þ.e. hvað menn fara marga hringi.“ Keppt er í þremur flokkum, opn- um flokki og út úr honum er svo tek- inn sérstakur nýliðaflokkur og kvennaflokkur þegar tilefni eru til. Í keppninni bar Sigurður Ólafsson sigur úr býtum í opna flokknum, Helga Möller í kvennaflokki og loks Bragi Þorsteinsson í flokki nýliða. „Þetta var alveg feikigaman, gott veður og vatnið var eins og best verður á kosið,“ segir Þorsteinn. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Kajakkúnstir á Elliðaánum ÍSLENSKI stýrimaðurinn sem er í gæsluvarðhaldi í Sameinuðu arab- ísku furstadæmunum vegna ólöglegs vopnaburðar hefur verið fluttur úr fangelsinu á flugvellinum í Dubai í fangelsi í Abu Dhabi sem er höfuð- borg ríkisins og stærsta borg þess. Pétur Ásgeirsson, rekstrarstjóri utanríkisráðuneytisins, segir að flutningurinn hafi verið fyrirséður, fangar dvelji sjaldnast lengi í fang- elsum á flugvöllum. Upplýsingar um aðbúnað í fangelsinu hafa ekki borist ráðuneytinu en norskir sendifulltrú- ar hafa sinnt málinu að beiðni ís- lenskra stjórnvalda. Norskur sendi- fulltrúi hitti stýrimanninn í fyrradag og bar hann sig þá vel. Fluttur í fangelsi í Abu Dhabi ♦ ♦ ♦ GLÓBRYSTINGSPAR með unga sást á vappi á höfuðborgarsvæðinu á dögunum. Að sögn Jóhanns Óla Hilmarssonar fuglafræðings er þetta í fyrsta sinn sem vitað er með vissu að glóbrystingspar hafi verpt hér á landi. „Það hafa sést tvisvar sinnum fuglar með æti sem hafa þá vænt- anlega verið að bera það í unga en þetta er í fyrsta sinn sem ungi sést,“ segir hann og bætir við að glóbryst- ingar flækist oft til landsins á haustin. Glóbrystingur verpir hérlendis Ljósmynd/Jóhann Óli Hilmarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.