Morgunblaðið - 29.04.2003, Síða 52

Morgunblaðið - 29.04.2003, Síða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. B.i.14. / kl. 5.50, 8 og 10.10. b.I. 14. / kl. 8 og 10. B.i. 14. / kl. 8 og 10. B.i. 14 EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 3.45, 5.50, 8 OG 10.10. B.I. 16.   Kvikmyndir.is ÁLFABAKKI / KRINGLAN / AKUREYRI / KEFLAVÍK Óskarsverðlaun Besti leikari í auka- hlutverki Chris Cooper Sýnd kl. 6, 8 og 10.  Radíó X  H.K. DV 1/2 HL Mbl Kvikmyndir.is 1/2 Kvikmyndir.com Sýnd kl. 10.05. B.i. 14. Mögnuð hrollvekja frá Stephen King sem engin má missa af! Sýnd kl. 6 og 8. 3 Besti leikari í aðalhlutverk Adrien Brody Besti leikstjóri Roman Polanski Besta handritÓSKARS- VERÐLAUN Sýnd kl. 6. Kvikmyndahátíðin Reykjavík Shorts & Docs hefst 30 apríl. Sýnd kl. 5.30 og 8.15. Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 5.30, 8.30 og 10. B.i.14 ára.  X-97,7  Kvikmyndir.is LOÐNI risinn Chewbacca snýr aftur í síðustu Stjörnustríðsmynd Georges Lucas, sem verður frum- sýnd í maí 2005. Aðrar sígildar per- sónur (vélmenni eru líka menn!) R2-D2 og C-3PO hafa komið við sögu í hinum fimm myndunum en Chewabacca, sem Peter Mayhew leikur hefur ekki sést í langan tíma. Mayhew snýr aftur í loðnum bún- ingi í síðustu myndinni, Episode III. „Ég held að endurkoma hans hafi eitthvað með það að gera að tengja saman alla söguna í lokin,“ sagði Mayhew við BBC … Nýja platan hennar Madonnu, American Life, hefur heldur betur fengið óblíðar móttökur gagnrýnenda vestanhafs sem hafa nánast einum rómi rakkað hana niður í svaðið. Ganga sumir gagnrýn- endur svo langt að velta vöngum yfir hvort popp- drottningin sé orðin völt í sessi, sé búin að glata töframættinum sem hún hefur verið gædd í tvo áratugi. Flestir eru þeir á því að nýja ímyndin hjá þessu mikla kamelljóni poppsins sé engan veginn nógu sannfærandi, að einhvern falskan tón sé að finna í þessu bylting- arkennda hörkukvendi, sem allt í einu nú, eftir að hafa baðað sig í sviðsljósinu í 20 ár, sé farið að draga ameríska drauminn í efa og í ofanálag farið að láta sig þjóðmálin varða. Það er ekki nóg með að nýja ímyndin fari fyrir brjóst manna vestanhafs heldur setja þeir líka stórt spurningarmerki við tónlist- ina sjálfa. Þrátt fyrir neikvæð viðbrögð gagn- rýnenda er fastlega búist við því að platan muni seljast grimmt, enda hafi Madonna sannað það margoft, að hún þurfi ekki að hafa gagnrýn- endur á sínu bandi til að skína …Vinod Nayer, faðir indverska auðmannsins Aruns Nayers, hefur lýst því yfir að Arun hyggist kvæn- ast bresku fyrirsætunni Elizabeth Hurley um leið og hann hafi fengið skilnað frá eiginkonu sinni. Þá segir hann að þau Gunnar, móð- ir Nayers, hafi hrifist mjög af Hurl- ey er Arun kynnti hana fyrir þeim í Bombey á Indlandi fyrr á þessu ári. „Já, þau ætla að ganga í hjónaband um leið og gengið hefur verið frá skilnaði Aruns. Elizabeth er indæl kona og hún gerir son minn mjög hamingjusaman,“ sagði Vinod í samtali við breska blaðið News of the World. Eiginkona Nayers, hin ítalska Val- entina, hefur hins vegar lýst því yfir að hún ætli að beita öllum ráð- um til að tefja það að Nayer fái skilnað … Bandaríska kvikmyndaleikkonan Halle Berry hótar að draga sig út úr væntanlegri kvikmynd um Katt- arkonuna (Catwoman) af ótta við bráðalungnabólguna, HABL. Til stendur að taka hluta myndarinnar upp í Toronto í Kanada en Alþjóða heilbrigð- ismálastofnunin hefur varað við ferðalögum til borgarinnar vegna þess að yfir 20 manns hafa látist þar af völdum sjúk- dómsins. Berry á að leika aðalhlutverkið í myndinni. Stærst- ur hluti myndarinnar verður tekinn upp í Vancouver og Los Angeles en einnig átti að taka nokkur mik- ilvæg atriði í Toronto. Vinir Berry hafa eftir henni, að hún hafi áhyggjur af sér og samstarfs- mönnum sínum og vilji að hætt verði við kvikmyndatökuna í Tor- onto … FÓLK Ífréttum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.