Morgunblaðið - 29.04.2003, Síða 6
FRÉTTIR
6 ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
FORMENN stjórnarandstöðuflokk-
anna á Alþingi eru andvígir útfærslu
Landsvirkjunar um lón Norðlinga-
ölduveitu í allt að 568 metra hæð yfir
sjávarmáli, með sérstökum búnaði á
stíflunni. Benda þeir á að í úrskurði
setts umhverfisráðherra, Jóns Krist-
jánssonar, hafi verið miðað við lón-
hæð í 566 m.y.s. og stærð lónsins upp
á 3,4 ferkílómetra. Með því að hækka
vatnsborðið um tvo metra yrði flat-
armál lónsins um 7,4 ferkílómetrar.
Davíð Oddsson, forsætisráðherra
og formaður Sjálfstæðisflokksins,
segist ekki hafa kynnt sér hugmyndir
Landsvirkjunar, þær hafi ekki komið
inn á borð ríkisstjórnarinnar og að-
eins verið til umfjöllunar í fjölmiðl-
um. Hann muni taka afstöðu til út-
færslunnar þegar að því kemur, en
meginatriðið sé þó að Norðlingaöldu-
lónið sé utan friðlands Þjórsárvera.
Ekki hafi verið horft á málið í metr-
um talið heldur frekar reynt að finna
leiðir til að hlífa öllu friðlandinu. Út á
það hafi úrskurður setts umhverfis-
ráðherra gengið.
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar-
ráðherra segist ganga út frá því að
farið verði eftir úrskurði Jóns, þar
sem fram komi skýrt að miðlunarlón
verði fyrir utan friðland Þjórsárvera.
Hún tjáir sig ekki sérstaklega um út-
færslu Landsvirkjunar.
Óttaðist að þetta myndi gerast
Steingrímur J. Sigfússon, formað-
ur Vinstri hreyfingarinnar – græns
framboðs, segir að nú sé að koma í
ljós það sem hann hafi sagt á sínum
tíma, einn fárra manna, um að taka
úrskurði Jóns Kristjánssonar með
miklum fyrirvara. Það hafi hann gert
af tveimur ástæðum.
„Annars vegar komu bakdyrameg-
in í gegnum úrskurðinn, án umhverf-
ismats, þetta mikla setlón og Kvísla-
veita 6 og hins vegar kom
Landsvirkjun fætinum á milli stafs
og hurðar og fékk leyfi til að athafna
sig á svæðinu. Ég óttaðist strax að
nákvæmlega þetta myndi gerast, að
Landsvirkjun myndi túlka sitt svig-
rúm til hins ýtrasta. Má ég þá minna
á að hin náttúrulegu Þjórsárver eru
mun stærri en sjálft friðlandið. Þeim
mun verra er það ef Landsvirkjun
kemst upp með þessi áform sín.
Framsóknarmenn eru sjálfum sér
samkvæmir og tala út og suður, Jón
[Kristjánsson] í eina átt og Valgerður
[Sverrisdóttir] í aðra, og Landsvirkj-
un gengur á lagið,“ segir Steingrím-
ur.
Hann segir málið sanna að það sem
settur umhverfisráðherra hefði betur
gert væri að hafna Norðlingaöldu-
veitu með öllu. Mannvirkjagerð í
Þjórsárverum eigi engan rétt á sér.
Verði ráðist í framkvæmdirnar verði
Þjórsárver römmuð inn af mann-
virkjum á þrjá vegu; með setlóni og
Kvíslaveitu 6 í norðri, Kvíslaveitu-
framkvæmdum í austri og nýju
Norðlingaöldulóni í suðri. Steingrím-
ur segir málið ennfremur sýna
„ósvífni“ Landsvirkjunar.
„Ég kalla það ekkert annað en
ósvífni að vera strax kominn í þennan
gír. Það segir meira um viðhorfin þar
á bæ heldur en einhverjir fallegir
bæklingar sem líkjast meira skýrslu
frá Þjóðminjasafninu en þeim sjálf-
um. Það er svo sem eðlilegt að Lands-
virkjun telji að sér séu allir vegir fær-
ir, með stjórnvöld af því tagi sem hún
hefur búið við að undanförnu.“
Orð skulu standa
Össur Skarphéðinsson, formaður
Samfylkingarinnar, segir að flokkur-
inn sé algerlega andvígur útfærslu
Landsvirkjunar og hún komi öllum
spánskt fyrir sjónir.
„Ég naut þeirra forréttinda sem
formaður stjórnarandstöðuflokks að
vera kvaddur til Jóns Kristjánssonar
áður en hann tilkynnti úrskurð sinn
opinberlega. Hann kynnti mér niður-
stöðuna og hún fól í sér að lónhæðin
yrði 566 metrar yfir sjávarmáli. Á
þessum grundvelli tók ég og minn
flokkur ákvörðun um að styðja þessa
niðurstöðu heilshugar. Ég lýsti því
strax yfir í fjölmiðlum að við værum
þessu fylgjandi,“ segir Össur sem
einnig fundaði ásamt þingflokki sín-
um með ráðgjöfum setts umhverfis-
ráðherra, verkfræðingum hjá VST.
