Morgunblaðið - 29.04.2003, Síða 24

Morgunblaðið - 29.04.2003, Síða 24
LISTIR 24 ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÓLÖF Pétursdóttir heldur 11. myndlistarsýningu sína í Eden í Hveragerði þessa dagana. Öll verk Ólafar á sýningunni eru unnin í vatnslitum og eru við- fangsefni hennar ýmisleg. Sýn- ingunni lýkur 4. maí. Vatnslitir í Eden KIRKE Sonnerup galleríið í Kirke Såby í Sjálandi í Danmörku hýsir þessa dagana sýningu á verkum átta íslenskra listamanna. Sýningin nefn- ist Ísland í Danmörku og er sett upp af Gunnari Erni, en listamennirnir sem þar eiga verk eru þau Anna Lín- dal, Elías Hjörleifsson, Ólafur Elías- son, Ívar Valgarðsson, Hallgrímur Helgason, Guðmundur Ingólfsson, Ragnar Kjartansson og Gunnar Örn. Hugmyndin að sýningunni er tveggja ára gömul, en þá bað Sam Jedig, eigandi Kirke Sonnerup gall- erísins, Gunnar Örn að setja saman sýningu á verkum þeirra íslensku samtímalistamanna sem honum þættu áhugaverðastir. Í fréttatilkynningu frá galleríinu segir að það sé líklega fjölbreytni sem einkenni sýninguna öðru frem- ur, þótt hún dragi einnig upp mynd af íslenskri myndlist í dag, en sýn- ingin stendur til 6. júní. Ísland í Danmörku Þriðjudagur Kringlusafn í Borgarleikhúsi kl. 11 Í lok bóka- vikunnar er boð- ið upp á bók- menntadagskrá í samvinnu við Borgarleikhúsið. Rithöfundar lesa kafla úr uppá- haldsbókum bernskunnar, krakkar úr lestr- arkeppninni lesa uppáhaldskafla úr barnabókum, ungur þýðandi les úr nýútkom- inni bók og svo verður spilað og sungið. Súfistinn kl. 20:30. Skáldin Bragi Ólafsson, Gyrðir Elíasson og Sig- urbjörg Þrast- ardóttir lesa úr nýútkomnum verkum sínum. Ljóðrænan ligg- ur í loftinu á þessu vori, eins og þrjár af nýj- ustu bókum ver- tíðarinnar vitna um. Bragi les úr verki sínu Við hinir einkennisklæddu, Gyrðir les úr ljóðabók sinni Tvífundnaland og Sigurbjörg les úr ljóðabók sinni Túlípanafallhlífar. Aðgangur er ókeypis. Sigurbjörg Þrastardóttir Vika bókarinnar Bragi Ólafsson Gyrðir Elíasson Tvífundnaland er ný ljóðabók eftir Gyrði Elíasson sem Mál og menning hefur gefið út. Þetta er tólfta ljóðabók Gyrð- is og hefur að geyma 51 ljóð. Gyrðir Elíasson er í hópi fremstu ljóð- skálda þjóðarinnar og hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir ritstörf sín, m.a. Stílverðlaun Þórbergs Þórð- arsonar, Menningarverðlaun DV fyrir bókmenntir, Íslensku bókmenntaverð- launin árið 2000 fyrir smásagnasafnið Gula húsið og í tvígang hafa bækur eft- ir hann verið tilnefndar til Bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs. Tvífundnaland er 68 bls. og prentuð í Prentsmiðjunni Odda. Útgefandi er Mál og menning. Leiðb. útsöluverð kr. 3.490. Ljóð MÖGULEIKHÚSIÐ er að leggja upp í leikferð til Bandaríkjanna og Kanada þar sem sýnt verður á þremur leiklistarhátíðum. Í öllum tilfellum er um að ræða hátíðir þar sem saman eru komnar sýningar frá Norðurlöndunum og völdu hátíð- arhaldarar sýningu Möguleikhúss- ins á Völuspá sem fulltrúa Íslands. Fyrst verður sýnt í Fíladelfíu á Philadelphia International Childr- ens’ Theatre Festival, en þar verða alls sýndar sjö sýningar dagana 30. apríl til 4. maí. Frá Fíladelfíu liggur leiðin til Toronto í Kanada á hátíð sem nefnist Musicools festival. Þar verða fimm sýningar á Völuspá dag- ana 5.–11. maí. Frá Toronto er ferð- inni síðan haldið áfram til Pittsburg þar sem sýndar verða níu sýningar á Pittsburgh International Childr- en’s Theatre Festival dagana 13.