Morgunblaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 2003 27 „EKKI man ég neitt eftir veiting- um þarna né sjálfu heimilinu, nema þeirri gonggong sem kallaði okkur að borðinu, og saumaðri mynd með krosssaumi af blómum í gulum litum fínt saman stilltum. Þá mynd hafði gert Guðrún sú sem kölluð var karl- maður ( …), en kynferði hennar hafði ruglast fyrir þeim sem áttu að ákvarða það þegar hún fæddist. Og hlaut hún að ganga með rangt ákvarðað kynferði alla ævi, líklega sér og manni sínum til nokkurs meins. Prestur nokkur, sem mig minnir að héti Þórður, bað hennar, en hún réð honum frá því að giftast sér. Samt varð af því að þau ættust, en engin urðu börnin nema hvað vinnukona prestsfrúarinnar kenndi henni barn og gat hún ekki borið það af sér.“ (Málfríður Einarsdóttir, Rásir dægranna, bls. 147–148, Ljóð- hús, Reykjavík l986.) Fyrir fáum árum, þegar verið var að mæla fyrir svonefndri samfylk- ingu vinstrimanna á lokasprettinum var mörgum ljóst að stefndi í ómynd og réðu það af kynnum sínum af hug- myndum háværustu formælanda samdráttarins. Eftir á að hyggja held ég þó að enginn hafi með öllu séð fyrir þann skapnað sem orðinn er enda flest efasemdafólk góðgjarnt að upplagi. Engu að síður finnst ágæt lýsing sem hæfir fyrirbærinu og er höfð hér að inngangi; að vísu eldri en Samfylkingin, einlægari og betur gerð. Hverflyndi Það væri ofraun að skrifa í stytt- ingi um hugmyndafræði Samfylk- ingarinnar, ef svo má nefna þau hröðu sinnaskipti sem eiga sé stað í hverju því efni sem talsmenn hennar taka til umræðu og lýsir flokki sem hefur lítinn skilning á málum sinnar tíðar, gefur út gagnstæð álit í flest- um efnum og mörg í sumum. Þó finn ég mig knúinn til að nefna lítillega eitt atriði; það sem kallað er kynja- jafnrétti í þessu gonggongi og sagt er mikið baráttumál þar í flokki. Sem vænta mátti er Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttir höfð að vopni í þeim slag og agni við atkvæðaveiðar. Rétt er að geta þess hér að fyrir ári kaus ég hana sem borgarstjóra til fjögurra ára. Hún tók kjörinu, gekk stuttu síðar formlega í gonggongið, hafnaði mér síðan með því að hætta að vera borgarstjóri að mér forspurðum því hún taldi mikilvægara að slást fyrir því að jafna á milli kynja innan stjórnsýslunnar og í samfélaginu öllu. Þar við stendur. Nú er baráttan hafin og Samfylk- ingin byrjuð að hjálpa tveimur sem verst er komið fyrir í gjörvöllu þjóð- félaginu; hugmyndafræðingi gong- gongsins og andlegum verndara þess, forsetanum og biskupnum, sem eiga víst svo bágt í jafnréttismálum tjáningarinnar báðir tveir að grætir tröll að heyra. Sex fyrir eina Samfylkingin bauð Ingibjörgu þannig fram að hún var naumast í vonarsæti. Ímyndarfræðingar töldu sig vita að hún ætti fylgi að fagna víða um land og langt umfram flokk- inn sem bauð hana. Mælingar sýndu fyrst í stað að þetta var rétt; ef kosið hefði verið fyrir mánuði hefði hún náð kjöri á þing, dregið með sér sex eða sjö karla og rutt jafnmörgum konum þriggja flokka út af Alþingi í nafni jafnréttis og þótti gonggong lítil fórn fyrir svo góða niðurstöðu. Nú bendir hins vegar allt til þess að Ingibjörg Sólrún nái ekki kjörinu; engu að síður mælist