Morgunblaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. „ÞAÐ er mikill léttir að þessi rang- færsla skyldi hafa fengist leiðrétt og ég mundi ekki vilja upplifa und- anfarna þrjá daga aftur. Sama er að segja um fleiri sjálfstæðismenn sem áttu svefnlausar nætur,“ segir Margeir Pétursson formaður full- trúaráðs Sjálfstæðisflokksins um mistök sem að sögn yfirkjörstjórna Reykjavíkurkjördæmis norður og suður komu í ljós í gær, en þær höfðu ranglega hafnað einstökum meðmælendum með framboðslist- um þriggja flokka. Komust stjórn- irnar að því 13 meðmælendur vant- aði á lista Frjálslynda flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, 12 á lista Sjálfstæðisflokksins í kjör- dæminu og þrjá á lista Nýs afls. Villu í hugbúnaði er kennt um þessar röngu niðurstöður og hefur komið í ljós við nánari skoðun að ekkert var athugavert við fram- boðslistana. „Lærdómurinn sem má draga af þessu er sá, að það er ekki sjálf- gefið að lýðræðislegar leikreglur séu í heiðri hafðar,“ segir Margeir. „Ég held að starfsfólk í Ráðhúsinu sem bar ábyrgð á þessum mistök- um hafi ekki ætlað að brjóta vísvit- andi á okkur. Við héldum fyrst að við sjálfir hefðum gert mistök og vildum ekki trúa því að óreyndu að framkvæmdaraðilar kosninganna hefðu borið ábyrgð á þeim, eins og kom á daginn. Þetta minnir okkur á það að lýðræðið er vandmeðfarið og það er ekki að ástæðulausu sem við höfum verið talsmenn þess að hafa strangt eftirlit með fram- kvæmd kosninga. Rétt meðferð leikreglna er ekki sjálfgefin.“ Gunnar Eydal starfsmaður yf- irkjörstjórnar og skrifstofustjóri borgarstjórnar, segir að mistökin hafi uppgötvast um miðjan dag í gær. Hafa hlutaðeigendur verið beðnir velvirðingar á þeim. „Það er auðvitað afskaplega leiðinlegt að þetta tilvik skyldi hafa komið upp,“ segir hann. Yfirferð á listunum hófst um há- degi á föstudag og lauk klukkan 3.30 aðfaranótt laugardags. Yfir- kjörstjórnum er skylt að boða fundi daginn eftir að listum er skil- að og sökum tímaleysis gafst ekki tími til að fara yfir þá aftur til að staðfesta niðurstöðurnar, að sögn Gunnars. Hins vegar voru tekin úr- tök sem ekki leiddu skekkjuna í ljós. Ekkert reyndist athugavert við meðmælendalista þriggja flokka Villa í hugbúnaði leiddi til mistaka VORIÐ er komið í fuglana á Tjörninni ef marka má lífið sem þar var þegar ljósmyndari Morg- unblaðsins átti leið hjá. Enda er sjálfsagt nóg að gera hjá öndum, svönum, gæsum og öðru fiðurfé við hreiðurgerð þessa dagana og varla að það gefi sér tíma til að athuga hvað borgarbúar kunna að hafa meðferðis í bréfpokum þegar þeir koma í heimsókn til þeirra í góða veðrinu. Þessi grágæs var heldur en ekki tignarleg þar sem hún kom inn til lendingar að því er virtist af engu minni nákvæmni en gljá- andi stálfuglarnir sem daglega hefja sig til flugs og lenda í næsta nágrenni við Tjörnina. Hvort brottfarar- og komu- tímar eru jafn skipulagðir fyr- irfram og hjá þeim vélknúnu í Vatnsmýrinni skal hins vegar al- veg ósagt látið. Komið inn til lendingar Morgunblaðið/Golli UM 7,4% barna í Reykjavík tilheyra fjölskyldum sem fengu fjárhagsað- stoð frá Félagsþjónustunni í fyrra, en þessar fjölskyldur eru með samtals tæplega 2.200 börn á framfæri. Átta- tíu og fimm prósent barnanna bjuggu hjá einstæðu foreldri og 