Þar hafi verið gengið útfrá lónhæð í
566 metra hæð yfir sjó.
„Ef nú á að kynna einhverja aðra
lónhæð til sögunar er alveg ljóst að
Framsóknarflokkurinn hefur ekki
bara verið að blekkja þingmenn held-
ur þjóðina alla. Það gengur ekki að
framsóknarmenn kasti þessu máli á
milli sín eins og heitri kartöflu. Þeir
kynntu málið með ákveðnum hætti
og ef þeir eru ekki menn til að standa
við það verða þeir því miður að sitja
uppi með þann stimpil að hafa farið
með rangt mál og blekkt fólk til fylgis
við sig í þessu viðkvæma umhverf-
isverndarmáli. Orð skulu standa,“
segir Össur.
Hann segir að „koma þurfi bönd-
um á Landsvirkjun“. Hún hagi sér
eins og hún þurfi ekki að hlíta fyr-
irmælum eigenda sinna.
„Ef Landsvirkjun ætlar að haga
sér eins og fríríki í ríkinu þurfa menn
að skoða hennar stöðu. Fyrirtækið
varð sér til skammar í málinu þar
sem ekki var sett fram leið sem bauð
upp á þann kost sem var í úrskurði
Jóns. Slík vinnubrögð eru í ætt við
blekkingariðju,“ segir Össur.
Góð sátt náðist um úrskurðinn
Guðjón Arnar Kristjánsson, for-
maður Frjálslynda flokksins, segir að
menn verði að halda sig við þær for-
sendur sem gefnar hafi verið í úr-
skurði Jóns Kristjánssonar. Þar hafi
verið reiknað með að lónið færi ekki
inn í friðland Þjórsárvera og gengið
út frá lónhæð upp á 566 m.y.s.
„Ég lít svo á að um úrskurð Jóns
hafi náðst nokkuð góð sátt. Ég sé
ekki ástæðu til að við séum að fara út
úr því fari sem búið var að ná sátt um.
Við tókum þá afstöðu í Frjálslynda
flokknum að sú leið sem kom út úr
starfi Jóns Kristjánssonar væri
nokkuð sem við gætum sætt okkur
við. Ég hef ekki tæknilegar forsend-
ur í höndunum til að meta hvort
Landsvirkjun gengur of langt en tel
óskynsamlegt að búa til nýja deilu
um þetta mál sem búið var að setja í
þokkalegan farveg að mínu mati,“
segir Guðjón.
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar-
ráðherra segir að sem leyfisveitandi
fyrir Norðlingaölduveitu verði hún að
tryggja að öllum skilyrðum úrskurð-
ar setts umhverfisráðherra sé full-
nægt. Grundvallaratriði sé að frið-
land Þjórsárvera verði ekki skert.
„Samkvæmt okkar upplýsingum í
ráðuneytinu er Landsvirkjun að fara
yfir allt þetta mál og ræða við þartil-
bæra aðila. Engar sérstakar hug-
myndir hafa verið kynntar fyrir okk-
ur og á meðan tel ég ekki rétt að ég
tjái mig um einstakar útfærslur,“
segir Valgerður.
Hugmyndir Landsvirkjunar um
Norðlingaöldulón í allt að 568 metrum
Útfærslunni
mótmælt
af stjórnar-
andstöðu
Steingrímur J.
Sigfússon
Össur
Skarphéðinsson
Guðjón A.
Kristjánsson
Valgerður
Sverrisdóttir
Davíð
Oddsson
Forsætisráðherra segir meginatriðið
að lónið verði utan friðlandsins
JÓHANNES Geir Sigurgeirsson,
stjórnarformaður Landsvirkjunar,
segir að úrskurður setts umhverf-
isráðherra um Norðlingaölduveitu
hafi gengið út frá því meginmark-
miði að fara með lónið út fyrir frið-
land Þjórsárvera. Verkfræðistofa
Sigurðar Thoroddsens hafi svo
kynnt tillögu sína um að hægt væri
að vera með lón í 566 metra hæð yf-
ir sjó. Það hafi verið hennar mat en
nú sé verið að vinna með mismun-
andi útfærslur, allt frá 566 metra
lónhæð til 568 metra. Hvort tveggja
sé utan friðlands Þjórsárvera og í
samræmi við úrskurðinn.
„Viðbrögð Landsvirkjunar er úr-
skurður Jóns féll voru þau, að við
myndum þurfa tíma fram á haustið
til að átta okkur á því hvað væri
hægt að gera út frá þessum breyttu
forsendum. Síðan var verulegur
pólitískur þrýstingur úr öllum átt-
um, öðrum en frá vinstri grænum,
um að þetta yrði að liggja fyrir sem
fyrst. Landsvirkjun fór í þá vinnu
og sá ferill er einfaldlega í gangi.
Menn eru að skoða alla fleti á mál-
inu. Það er í raun samráðsferill þar
sem koma að Umhverfisstofnun,
viðkomandi sveitarfélög og fleiri
aðilar,“ segir Jóhannes Geir.
