Morgunblaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 45
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 2003 45 Hinn 1. maí 2003 verður Knattspyrnufélagið FRAM 95 ára og í tilefni af afmælinu verður afmælisfagnaður í Versölum við Hallveigastíg. Afmælishátíðin verður haldin miðvikudaginn 30. apríl 2003 og hefst kl. 19:30  Borðhald.  Afhending heiðursmerkja.  Skemmtiatriði.  Dansleikur, Snillingarnir spila undir dansi. Miðar eru seldir í Íþróttahúsi FRAM, Safamýri og eru nánari upplýsingar veittar í síma 568 0344 og á heimasíðu félagsins, Fram.is. Aðalstjórn Knattspyrnufélagsins FRAM 95 ára afmæli FRAM FIMM leikmenn úr meistaraliði Arsenal voru valdir í lið ársins í kjöri leikmanna í ensku úrvals- deildinni sem kunngert var í fyrra- kvöld. Thierry Henry, miðherji Arsenal, sem var útnefndur leik- maður ársins, er fremstur í flokki í liðinu, sem er þannig skipað: Markvörður: Brad Fridel, Blackburn Varnarmenn: Stephen Carr, Tottenham Sol Campbell, Arsenal William Gallas, Chelsea Ashley Cole, Arsenal Miðjumenn: Kieron Dyer, Newcastle Patrick Vieira, Arsenal Paul Scholes, Man.Utd. Robert Pires, Arsenal Framherjar: Alan Shearer, Newcastle Thierry Henry, Arsenal Fimm úr Arsenal í liði ársins Reuters Robert Pires, Ashley Cole og Thierry Henry eru í liði ársins. HALLDÓR Ingólfsson, fyrirliði Hauka, verður spilandi þjálfari hjá handknattleiksliði Fylkis á næstu leiktíð en eins og fram kom í Morg- unblaðinu fyrir nokkru ætla Fylk- ismenn að endurvekja meist- araflokk karla og senda lið til leiks næsta vetur. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins hefur Halldór gefið Fylkismönnum jákvætt svar um að taka að sér starfið en Halldór hefur verið lykilmaður í sigursælu liði Hauka undanfarin ár. Forráðamenn Fylkis hafa á und- anförnum vikum verið að safna liði. Þrír leikmenn hafa þegar gengið í Árbæjarliðið. Jóhann Ingi Guð- mundsson markvörður frá Selfossi, Lárus Jónsson frá Fram og Ágúst Guðmundsson frá Víkingi og á næstu dögum verður gengið frá samningi við fleiri leikmenn en stjórnarmaður í Fylki sem Morg- unblaðið ræddi við sagði að langt væri komið að móta lið fyrir næsta keppnistímabil. Fylkismenn hyggjast fá tvo leik- menn að utan, hugsanlega norska, og þá hafa þeir rætt við landsliðs- manninn fyrrverandiu Róbert Juli- an Duranona og Litháann Gintaras Savukynas, fyrrum leikmann Aft- ureldingar. Halldór Ingólfsson fer í Árbæinn  HANNES Jón Jónsson handknatt- leiksmaður skoraði 6 mörk fyrir Naranco þegar liðið tapaði 30:27 á heimavelli fyrir Pozoblanco í 2. deild spænska handknattleiksins síðasta sunnudag. Naranco þarf að vinna þrjá síðustu leikina í deildinni og treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum til þess að eiga möguleika á að halda sæti sínu í deildinni.  HANNES Jón er með samning við Naranco út leiktíðina og ljóst þykir að ef liðið fellur þá verður hann ekki hjá félaginu á næstu leiktíð.  BALDUR Aðalsteinsson leikmað- ur ÍA í knattspyrnu hefur ekkert leikið með liðinu á undirbúnings- tímabilinu en hann hefur átt við meiðsli að stríða í hné. Baldur er á batavegi og er farinn að æfa með lið- inu á ný og segist hann stefna á að komast í liðið áður en langt um líður.  Á lokahófi glímumanna sl. laug- ardag voru Ólafur Oddur Sigurðs- son, HSK, og Inga Gerða Péturs- dóttir, HSÞ, útnefnd besti glímumaðurinn og besta glímukonan á keppnistímabilinu.  HÖRÐUR Gunnarsson var út- nefndur besti glímudómarinn og Ey- þór Pétursson var valinn besti glímuþjálfarinn. Öflugasti félags- málamaðurinn á tímabilinu var val- inn Sigmundur Stefánsson, gjald- keri Glímusambandsins.  