– 18. maí. Þá hefur einni aukasýningu verið bætt inn í Lancaster í Pensylv- aníu 16. maí. Alls verða því sýndar 22 sýningar á Völuspá í leikferðinni. Völuspá var frumsýnd á Listahá- tíð í Reykjavík 2000 og hefur síðan verið sýnd víða um land auk þess að hafa farið til Rússlands, Svíþjóðar, Kanada, Finnlands og Færeyja. Sýningin var tilnefnd til menning- arverðlauna DV fyrir árið 2000 og Þórarinn Eldjárn hlaut Vor- vindaviðurkenningu Barna og bóka – Íslandsdeildar IBBY árið 2001 fyr- ir handritið. Sýningar á Völuspá eru nú orðn- ar 130 talsins. Verkið byggist á hinni fornu Völuspá og veitir áhorfendum sýn inn í hugmyndaheim heiðinnar goðafræði. Þar segir m.a. frá fróð- leiksfýsn Óðins, græðgi í skálda- mjöðinn, forvitni hans um nútíð og framtíð, Fenrisúlfi, Baldri, Loka, Hugin og Munin og ótal fleiri per- sónum. Leikstjóri sýningarinnar er Dan- inn Peter Holst, sem rekur sitt eigið leikhús í Danmörku, Det lille Turné- teater. Guðni Franzson stýrði tón- listinni í verkinu og leikmynd og búninga hannaði Anette Werenski- old frá Noregi. Á sviðinu eru Pétur Eggerz sem leikur öll hlutverkin í Völuspá og Stefán Örn Arnarson sellóleikari. Völuspá verður leikin á ensku í Bandaríkjunum og Kanada, en þýð- andi ensku útgáfunnar er Sarah E. O’Neill. Morgunblaðið/Ásdís Stefán Örn Arnarson og Pétur Eggerz í Völuspá. Völuspá í Bandaríkj- unum og Kanada SÍÐAST söng Selfossdívan Krist- jana Stefánsdóttir í Norræna húsinu með Agnar Má einan með sér. Þá var mikilvægur leikur í handbolta milli Dana og Íslend- inga en samt vel mætt og kynnti dívan stöð- una í hálfleik sem var all dapurleg fyrir Ís- lendinga, en tónleik- arnir því gleðilegri. Á efnisskránni þá voru klassískir söngdansar af efnisskrám djass- manna auk einstaka djassverks. Það sama var uppá teningnum nú utan lögunum var skipt milli þriggja söngkvenna sem höfðu sungið þau, þótt mörg þeirra hafi orðið frægust í flutningi annarra s.s. Ím Gonna Sit Down And Write Myself A Letter, sem er svo samofið Fats Waller að flestir halda að hann hafi samið það, það á einnig við um For Once In My Life sem er tengt Stevie Wonder ódauð- legum böndum og meistaraverk Col- es Porters, All Of You, blés Miles Davis í eitt skipti fyrir öll – sé slíkt hægt. Tónleikarnir hófust á tveimur lög- um sem tengjast Ellu Fitzgerald sterkum böndum, You Hit The Spot, sem lagði sveiflulínu tónleikanna, og Robins Nest sem sir Charlie Thomp- son samdi og Ella söng hvað glæsi- legast á JATP tónleikum. Þar var skemmtilegur kafli þarsem söng- konan söng án orða og Agnar Már elti hana uppi. Bréfaskriftir Wallers heyrðu undir Söru einsog Septem- ber In The Rain, þar sem Kristjana spann skemmtilega og Agnar magn- aði sveifluna. Í næsta Elluþætti fór hún fallega með All Of You með dyggum stuðningi Gunnar Hrafns- sonar og Agnar átti fínan hljómarík- an sóló í upphafi en síðan var keyrt á sveiflulendurnar. For Once In My Life söng Kristjana undurfallega sem ballöðu – og breytti Wonder- túlkuninni fullkomlega. Þá var Nancy Wilson á dagskrá, en hún hef- ur ekki verið fyrirferðarmikil í djassheiminum síðan hún hljóðritaði fræga plötu með Cannonball Adder- ley kvintettinum fyrir aldarfjórð- ungi. Íslenskir djassleikarar gripu mörg lög af þeirri plötu á lofti og Teaneck varð í hópi vinsælustu djassópusa hérlendis. Þau höfðu stuðst við plötuna í útsetningum sín- um og tókst það vel þótt Kristjana verði seint svört í röddinni einsog Nancy Wilson – síst í sálarsöng eins- og Save Your Love For Me eftir Bud Johnson. Never Will I Marry eftir Frank Loesser var mikil skemmtun þarsem Kristjana og Agnar voru um tíma samstíga uns söngkonan hóf spunann með sveiflu og Agnar kveikti enn sterkara sveiflubál í sólói sínum. Söngdansar úr frægum söngbókum Ellu voru síðastir á efn- isskránni: Just One Of Those Things eftir Cole Porter var eitt þessara laga sem Ella hafði full- komlega