Morgunblaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 46
ÍÞRÓTTIR 46 ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT KNATTSPYRNA Deildabikar karla Neðri deild, A-riðill: Árborg – Breiðablik ............................... 0:13 Lokastaðan: Breiðablik 5 3 1 1 28:6 10 Fjölnir 5 3 1 1 20:6 10 ÍR 5 2 2 1 14:11 8 Víðir 5 1 4 0 7:5 7 Reynir S. 5 1 2 2 8:16 5 Árborg 5 0 0 5 5:38 0  Í undanúrslit leika Breiðablik, HK, Njarðvík og Völsungur. Þýskaland Köln tryggði sér sæti í 1. deild, þegar liðið lagði St Pauli í gærkvöldi, 2:1. KÖRFUKNATTLEIKUR NBA-deildin Úrslitakeppnin, 16 liða úrslit: Austurdeild: Orlando – Detroit ...............................100:92  Orlando er yfir 3:1. Vesturdeild: Phoenix – San Antonio ........................86:84  Staðan er jöfn 2:2. Portland – Dallas..................................98:79  Dallas er yfir 3:1. LYFTINGAR Íslandsmeistaramótið í kraftlyftingum, haldið í Garðaskóla. Innan sviga er árangur í hnébeygju, bekkpressu og réttstöðulyftu. Kvennaflokkar: 60 kg flokkur: María Guðsteinsdóttir .............................375 (135 – 72,5 – 167,5). +90 kg flokkur: Freyja Kjartansdóttir..............................335 (110 – 75 – 150). Karlaflokkar: 82,5 kg flokkur: Halldór Eyþórsson................................682,5 (277.5 – 135 – 270). Sævar Ingi Borgarsson ...........................610 (225 – 150 – 235). Ólafur Sveinsson ......................................610 (235 – 150 – 225). 90 kg flokkur: Hermann Hermannsson..........................730 (240 – 200 – 290). 100 kg flokkur: Ragnar Ingi Axelsson ..............................580 (215 – 125 – 240). 110 kg flokkur: Ingvar Ingvarsson.................................817,5 (300 – 227,5 – 290). Bjarki Þór Sigurðsson .............................780 (285 – 185 – 310). Svavar Smárason .....................................690 (250 – 190 – 250). Gunnar F. Rúnarsson ..............................670 (215 – 175 – 280). 125 kg flokkur: Auðunn Jónsson ....................................982,5 (370 – 252,5 – 360). Ægir Jónsson............................................550 (100 – 185 – 275). +125 kg flokkur: Benedikt Magnússon ...............................980 (360 – 240 – 380). Sigfús Fossdal ..........................................710 (270 – 180 – 260). SKOTFIMI Íslandsmótið með sportskammbyssum 25 metrar: Guðjón Freyr Eiðsson .............................547 Carl J. Eiríksson ......................................538 Eiríkur Jónsson........................................533 Anton Konráðsson....................................525 Gunnar Sigurðsson ..................................524 Steindór Grímarsson................................507  Í liðakeppni urðu Guðjón Freyr, Gunnar og Steindór Íslandsmeistarar. KONUR: Kristina Sigurðardóttir ...........................529 Ingibjörg Ásgeirsdóttir ...........................495 RÓÐUR Flúðafimi á kajak í Elliðaánum: Sigurður Ólason........................................350 Anup Nepal ...............................................115 Björn Traustason .......................................96 Reynir Óli Þorsteinsson ............................67 Guðmundur Jón Björgvinsson..................51 Gunnlaugur Magnússon ............................46 Aðalsteinn Möller.......................................26 BORÐTENNIS Reykjavíkurmótið í borðtennis fór fram í TBR-húsinu á síðasta laugardag. Keppt var í fjórtán flokkum og voru keppendur borðtennisdeildar Víkings mjög sigursælir þar sem þeir unnu til gullverðlauna í ellefu flokkum. Reykjavíkurmeistari í meistara- flokki karla varð Guðmundur E. Stephen- senúr Víkingi. Reykjavíkurmeistari í meistaraflokki kvenna varð Aldís Rún Lár- usdóttir, úr KR. Reykjavíkurmeistarar í tvíliðaleik karla voru Guðmundur E. Steph- ensen og Markús Árnason úr Víkingi. Reykjavíkurmeistrarar í tvíliðaleik kvenna voru Halldóra Ólafs og Kristin Hjálmars- dóttir úr Víkingi og KR. HANDKNATTLEIKUR Úrslit kvenna, Essodeildin, annar leikur: Ásvellir: Haukar – ÍBV.........................19.15  