Morgunblaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 44
ÍÞRÓTTIR 44 ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ KA-menn gera sér góðar vonir um að Litháarnir Egidijus Petkivicius markvörður og Andrius Stelmokas leiki áfram með liðinu á næstu leik- tíð en samningar þeirra við Ak- ureyrarliðið eru að renna út. „Ég er að vonast til að geta hald- ið að mestu sama mannskap og við munum hefja viðræður í vikunni við leikmenn okkar um þau mál. Það er ekkert launungamál að við leggjum mikla áherslu á að Stelmokas verði með okkur áfram enda algjör lyk- ilmaður og kjölfestan í okkar liði,“ sagði Jóhannes Bjarnason, þjálfari KA, við Morgunblaðið í gær en KA- menn, sem áttu titil að verja, féllu út í slagnum um Íslandsmeistaratit- ilinn í fyrradag þegar þeir lágu fyr- ir Haukum í framlengdum leik. Það er ekkert skrýtið að KA- menn hafi sest niður með Stelmo- kas í gær og hafið þar með við- ræður við hann um nýjan samning þar sem mörg lið hafa sýnt áhuga á að njóta krafta línumannsins sterka. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru Haukar eitt þeirra liða sem borið hafa víurnar í Stelmokas sem af öðrum ólöstuðum hefur leikið best allra á Íslands- mótinu í vetur.  ALAN Shearer, framherji New- castle, meiddist illa á ökkla í leik sinna manna á móti Sunderland á laugardaginn og nú er ljóst að hann leikur ekki meira með á yfirstandandi leiktíð. Þetta er mikið áfall fyrir Newcastle sem á í harðri baráttu við Chelsea og Liverpool um meistara- deildarsæti.  LES Ferdinand, framherji West Ham, getur tekið þátt í tveimur síð- ustu leikjum liðsins en óttast var að hann hefði fótbrotnað í leik West Ham á móti Manchester City á sunnudaginn. Ferdinand var borinn af leikvelli og þegar fluttur á sjúkra- hús eftir að hafa lent í samstuði við Peter Schmeichel, markvörð City, en eftir ítarlega skoðun á sjúkrahúsinu kom í ljós að meiðslin voru minni en óttast var í fyrstu.  BARRY Ferguson, fyrirliði Glas- gow Rangers, hefur verið útnefndur knattspyrnumaður ársins í Skotlandi en leikmenn úr skosku úrvalsdeild- inni voru flestir þeirrar skoðunar að Ferguson væri besti leikmaður deild- arinnar.  INGVALDUR Magni Hafsteins- son, körfuknattleiksmaður úr KR, hefur samið við félagið á ný og mun leika með liðinu á næstu leiktíð.  OLIVER Kahn, landsliðsmark- vörður Þjóðverja, er meiddur á oln- boga og getur ekki tekið þátt í vin- áttulandsleik Þjóðverja við Serbíu og Svartfjallaland annað kvöld. Hans Jörg Butt, markvörður Leverkusen, mun taka stöðu Kahns í markinu en leikurinn fer fram í Bremen. Þá varð Oliver Nauville hjá Leverkusen sömuleiðis að draga sig út úr hópnum sökum meiðsla og valdi Rudi Völler, landsliðsþjálfari Þjóðverja, Benjamin Lauth, 1860 München, í hans stað.  VARAMIÐHERJI Phoenix Suns, Jake Voskuhl, var hetja liðsins að- faranótt sunnudags er hann skoraði fimm af sex síðustu stigum liðsins gegn San Antonio Spurs í átta liða úrslitum NBA-deildarinnar. Suns vann leikinn 86:84 og er staðan jöfn hjá liðunum, 2:2, en það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki kemst í undanúrslit vesturstrandarinnar.  