fylgi Samfylk- ingarinnar meira nú en það var í síð- ustu kosningum og stefnir þá í að jafnréttisframbjóðandinn afreki það að koma fjórum til sex nýkörlum á þing í stað jafnmargra kvenna; kjós- andinn athugi það! Hnoðboltar Þetta verður sumsé ofan á ef Sam- fylkingin nær að slæva fólk til fylgis við sig og yrði þó léttvægt upphaf miðað við það sem verða kynni með landstjórnina ef hugmyndafræði af tegundinni gonggong og Guðrún karlmaður nær fram að ganga. Það helgast meðal annars af því að all- margir þeirra nýkarla sem Ingibjörg Sólrún kynni að koma á þing eru kunnir ójafnaðarmenn og hnoðboltar af þeirri gerð sem þjóðin hefur áður hafnað í kosningum þegar þeir voru hafðir frammi með eigin verðleika í boði. Að lokum þetta: Til þess að ég lendi ekki á steik- arapönnu staðlausra stafa með ímyndarfræðingum gonggong og Guðrúnar karlmanns vegna ummæla minna um hnoðboltana lýsi ég því yf- ir í sjálfsupphafningu að hætti Sam- fylkingarmanna að ég er reiðubúinn til þess að nafngreina þá og rök- styðja orð mín ef leiðtogi fylkingar- innar, hver sem hann verður þegar þar að kemur, spyr mig að því í heyr- anda hljóði fyrir kjördag og býður mér að svara sér á almennum fundi um jafnréttismál áður en kosið verð- ur. Spyrji hann hins vegar ekki eftir sínum ójafnaðarmönnum lít ég svo á að hann viti hverja um er rætt og vilji greiða götu þeirra í hvívetna; kjósandinn athugi það einnig! Gonggong og Guðrún Karl Eftir Úlfar Þórmóðsson „Sem vænta mátti er Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir höfð að vopni í þeim slag og agni við atkvæðaveið- ar.“ Höfundur er rithöfundur og fyrrverandi blaðamaður. INGIBJÖRG Sólrún skynjaði í vetur pólitískar breytingar, þegar hreyfingar jafnaðar, félagshyggju og samvinnustefnu höfðu raunhæf tækifæri til áhrifa. Upphaflega voru flokkar jafnaðarmanna og sam- vinnufólks stofnaðir af sömu öflum/ forystumönnum til að brúa styrk fólks frá „sveitum til sjávar“ og eru því greinar af sama meiði. Forysta Halldórs Ásgrímssonar lamar póli- tíska rödd samvinnuhugsjóna og gerir flokkinn að óljósu miðjumoði langt frá rótunum. Flokksímyndin beið hnekki í vetur þegar Halldór tók öll völd af kjörnum borgar- fulltrúum Framsóknar í Reykjavík með gamaldags og stórkallalegum yfirlýsingum gegn Ingibjörgu Sól- rúnu. Þannig setti hann persónulega sjálfur Ingibjörgu Sólrúnu úrslita- kosti, þegar kannanir sýndu að kjör- fylgi hans sjálfs í Reykjavík var ekk- ert. Tækifæri á breiðfylkingu jafnaðarmanna og samvinnufólks var misnotað af Halldóri og sýnir að hans tími er liðinn. Þannig afvega- leiðir Halldór ítrekað traustan flokk og hefur gerst liðléttingur forsjár- hyggju sérhagsmuna, nú kenndum við bláa hönd, og fylgið hrynur. Þá lýsir formaðurinn því ítrekað yfir að Framsóknarflokkurinn fari ekki í ríkisstjórn ef „Halldór Ásgrímsson“ eins og hann orðar það, nái ekki kjöri! Um leið er það undirstrikað að Framsóknarflokkurinn sé ekki til vinstri, heldur „miðjuflokkur“. Rík- isstjórn með Framsókn væri miðju- stjórn! (svo?, er ekki hægristjórn nú?) Eins og postulinn forðum þá af- neitar Halldór formaður þrennu: stefnu jafnaðar, félagshyggju og samvinnu, sem seint verður talið til miðju