Morgunblaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 2003 11 ALLS hafa 279 nemendur frá 39 löndum brautskráðst frá Jarðhita- skóla Háskóla Sameinuðu þjóð- anna, að því er fram kom í erindi Ingvars Birgis Friðleifssonar, for- stöðumanns skólans, við setningu 25. starfsárs skólans í gærmorgun. Af þeim sem hafa útskrifast hafa 43% komið frá löndum í Asíu, 26% frá löndum í Afríku, 14% frá lönd- um í Rómönsku-Ameríku og 17% frá löndum í Mið- og Austur- Evrópu. 14% þeirra sem hafa út- skrifast eru konur. Samið var um stofnun Jarðhita- skólans árið 1978 og komu fyrstu nemendurnir til Íslands 1979. Alls 20 nemendur munu stunda nám við skólann næstu sex mánuði og var fyrsti kennsludagurinn í gær. Nem- endurnir er frá El Salvador, Kína, Kenýa, Íran, Póllandi, Kostaríka, Gvatemala, Mongólíu, Rússlandi, Eþíópíu og Filippseyjum. Ingvar Birgir sagði í erindi sínu að Jarðhitaskólinn hefði haldið góðum tengslum við flesta þá sem hefðu brautskráðst frá skólanum. Margir þeirra væru framarlega í sínu landi á sviði jarðhitarann- sókna. „Þeim hefur gengið mjög vel og hafa átt stóran þátt í að auka og bæta nýtingu á jarðhita í sínum heimalöndum,“ sagði hann. Ingvar Birgir sagði að uppsett afl í jarð- gufuvirkjunum hefði verið um 2,800 MWe (megavött) í heiminum um það leyti sem Jarðhitaskólinn var stofnaður en núna væri það um 8.000 MWe. „Þessi aukning hefur að hluta til orðið í þeim löndum þar sem fyrrverandi nemendur okkar hafa verið lykilsérfræðingar í jarð- hita,“ sagði hann. „Þá hafa margir fyrrverandi nemendur okkar leikið lykilhlutverk í því að nýta jarðhita til að hita upp hús. Í þessu sam- bandi nefni ég sem dæmi lönd í Mið- og Austur-Evrópu og Kína þar sem miklar framfarir hafa átt sér stað í því að hita hús með jarðhita í stað kola.“ Áhersla á endurnýjanlega orku Halldór Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra og formaður Framsókn- arflokksins, flutti einnig ávarp í gær og bauð hann nýju nemend- urna velkomna til Íslands. Kvaðst hann vonast til þess að námið og dvöl nemendanna á Íslandi myndi nýtast þeim vel. Hann sagði að Jarðhitaskólinn væri mikilvægur í augum íslenskra stjórnvalda og tók fram að engin önnur stofnun á veg- um SÞ fengi eins mikið fjármagn frá íslenskum yfirvöldum og Jarð- hitaskólinn. Halldór talaði einnig um mikil- vægi endurnýjanlegra orkugjafa og sagði að þörfin fyrir slíka orku- gjafa yrði æ meira áberandi. Í því sambandi minnti hann á að Íslend- ingar hefðu í áratugi lagt áherslu á að nýta jarðhita og vatnsorku til rafmagnsframleiðslu. Hans van Ginkel, rektor Háskóla SÞ, hrósaði Jarðhitaskólanum og náminu þar og sagði að skólinn hefði frá upphafi lagt áherslu á hagnýtt nám. Hann hvatti nýju námsmennina til að nýta tímann vel; ekki einungis til að afla sér nýrrar þekkingar heldur einnig til að eignast nýja vini. Alþjóðasam- félagið þarfnaðist fólks sem skildi hvað annað, virti hvað annað, þekkti hvað annað og væri tilbúið til að starfa saman. Að lokum tók til máls Þorkell Helgason orkumálastjóri. Hann sagðist líta á námsmenn skólans sem vorboða og kvaðst vona að þeir myndu eiga ánægjulegan og lær- dómsríkan tíma framundan á Ís- landi. Morgunblaðið/Jim Smart Fjölmenni var við setningu Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna í gær. Frá hægri: Tumi Tómasson, Hans van Ginkel, Halldór Ásgrímsson, Gunnar Snorri Gunnarsson, Þorkell Helgason, Max Bond og Stefán Skjaldarson. Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna 25 ára Hefur brautskráð 279 nemendur frá 39 löndum SIV Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra skipaði þau Guðmund Bjarna- son, framkvæmdastjóra Íbúðalána- sjóðs og fyrrverandi umhverfisráð- herra, og Kristjönu Bergsdóttur, framhaldsskólakennara og vara- mann í stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur, nýlega í dómnefnd um umhverfisverðlaun Norðurlanda- ráðs. Ólöf Guðný Valdimarsdóttir og Páll Kr. Pálsson sátu í nefndinni. Ólöf Guðný hefur hins vegar gert athugasemdir við það að hafa ekki verið skipuð áfram. Hún segist undr- andi á því vegna þess að í reglum um nefndina standi skýrum stöfum að nefndarmenn eigi að sitja í 8 ár, þ.e. tvisvar sinnum í 4 ár. Því hafi hún búist við því að verða skipuð áfram. Um þessar athugasemdir Ólafar Guðnýjar segir Siv Friðleifsdóttir að hún hafi í vetur fengið þær upplýs- ingar frá sínum embættismönnum að skipunartímabil þeirra beggja, þ.e. Ólafar Guðnýjar og Páls hafi verið runnið út og því þyrfti að skipa tvo nýja menn í nefndina. „Þetta eru þær upplýsingar sem ég fékk,“ segir ráðherra. Hún tekur fram að Páll og Ólöf Guðný hafi starfað með miklum ágætum í nefndinni og að hún hafi ekkert upp á þeirra störf að klaga. Skipt um menn í dómnefndinni KRISTÍN Þóroddsdóttir, sem skip- ar tíunda sætið á framboðslista Nýs afls í Norðausturkjördæmi, hefur að sögn Valdimars H. Jóhannessonar, efsta manns á listanum, óskað eftir því að verða tekin af listanum. Það gerði hún hins vegar of seint, að sögn Valdimars, því búið var að skila inn listanum til yfirkjörstjórnar sl. föstudag, eins og kosningalög gera ráð fyrir, og yfirkjörstjórn búin að samþykkja hann. „Skv. kosningalögum er ekki hægt að breyta framboðslistanum eftir að yfirkjörstjórn hefur samþykkt hann,“ segir Valdimar. Ekki náðist í Kristínu í gær. Valdimar segist hafa boðið Krist- ínu sæti á listanum og að hún hafi samþykkt það. Því til staðfestingar hafi hún undirritað yfirlýsingu þess efnis. „Hún hafði síðan samband við mig í [fyrrakvöld] þar sem hún gerði athugasemd við veru sína á listan- um,“ útskýrir Valdimar, en þá var það orðið of seint; yfirkjörstjórn var búin að samþykkja listann, eins og áður sagði. „Þetta er ósköp leiðinlegt. Ég myndi fegnastur af öllum vilja strika hana út af listanum en það er ekki hægt.“ Vill út af framboðs- listanum FRAMBJÓÐENDUR Vinstrihreyf- ingarinnar - græns framboðs kynntu rit um stefnu flokksins í kvenfrels- ismálum við Þvottalaugarnar í Laug- ardalnum í gær. „Rauði þráðurinn í stefnu VG er jöfnuður,“ sagði Álf- heiður Ingadóttir, einn af frambjóð- endum. „Það er tómt mál að tala um jöfnuð og jafnrétti ef hæfileikar og reynsla kvenna fá ekki að njóta sín til jafns við hæfileika og reynslu karla,“ Álfheiður. „Þótt ýmislegt hafi áunnist á und- anförnum árum og áratugum, m.a. fæðingarorlofið á allra síðustu árum, er margt því miður enn ógert. Þar má fyrsta telja launamun kynjanna.“ Í bæklingnum eru ýmsar tillögur í kvenfrelsismálum en þar er m.a. lögð áhersla á að vinnudagurinn verði styttur. „Meginástæðan fyrir því að Vinstrihreyfingin - grænt framboð vill stytta vinnutímann er sú að þannig er hægt að ná réttlátari skiptingu milli kvenna og karla við umönnun barna og heimilis og milli launaðrar og ólaunaðrar vinnu. Að ná fram lögbundnum sex tíma vinnu- degi án skerðingar launa væri stórt og þýðingarmikið skref í átt að meira réttlæti og jöfnuði milli kynjanna. Slíkur árangur jafnast á við það sem náðist fram með almennum kosn- ingarétti kvenna á sínum tíma.