ORLANDO Magic þarf aðeins einn sigurleik til viðbótar til þess að leggja Detroit Pistons að velli í rimmu lið- anna í átta liða úrslitum austur- strandarinnar í NBA-deildinni. Stað- an í einvígi liðanna er 3:1 eftir að Magic vann leik þeirra aðfaranótt sunnudags, 100:92, þar sem Tracy McGrady skoraði 27 stig og gaf að auki 9 stoðsendingar.  DALLAS Mavericks náði ekki að sigra Portland Trailblaizers í fjórða leik liðanna sem fram fór aðfaranótt sunnudags í NBA-deildinni en Dallas hafði unnið þrjá leiki í röð gegn Port- land í átta liða úrslitum vesturstrand- arinnar. Portland vann leikinn 98:79 en liðið hafði tapað tíu leikjum í röð í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. FÓLK JOSE Mourinho, þjálfari Porto, sem mætir Celtic í úrslitaleik UEFA-keppninnar í Sevilla á Spáni 21. maí, var meðal áhorf- enda á Ibrox er leikmenn Celtic komu þangað í heimsókn á sunnu- daginn og fögnuðu sigri, 2:1. Hann segir að Celtic sé sigur- stranglegra liðið í úrslitaleiknum og bendir máli sínu til stuðnings á hvaða liðum Celtic ruddi úr vegi sínum á leiðinni til Sevilla – Black- burn, Celta Vigo, Stuttgart, Liver- pool og Boavista. „Það yrði stórkostlegt ef við næðum að leggja Celtic að velli í Sevilla. Ég yrði þá mjög hamingju- samur. Skoska liðið er geysilega öflugt og ekki auðsigrað,“ sagði Mourinho í viðtölum í skoskum fjölmiðlum og sagði hann vonast til að leikmenn Porto mæti Celtic sem nýkrýndir meistarar í Portú- gal. Celtic sigurstranglegra KNATTSPYRNUSAMBAND Evrópu, UEFA, hefur ákveðið að hætta við „Gullmarkregluna“ – það er að leikur sé flautaður af í framlengingu, strax þegar annað liðið skorar mark. Nýja reglan er þannig, að ef annað liðið nær að skora mark í fyrri hálfleik fram- lengingar, þá verður fyrri hálf- leikurinn leikinn út, þannig að hitt liðið fær tækifæri til að jafna. Ef það tekst ekki, þá er leikurinn flautaður af og liðið sem er yfir sigurvegari. Ef ekk- ert mark er skorað í fyrri hálf- leik framlengingar, verða allar fimmtán mín. seinni hálfleiks framlengingar leiknar. Ef lið eru þá jöfn, fer fram vítaspyrnukeppni. Þetta nýja fyrirkomulag hefur verið kallað „Silfurmark“ og verður fyrst tekið upp í úrslitaleik UEFA 21. maí, Celtic – Porto í Sevilla. „Silfurmark“ tekið upp MARGRÉT Ólafsdóttir, knatt- spyrnukonan reynda, dregur líklega fram fótboltaskóna á ný og spilar með Breiðabliki í sumar. Margrét hefur ekkert æft knattspyrnu í vetur og gerði alveg eins ráð fyrir því að hvíla sig alveg á henni í sumar. Hún sagði við Morgun- blaðið í gær að það væri orðið freistandi á ný að vera með. „Ég tek endanlega ákvörðun mjög fljótlega,“ sagði Mar- grét. eina tilraun og lét hvergi banginn setja 400 kíló á stöngina en þrátt fyr- ir dyggan stuðning áhorfenda tókst honum ekki að ná því upp. „Ég stefndi að því að ná þessu meti en vildi samt taka meira, ætlaði að taka fjögur hundruð kíló í rétt- stöðu,“ sagði Benedikt eftir mótið en hann ætlar ekki að láta staðar num- ið. „Stefnan er nú sett á meiri þyngd- ir og að bæta sig. Ég er að fara í heimsmeistaramót í haust og það er fyrsta mót mitt erlendis en leggst vel í mig. Ég hef enga reynslu af slíku og spennan því mikil en það er gott að Auðunn er að fara líka. Þar langar mig í heimsmetið í réttstöðu og ég ætla mér að ná því. Svo verð ég með í keppninni um sterkasta mann Ís- lands sautjánda júní og ætla mér líka að vinna.