á valdi sínu. Kristjana gerði því góð skil og eftir píanóbreikið lék Agnar óvenju harð- hittinn sóló. Í ŚWonder- ful Gershwins-bræðra söng Kristjana versið áðuren hún henti sér í lag og skattaði meirað segja fjóra fjóra á móti Erik. Fínir tónleikar og aukalag til minningar um Ninu Simone: My Baby Just Cares For Me og svo klassíkin hans Dons Redmans: Gee, Aińt I Good To You. frábærlega flutt af fimmmenn- ingunum. Léttir og leikandi tón- leikar, Kristjana einsog engill og Agnar úthverfari en oftast áður. Samt held ég að Kristjana komist ekki lengra í hefðbundnum sving- söng og tími til að hún leiti á vit nýrra ævintýra og með mann einsog Agnar Má sér við hlið væri gaman að heyra hana flytja endurhljómsetn- ingar á þekktum söngdönsum. Af efnisskrá Ellu, Söru og Nancy DJASS Norræna húsið Kristjana Stefánsdóttir söngur, Agnar Már Magnússon píanó, Gunnar Hrafns- son bassa og Eric Qvick trommur. Laugardaginn 26.4. 2003. KRISTJANA STEFÁNSDÓTTIR OG FÉLAGAR Vernharður Linnet Kristjana Stefánsdóttir Að lokum tók til máls Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður, sem ræddi um eldhugann Sigurð Guðmundsson og öll þau merku mál sem hann kom að, en opnaði síðan sýninguna formlega. Að venju var mikill fjöldi fólks viðstaddur upphaf Sæluvikunnar og naut þess að hlusta á vísur, söng og skoða sýn- ingu. landsins frá fyrri tíð en það er gamla Gúttó, þar sem fátt væri nú sem minnti á forna frægð, og bauð samvinnu um að koma þessu húsi í það horf sem sæmandi væri. AÐ VENJU var Sæluvika Skagfirð- inga sett með viðhöfn í Safnahúsi á Sauðárkróki á sunnudag af Ársæli Guðmundssyni sveitarstjóra. Drap Ársæll á sögu þessarar margfrægu gleðiviku Skagfirðinga og einnig benti hann á það gildi sem Sæluvik- an hefur enn í dag í menningarlífi héraðsins. Að venju voru síðan afhentar við- urkenningar í Vísnakeppni Safna- hússins, sem er einnig orðin fastur liður við upphaf vikunnar. Að þessu sinni urðu hlutskarpastir þeir Reyn- ir Hjörleifsson frá Hafnarfirði og Marteinn Steinsson á Sauðárkróki. Þessu næst komu félagar frá Ís- lensku óperunni og fluttu nokkur lög en síðan tók til máls Jón Viðar Jónsson, forstöðumaður nýstofnaðs Leikminjasafns, en einmitt á vegum þess og heimaaðila er nú opnuð veg- leg yfirlitssýning á verkum fjöl- listamannsins Sigurðar Guðmunds- sonar málara. Benti Jón á hlut Skagfirðinga í leiklistarsögu lands- ins og því vel við hæfi að opna fyrstu sýningu safnsins í Skagafirði. Einn- ig minnti hann heimamenn á óunnin verk þessu tengd svo sem að hér væri eitt af merkilegustu leikhúsum Morgunblaðið/Björn Björnsson Björn G. Björnsson, Jón Viðar Jónsson, Jón Þórisson og Ólafur Engilbertsson við brjóstmynd af Sigurði málara. Sæluvika Skagfirðinga sett í Safnahúsinu Sauðárkróki. Morgunblaðið. BANDARÍSKI barnabókahöfund- urinn Sharon Dennis Wyeth heldur opinn fyrirlestur um starf sitt sem höfundur barnabóka í Bandaríkjun- um í dag kl. 17:15 í fyrirlestrarsal Landsbókasafns Íslands – Háskóla- bókasafns. Sharon Dennis Wyeth hefur skrif- að yfir fimmtíu barnabækur og hlot- ið margvíslegar viðurkenningar fyrir ritstörf sín. Bækur hennar fjalla um umburðarleysi í þjóðfélaginu gagn- vart minnihlutahópum. Titillinn á fyrirlestrinum, „Eitt- hvað fallegt“ eða „Something Beautiful“, vísar til bókar hennar með sama nafni sem kom út árið 1998. Bókin hlaut margar viðurkenn- ingar og var meðal annars útnefnd sem besta barnabók ársins af tíma- ritinu Parents Magazine í Banda- ríkjunum. Landsbókasafn Íslands – Há- skólabókasafn stendur að fyrirlestr- inum ásamt sendiráði Bandaríkj- anna. Fyrirlestur um barna- bækur ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.