Morgunblaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 26
UMRÆÐAN 26 ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ EINELTI er félagslegt vandamál sem þekkt er víðs vegar í þjóðfélag- inu, en alvarlegast er þegar það kemur upp í skólum og börn eiga hlut að máli. Mikil umræða hefur farið fram innan Kennarasambands- ins og aðildarfélaga þess um einelti í skólum og úrræði gegn því. Í grein- argerð með áliti sem starfshópur, skipaður fulltrúum fræðsluyfirvalda, skólastjóra og kennara, sendi frá sér í maí 2001 kom fram að líklega verði fimm þúsund nemendur fyrir einelti í íslenskum grunnskólum á ári hverju. Þetta vandamál verður ekki leyst nema með samræmdu átaki allra sem í skólanum starfa. Sigtryggur Jónsson sálfræðingur sendi kennurum sérkennilega kveðju í Morgunblaðinu á páskadag í grein sem bar yfirskriftina „Hver ber ábyrgð á einelti í skólum?“ Þar er nánast allri ábyrgð skellt á kenn- arastéttina og gefið í skyn að einelti í skólum eigi einkum rætur að rekja til þess að kennarar hafi ekki nægi- lega stjórnunarlega þekkingu eða beiti henni ekki. Greinin jaðrar við að vera atvinnu- rógur gegn kennurum, en alvarleg- asta aðdróttunin kemur fram í síðari hluta hennar þar sem segir að það sé vel þekkt fyrirbæri að kennarar séu svo óöruggir um stöðu sína að þeir reyni að styrkja hana með því að taka þátt í einelti gegn einstökum nemendum. Að sögn höfundar er greinin skrif- uð í tilefni af sýningu stuttmyndar um einelti í skólum í Sjónvarpinu 27. mars sl. Kennarasamband Íslands er einn þeirra aðila sem styrktu gerð myndarinnar. Greinarhöfundur segir að í sjón- varpsmyndinni sé því vel lýst hvern- ig fórnarlömbin upplifa einelti og af- leiðingar þess, en þar hafi ekki verið gerð tilraun til að skýra fyrirbærið einelti né leitað leiða til að uppræta það. Orðrétt segir í greininni: „Þetta er einnig mest einkennandi fyrir alla umræðu um einelti. Líklega vegna þess að skýringanna og uppræting- arinnar er að leita hjá þeim sem valdið hafa. Það eru í raun þeir (þ.e. kennarar, innsk. höf.) og aðeins þeir, sem geta upprætt það. En það kost- ar mikla stjórnunarlega þekkingu. Þekkingu, sem stjórnendur eru yf- irleitt ekki tilbúnir að fallast á að þeir hafi ekki …“ Það er niðurstaða greinarhöfund- ar að eina leiðin til að bregðast við einelti sé að kennarinn/leiðbeinand- inn takist á við það hlutverk sitt að stjórna hópnum. Hér kemur fram einkennileg sýn á hlutverk og stöðu kennara, þeirra sem „valdið hafa“. Sálfræðingurinn virðist gefa sér að einelti fari fyrst og fremst fram í hóp þar sem kennarinn er viðstadd- ur. En svona er veruleikinn bara ekki. Einelti þar sem börn og ung- lingar eiga hlut að máli fer vissulega oft fram í tengslum við skólann, en ekki fyrst og fremst í skólastofunni. Þetta veit sálfræðingurinn. Hann veit að eineltið fer oftar fram á skóla- lóðinni og utan hennar, í sturtuklef- anum, á leiðinni í og úr skóla o.s.frv., þegar kennari er víðs fjarri. Kennarasamband Íslands tekur virkan þátt í viðamiklu samstarfs- verkefni ásamt ríki, sveitarfélögum og Landssamtökunum Heimili og skóli gegn einelti í skólum. Verkefnið byggist á kenningu Dans Olweus, prófessors við Háskólann í Björgvin. Samkvæmt Olweus er mikilvægt að til sé aðgerðaáætlun um hvernig bregðast skuli við ef og þegar einelti kemur upp í skólum. Rauði þráður- inn í hugmyndum hans er að að- gerðaáætlun í eineltismálum sé skýr og í hverjum skóla starfi skilgreint eineltisteymi á faglegum grunni sem geti brugðist skjótt við þegar vanda- mál kemur í ljós. Baráttan gegn ein- elti er samvinnuverkefni. Niðurstað- an ræðst af skólabrag hvers skóla