Morgunblaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 48
FÓLK Í FRÉTTUM 48 ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Laugard. 3. maí kl. 14 Örfá sæti Sunnud. 4. maí kl. 14 Forsala á miðum í Sjallann Akureyri fer fram í Pennanum Eymundsson Glerártorgi. mið 30/4 Sellófon 1. árs Örfá sæti Í tilefni afmælis Sellófon er miðaverð kr. 1600 30/4. föst 2/5. örfá sæti lau 3/5 SJALLINN AKUREYRI SUN 4/5 SJALLINN AKUREYRI föst 9/5 laus sæti Stóra svið ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield Mi 30/4 kl 20 - UPPSELT Fi 1/5 kl 20 - 1.maí tilboð kr. 1.800 Fö 2/5 kl 20, Lau 10/5 kl 20, Lau 17/5 kl 20 PÚNTILA OG MATTI e. Bertolt Brecht Su 4/5 kl 20, Su 11/5 kl 20, Fi 22/5 kl 20 ATH: Sýningum lýkur í maí SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI eftir Sálina og Karl Ágúst Úlfsson Lau 3/5 kl 20, Fö 9/5 kl 20, Fö 16/5 kl 20 Fö 23/5 kl 20, Fö 30/5 kl 20, Lau 31/5 kl 20 ATH: SÍÐUSTU SÝNINGAR "DANS FYRIR ÞIG" 30 ára afmælissýning Íslenska dansflokksins Frosti - Svanavatnið eftir Láru Stefánsdóttur Brot úr nokkrum af eftirminnilegustu verkum Íslenska dansflokksins Frumsýning fi 8/5 kl 20, 2.sýn fi 15/5 kl 20, 3.sýn su 18/5 kl 20 ATH. AÐEINS ÞRJÁR SÝNINGAR Nýja svið Þriðja hæðin Miðasalan er opin frá kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnaður kl. 10 virka daga. Fax 568 0383 - midasala@borgarleikhus.is Miðasala 568 8000 PÍKUSÖGUR eftir Eve Ensler Lau 3/5 kl 20 Su 11/5 kl 20 Takmarkaður sýningarfjöldi Litla svið RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Fö 2/5 kl 11 - UPPSELT, Mi 7/5 kl 20 - UPPSELT Fö 9/5 kl 20, Fö 16/5 kl 20 STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN í samstarfi við SJÓNLEIKHÚSIÐ Leikrit með söngvum - og ís á eftir! Lau 3/5 kl14, Lau 10/5 kl. 14 GESTURINN e. Eric-Emmanuel Schmitt Su 11/5 kl 20 Su 18/5 kl 20 Örfáar sýningar vegna fjölda áskorana "MANSTU EKK´ EFTIR MÉR" dagskrá Kringlusafns í lok bókaviku ætluð börnum 10-12 ára Rithöfundar koma í heimsókn, spilað og sungið í dag kl. 11 - Aðgangur ókeypis SJÖ BRÆÐUR e. Aleksis Kivi Gestaleiksýning Theater Mars frá Finnlandi Mi 7/5 kl 20 - AÐEINS EIN SÝNING SUMARÆVINTÝRI e. Shakespeare og leikhópinn Fö 2/5 kl 20, Su 4/5 kl 20, Lau 10/5 kl 20, Lau 17/5 kl 20 MAÐURINN SEM HÉLT AÐ KONAN HANS VÆRI HATTUR eftir Peter Brook og Marie-Hélène Estienne Fi 1/5 kl 20, Fö 9/5 kl 20, Fö 16/5 kl 20 ATH: Fáar sýningar eftir KVETCH eftir Steven Berkoff í samstarfi við Á SENUNNI Lau 3/5 kl 20, Fi 8/5 kl 20, Fi 15/5 kl 20 ATH: SÍÐUSTU SÝNINGAR GESTALEIKSÝNINGIN 7 BRÆÐUR kemur hingað með styrk frá Teater og dans i Norden. VIÐ fljúgum inn yfir landið með farfuglunum á björtum vordegi. Langþráðir sumargestirnir skipta milljónum, ólíkir og fjölbreyttir í út- liti og háttum. Fiðraðir vinir sem eiga stóran þátt í að við hlökkum til sumarsins og gera landið byggilegt, að maður tali ekki um aðlaðandi og yndislegt. Þéttbýlisbúum hættir við að flokka þá í eina óljósa bendu far- fugla og þurfa sannarlega á nánari kynnigu að halda. Í skýjum skellir hans hlátur, nýja heimildarmyndin hans Dúa J. Landmark, og félaga, er einmitt vel þegin nærskoðun á einum kærasta gestinum, hrossagauknum sem vonandi velflestir Íslendingar þekkja af hnegginu. Það er einn af órofa tónum okkar ómissandi sum- arhljómkviðu, afar sterkur og