Morgunblaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 22
LANDIÐ 22 ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ STÓRTÆKAR endurbætur hafa verið gerðar á fjósinu á bænum Grímshúsum í Aðaldal. Það er Hall- grímur Óli Guðmundsson bóndi og fjölskylda hans sem hefur staðið í miklum framkvæmdum að undan- förnu og hefur breytt fjósi sínu í 68 kúa legubásafjós auk þess að setja upp Lely mjaltaþjón sem er sá fyrsti sinnar tegundar á samlagssvæðinu austan Vaðlaheiðar. Það var hinn 10. febrúar sem hafist var handa og voru allar kýrnar og geldneytin flutt í eldra fjós að bænum Árnesi þar sem gripirnir voru hafðir meðan á framkvæmdunum stóð. Þar var komið upp bráðabirgðaaðstöðu til þess að mjólka kýrnar og má segja að það hafi gengið mjög vel fyrir sig. Allar gömlu innréttingarnar í fjós- inu í Grímshúsum voru teknar niður og þeim hent enda voru þær sumar orðnar 40 ára og því búnar að gera sitt gagn. Þá var steypt í gólfið og þar komið fyrir legubásum og flórsköfu- kerfum. Þá var og opnað inn í hluta hlöðunnar og aukið við plássið með því að setja þar einnig legubása og færanlegan fóðurgang þar sem kýrn- ar hafa frjálsan aðgang að heyi þann- ig að ekki þarf að gefa þeim nema með nokkurra daga millibili. Framkvæmdirnar tóku stuttan tíma og 29. mars voru kýrnar fluttar aftur heim eftir að endurbótunum lauk og strax byrjað að mjólka þær við þessar nýju og gjörbreyttu að- stæður. Að sögn ábúenda gengu þessar breytingar á högum kúnna ótrúlega vel fyrir sig og flestar hafa vanist vel þessum nýju mjöltum. Í mjaltaþjóninum fá kýrnar kjarn- fóður meðan þær eru mjólkaðar, en nythæstu kýrnar fá einnig kjarnfóð- ur í svokölluðum kjarnfóðurbás sem er staðsettur í miðju lausgöngupláss- ins. Allar kýrnar hafa hálsband með númeri og þegar þær koma inn í bás- inn eru þær skynjaðar á innrauðu ljósi. Mjaltaþjónninn getur sagt til um ýmisleg frávik í heilsufari, t.d. júgurbólgu o.fl. auk þess sem mjólkin er litgreind með tilliti til blóðs eða broddmjólkur og eru þær kýr þá mjólkaðar í sérstakt ílát. Hver speni er mjólkaður einn og sér og er tekið af hverjum spena fyrir sig þegar hann er búinn. Þannig er ekki um neinar tómmjaltir að ræða sem hefur mjög jákvæð áhrif á júgurheilsuna. Í tengslum við mjaltaþjóninn er eftirlitsmyndavél og ef eitthvað fer úrskeiðis er hringt til bóndans úr tölvunni til þess að hægt sé að laga það. Allar innréttingar komu frá Landstólpa ehf., en alla smíðavinnu sá Trésmiðjan á Rein um, undir verk- stjórn Sigmars Stefánssonar. Hallgrímur Óli segist mjög ánægð- ur með þá nýju fjósgerð sem búið er að koma upp í Grímshúsum og er bjartsýnn á framhaldið. Hann er nú að koma upp kálfafóstru sem fóðrar mjólkurkálfana og segir að það muni auðvelda mjög kvíguuppeldið sem þarf skiljanlega að vera mikið í svo stóru fjósi og þá ætlar hann einnig að auka við sig í framleiðslunni til þess að nýta allt plássið. Ekki er að sjá annað en að kúnum líði vel og m.a. hafa þær sérstakan rafmagnsbursta sem þær geta farið í til þess að kemba sér sjálfar og er hann óspart notaður. Þá má geta þess að kýrnar eru mjög rólegar og virðast ekki láta ókunnuga trufla sig en eins og gefur að skilja hefur verið gestkvæmt