og því samskiptamynstri sem viðgengst í skólanum. Vonandi talar Sigtryggur Jónsson ekki fyrir munn annarra sálfræðinga þegar hann skellir ábyrgðinni á ein- elti í skólum á kennara. Það auðveld- ar ekki lausn þessa alvarlega vanda- máls að sérfræðingur skuli ráðast á annan hóp sérfræðinga og kenna honum um vandann. Einelti, hvort sem er í skólum eða annars staðar í þjóðfélaginu, verður ekki upprætt með valdboði, heldur með samvinnu, m.a. kennara, skólasálfræðinga, for- eldra og nemenda. Mikilvægur þátt- ur til þess að ná þessu marki er auð- vitað að skapa skólaumhverfi þar sem nemendum líður vel og þeir búa við öryggi. Það eru einmitt þau vinnuskilyrði sem hver einasti kenn- ari óskar eftir. Einelti verður ekki upprætt með valdboði Eftir Helga E. Helgason „Einelti í skólum er félagslegt vandamál sem verður ekki upprætt nema með samstilltu átaki allra sem í skólanum starfa.“ Höfundur er upplýsingafulltrúi Kennarasambands Íslands. BJÖRN Ingi Hrafnsson, er skipar annað sæti Framsóknarflokksins í Reykjavík, fer nokkrum orðum um Frjálslynda flokkinn og fulltrúa hans í blaðagrein í Mbl. 25 april. Þessi ungi maður virðist ekki gera sér grein fyrir því að 80% þjóðarinnar eru á móti núverandi kvótakerfi í sjávarútvegi sem reyndar allir flokk- ar viðurkenna nú allt í einu að er meingallað. Framsóknarflokkurinn hefur haft tvo áratugi við stjórnvölinn hér á landi og allan þann tíma hefur þeim hinum sama ekki tekist að skapa sátt um þetta kerfi, fremur en samstarfs- flokknum í ríkisstjórn. Það er því ábyrgðarleysi að huga ekki betur að vilja þjóðarinnar en raun ber vitni eins og áður sagði tvo áratugi, en langlundargeð Íslendinga er mikið en ekki endalaust. Atvinna er for- senda byggðar, hvar á landinu sem er og stóriðjustefna Framsóknar- flokksins til lands og sjávar mun renna sitt skeið á enda þegar skammtímasjónarmiðin víkja fyrir framtíðarmarkmiðum. Þau er að finna í raunhæfum tillögum Frjáls- lynda flokksins um breytingar á fisk- veiðistjórnunarkerfinu, þar sem frelsi til atvinnu í aðalatvinnuvegi þjóðarinnar lítur dagsins ljós á ný. Við frambjóðendur Frjálslynda flokksins höfum ekki tekið fjósas- kófluna með í kosningabaráttuna enda mun vænlegra að nota nútíma- tækni í stjórnmálum þar sem um- ræðugrundvöllur er af öðrum toga. Hinn ungi frambjóðandi ræðir af vanþekkingu um stefnumál Frjáls- lynda flokksins og viljum við þvi bjóða hann velkominn á kosninga- skrifstofuna okkar í Hafnarfirði, þar sem okkur er ljúft að kynna honum stefnu okkar og frambjóðendur. Andvaraleysi hins unga fram- sóknarmanns Eftir Guðrúnu Maríu Óskarsdóttur og Árelíus Þórðarson Guðrún María er í 4. sæti Frjálslynda flokksins í Suðvestur- kjördæmi. Árelíus er í 10. sæti á lista Frjálslynda flokksins og formaður kjördæmaráðs. „Við frambjóðendur Frjálslynda flokksins höfum ekki tekið fjósa- skófluna með í kosn- ingabaráttuna…“ LAUNAMUNUR hefur aukist mikið undanfarin ár, svo mjög, að sumir hafa marga tugi milljóna í árstekjur á sama tíma og öðrum endist ekki heil starfsævi til þess að ná þeim tekjum. Ef skattatillögur Sjálfstæðisflokksins eru skoðaðar mætti ætla, að flokkurinn vildi enn auka ójöfnuðinn (sjá töflu). En þvert á móti er nauðsyn að draga úr ójöfnuðinum. Skattatillögur Samfylkingarinnar miðast að því. Samkvæmt skattatillögum Sjálf- stæðisflokksins eiga hjón með 72 millj. kr. í árstekjur að fá 7 millj. kr. skattalækkun á meðan hjón með 200 þús. kr. á mánuði eiga að fá 92 þús. kr. skattalækkun. Tillögurnar undirstrika ójöfnuðinn og auka hann enn. Skattatillögur Samfylk- ingarinnar ganga í öfuga átt. Þær eiga að stuðla að auknum jöfnuði. Þeir lægst launuðu fá hlutfallslega mestar skatta- lækkanir, þar eð allir fá sömu krónutölu skatta- lækkana, hvort sem þeir hafa 6 millj. kr. á mán- uði eða 200 þús. kr. á mánuði. Hvort er rétt- látara? Sjálfstæðisflokk- urinn vill auka ójöfnuðinn Eftir Björgvin Guðmundsson Höfundur er viðskipta- fræðingur. „Tillögurnar undirstrika ójöfnuðinn og auka hann enn.