Morgunblaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 42
DAGBÓK 42 ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Osnabruck og Libra koma í dag. Baldvin Þorsteinsson, Lutador og Keilir fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Þór kom í gær, Grinna fór í gær. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs er lokuð vegna flutninga, og opnar aftur 6. maí í Fannborg 8. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 bað, vinnustofa, leirlist og jóga, kl. 10 og kl. 11 enska, kl. 11 dans, kl. 13 vinnustofa og postu- línsmálun, kl. 14 söng- stund. Árskógar 4. Kl. 9–12 bað og opin handa- vinnustofa, kl. 9–12.30 bókband og öskjugerð, kl. 9.30 dans, kl. 10.30 leikfimi, kl. 13–16.30 opnar handavinnu- og smíðastofur. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–13 hárgreiðsla, kl. 8.30–14.30 bað, kl. 9– 9.45 leikfimi, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–12 tréskurður, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 10– 11.30 sund, kl. 13–16 leirlist, kl. 14–15 dans. Leikfimi og qigong. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 bað, kl. 10 samverustund, kl. 14 félagsvist. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 opin handavinnustofan, kl. 9–16 vefnaður, kl. 10– 13 opin verslunin, kl. 13.30 myndband. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Vinnustof- ur lokaðar vegna upp- setningar á sýningu. kl. 10–11 leikfimi, kl. 12.40 verslunarferð í Bónus, kl. 13.15–13.45 bóka- bíllinn, kl. 9–14 hár- greiðsla. Korpúlfar, Graf- arvogi, samtök eldri borgara. Vatnsleikfimi kl. 9.45 í Grafarvogs- laug. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 10 hárgreiðsla, kl. 11 leik- fimi, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Kl. 9. vinnu- stofa gler, kl. 11.40 leikfimi karla, kl. 13. tálgað í tré og lesið í skóginn, kl. 13 sýning í Garðabergi á glerlist, leirlist og tréútskurði, kl. 15 syngur Garða- kórinn. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli. Brids kl. 13 saumur kl. 13.30, biljard kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði. Skák kl. 13. Miðvikud.: Göngu-Hrólfar ganga frá Glæsibæ kl.10. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Kl. 16.30 vinnustofur opnar kl. 13.15 félagsvist. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.05 og kl. 9.50 leik- fimi, kl. 9.30 silki- málun, handa- vinnustofan opin, kl. 14 boccia og ganga. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulíns- málun, kl. 10 ganga, kl. 13–16 opin handa- vinnustofan, kl. 19 gömlu dansarnir, kl. 17 línudans. kl. 20 „Ljós í glugga“. Hlát- urklúbbur Gullsmára heldur fund. Hraunbær 105. Kl. 9 postulínsmálun og glerskurður,kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 12.15 verslunarferð, kl. 13 myndlist og hár- greiðsla. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 boccia, kl. 13 handa- vinna, kl. 14.30 spænska. Fótaaðgerð- ir, hárgreiðsla. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa og tréskurður, kl. 10– 11 boccia, kl. 9–17 hár- greiðsla. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–16 bútasaumur og postu- línsmálun. kl. 9.15– 15.30 handavinna, kl. 10.15–11.45 enska. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður og morgunstund, kl. 10 leikfimi og fótaaðgerð, kl. 13 handmennt og postulínsmálning, kl. 13–14 félagsráðgjafi, kl. 14 félagsvist. Bridsdeild FEBK, Gjá- bakka. Brids í kvöld kl. 19. Félag áhugamanna um íþróttir aldraðra. Leikfimi í Bláa salnum kl. 11. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.15 í Digra- neskirkju. Félag ábyrgra feðra. Fundur í Shell-húsinu, Skerjafirði, kl. 20. Kívanisklúbburinn Geysir, Mosfellsbæ. Félagsvist spiluð í Kív- anishúsinu í Mos- fellsbæ í kvöld kl. 20.30. Kvenfélag Fríkirkj- unnar í Reykjavík. Vorfundurinn verður 1. maí að Kríunesi við El- liðavatn. Skráning í s. 554 2551, Helga og s. 581 3839 Hanna. Sjálfsbjörg, Hátúni 12. Kl. 20 bingó. Í dag er þriðjudagur 29. apríl, 119. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Á þeim degi munuð þér skilja, að ég er í föður mínum og þér í mér og ég í yður. (Jóh. 14, 20.)     Kosningar nálgast ogskjálfti er hlaupinn í marga. Óskar Bergsson skrifar pistil á Maddöm- una, vefrit ungra fram- sóknarmanna: „Það er stundum sagt um stjórnmálamenn að þeir séu haldnir ofsókn- arbrjálæði og kannski ekki að ástæðulausu á stundum. Þeir sjá óvini í hverju horni og óttast um stöðu sína,“ skrifar Óskar. „Stundum er til- finningin á rökum reist og stundum ekki eins og gengur. Það er því alltaf viss áhætta að ásaka póltiska andstæðinga sína of hart um vinnu- brögð sem ekki eru í öllu falli augljós.“     Og Óskar helduráfram: „Í þessu sam- bandi má nefna logo (merki) kosningasjón- varpsins. Einhverra hluta vegna hefur hluti af sjónvarpsmerkinu ver- ið skilinn frá og settur fyrir framan X. Þegar betur er að gáð er hægt að lesa XD út úr þessu logoi. Þessu til viðbótar er sjónvarpssalurinn hafður í þessum klass- íska kóngabláa lit sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur notað í sinni kosn- ingabaráttu um árabil. Nú má vel vera að þessi upplifun sé oftúlk- uð, en því má ekki gleyma að fréttastofa sjónvarpsins hefur verið sögð undir hörðum aga Sjálfstæðisflokksins, með réttu eða röngu. Þess vegna er mikilvægt fyrir fréttastofuna að liggja ekki undir því að vera með dulbúinn áróður fyr- ir stóra bróður. Góð byrj- un væri að taka brotin úr merki Sjónvarpsins, setja þau saman og merkja kosningasjónvarpið með óbrotnu sjónvarpsmerki. Það myndi án efa róa margan frambjóðandann sem sér óvini í hverju horni,“ skrifar Óskar.     Fleiri eru á því aðstjórnmálamenn sjái óvin í hverju horni. Bryndís Hlöðversdóttir skrifar í fréttabréf sitt um „bláu höndina“: „Fjölmiðlar hafa orðið fyrir barðinu á höndinni og einkum fer að bera á afskiptum hennar þegar nær dregur kosningum. Hver man ekki eftir há- værum klögumálum for- sætisráðherra eftir sigur Reykjavíkurlistans í borginni? Þar hélt hann því fram að fréttastofa RÚV hefði innsiglað sig- ur Ingibjargar Sólrúnar og félaga hennar með því að flytja fréttir sem voru Reykjavíkurlistanum í hag! Og nú bólar enn á bláu höndinni. Fundur var haldinn með for- sætisráðherra á Ísafirði nýverið og skv. frétt á Vísi.is voru sjálfstæð- ismenn ekki ánægðir með fréttaflutning RÚV af fundinum og lögðu fram kvörtun vegna fréttarinnar. Ekki vegna þess að rangt hafi verið sagt frá, heldur vegna þess að ekki var sagt frá öllu sem menn vildu fá í fréttirnar.