“ Tvær konur tóku þátt í mótinu og bætti María öll metin í sínum flokki, Fyrir mótið hafði Benedikt sýnt aðhann var til alls vís. Hann stóð undir því og margur kunnur kappinn þurfti að sjá á eftir metum sínum, hné- beygja og réttstöðu- lyfta Torfa Ólafsson- ar fauk og Hjalti Árnason sá bekkpressumetið sitt hverfa ásamt unglingameti sínu í samanlögðu þegar Benedikt tók upp 980 kíló, fimmtíu kílóum meira en Hjalti. Auk þess bætti Benedikt Norðurlandamet Jóns Páls Sigmars- sonar í réttstöðulyftu unglinga frá 1982 um 12,5 kíló og einnig Norð- urlandametið í samanlögðu. „Stefndi að því að ná þessu meti“ Þegar Benedikt hóf upp 380,5 kíló í réttstöðulyftu bætti hann Íslands- met fullorðinna. Hann átti enn eftir sem skilaði henni einnig öllum stiga- verðlaununum. „Ég er samt ekki sátt við árangurinn því ég hef tekið meira á æfingum en það er þó við- unandi að hafa bætt mig um sjö og hálft kíló milli móta,“ sagði María en hún hefur æft kraftlyftingar í eitt og hálft ár. „Ég hef bætt mig að und- anförnu en ekki eins mikið og fyrst þegar ég byrjaði, nú er það erfiðara en það hefst með þolinmæði. Áhug- inn er mikill og ég bjóst ekki við að hann yrði svona mikill og svona skemmtilegt að lyfta en ég hef aldrei prófað aðrar íþróttagreinar. Næst er bikarmót í nóvember og ég keppi jafnvel á einu móti í sumar en eftir tvö ár tel ég tíma til að prófa mig á móti erlendis. Ég vil ekki fara til að lenda í neðsta sæti, það væri í lagi að vera í kringum miðjuna en ég á mikið eftir í að ná þyngdum, sem eru í gangi erlendis.“ Auðunn ákvað að vera með á síðustu stundu Auðunn er að jafna sig eftir upp- skurð á öxl í desember og hugðist ekki taka þátt í mótinu en sló til á síðustu stundu. Það var ekki annað að sjá en hann hafi engu gleymt og náð sér að fullu því hann bætti eigið Íslandsmet í bekkpressu og fékk einnig stigaverðlaun fyrir hné- beygju, bekkpressu og úr saman- lögðu. „Ég ætlaði ekki að keppa á þessu móti vegna persónulegra að- stæðna en ákvað að vera með til að dreifa huganum,“ sagði Auðunn eftir mótið og hyggst fara að takast á við lóðin enda sýnir árangurinn að hann getur það. „Ég gaf mér góðan tíma til að jafna mig og því frábært að ná meti á bekknum vegna þess að um tíma vissi ég ekki hvort ferillinn væri búinn. Það væri því frekja að heimta meiri árangur í dag og ég því ánægð- ur með útkomuna. Ætlunin var að taka níu gildar lyftar og eiga aðeins inni en tók átta gildar, sem er í lagi því ég er ekki kominn í mína bestu æfingu.“ Bætti öldungamet Halldór Eyjólfsson bætti eigið öldungamet í 40 ára og eldri þegar hann tók 277,5 kíló í hnébeygju og Ingvar Jóel Ingvarsson tók í sama flokki bekkpressumet af Jóni Gunn- arssyni. Morgunblaðið/Stefán Auðunn Jónsson og Benedikt Magnússon létu til sín taka á Íslandsmeistaramótinu. Benedikt sló hvert metið á fætur öðru BENEDIKT Magnússon fór á kostum á Íslandsmeistaramótinu í kraftlyftingum á laugardaginn þegar hann sló hvert metið á fætur öðru en kappinn er aðeins 19 ára og bætti meðal annars öll ung- lingametin í sínum flokki og setti Norðurlandamet. María Guð- steinsdóttir lét einnig til sín taka með þrjú met og Auðunn Jónsson, sem ákvað rétt fyrir mótið að slá til, fékk flest stigaverðlaunin. Stefán Stefánsson skrifar KA-menn bjartsýnir á að halda Stelmokas Margrét með á ný?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.