Morgunblaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 47
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 2003 47 VEGNA ummæla Viggó Sigurðs- sonar, þjálfara Hauka í handknatt- leik, í Morgunblaðinu í gær – um dómara á leik KA og Hauka, sendi Óskar Bjarni Óskarsson, starfs- maður Handknattleikssambands Ís- lands, upplýsingar um fjölda leikja sem Bjarni Viggósson og Valgeir Egill Ómarsson hafa dæmt hjá KA. Þeir dæmdu 5 af 26 deildarleikjum KA-liðsins í vetur. Viggó sagði meðal annars í við- tali við Morgunblaðið um dómara leiksins: „Dómgæslan var hneyksli og ég var hættur að æsa mig yfir þessari vitleysu. Ósamræmið var al- veg rosalegt og alltaf þegar við komumst í vænlega stöðu gripu dómararnir í taumana og þeir unnu kerfisbundið að því að láta okkur tapa leiknum. Þessir dómarar hafa verið áskrifendur að leikjum KA hér fyrir norðan og það vantaði bara að treyjurnar þeirra væru gul- ar. Það væri fróðlegt að skoða það hjá HSÍ hvað þessir dómarar hafi dæmt oft hjá KA.“ Samkvæmt tölum Óskars Bjarna dæmdu þeir Bjarni og Valgeir Egill þrjá af 13 leikjum KA á Akureyri og tvo af 13 á útivöllum. Sex dóm- arapör dæmdu leiki KA á heima- velli og jafn mörg pör komu við sögu á útivöllum.  LANDSLEIKUR Finnlands og Ís- lands átti upphaflega að fara fram í dag en var síðan færður yfir á mið- vikudag. Sagt er að finnsku lands- liðsmennirnir, með Jari Litmanen fyrirliða fremstan í flokki, hafi harð- neitað að spila fyrr en á miðvikudeg- inum. Ástæðan er sú að kvöldið fyrir 1. maí eru Finnar vanir að skemmta sér ærlega og landsliðsmennirnir eru sagðir hafa viljað sameina ferð- ina heim og að lyfta sér aðeins upp.  HEIMSMEISTARAMÓTIÐ í ís- hokkí stendur yfir í Finnlandi þessa dagana og fær gífurlega athygli fjöl- miðla, enda er þar um þjóðaríþrótt- ina að ræða. Leikur Íslands og Finn- lands verður spilaður kl. 17 á morgun, að staðartíma, til að rekast ekki á við leiki á HM um kvöldið.  PETER Fröjdfeldt frá Svíþjóð dæmir leik Finnlands og Íslands. Fröjdfeldt öðlaðist eldskírn sína á al- þjóðavettvangi á Íslandi en hann dæmdi á Norðurlandamóti drengja- landsliða sem leikið var á norður- landi sumarið 1998.  REIKNAÐ er með að um 30-50 Ís- lendingar sem búsettir eru í Finn- landi mæti á leikinn.  LEIKUR Íslands og Finnlands fer fram í bænum Vantaa, rétt utan við Helsinki, á Pohjola-stadium. Það er heimavöllur úrvalsdeildarliðsins Allianssi og rúmar hann um 6 þús- und manns.  TONY Pulis knattspyrnustjóri Stoke City er afar óhress yfir því að missa Brynjar Björn Gunnarsson og Hvít-Rússann Sergei Shtaniuk í vin- áttuleiki með þjóðum sínum í vikunni en Stoke leikur síðasta leik sinn í 1. deildinni um næstu helgi. Stoke þarf á stigi að halda á móti Reading til að halda sæti sínu í deildinni.  PULIS er ósáttur við að hvorki leikmennirnir né knattspyrnusam- bönd viðkomandi leikmanna hafi tekið Stoke fram yfir miðað við þá stöðu sem liðið er í. „Það er stór- furðulegt þegar leikmenn taka þá ákvörðun að fara í vináttuleiki á sama tíma og félag þeirra er að búa sig undir að leika mikilvægasta leik- inn á tímabilinu,“ segir Pulis við Sentinel, staðarblaðið í Stoke.  HANS Krankl, landsliðsþjálfari Austurríkis, vonar að hann fagni sigri á Berti Vogts, landsliðsþjálfara Skotlands, í æfingaleik á Hampden Park annað kvöld – líkt og hann gerði á HM 1978, þegar Austurríki vann V-Þýskaland, 3:2.  