PAUL Merson, hinn 35 ára gamli miðjumaður sem leikur með Portsmouth, segist tilbúinn að leika eitt ár til viðbótar með liðinu. Mer- son hefur leikið sérlega vel með liði Portsmouth sem tryggði sér sigur- inn í 1. deildinni í fyrradag með 3:2 sigri á Rotherham. FÓLK Það er skemmdur táliður sem erað angra mig og undanfarnar vikur hef ég aðeins getað æft einu sinni í viku og síðan spilað leikina með deyfingu. Á meðan svo er verður enginn bati og ég er tals- verðan tíma að jafna mig eftir hvern leik. Það verður að koma í ljós hvern- ig ég verð þegar að leiknum kemur en ég fæ mig ekki góðan af þessu nema með hvíld. Þess vegna vonast ég eftir því að okkur hjá Bochum takist að vinna Mönchengladbach um næstu helgi og losna úr fallhætt- unni. Þá get ég hvílt í þeim leikjum sem eftir eru í deildinni og fengið mig góðan fyrir landsleikina gegn Færeyjum og Litháen í júní,“ sagði Þórður við Morgunblaðið í gær. Hann sagði að staða Bochum hefði vænkast mjög eftir sigurleiki gegn Stuttgart og Schalke en Bochum komst með þeim sex stigum á undan Leverkusen sem er í fallsæti deild- arinnar. „Við vorum komnir í mjög erfiða stöðu, höfðum aðeins fengið 2 stig í síðustu 8 leikjunum og vorum einu stigi frá fallsæti, þannig að þessir sigrar, sem fáir áttu von á, voru afar kærkomnir. Leikurinn við Mönchengladbach getur haft úrslita- þýðingu fyrir okkur, ef við vinnum erum við komnir í nokkuð örugga stöðu en ef við töpum verður fall- hættan mikil á ný,“ sagði Þórður Guðjónsson. Atli fagnaði fyrsta sigrinum gegn Finnum Atli Eðvaldsson, landsliðsþjálfari, hefur komið mikið við sögu í tveimur síðustu viðureignum knattspyrnu- landsliða Íslands og Finnlands. Síð- ast þegar þjóðirnar mættust, á Norðurlandamótinu á La Manga fyr- ir þremur árum, sigruðu Íslending- ar, 1:0, og Atli fagnaði þar með fyrsta sigri sínum sem landsliðs- þjálfari Íslands. Þá höfðu þjóðirnar ekki mæst frá árinu 1982 en þá var Atli í íslenska liðinu sem beið lægri hlut, 3:2, á Ól- ympíuleikvanginum í Helsinki og skoraði einmitt síðara mark liðsins. Það fyrra gerði Marteinn Geirsson, þáverandi landsliðsfyrirliði. Af þeim sem tóku þátt í sigur- leiknum gegn Finnum á La Manga í janúar árið 2000 eru fimm mættir til leiks í Helsinki – Birkir Kristinsson, Hermann Hreiðarsson, Arnar Þór Viðarsson, Þórður Guðjónsson og Rúnar Kristinsson. Fyrir utan þessa er Guðni Kjart- ansson, aðstoðarþjálfari, sá eini af núverandi Finnlandsförum sem hef- ur mætt Finnum, sem fögnuðu sigri í vináttulandsleik í Helsinki, 3:1, árið 1969. Óvíst hvort Þórður Guðjónsson leikur gegn Finnum í Helsinki Morgunblaðið/Júlíus Þórður Guðjónsson á ferðinni með knöttinn í landsleik gegn Andorra á Laugardalsvellinum. Hef aðeins æft einu sinni í viku í Bochum ÓVÍST er hvort Þórður Guðjóns- son leikur með íslenska lands- liðinu í knattspyrnu gegn Finn- um í Vantaa á morgun. Þórður er meiddur á fæti og gat ekki æft með liðinu í gærkvöld, eftir komuna til Finnlands, þar sem hann var ekki búinn að jafna sig eftir átök helgarinnar, en þá lék hann með Bochum gegn Schalke í þýsku 1. deildar- keppninni. Víðir Sigurðsson skrifar frá Helsinki Magnús skoðar leikmenn frá Crewe MAGNÚS Gylfason, þjálfari ÍBV í knattspyrnu, hélt í gær til Eng- lands í þeim erindagjörðum að skoða leikmenn hjá enska deild- arliðinu Crewe sem um helgina tryggði sér sæti í 1. deild. „Við höf- um verið í góðu sambandi við þjálfara Crewe og hann er tilbúinn að lána okkur leikmenn. Það er búið að setja upp æfingaleik á morgun (í kvöld) þar sem Crewe leikur við lið úr 3. deild og ef ég sé ein- hverja menn sem henta ÍBV þá er vel mögulegt að gengið verði frá samingi um að þeir komi til okkar fyrir mót,“ sagði Magnús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.