sér- kennilegur, enda fuglinn talinn gæddur spádómsgáfu fyrrum. Hrossagaukurinn, eða mýrisnípan, einsog hann er kallaður á Vestur- landi, framkallar þennan tilkomu- mikla hljóm með háum dýfum þar sem hann lætur loftstreymið leika um stélfjaðrirnar og er í raun með því að tilkynna yfirráðin yfir óðali sínu Þetta er einn fróðleiksmolinn sem kemur fram í yndislegri mynd sem gerð er af þolinmæði, fagmennsku og væntumþykju um viðfangsefnið. Við fáum staðfestingu á því sem mörg okkar grunar, að hrossagauk- urinn er dálítið undarlegur í háttum, Hann er alls ekki áberandi á láði heldur læðupokast hann, virðist hálf- feiminn þar sem hann gægist með sitt langa nef undan steini. Svo eru aðrir mun brattari, haldnir sýniþörf og spóka sig á áber- andi stöðum í nátt- úrunni. Dúi fylgist með fuglafræðingum sumarlangt í Flat- ey, sem er mikill griðastaður þessa litla og fallega vað- fugls, fjarri mink og ref úti á miðjum Breiðafirði. Þar halda sig tæp 100 pör af þeim 300 þúsundum sem hingað koma að vori. Það er óborganlegt að fá tækifæri til að fylgjast svo náið með högum vina vorra í móanum. Gauksmamma kúrir á eggjum mestan partinn og fylgist grannt með boðum og hljóð- um. Gætir þess að hitastig eggjanna sé jafnt og rétt og „dregur fyrir gardínurnar“, þegar sólin skín skær- ast um hádaginn, líkt og senjóríturn- ar suðr’ á Spáni! Hrossagaukurinn er fugl kynja- jafnréttisins, því þegar ungarnir eru tilbúnir að vappa af stað úr hreiðr- innu út í hinn stóra heim, kemur pabbi gamli og lóðsar helft unganna um fæðubúr náttúrunnar og kennir þeim að þekkja hætturnar sem leyn- ast á hverju strái. Eftir 6 vikur er öllu sambandi lokið á milli foreldra og afkvæma og stefnan tekin til suð- urs á haustdögum. Á heiðum og mýr- um Írlands og Frakklands una þeir sér vel yfir veturinn, ef undan eru skildir þeir sem enda líf sitt í byssu- kjöftum veiðivarga og falla af nátt- úrulegum ástæðum. Það verður gaman að bregða þessari hlýlegu mynd á skjáinn þegar skammdegið tekur völdin. Sumargestir náttúrunnar SJÓNVARP Sjónvarpið Heimildarmynd eftir Dúa J. Landmark. Handrit: Dúi og Henri A. Pradin. Kvik- myndataka og hljóð: Dúi og Magnús Magnússon. Tónlist: Halldór Björnsson: Klipping : Dúi J. Landmark. Þulur: Örn Árnason. Sýningartími 26 mín. Landmark kvikmyndagerð, Eliocom, RUV og SEASONS 2003. RUV, 24. apríl. 2003. „Í SKÝJUM SKELLUR HANS HLÁTUR“ – ÍSLENSKI HROSSAGAUKURINN Sæbjörn Valdimarsson Hrossagaukurinn er „einn af órofa tónum okkar ómissandi sumarhljómkviðu“ segir í umsögn um heimildarmyndina Í skýjum skellur hans hlátur. UPPISTANDSKLÚBBURINN Rosalegt uppistand heldur áfram að bjóða Íslendingum upp á rjómann af þeim bresku skemmtikröftum sem valið hafa sér þetta erfiða en þegar best tekst til, dásamlega skemmt- anaform til að hafa að lifibrauði. Klúbburinn hefur nú fært sig um set og er kominn í Þjóðleikhúskjallar- ann sem er að mörgu leyti ágætur fyrir svona skemmtikvöld þótt hann rúmi ekki neitt í líkingu af fólki á við Háskólabíó eða önnur þau hús þar sem boðið hefur verið upp á skemmt- anir af þessu tagi að undanförnu. En hann er tvímælalaust huggulegri og sambandið á milli sviðs og salar nán- ara en í stærri sölum. Uppistandarar þurfa að vera hug- rakkt fólk með góða dómgreind og verða að geta lesið hvern áhorfanda- sal eins og góðan reyfara