Aðspurður hvort skynsamlegt sé
að vera með lónhæð í 568 metrum
segist Jóhannes Geir vilja minna á
að í bæði þeirri hæð og 566 metrum
sé uppistöðulónið aðeins brot af því
sem rætt var um í samkomulagi frá
árinu 1981 um friðun Þjórsárvera,
þar sem reiknað var með lóni í allt
að 581 m hæð.
„Í báðum tilvikum eru menn að
gera það sem var fyrir einu ári talið
ómögulegt, þ.e. að komast út úr
friðlandinu. Um þetta snýst málið
fyrst og fremst að mínu mati,“ seg-
ir Jóhannes Geir.
Til að tímasetningar standi varð-
andi áform um stækkun Norðuráls
á Grundartanga segir Jóhannes
Geir, að niðurstaða þurfi að liggja
fyrir fljótlega hjá Landsvirkjun og
öðrum þeim aðilum sem að málinu
koma. Landsvirkjun ráði því ekki
ein hvenær endanleg útfærsla liggi
fyrir.
Stjórnarformaður Landsvirkjunar
um Norðlingaöldulón
Meginmarkmiðið að
fara út úr friðlandinu
STJÓRN Landverndar sendi
nokkrum hagsmunaaðilum bréf
skömmu fyrir páska þar sem koma
m.a. fram athugasemdir við út-
færslu um Norðlingaöldulón í 568
metra hæð yfir sjó (m.y.s.). Er von-
brigðum lýst yfir þeirri útfærslu og
talið að stefnt sé í hættu þeirri sátt
sem skapast hefur um úrskurð setts
umhverfisráðherra, Jóns Kristjáns-
sonar sem kveðinn var upp fyrr á
árinu.
Fór bréfið til Landsvirkjunar,
Umhverfisstofnunar, Valgerðar
Sverrisdóttur iðnaðarráðherra,
Sivjar Friðleifsdóttur umhverfis-
ráðherra og sveitarstjórnar Skeiða-
og Gnúpverjahrepps.
Lón í 566 metra hæð
raunhæfur kostur
Í bréfi Landverndar var jafn-
framt lýst yfir ánægju með úrskurð
setts umhverfisráðherra um mat á
umhverfisáhrifum Norðlingaöldu-
veitu. Taldi stjórn Landverndar að
sú tilhögun með lón í 566 m.y.s., sem
kynnt var samhliða úrskurðinum,
væri bæði raunhæfur virkjunar-
kostur og viðunandi sáttaleið. Í
þeirri hugmynd væri tekið tillit til
hugmynda um sjálfbæra þróun með
aurskolun og staðsetningu lóns í
öruggri fjarlægð frá viðkvæmum og
friðlýstum votlendissvæðum.
„Það voru því veruleg vonbrigði
fyrir stjórn Landverndar að iðnað-
arráðherra skyldi kynna aðra út-
færslu á þessari framkvæmd í fylgi-
skjölum til Alþingis þegar leitað var
heimilda þingsins fyrir framkvæmd-
um. Í þeirri útfærslu hefur lónið
verið staðsett í 568 m.y.s. og hefur
því ekki sömu eiginleika hvað varð-
ar aurskolun og fjarlægð frá við-
kvæmu votlendi, auk þess sem sjón-
ræn áhrif eru mikil. Stjórn
Landverndar telur þessa hugmynd
ekki vera í samræmi við niðurstöðu
úrskurðar umhverfisráðherra eins
og hann var kynntur. Nái þessi hug-
mynd fram að ganga er stefnt í
hættu þeirri sátt sem fólst í úr-
skurðinum,“ segir í bréfi Land-
verndar sem samtökin sendu hags-
munaðilum.
Skorað á framsóknarmenn
Náttúruverndarsamtök Íslands
sendu Halldóri Ásgrímssyni, for-
manni Framsóknarflokksins, bréf í
gær þar sem skorað er á forystu
flokksins að tala skýrt í þessu máli
og upplýsa hver afstaðan sé. Spurt
er hvort úrskurður Jóns Kristjáns-
sonar standi eins og hann var kynnt-
ur eða hvort flokkurinn styðji mála-
leitan Landsvirkjunar um hærri
lónhæð.Samtökin benda á ummæli
Friðriks Sophussonar, forstjóra
Landsvirkjunar, í Morgunblaðinu
26. febrúar sl. um að fyrirtækið sé
ekki bundið af tillögu Verkfræði-
stofu Sigurðar Thoroddsen um lón-
hæð Norðlindaölduveitu, hún geti
farið í allt að 586,5 metra. Samtökin
segja Jón Kristjánsson hafa bent á
að allir útreikningar hafi miðað við
lón í 566 metra hæð en Valgerður
Sverrisdóttir iðnaðarráðherra hafi á
hinn bóginn ekki verið reiðubúin að
staðfesta þann skilning og tekið
þannig undir með Landsvirkjun um
að lónhæðin sé útfærsluatriði.
Náttúruverndarsamtök gagnrýna lón í 568 m hæð
Ekki í samræmi við
úrskurð ráðherra