í Grímshúsum að undan- förnu. Fyrsti mjaltaþjónninn austan Vaðlaheiðar Morgunblaðið/Atli Vigfússon Guðmundur Hallgrímsson, Ingibjörg Stefánsdóttir og Hallgrímur Óli Guð- mundsson með soninn Stefán Óla hjá nýja mjaltaþjóninum í Grímshúsum. Laxamýri JÓN Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, heimsótti Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á dögunum og tilefnið var afar ánægjulegt, að sögn Friðfinns Her- mannssonar, framkvæmdastjóra stofnunarinnar. Ráðherra staðfesti með bréfi stefnumótandi áætlun HÞ um helstu verkefni og áherslur til næstu þriggja ára. Áætlunin er gerð í samræmi við samkomulag heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neyti-sins og HÞ um árangurs- stjórnun. Einnig staðfesti ráðherra með bréfi þá ákvörðun ráðuneytisins að ráðstafa 20 milljónum króna af fjár- lögum til stofnunarinnar. Er það hækkun á rekstrargrunni stofn- unarinnar til frambúðar en þetta er mikil viðurkenning á starfi því sem hefur verið unnið við stofnunina á síðustu árum að sögn Friðfinns. Þá afhenti ráðherra HÞ fjórar millj- ónir til tækjakaupa. Þess er líka vert að geta að ný- lega var ákveðið að veita stofn- uninni 1,8 milljónir úr fram- kvæmdasjóði aldraðra til Garðshorns, endurhæfingar og úti- vistarsvæðis við stofnunina og hef- ur ráðherra þegar sent HÞ bréf því til staðfestingar. Segir Friðfinnur þetta allt vera mjög ánægjulegt og skipta miklu máli fyrir framtíð Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga. Stefnumót- andi áætlun staðfest Húsavík Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Jón Kristjánsson ásamt Dagbjörtu Þyri Þorvarðardóttur hjúkrunarfor- stjóra og Friðfinni Hermannssyni, framkvæmdastjóra HÞ. LOFTORKA í Borgarnesi ætlar að hefja framleiðslu á risastórum stein- rörum, sem verða allt að 3 m í þver- mál. Stærstu rörin sem hingað til hafa verið framleidd hér á landi eru um 1.10 m í þvermál og stærri hafa verið innflutt. Framkvæmdir standa nú yfir hjá Loftorku við stækkun verksmiðj- unnar um helming eða í 5.000 fm. Með stækkun verksmiðjunnar verð- ur kleift að steypa og framleiða stærri rör en áður. Reiknað er með að verksmiðjan verði tilbúin í ágúst og nú þegar hafa fyrstu pantanir borist frá Vegagerðinni sem ætlar að nota þessi stóru rör í Kolgrafarfjörð. Jafnframt hefur Loftorka fram- leiðslu á forspenntum plötum sem eru kallaðar holplötur. Þeirra helstu kostir eru að þær eru burðarmeiri heldur en aðrar forsteyptar plötur og geta spannað 20 metra án þess að súlur haldi þeim uppi. Einnig verða framleiddir forspenntir bitar sem nýtast í stærri byggingar og brýr. Konráð Andrésson, forstjóri Loft- orku, er bjartsýnn á framtíðina og segir að störfum muni fjölga hjá fyr- irtækinu um 15. Núverandi starfs- mannafjöldi er 70 manns og nýir að bætast við. Hann segist afar heppin með starfsfólk og eru dæmi um að menn séu búnir að starfa í Loftorku í 40 ár. Með framleiðslu röra af þess- ari stærðargráðu eru þeir brautryðj- endur. Spurður um útflutning svarar Konráð því til að ekki hafi verið at- hugað hvað Færeyingar vilji en hann sjái ekki að verra sé að selja íslenska steypu til útlanda en hvað annað. Framleiðslan er viðurkennd vara og undir