Morgunblaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Samtaka atvinnulífsins 29. apríl 2003 á Hótel Nordica Su›urlandsbraut 2, Reykjavík A‹ALFUNDUR Kl. 11:30 Venjuleg a›alfundarstörf Kl. 12:00 Hádegisver›ur Kl. 13:00 OPIN DAGSKRÁ Ræ›a formanns Samtaka atvinnulífsins Ræ›a Daví›s Oddssonar, forsætisrá›herra Bætum lífskjörin! Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, kynnir sk‡rslu samtakanna um lei›ir til a› bæta lífskjörin í landinu me› kerfisumbótum. Í sk‡rslunni er fjalla› um reglubyr›i, einsleitari vinnumarka›, einkavæ›ingu, matvælaver› o.fl. Orsakir fl‡ska efnahagsvandans Ottheinrich von Weitershausen, yfirhagfræ›ingur BDA - fl‡sku samtaka atvinnulífsins Kl. 14:45 Kaffi og me›læti í fundarlok D A G S K R Á um síðustu áramót, eða sem nemur tæpum milljarði íslenskra króna. Söluhagnaður er því um 5,5 millj- ónir evra, eða um 450 milljónir króna, að því er fram kemur í til- kynningu frá BÍ. Einnig segir í tilkynningu BÍ: „Meginástæða þeirrar ákvörðunar að selja starfsemi Búnaðarbanka International SA er sú að starfsemi Búnaðarbankans og Kaupþings í Lúxemborg er algjörlega hliðstæð. Tækifæri til hagræðingar voru því fyrst og fremst fólgin í lækkun til- kostnaðar með fækkun starfsfólks. Með hliðsjón af því mikla uppbygg- ingarstarfi sem að baki er og upp- safnaðri sérþekkingu hæfra starfs- manna og ásættanlegu söluverði var talið heppilegra að selja starfsemina fremur en sameina félögin.“ Í samræmi við breyttar áherslur Landsbankans Í fréttatilkynningu LÍ af þessu tilefni segir meðal annars: „Í sam- ræmi við breyttar áherslur Lands- bankans varðandi sérbankaþjónustu og eignastýringu sem kynntar hafa verið er starfsemi bankans á sviði sérbankaþjónustu og eignastýringu dregin verulega saman í London og Guernsey, en á sama tíma hefur Landsbankinn verið að horfa til fleiri staða varðandi slíkan rekstur. Landsbankinn hefur m.a. verið að skoða möguleika varðandi þessa þjónustuþætti í Lúxemborg. Í tengslum við umbreytingar á mark- aði á Íslandi hefur skapast tækifæri fyrir Landsbanka til að kaupa allt hlutafé í Búnaðarbanka Internatio- nal SA í Lúxemborg. Þessi viðskipti ættu að tryggja hagsmuni starfs- BÚNAÐARBANKI Íslands og Landsbanki Íslands hafa samið um að LÍ kaupi allt hlutafé BÍ í Bún- aðarbanka International SA í Lúx- emborg. Kaupverð er 1.370 milljónir króna. Samkomulagið er háð fyrirvara um að fyrirhugaður samruni BÍ og Kaupþings verði að veruleika eigi síðar en 1. júní næstkomandi og miðast jafnframt við að Landsbank- inn taki þann dag við starfseminni í Lúxemborg. Fyrirvari um könnun Einnig er gerður fyrirvari um að sameiginleg könnun sérfræðinga LÍ og BÍ á rekstri, efnahag og eignum í vörslu og umsýslu bankans sýni ekki lakari stöðu en fram kemur í endurskoðuðu ársuppgjöri í lok árs 2002. Eigið fé Búnaðarbanka Int- ernational nam 11 milljónum evra manna og viðskiptamanna Búnaðar- banka International SA, auk þess sem Landsbankinn eykur nú þjón- ustu sína á þessu sviði verulega. Þessi kaup eru þáttur í efldri sókn bankans á erlendum mörkuðum.