“ Morgunblaðið/Sverrir Atli Gíslason, Þórey Edda Elísdóttir, Álfheiður Ingadóttir og Drífa Snædal kynntu jafnréttisstefnu VG í þvottalaugunum í Laugardal. Tillögur VG í kvenréttindamálum Vinnudagurinn verði styttur Á FUNDI Samfylkingarinnar um menningarmál í gær var þeirri hug- mynd varpað fram að ágóði af Lottó- inu rynni til menningarmála líkt og gerist á hinum Norðurlöndunum. Frummælendur á fundinum voru Ingibjörg Sólrún Gísladóttir tals- maður Samfylkingar, Einar Már Guðmundsson rithöfundur, Jakob Frímann Magnússon tónlistarmað- ur, Felix Bergsson leikari og Hulda Hákon myndlistarmaður. Fundar- stjórn var í höndum Ágústs Guð- mundssonar kvikmyndaleikstjóra. Einar Már gerði hátt verð á bók- um að umtalsefni og sagði þær nauð- synlegar til búa menningunni sem best vaxtarskilyrði. „Það er mikið talað um fátækt fyrir þessar kosn- ingar. Fátæktin er ekki síður andleg. Hvað ætli margir efnaðir menn lifi undir andlegum fátæktarmörkum?“ spurði Einar Már. Hulda Hákon gerði bágar aðstæð- ur myndlistarmanna á Íslandi að umræðuefni. Hún benti á að sjálf ræki hún kaffihús meðfram mynd- listinni og það að myndlistarmenn ynnu önnur störf meðfram listsköp- un sinni til að sjá sér farborða væri ekki óalgengt. Hulda varpaði einnig fram þeirri spurningu af hverju ágóði af íslenska Lottóinu rynni ekki að hluta til menningarmála, eins og tíðkast á Norðurlöndum og öðrum nágrannaþjóðum og skapaðist í kjöl- farið nokkur umræða á fundinum um fjármagn er rynni til íþróttahreyf- inga og hvort það væri á kostnað menningarinnar. Felix Bergsson fjallaði um vax- andi hlutverk sjálfstæðu leikhús- anna á Íslandi í íslenskum leikhús- rekstri og sagði illa hallað á grasrótina í samanburði við stofn- analeikhúsin, sérstaklega Leikfélag Reykjavíkur og Þjóðleikhúsið. „En við sköpum auð með vinnu okkar – það er ekki efi um það í mínum huga að við skilum þeim peningum sem við þiggjum úr almannasjóðum margfalt til baka,“ sagði hann. Óperan gæti farið í Borgarleikhúsið? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði að brýnt væri fyrir stjórnendur landsins að gera sér grein fyrir mik- ilvægi menningar sem atvinnugrein- ar, þó að þeir hefðu sjálfir ekki per- sónulegan áhuga á menningu og listum, og lagði áherslu á samræðu milli stjórnmálamanna og lista- manna. Hún sagðist ekki vera þeirra skoð- unar að búið væri að ýta byggingu tónlistar- og ráðstefnuhúss í Reykja- vík útaf borðinu. Taldi hún að hægt væri vinna að hönnun hússins á þessu ári og þeim næstu, og að ef vel tækist þar til þyrfti bygging þess ekki að taka langan tíma. Aðspurð hvort Samfylkingin myndi beita sér fyrir því að Íslenska óperan fengi inni í Tónlistarhúsinu, svaraði Ingi- björg Sólrún að sín skoðun væri að óperan ætti meiri samleið með leik- húsi en tónlist. Hún vildi kanna möguleika á að Íslenska óperan fengi inni í Borgarleikhúsinu og hvað þyrfti að gera til að það væri hægt. Ingibjörg Sólrún benti einnig á, að kostnaður við að reisa menningarhús á borð við tónlistarhúsið væri ekki það eina sem huga þyrfti að – ekki mætti gleyma þeim mikla rekstrar- kostnaði er fylgdi slíkum bygging- um. Ágóði Lottós til menningarmála? Morgunblaðið/Jim Smart Fundur um menningarmál var haldinn að frumkvæði Samfylkingarinnar á Hótel Borg í gær. Hulda Hákon myndlistarmaður ræddi m.a. um stöðu ís- lenskra myndlistarmanna, en með henni á myndinni eru Ágúst Guðmunds- son, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Einar Már Guðmundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.