stöðugu eftirliti starfsmanna og Rannsóknarstofnunar byggingar- iðnaðarins. Loftorka Borgarnesi ehf. er al- hliða verktakafyrirtæki á sviði bygg- ingamannvirkja og sérhæfir sig í framleiðslu á forsteyptum hlutum úr steinsteypu, steinsteyptum eining- um til húsbygginga og steinrör í hol- ræsi. Framleiðir rör sem eru 3 metrar í þvermál Borgarnes LÍKT og undanfarin ár voru nem- endur og starfsfólk Garðyrkjuskóla ríkisins að Reykjum í Ölfusi með op- ið hús á sumardaginn fyrsta. Það er orðin hefð hjá mörgum að koma við og sjá hvað er að gerast í skólanum og er talið að um átta þúsund manns hafi lagt leið sína í skólann í ár. Að venju var mikið um dýrðir og fengu gestir vorið „beint í æð“, því alls staðar voru blóm og fallegar skreyt- ingar eftir nemendur. Einnig kynntu allmörg fyrirtæki starfsemi sína. Dagskráin var fjölbreytt, flutt voru fræðsluerindi, kynnt var námskeiðið „Lesið í skóginn – tálgað í tré“ sem er samvinnuverkefni skólans og Skógræktar ríkisins. Að ógleymdu barnahorninu þar sem krakkarnir gátu útbúið sínar blómaskreytingar, fengið andlitsmálun og flogið flug- drekum á útisvæðinu. Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra kom og skrifaði, með gullpenn- anum sínum, undir samning þess efnis að Garðyrkjuskólinn fái form- lega heimild, að uppfylltum tiltekn- um skilyrðum, til að útskrifa nem- endur á háskólastigi. Guðni sagði þetta eina af stærri stundum lífs síns. Þetta gerði skólanum kleift að útskrifa nemendur með B.S. gráðu, sem væri eðlilegt framhald af því starfi sem í skólanum væri unnið. At- hygli vakti sú yfirlýsing ráðherra að hann sagðist vilja flytja Skógræktina að Mógilsá í Garðyrkjuskólann, selja eignir þar og nota hagnaðinn í að byggja upp byggingar Garðyrkju- skólans. Ráðherra sagði að engum dyldist að nú yrði að byggja upp og efla viðhald bygginga sem fyrir eru. Sagði hann að verið væri að undir- búa hvernig standa ætti að málum og myndu línur skýrast á næstu vikum. „Garðyrkjuskólinn býr í hjarta þessarar þjóðar,“ sagði landbúnað- arráðherra. Garðyrkjuskólinn verður háskóli Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra skrifar undir samninginn með gullpenna, samningurinn er þá líklega gulls ígildi. Hveragerði NEMENDUR grunnskólans í Fljótshlíð settu upp ásamt kenn- urum sínum leiksýningu sem sýnd var sumardaginn fyrsta í félags- heimilinu Goðalandi. Fjölmennt var á leikritinu og því fjarska vel tekið enda nokkur afar óvænt aukaatriði sem jafnvel tóku öðru góðu fram. Um var að ræða leikgerð nokk- urra valinna kafla úr Njálssögu, en leikinn sömdu nemendur sjálfir í samráði við kennara skólans. Foreldrar barnanna saumuðu bún- inga og smíðuðu leiktjöld og leik- muni. Allir nemendur skólans, 21 talsins, tóku þátt í leikritinu. Foreldrafélagið annaðist kaffi- veitingar að leiksýningu lokinni. Morgunblaðið/Önundur S. Björnsson Þessir leikarar áttu eftir að skemmta fólki betur en björtustu vonir stóðu til þegar myndin var tekin og það gerðist með óvæntu „uppistandi“ sem ekki yrði hægt að endurtaka þótt mikið lægi við. Áhorfendur voru fjölmargir. Vel heppnuð Njálusýning nemenda Fljótshlíðarskóla Fljótshlíð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.