í pólitík. Vandi framsóknar- manna er formaðurinn, fylgisleysi flokksins er vantraust á forystu Halldórs. Hugsjónum ýtir formað- urinn ítrekað til hliðar, en væri hollt að persónugera árangur flokksins við óvinsældir sínar í Reykjavík og víðar. Sambandsleysi við kjósendur og framsóknarmenn í Reykjavík kom skýrt fram í páskaviðtali, þar lýsti Halldór formaður því yfir á öld- um ljósvakans að hann sé alfarið á móti þátttöku Framsóknarflokksins í R-listanum eftir þrjú ár, þvert á stefnu borgarfulltrúanna. Rautt spjald á Halldór Ásgríms- son í næstu kosningum er eina leiðin fyrir nýja forystu framsóknarmanna að brjóstast fram í kjölfarið og rífa flokkinn úr hjásvæfuhlutverkinu. Landsmenn þurfa engan steinrunn- inn klett í hafinu né drambsama landstjórn, heldur nútímalegt stjórnarfar. Framsóknarflokkurinn hefði sannarlega átt að koma að landstjórn undir forystu Ingibjargar Sólrúnar, e.t.v. er það ekki of seint! Kjör Halldórs og styrkur Framsókn- ar er því ávísun á óbreytt ástand og aukið misrétti, því þarf nú að veifa rauða spjaldinu og rýma fyrir breyt- ingum. Styrkur Ingibjargar Sólrúnar og Samfylkingarinnar á kjördag er lyk- illinn að breiðri samstöðu þeirra sem styðja rætur, hugsjónir og stefnu jafnaðar, félagshyggju og samvinnu. Rautt spjald á Halldór Eftir Pálma Pálmason Höfundur starfar sem markaðsstjóri. „Landsmenn þurfa engan steinrunninn klett í hafinu né dramb- sama landstjórn, heldur nútímalegt stjórnarfar.“ ÁFORM um byggingu tónlistar- húss í Reykjavík hafa talsvert verið í umræðunni að undanförnu. Margt hefur verið skrafað og skrifað og sitt sýnist hverjum eins og gengur. Tilefni skrifa minna eru þau að ég rak nýverið augun í auglýsingu um hádegisfund á vegum Samfylkingar- innar sem bar yfirskriftina „Íslensk menning – vannýtt auðlind“. Eitt af sex slagorðum sem þar birtust var „Reisum tónlistarhús án tafar“. Því miður komst ég ekki á fundinn, en í framhaldinu rifjaðist upp fyrir mér pistill eftir Ellert B. Schram sem birtist í Morgunblaðinu fyrir réttu ári, eða 28. apríl 2002. Þar sagði hann m.a.: „Nýlega voru stjórnvöld að skrifa undir samning um sex milljarða tónlistarhús … Hefði nú ekki verið nær að leyfa okkur skatt- borgurunum að leggja fram sex milljarða til betra mannlífs …? Hvers vegna erum við alltaf að snobba fyrir menningunni …?“ Nú er Ellert einn af frambjóðend- um á lista Samfylkingarinnar fyrir komandi alþingiskosningar og í því samhengi vakna óhjákvæmilega hjá manni spurningar: Er Ellert ósam- mála því sem hér með virðist vera yf- irlýst stefna Samfylkingarinnar, þ.e. að reisa beri tónlistarhús í Reykjavík án tafar? Og ef svo er, og ef hann kemst á þing, mun hann þar áfram hafa í frammi þær skoðanir um menningu og tónlistarhús sem hann opinberaði í Morgunblaðinu fyrir ári? Eða er hann nú búinn að skipta um skoðun? Snobbað fyrir menningunni? Eftir Pétur Jónasson Höfundur er gítarleikari. „Er Ellert ósammála því sem hér með virðist vera yfirlýst stefna Samfylking- arinnar?“ w w w .t e xt il. is Bómullar-satín og silki-damask rúmföt Skólavörðustíg 21, sími 551 4050 Fyrir flottar konur Bankastræti 11  sími 551 3930
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.