“ STAKSTEINAR Kosningaskjálfti og fjölmiðlar Víkverji skrifar... VÍKVERJI horfir mikið á beinarútsendingar frá knattspyrnu- leikjum í sjónvarpinu og þreytist seint á því að þakka Stöð 2 og sér- staklega Sýn fyrir frábæra þjónustu á þessu sviði. Óvíða hafa menn jafn- góðan aðgang að helstu stórleikjum í ensku knattspyrnunni og Meist- aradeild Evrópu en á Íslandi. Það er vandasamt að lýsa þessum leikjum enda á lýsingin, þegar allt kemur til alls, aðeins að styðja við framvinduna, sem áhorfendur sjá gjörla, og setja hluti í samhengi. Áhorfendur eru oft og tíðum bundn- ir liðum sínum tilfinningalegum böndum og kunna illa við útúrdúra og athugasemdir sem trufla einbeit- inguna meðan á leik stendur. Lýsendur stöðvanna tveggja standa upp til hópa klárir á þessu og komast jafnan vel frá sínu. Þeir eru áhugasamir, fróðir og halda ágætlega þræði. Sum sé faglegir. Einn er þó sá maður sem Víkverji telur að misskilji hlutverk sitt. Það er Logi Ólafsson sem aðstoðar oft við lýsingar, einkum þegar mikið er í húfi. Hann er fyrrverandi knatt- spyrnuþjálfari og hlýtur að vera þarna í þeim tilgangi að auðga lýs- inguna með faglegri sýn. Rýna í leikkerfi, valdabaráttu á vellinum og veita innsýn í hugarheim þjálfara og leikmanna. Fyrirmyndin að þessu er fengin að utan, þar sem menn gera þetta víða listavel. Víkverji man í fljótu bragði eftir gamla mið- herjanum Andy Gray, sem gegnir þessu hlutverki hjá Sky Sports- sjónvarpsstöðinni í Bretlandi. Sá maður veit hvað hann syngur. Og við þurfum ekki að sækja vatnið yfir lækinn því Guðjón Þórðarson náði á sínum tíma prýðilegu valdi á þessu hér heima. Varpaði oft og iðulega öðru ljósi á atburði í leikjum. Logi Ólafsson gerir lítið af þessu. Hann er á hinn bóginn óþreytandi við að fara með gamanmál. Sérsvið Loga er fimmaurabrandarar og hæfni hans til að snúa út úr hlutum er einstök. Lítum á tvö nýleg dæmi: „Nei, það er búið að flagga,“ sagði lýsandinn á magnþrungnu augna- bliki í leik er aðstoðardómarinn kom skyndilega í mynd í stórsókn. „Nú, er kominn 17. júní?“ gall þá í Loga. Í öðrum leik talaði lýsandinn um það að einn leikmanna stjórnaði um- ferðinni á miðjunni. Þá varð Loga að orði: „Ætli hann fari bara ekki í umferðarlögregluna þegar hann leggur skóna á hilluna?“ Auðvitað er þetta góðlátlegt grín og Víkverji gleðst með Loga yfir léttri lund hans og kímnigáfu. Mað- urinn er örugglega prýðilegur fé- lagsskapur. Bara ekki á þessum stað. Aulahúmor á ögurstundu á ekki við. Víkverji viðurkennir að í verstu hrotunum hefur hann verið að því kominn að slökkva á sjón- varpinu. Svo mikil truflun hlýst af þessu. Þess vegna getur hann ekki orða bundist. Vonandi hugsar Logi sinn gang. Allt er best í hófi. Að öðr- um kosti ætti hann að draga sig í hlé. Reuters Heyrðu lagsi, er kominn 17. júní? LÁRÉTT 1 hlóðirnar, 8 hagnaður, 9 þvaður, 10 eyði, 11 raupa, 13 hvalaafurð, 15 köggull, 18 taka í vörslu sína, 21 áhald, 22 ganga saman, 23 bjargbúum, 24 gera gramt í geði. LÓÐRÉTT 2 froða, 3 gera súrt, 4 gubbaðir, 5 blóðsugan, 6 hrúgu, 7 lækki, 12 spils, 14 vafi, 15 spendýr, 16 hetjudáð, 17 vínglas, 18 þíðviðri, 19 sprungan, 20 vesælt. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 herfa, 4 henda, 7 neyða, 8 uggur, 9 rás, 11 alin, 13 barð, 14 ágæti, 15 hörð, 17 klak, 20 eir, 22 áburð, 23 eisan, 24 patti, 25 asinn. Lóðrétt: 1 henta, 2 reyfi, 3 afar, 4 haus, 5 nugga, 6 afræð, 10 áræði, 12 náð, 13 bik, 15 hjálp, 16 raust, 18 losti, 19 kænan, 20 eðli, 21 rexa. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Að hafa sína nekt fyrir sig VEGNA pistils í Velvak- anda nýlega finnst mér að miða eigi við fimm ára aldur hjá börnum þegar þau eiga að fara í sund- klefa með sínu kyni því að mörg börn fara í skóla fimm ára gömul. Sú sem skrifar pistilinn á eitthvað mikið bágt ef hún treystir ekki sundlaugarvörðunum til að líta eftir barninu út í sundlaugina. Hefur hún einhverja slæma reynslu af þessu fólki? Þetta fólk er ekkert öðruvísi en ég og þú. Þetta finnst mér brenglaður hugsunarhátt- ur. Mér finnst það mjög ósmekklegt ef faðir tekur fimm ára dóttur sína inn í karlaklefann. Hvað veit maður hverjir eru þarna inni? En eitt er ábyggi- lega víst að sundlaugar- verðirnir eru ekki brengl- aðir í kollinum. Það hefur ekki komið upp slíkt dæmi svo ég muni, sem betur fer. Það er alveg óþarfi að vera að vantreysta fólki. Eins finnst mér það mjög ósmekklegt þegar verið er að taka myndir af berum börnum og setja framan á íslensk tímarit. Sá nýlega í sjónvarpinu að verið var að taka myndir heima hjá fólki og þá kem- ur lítill strákur hoppandi og dansandi allsnakinn. Ekki veit ég hvað foreldr- arnir eru að hugsa. Ef fólki svona yfirhöfuð finnst þetta vera heil- brigður hugsunarháttur er þetta kannski það sem koma skal. Mér finnst bara að fólk eigi að hafa sína nekt út af fyrir sig, ekki vera að bera hana á borð fyrir aðra. Gréta. Morgunútvarpið leiðinlegt ÉG VIL taka undir allar kvartanir vegna þess hve morgunútvarpið á Rás 1 er orðið leiðinlegt og mik- ill kjaftagangur og leiðin- leg músík. Ég opna aldrei útvarpið vegna þessa. Er búin að fá nóg af þessu og finnst þetta ekki réttlátt því ég þarf jú að borga af því. Áður fyrr hélt ég mik- ið upp á morgunútvarpið þegar Vilhelm G. Kristins- son var þar. Hlustandi. Áskorun til heilbrigðisráðherra ÉG SKORA hér með á heilbrigðisráðherra að setja upp læknavakt í Leifsstöð og að farþegar frá Asíulöndum og Kan- ada verði skoðaðir. Hug- myndir landlæknis og smitsjúkdómalæknis um að hafa læknastofu opna er góð en flugfarþegi get- ur verið búinn að hitta 20– 30 manns áður en hann kemur á stofuna. Þess vegna þarf að vera lækna- vakt í Leifsstöð. Vilhjálmur Sigurðsson, Njálsgötu 48a. Spiluð gömul myndbönd MÉR finnst að Popp TV mætti vera með einn eða tvo daga í viku þar sem fólk gæti hringt og beðið um að sýnd væru gömul myndbönd eftir óskum. Það væri vel þegið. Finnst strákarnir á Popp TV mjög skemmtilegir. G.E. Dæmalaust kæruleysi VINKONA mín á hund, blending, skosk-íslenskan. Eins og fólk veit er hundahald á höfuðborgar- svæðinu bannað en hægt er að sækja um undanþág- ur. Það eru fá svæði sem fólk má sleppa hundunum sínum lausum og þar ber hæst Geirsnef. Um daginn fór ég með vinkonu minni út að viðra hundinn á Geirsnefi og það voru fleiri hundar þarna og m.a. tík sem var á lóðaríi. Hvernig dettur fólki í hug að fara með lóðandi tík á Geirsnef? Elísabet Ólafsdóttir, rithöfundur og dýravinur. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Golli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.