því áhorf- endur eru, eins og þeir vita sem reynt hafa að skemmta fólki, gjör- samlega óútreiknanlegir. Það er fátt pínlegra en maður sem stendur á sviðið með það eina markmið að láta fólk hlæja sem ekki tekst ætlunar- verk sitt. Sem betur fer var ekkert slíkt á ferðinni í Þjóðleikhúskjallar- anum á fimmtdagskvöldið því Alun Cochrane og Nick Wilty eru báðir eldri en tvævetur í skemmtana- bransanum. Wilty gerir reyndar til- kall til titilsins víðförlasti uppistand- arari heims en Ísland ku vera 88. landið þar sem hann treður upp. Cochrane hefur hins vegar það for- skot að þetta er önnur heimsókn hans hingað, hann kom hér fyrir rúmu ári og skemmti í Kaffileikhús- inu við góðan orðstír. Þeir félagar troða tvisvar upp í kjallaranum og skjótast að því loknu norður til Ak- ureyrar og skemmta í Sjallanum á laugardagskvöld. Efnistök þeirra Cochranes og Wiltys voru í grunninn nokkuð keimlík, öfugt við síðustu gesti Rosalegs uppistands, þá O’Doherty og Darby sem voru afar ólíkir. Cochrane og Wilty notuðu báðir mikið sögur úr „bransanum“ en atriði Cochranes var mun meira aðlagað íslenskum aðstæðum enda hann búinn að kynnast landi og þjóð ívið betur en Wilty. Einnig varð báð- um nokkuð tíðrætt um nú- og fyrr- verandi kærustur og er greinilega ástæða til að vara fólk sem metur einkalíf sitt mikils við því að leggja lag sitt við fólk sem hefur uppistand að atvinnu. Báðir kunnu þeir mikið af spreng- hlægilegum sögum og á ég t.d. von á að saga Cochrane af kollega sínum Magic Pete líði viðstöddum seint úr minni en sá hafði ekkert af því sem hér var áður sagt þurfa prýða góðan uppistandara. Heilt yfir átti Cochr- ane betra kvöld, bæði efnislega og vegna þess að hann talaði afar skilj- anlega ensku og leyfði sögunum bet- ur að lifa. Lét lofta aðeins um þær án þess að vera langdreginn. Á köflum var hins vegar dálítið erfitt að skilja Wilty, bæði vegna sterks hreims og vegna þess hvernig hann dældi úr sér sögunum á helst til miklum hraða, það var á köflum varla tími til að hlæja, sem maður hefði þó oft viljað fá tækifæri til. Einnig lét hann það trufla sig að hljómburður í Þjóðleikhúskjallaran- um er ekki sérlega góður og því heyrðist ekki hlátur áhorfenda (sem þó var töluverður) upp á svið. Þetta virtist hins vegar ekki trufla Cochr- ane neitt. Kynnir kvöldsins var eins og á fyrra kvöldinu Ágústa Skúla- dóttir og stóð sig ágætlega í að hita upp fyrir gestina en var að verulegu leyti með sama atriði og síðast sem dró úr skemmtanagildi fyrir þá sem það sáu. Vonandi verður hún með nýtt prógram næst. Heilt yfir var þetta vel heppnað uppistand og mátti sjá áhorfendur reyna að koma andlitinu í réttar skorður á leiðinni út. Vonandi verður áframhald á heimsóknum breskra uppistandara af þessum gæðaflokki. Breskt gæðagrín Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Wilty gerir tilkall til titilsins víð- förlasti uppistandarari heims en Ís- land ku vera 88. landið þar sem hann treður upp. GAMANMÁL Þjóðleikhúskjallarinn Þjóðleikhúskjallarinn fimmtudagurinn 24. apríl. Annar viðburðurinn í röð uppi- standa sem haldin eru undir yfirskriftinni Rosalegt uppistand. Fram komu Nick Wilty og Alun Cochrane. Kynnir var Ágústa Skúladóttir. ROSALEGT UPPISTAND Ármann Guðmundsson www.snyrtistofa.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.