“ Þá segir að samningurinn sé gerður með fyrirvara um samþykki bankaráðs LÍ. Starfsemi Búnaðarbankans í Lúx- emborg hófst árið 2001 og því var síðasta ár fyrsta heila starfsár Bún- aðarbanka International SA. Starfs- menn félagsins eru 23 talsins, þar af sjö Íslendingar. Búnaðarbankinn í Lúxemborg keypti í gær hlutabréf í Fjárfesting- arfélaginu Atorku hf. að nafnverði kr. 229.282.680. Eignarhluti Búnað- arbankans í Lúxemborg verður eftir viðskiptin 16,05% en var fyrir 2,59%. Kaupin miðast við að tillaga um hlutafjárhækkun sem fyrirhug- uð er á aðalfundi Atorku í dag nái fram að ganga. Landsbanki kaupir Búnaðarbanka International S.A. í Lúxemborg Söluhagnaður Búnaðar- bankans 450 milljónir Morgunblaðið/Ómar AÐSPURÐUR hvort með þess- um samningi séu bankarnir á ein- hvern hátt að „grafa stríðs- öxina“ segir Hall- dór J. Krist- jánsson, bankastjóri Landsbankans, að þessi viðskipti séu afmarkað mál. Hann segir að áherslumunur varðandi starfs- mannamálin breyti engu um víð- tækt og traust viðskiptasamband milli þessara tveggja banka. „Við höfðum reyndar verið að kanna möguleika á sérbankaþjón- ustu og eignastýringu í Lúxemborg áður en þetta kom til og höfðum komist að þeirri niðurstöðu að of þungt væri í vöfum að veita slíka þjónustu í London,“ segir hann. „Því höfðum við dregið úr henni í Her- itable bankanum og flutt hluta hennar til Íslands, ásamt því að kanna möguleika í Lúxemborg.“ Sem kunnugt er hafa margir stjórn- endur BÍ sagt upp störfum og geng- ið til liðs við LÍ að undanförnu. Halldór segir að Landsbanka- menn hafi einfaldlega gert sér grein fyrir því að Lúxemborg væri hent- ugri staður fyrir þessa starfsemi. „Þess vegna höfðum við verið að skoða aðra möguleika þar í borg, áður en þessi kostur bauðst. Við ein- beitum okkur nú að uppbyggingu almennrar viðskiptabankaþjónustu í London,“ segir hann. Halldór segir að þessi kostur, að kaupa Búnaðarbankann Int- ernational, hafi því verið rétt tæki- færi á réttum tíma og falli vel að aukinni sókn og alþjóðavæðingu bankans. Aðspurður segir Halldór að allir almennir starfsmenn Bún- aðarbanka International fylgi með fyrirtækinu. „Ég veit til þess að meðal þeirra ríkir almenn ánægja með þessi málalok,“ segir hann, án þess að tjá sig um hvort stjórnendur bankans fylgi með í kaupunum, en segir að ætlunin sé ekki að flytja starfsmenn frá London og Guernsey til Lúxemborgar. Þá segir hann að þessi breyting hafi ekki áhrif á starfsemi Heritable Bank í London, sem sé í örum vexti í almennri fjár- málaþjónustu í Bretlandi. Að sögn Halldórs er gert ráð fyrir 30 – 50% innri vexti heildareigna í Heritable í ár, auk þess sem kaup á nýjum ein- ingum er á áætlun. „Með þessum kaupum verður hlutverk Heritable bankans skýrara innan Lands- bankasamstæðunnar. Verkaskipt- ing milli hans og Landsbankans Int- ernational í Lúxemborg verður skýr,“ segir Halldór. Almennum starfsmönnum ekki sagt upp Halldór J. Kristjánsson ● ANDRI Sveins- son, bankaráðs- maður í Lands- banka Íslands, var í gær kjörinn í stjórn Fjárfest- ingarfélagsins Straums á hlut- hafafundi í félag- inu en á fund- inum var samþykkt að fjölga stjórnarmönnum úr þremur í fjóra. Í stjórn Straums sitja auk Andra: Kristín Guðmundsdóttir, Kristinn Björnsson og Ólafur B. Thors, sem er formaður stjórnar. Tillagan um fjölgun stjórn- armanna