Á uppskeruhátíð Blaksambands- ins sl. laugardag var Birna Baldurs- dóttir, HK, valinn besti leikmaður Íslandsmótsins í kvennaflokki og efnilegasti leikmaðurinn var valin Alexandra Tómasdóttir, Þrótti Nes. Í karlaflokki var Martin Raditchov, ÍS, valinn besti leikmaðurinn og sá efnilegasti Aðalsteinn E. Eymunds- son, ÍS. Besti dómarinn var valinn Leifur Harðarson. FÓLK Atli sagði að Allardyce hefði sýntaf sér mikinn óheiðarleika í þessu máli en hann hafði samband við Atla um helgina og óskaði eftir því að Guðni myndi ekki fara til Finnlands. „Á síðasta ári hneyksl- aðist Allardyce á því að ég skyldi ekki velja Guðna Bergsson í íslenska landsliðið, hann væri sem unglamb og einn af sínum bestu mönnum. Þessi ummæli hans voru birt í ís- lenskum fjölmiðlum og mikið úr þeim gert. Núna, þegar búið er að velja Guðna í landsliðið, reynir hann af öll- um mætti að koma í veg fyrir að hann spili, segir að hann sé of gamall, og beitti hann það miklum þrýstingi að Guðni lét undan og ákvað að fara ekki til Finnlands. Þetta eru óheiðarleg vinnubrögð og ljóst að þessi maður segir bara það sem hentar honum best hverju sinni. Ég sagði við All- ardyce að við yrðum með Guðna und- ir mjög miklu eftirliti okkar læknis og sjúkraþjálfara, myndum fara vel með hann og í mesta lagi láta hann spila einn hálfleik. Það væri hinsveg- ar okkur afar mikilvægt að hafa hann hér í hópnum. Allardyce sagði nei, þrátt fyrir að hann vissi að við hefð- um rétt á að fá hann og gætum, ef við vildum, sett hann í leikbann með Bolton. Vissulega eru fordæmi fyrir slíku en ég sagði við Guðna að það myndum við aldrei gera.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þjálfarar hjá liðum íslenskra leik- manna koma fram á þennan hátt. „Nei, því miður er þetta ekkert einsdæmi með þjálfara félagsliða, sem vilja greinilega helst ekki að landsleikir séu yfirleitt spilaðir. Norskir þjálfarar hafa hagað sér á svipaðan hátt, þeir hafa komið með yfirlýsingar um að þessi eða hinn ætti að vera í íslenska landsliðinu en svo hafa þeir neitað okkur um sömu leikmenn þegar við höfum þurft á þeim að halda, jafnvel á undirbún- ingstímabili eins og gerðist í fyrra. Á sama tíma erum við oft að gera fé- lögum, þjálfurum og leikmönnunum sjálfum þann greiða að gefa þeim frí frá æfingaleikjum. Þegar við fórum til Eistlands í haust, gaf ég sex leik- mönnum frí til að þeir gætu einbeitt sér að sínum félagsliðum, og það kom þeim öllum til góða. Við fengum eng- ar þakkir frá viðkomandi félögum þó við létum velferð þeirra og strákanna ganga fyrir hagsmunum okkar, við fórum ekki með okkar besta lið til Eistlands og töpuðum.“ Mun þessi ákvörðun Guðna bitna á honum, kemur hún í veg fyrir að hann spili meira með landsliðinu? „Nei, ég skil stöðu Guðna mjög vel, enda hef ég og margir aðrir lent í því sama. Hann var undir miklum þrýstingi, ég veit hvernig er að sitja undir svona lög- uðu. Okkur vantar Guðna sárlega í hópinn hér í Finnlandi en hann verð- ur valinn fyrir leikina gegn Færeyj- um og Litháen. Við Guðni töluðum um það í Skotlandi á dögunum og það hefur ekkert breyst. Hann er í mín- um áætlunum fyrir þá leiki, enda skipta þeir mestu máli. En hérna hefði hann átt að vera,“ sagði Atli Eð- valdsson. Dæmdu fimm af 26 leikjum KA Morgunblaðið/Kristinn Atli Eðvaldsson landsliðsþjálfari stjórnaði strákunum á æfingu í Finnlandi í gær, stuttu eftir að landsliðshópurinn kom þar saman. Atli Eðvaldsson landsliðsþjálfari ekki ánægður með knattspyrnustjóra Bolton Óheiðarleg vinnubrögð hjá Sam Allardyce ATLI Eðvaldsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, sagði í samtali við Morgunblaðið í Helsinki í gær að hann væri afar ósáttur við fram- komu Sam Allardyce, knattspyrnustjóra