“ Tekjur hjóna Tillögur Tillögur 20 milljarða á mánuði Samfylkingar. Sjáflstæðisflokks lækkun fyrir skatta Lækkun skatta Lækkun skatta skipt jafnt milli á ári. á ári skattgreiðenda. Kostnaður Kostnaður Lækkun skatta 9 milljarðar. 20 milljarðar. á ári uþb. (með niðurf. hátekjusk) 200.000 100.230 92.160 230.000 400.000 100.230 184.320 230.000 1.000.000 100.230 732.288 230.000 2.000.000 100.230 1.999.488 230.000 3.000.000 100.230 3.266.688 230.000 4.000.000 100.230 4.533.888 230.000 5.000.000 100.230 5.801.088 230.000 6.000.000 100.230 7.068.288 230.000 NOKKUR umræða hefur spunn- ist vegna orðaskipta í sjónvarps- þætti á dögunum um mögulega ríkisstjórnarmyndun eftir kosning- ar. Lýstu formenn Vinstri grænna og Frjálslynda flokksins, þeir Steingrímur J. Sigfússon og Guð- jón A. Kristjánsson, þar yfir því að ef ríkisstjórnin fellur í komandi kosningum ætti stjórnarandstaðan að taka að sér að mynda nýja rík- isstjórn. Öllum að óvörum treysti talsmaður Samfylkingarinnar sér ekki til að taka undir þessi sjón- armið. Taldi hún þar upp nokkur skilyrði fyrir stjórnarþátttöku Samfylkingarinnar og sagði mál- efnin ráða en ekki hverjir settust í ráðherrastólana. Í frétt í Morg- unblaðinu 28. apríl segir síðan talsmaðurinn að Samfylkingin selji engum sjálfdæmi um það með hverjum flokkurinn fari í ríkis- stjórn. Leiðarahöfundar Morgunblaðs- ins hafa að undanförnu verið ólatir við að draga upp einhvers konar hræðslumynd af hugsanlegri rík- isstjórn stjórnarandstöðunnar. Og svo virðist sem Samfylkingin óttist þessa mynd líka, hversu undarlegt sem það nú kann að virðast. Nú er það út af fyrir sig þannig að stjórnmálaflokkarnir ganga óbundnir til kosninga og láta þess jafnan getið að það ráðist af úrslit- unum til hvernig samstarfs verður gengið að þeim loknum. Það sem vekur þó sérstaka athygli í þessu sambandi er, að Samfylkingin er ekki reiðubúin til að taka við skýr- um skilaboðum kjósenda. Hún vill sem sagt halda því opnu að fara í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokkn- um ef þannig vill verkast. Stað- reyndin er auðvitað sú, að falli rík- isstjórnin í kosningum eru það skýr skilaboð kjósenda til núver- andi stjórnarandstöðuflokka um að þeir eigi að freista þess að mynda næstu ríkisstjórn. Þeim ber ein- faldlega lýðræðisleg skylda til þess. Meira að segja forystumenn núverandi ríkisstjórnarflokka skilja svona augljós skilaboð. En Samfylkingin og talsmaður hennar virðist nú reiðubúin að virða skila- boð kjósenda að vettugi, væntan- lega í þeim tilgangi að geta mynd- að ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Samfylkingin vill greinilega ekki selja kjósend- um sjálfdæmi um það hvernig rík- isstjórn fer með völd í landinu á hverjum tíma. Þetta er vert að hafa í huga, einkum fyrir þá sem raunverulega vilja skipta um rík- isstjórn í landinu. Að selja kjós- endum sjálfdæmi Eftir Árna Þór Sigurðsson Höfundur er forseti borgarstjórnar Reykjavíkur. „Samfylk- ingin vill greinilega ekki selja kjósendum sjálfdæmi um það hvernig ríkisstjórn fer með völd í landinu á hverjum tíma.“                     !  ! "    !   # #$ %     # #$ %  Undirföt Náttföt Frábært úrval COS Undirfataverslun • Glæsibæ • S: 588 5575
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.