kom til í tengslum við inn- komu Landsbanka Íslands í Straum en Landsbankinn keypti 20,3% hlut í félaginu í seinasta mánuði. Jafnframt var samþykkt á fund- inum breyting á samþykktum fé- lagsins um að formaður kveði stjórnina til funda og stýrir þeim. „Fundi skal halda hvenær sem hann telur þess þörf. Formanni er auk þess skylt að boða stjórn- arfund að kröfu eins stjórnarmanna eða framkvæmdastjóra. Stjórn- arfundir eru lögmætir ef meirihluti stjórnar er mættur. Afl atkvæða ræður úrslitum. Falli atkvæði jafnt ræður atkvæði formanns.“ Andri Sveinsson í stjórn Straums FÉLAG um fjárfestatengsl, FFT, var stofnað fyrir tveimur vikum til að skapa grundvöll um upplýsinga- gjöf frá fyrirtækjum til fjárfesta, að sögn Sigurborgar Arnarsdóttur, deildarstjóra fjárreiðu- og kynn- ingadeildar Össurar hf., en hún er formaður stjórnar félagsins. Hún segir að hingað til hafi vantað vettvang fyrir umræðu um þessi mál hér á landi, en það sé einkar mikilvægt að fyrirtæki standi skil á nauðsynlegum upplýsingum með skjótum og skilvirkum hætti og líti á upplýsingagjöfina með jákvæðu hugarfari en ekki sem kvöð. FFT sé ætlað að bæta þar úr. Hvað er vel gert og hvað má bæta Í dag stendur FFT fyrir nám- skeiði sem ber yfirskriftina Árang- ursrík samskipti við markaðsaðila. Á námskeiðinu verður farið yfir hvernig sinna á fjárfestatengslum og hvaða tæki nýtast best til þess. Sjónarhorn félags, fjárfesta og greiningaraðila verða sérstaklega skoðuð á námskeiðinu. Fyrirles- arar verða bæði innlendir og er- lendir. Sigurborg segir að tilgangurinn með námskeiðinu sé að reyna að stuðla að því að fyrirtækin hér á landi verði meðvitaðri um mikil- vægi upplýsingagjafar. „Á nám- skeiðinu verður bæði fjallað um hvað félög gera vel og hvað má bæta,“ segir Sigurborg. „Við telj- um að við séum almennt að bæta okkur í þessum efnum, en vitum kannski ekki alltaf í hvaða þáttum við þurfum helst að taka okkur á. Þetta verður meðal þeirra atriða sem fjallað verður um á námskeið- inu þar sem við fáum sjónarhorn greiningaraðila og fjárfesta.“ Yfir 30 í félaginu Að sögn Sigurborgar er staðan í fjárfestatengslum hér á landi ekki komin eins langt á veg og þar sem best gerist í helstu nágrannalönd- um. Hún segir að markaðurinn sé ungur og því þurfi ekkert að vera athugavert við það að staðan hér sé ekki fullkomin. Það taki tíma að koma þessum hlutum í sem best horf. Meðal þess sem hægt sé að bæta sé að koma upplýsingum frá fyrirtækjum fljótt á framfæri. Það eigi jafnt við um jákvæðar upplýs- ingar sem neikvæðar, en fyrirtæki eigi oft erfiðara með að greina frá slæmum tíðindum. Sigurborg segir að rúmlega 30 hafi nú þegar skráð sig í FFT. Hún segist vilja sjá fulltrúa allra skráðra félaga í Kauphöll Íslands í félaginu svo og fulltrúa fyrirtækja sem hafa hug á skráningu í fram- tíðinni. Námskeið FFT um árangursrík samskipti við markaðsaðila verður á Hótel Nordica í dag. Það hefst kl. 8:30 og stendur til kl. 12:30. Þátttökugjald er 3.000 kr. fyrir fé- laga í FFT og 5.000 kr. fyrir aðra. Upplýsingagjöf er af hinu góða FFT gengst í dag fyrir námskeiði um árangursrík samskipti við markaðsaðila
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.