Bolton, í máli Guðna Bergssonar. Guðni ákvað á sunnudag að gefa ekki kost á sér í vin- áttulandsleikinn gegn Finnum sem fram fer á morgun, eftir að All- ardyce hafði lagt hart að honum að vera um kyrrt í Bolton þar sem lið hans ætti mikilvæga leiki í fallbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar fyrir höndum. Víðir Sigurðsson skrifar frá Helsinki Íslenska landsliðið kom til Finn-lands um miðjan dag í gær en það mætir heimamönnum í vináttulands- leik á morgun. Tilgangurinn með leiknum er að búa það sem best und- ir Evrópuleikina gegn Færeyjum og Litháen í júnímánuði. Atli Eðvalds- son landsliðsþjálfari fékk alla leik- menn til Helsinki sem hann óskaði eftir, nema Heiðar Helguson, sem er meiddur, og Guðna Bergsson. Hermann Hreiðarsson er kominn í hópinn á ný en hann missti af leikn- um í Skotlandi vegna meiðsla og Atli kemst því nokkuð nálægt því að geta stillt upp sínu sterkasta liði gegn Finnum, sem eru í 47. sætinu á heimslista FIFA, 21 sæti ofar en ís- lenska liðið. Í gærkvöld æfði liðið á æfingavelli í bænum Vantaa, í útjaðri Helsinki, þar sem landsleikurinn verður háður. Þar voru allir með nema Hermann Hreiðarsson, sem missti af flugi frá London vegna umferðartafa og mætti til Finnlands síðar um kvöldið, og Þórður Guðjónsson, sem á við meiðsl að stríða. Atli sagði að stór þáttur í þessari Finnlandsferð væri að fara yfir það sem úrskeiðis fór í síðasta leik, gegn Skotum. „Eftir leikinn fóru leik- mennirnir aftur til sinna félaga og enginn tími vannst til að ræða málin. Nú höfum við tækifæri til þess – för- um vel yfir það sem miður fór. Til þess höfum við nú hálfan annan sól- arhring. Finnar eru með sterkt lið og flesta af sínum bestu mönnum, þann- ig að við eigum erfiðan leik fyrir höndum. Við munum reyna að út- færa okkar hugmyndir fyrir leikina gegn Færeyjum og Litháen, verðum reyndar að blanda hugmyndafræð- inni aðeins saman vegna þess að það verða ólíkir andstæðingar, og ein- hverjir leikmenn verða í öðru hlut- verki hér en þeir verða gegn Fær- eyingum. En við reynum að sameina þetta eins vel og við getum. Grunn- atriðin eru alltaf þau sömu og við för- um yfir vissa þætti sem geta komið upp í vörn og sókn,“ sagði Atli við Morgunblaðið eftir æfinguna. Liðin eru hvort um sig með sjö varamenn og hafa gert samkomulag um að nota megi þá alla. Atli sagði að ekki væri víst að allir myndu spila, það færi eftir leiknum sjálfum. „Hver einasti landsleikur er háalvar- legur, við gerum allt sem við getum til að vinna og sjáum til hvernig hann þróast. Ég mun líka reyna að taka tillit til óska sumra félagsliðanna sem hafa beðið um að þeirra menn spili helst ekki nema annan hálfleik- inn. Vonandi verður hægt að koma eitthvað til móts við þau. En þó þetta sé aðeins vináttuleikur vona ég að ekki þurfi að hvetja menn til að standa sig vel, það á ekki að þurfa í landsleik,“ sagði Atli Eðvaldsson. Förum yfir það sem miður fór í Glasgow ÞAÐ er ekki sérlega sumarlegt í Finnlandi þessa dag- ana og ekki er útlit er fyrir að knattspyrnulandsleikur Íslands og Finnlands á morgun verði leikinn við sér- staklega góðar aðstæður. Hiti á daginn hefur aðeins verið um 5–6 stig og frost á nóttunni og jafnvel er reiknað með einhverri snjókomu í dag. Í nótt er spáð fjögurra stiga frosti. Þegar landsliðið kom til Helsinki í gær var þar rigning og frekar kalt og finnskir knatt- spyrnuvellir sem bar fyrir augu Íslendinganna eru ekki eins grænir og á Íslandi um þessar mundir. Von á snjókomu í Finnlandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.