ÍBV er yfir 1:0. Næsti leikur verður 1. maí í Eyjum. Í KVÖLD ÍSLENSKU landsliðsmennirnir kannast við marga mót- herja sína í finnska landsliðinu sem mætir þeim á morg- un. Í markinu verður væntanlega Peter Enckelman, samherji Jóhannesar Karls Guðjónssonar hjá Aston Villa. Varnarmaðurinn Janne Saarinen leikur með Árna Gauti Arasyni hjá Rosenborg, Jonathan Johansson er einn af hinum nýju félögum Hermanns Hreiðarssonar hjá Charlton, og Mikael Forssell hefur barist við Eið Smára Guðjohnsen um stöðu í framlínu Chelsea en er nú reyndar í láni hjá Mönchengladbach í Þýskalandi. Þá leika nokkrir til viðbótar með „Íslendingafélögum“ – Toni Kuivasto og Peter Kopteff eru samherjar Hann- esar Þ. Sigurðssonar hjá Viking Stavanger og þá eru þrír leikmenn í finnska liðinu frá Utrecht og Heeren- veen í Hollandi en hjá þeim félögum eru ungir íslenskir leikmenn. Samherjar í liðum Ís- lands og Finnlands ÓLAFUR Stígsson, leikmaður Molde í Noregi, var kallaður inn í íslenska landsliðshópinn í knatt- spyrnu í gærmorgun, í stað Guðna Bergssonar sem á sunnudag hætti við þátttöku í landsleiknum í Finnlandi. Ólafur brást snöggt við, ráðgaðist við þjálfara sinn, Gunnar Bengtsson, og náði síðan að komast strax um morguninn frá Molde til Osló og þaðan til Helsinki um leið og hinir „Norðmennirnir“ í landsliðshópnum, Árni Gautur Arason, Gylfi Ein- arsson og Indriði Sigurðsson. Ólafur var ekki í hópnum í Skotlandi í síðasta mánuði en hann var í byrjunarliði Íslands gegn Litháen á Laugardalsvelli í október og spilaði síðan sinn 8. landsleik í Eistlandi í nóvember. Áður hafði Atli óskað eftir kröftum Bjarna Þor- steinssonar í stað Guðna en Bjarni gat ekki orðið við beiðninni vegna meiðsla. Ólafur til Helsinki í stað Guðna „LYN er án vafa slakasta liðið í úr- valsdeildinni eins og staðan er í dag og Rosenborg er „okkar útgáfa“ af Real Madrid,“ segir íþróttafrétta- maðurinn Truls Dælhi í grein sinni í norska dagblaðinu Verdens Gang í gær. Teitur Þórðarson stýrir sem kunnugt er liði Lyn sem er með eitt stig að loknum þremur umferðum. Lyn og Rosenborg áttust við sl. sunnudag þar sem Rosenborg vann örugglega, 3:0, en Dælhi telur að Lyn hefði með réttu átt að tapa 8:0 á heimavelli sínum í Ósló. „Það er enn ekki alvarlegt ástand í herbúðum Lyn þessa stundina en það lítur út fyrir að svo verði áður en langt um líður. Rosenborg mis- notaði rúmlega helming af bestu færum sínum í leiknum. Hvers vegna eru svo margir leik- menn Lyn illa á sig komnir líkam- lega? Leikmenn Rosenborg keyrðu yfir Jonny Hansen leikstjórnanda Lyn-liðsins hvað eftir annað og hann vissi varla hvaðan á hann stóð veðrið,“ segir Dæhli og bætir því við að lið undir stjórn Teits hafi aldrei verið vel skipulögð í aðgerð- um sínum. „Ég hef aldrei skilið hvernig leik- stíll Teits Þórðarsonar er. Ekkert lið sem hann hefur stjórnað hefur náð að skapa sér heilsteypta mynd í leikskipulagi sínu. Lyn leikur í dag eins og Brann lék sína verstu leiki undir hans stjórn. Leikmenn liðsins hafa ekkert hugmyndaflug og af svipbrigðum leikmanna er ekki langt þangað til vandamálin hrann- ast upp hjá Lyn,“ segir Dæhli og bendir á að áhugi stuðningsmanna liðsins sé minni en áður þar sem 20.574 mættu á viðureign liðanna fyrir ári í Ósló en að þessu sinni greiddu aðeins 3.367 áhorfendur aðgangseyri á Ullevål-völlinn sem rúmar um 30 þúsund áhorfendur. Lyn er slakasta liðið í Noregi Ég er enn ekki farin að æfa meðliðinu þar sem meiðslin hafa dregist á langinn Ég hef að mestu æft einn undanfarnar vikur og mun jafnvel halda því áfram næstu tvo mánuði. Uppistaðan í þeim æfingum er skokk og lyftingar og ég sparka lítið í bolta,“ segir Ríkharður og bæt- ir því við að verði hann ekki klár í slaginn í sumar sé allt eins líklegt að ferli hans sé þar með lokið. Ríkharður, sem er 31 árs, hóf knattspyrnuferil sinn hjá Fram 1989, en þaðan fór hann til KR og síðan Noregs 1998, þar sem hann gekk í raðir Viking í Stafangri. Rík- harður náði sér vel á strik með Vik- ing og skoraði mikið af mörkum. Ríkharður hefur leikið 42 landsleiki og skorað fjórtán mörk í þeim en hann gekk til liðs við Lilleström frá Stoke í júlí í fyrra. Hann lék sjö leiki með liðinu en varð þá að draga sig í hlé vegna hnémeiðslanna. Meiðsli angrað Ríkharð lengi Meiðsli í hné hafa verið að angra Ríkharð í langan tíma, sem varð meðal annars til þess að ekkert varð úr kaupum þýska liðsins Hamburger á honum fyrir þremur árum. Við skoðun hjá læknum þýska liðs- ins kom í ljós að ekki var allt með felldu í hnénu og hættu forráðamenn Hamburger við að kaupa Ríkharð frá Viking. Ríkharður æfir lítið með Lilleström RÍKHARÐUR Daðason, leikmaður norska úrvalsdeildarliðsins Lille- ström, hefur ekkert leikið með liðinu í vorleikjum liðsins í deildar- keppninni vegna meiðsla í hné og í samtali við Morgunblaðið sagði Ríkharður að hann geri sér grein fyrir því að ferill hans sem knatt- spyrnumaður sé í hættu nái hann sér ekki á strik í sumar. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ríkharður Daðason (t.h.) fagnar marki í landsleik ásamt Rrúnari Kristinssyni og Eiði Smára Guðjohnsen.  KRISTINN Björnsson, fyrrver- andi skíðakappi frá Ólafsfirði, var á dögunum ráðinn aðstoðarþjálfari A- landsliðs Svía í karlaflokki alpa- greina, en liðið er skipað fjórum skíðamönnum sem allir taka þátt í heimsbikarkeppninni.  JÓNAS Hallgrímsson, frjáls- íþróttamaður úr FH, stökk, 15,27 m í þrístökki á háskólamóti í frjáls- íþróttum í Bandaríkjunum um helgina. Þetta er besti árangur Ís- lendings í greininni í háa herrans tíð og tryggir Jónasi keppnisrétt á Smá- þjóðaleikunum á Möltu í vor.  ARSENAL ætlar að senda mann til Tbilisi í Georgíu á morgun, til að fylgjast með Giorgi Lomaia, 22 ára, landsliðsmarkverði Georgíu í leik gegn Rússlandi í undankeppni Evr- ópukeppni landsliða. Lomaia leikur með Lokomotivi frá Tbilisi.  FORRÁÐAMENN enska úrvals- deildarliðsins Fulham sögðu í gær að félagið hefði tapað um 4 milljörðum ísl. kr. frá því að liðið vann sér rétt til þess að leika í úrvalsdeildinni vorið 2001.  MOHAMED Al Fayed eigandi liðs- ins hefur á þessum tíma eytt miklum fjármunum í kaup á leikmönnum en hann segir við BBC að félagið verði rekið með hagnaði eftir tvö til þrjú ár. Fulham hefur keypt leikmenn fyrir rúma fjóra milljarða ísl. kr. á undanförnum misserum.  ÓVÍST er um framtíð Craven Cottage sem er heimavöllur liðsins, en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort endurbyggja eigi völlinn en Mohamed Al Fayed hefur reynt að koma á samstarfi við Chelsea í þessu sambandi og vill að liðin eigi sameig- inlegan heimavöll í London. Bygg- ingaverktakar vilja nú þegar kaupa landsvæðið sem Craven Cottage stendur á og eru reiðubúnir að greiða háar fjárhæðir fyrir landið.  FREDERIK Ljungberg og Laur- en meiddust báðir á ökkla í leik Ars- enal á móti Bolton á laugardag og er fyrirséð að þeir verða ekki með í næstu tveimur deildarleikjum sem eru á móti Leeds og Southampton. FÓLK BIRKIR Kristinsson, mark- vörður Eyjamanna og vara- markvörður landsliðsins í knattspyrnu, fer langa leið til að taka þátt í leik ÍBV gegn ÍA í deildabikarnum á fimmtu- dagskvöldið, sem fram fer á Akranesi. Birkir er með lands- liðinu í Finnlandi og yfirgefur hótelið í Helsinki kl. 2.45 að- faranótt fimmtudags til að ná flugi til Kaupmannahafnar. Þaðan flýgur hann heim síðar um daginn, áætluð lending á Keflavíkurflugvelli er kl. 15.10 en leikurinn á Akranesi hefst síðan kl. 19.00. Veigar Páll Gunnarsson og Arnar Gunnlaugsson munu hins vegar sleppa leik Þróttar og KR. Þeir koma samferða Birki frá Finnlandi en leikur KR hefst kl. 14 og óskuðu KR- ingar ekki eftir seinkun. Þrír af fjórum leikjum í átta liða úrslitum deildabikar- keppninnar 1. maí verða leikn- ir á grasi. Grindavík tekur á móti Fram á eldri keppnisvell- inum í Grindavík, Keflavík mætir Fylki á æfingasvæði sínu og sömuleiðis nota Skaga- menn sitt æfingasvæði þegar þeir fá ÍBV í heimsókn. Aðeins viðureign Þróttar og KR verð- ur á gervigrasi – í Egilshöll- inni. Birkir beint í leik á Akranesi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.