15% ólust upp hjá sambýlisfólki eða hjónum. Þetta kom fram í erindi Sigríðar Jónsdóttur, framkvæmdastjóra þró- unarsviðs Félagsþjónustunnar í Reykjavík, á málþingi um börn og fá- tækt á Íslandi, sem haldið var á Grand hóteli í gær. Í erindi sínu fjallaði Sigríður um þróun fjárhagsaðstoðar hjá Reykja- víkurborg síðustu ár. Útgjöld borg- arinnar vegna fjárhagsaðstoðar voru tæpur milljarður í fyrra en höfðu ver- ið rúmar 800 milljónir árið 1995. Alls fengu 3.565 heimili aðstoð frá Fé- lagsþjónustunni í Reykjavík árið 2002 en þau voru 2.980 árið á undan. Milli 2001 og 2002 jukust útgjöld borgarinnar um 40% vegna fjárhags- aðstoðar. Þar af fengu 14% fleiri barnafjölskyldur fjárhagsaðstoð. „Það er mikið umhugsunarefni hversu hátt hlutfall barnafólks sem er á atvinnumarkaði þarf að leita sér aðstoðar við framfærslu fjölskyldu.“ Sigríður sagði aukna fjárhagsað- stoð borgarinnar skýrast að lang- mestu leyti af svokölluðum heimild- argreiðslum til barnafjölskyldna. Þannig hefðu greiðslur vegna sér- stakra erfiðleika aukist um 75% milli áranna 2001 og 2002. Til greiðslna vegna sérstakra erfiðleika telst að- stoð vegna dvalar í heilsdagsskóla, skólamáltíða, húsaleigu, matarkaupa, læknis- og tannlækniskostnaðar, kostnaðar vegna kaupa á gleraugum og fjármögnunar tómstundaiðju fyrir börn. Aðstoð vegna greiðslu á leik- skólagjöldum jókst um 81%. 7,4% barna til- heyra fjölskyldum sem fengu aðstoð HALLDÓR Ásgrímsson formaður Fram- sóknarflokksins, gagnrýndi skattalækkunar- tillögur sjálfstæðismanna á stjórnmálafundi í Garðabæ í gærkvöldi. Sagðist hann ekki gera sér grein fyrir hvernig þetta dæmi sjálfstæð- ismanna ætti að ganga upp. Sagði hann framsóknarmenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að tillögur þeirra kost- uðu 16 milljarða, „en ég hef beðið Seðlabank- ann að setja okkar tillögur inn í þjóðhagslík- anið. Ég er ekki búinn að fá niðurstöðurnar en vildi fá prófun á því hvernig þær kæmu út í þjóðhagslíkaninu. Mér sýnist sjálfstæðis- menn leggja til að tekjuskattur verði lækk- aður um 17 milljarða, barnabætur verði hækkaðar um 2 milljarða, virðisaukaskattur lækkaður um 6 milljarða, eignarskattar lækkaðir um 3 milljarða og hátekjuskattur og erfðafjárskattur um 2 milljarða. Þetta eru samtals 30 milljarðar. Ég treysti mér ekki til að leggja til skattalækkanir upp á 30 millj- arða og sé ekki hvernig það er hægt án þess að reka ríkissjóð með verulegum halla eða þá að beita niðurskurði í velferðarkerfinu,“ sagði Halldór. Sagði hann að enginn hefði getað sýnt fram á að hægt væri að ganga lengra í skattalækkunum en framsóknar- menn vildu, nema með því að skerða velferð- arþjónustuna eða með miklum hallarekstri ríkissjóðs. Halldór sagði einnig á fundinum að í ljósi reynslunnar væri fullt tilefni til að taka lög- gjöf um lífeyrissjóði til endurskoðunar og herða eftirlitið. Halldór sagðist telja það út í hött að stjórnarmenn í lífeyrissjóðum sætu í stjórnum hinna ýmsu félaga í landinu. „Þeir eiga ekki að koma nálægt því. Það eiga ekki að vera slík hagsmunatengsl. Þeir eiga að vera stjórnarmenn í lífyrissjóðunum og búið. Þeir eiga ekki að sitja í stjórnum hinna ýmsu fyrirtækja,“ sagði hann. Kvaðst Halldór vera þeirrar skoðunar að setja ætti bann við þessu í lög. Þýða niðurskurð í velferð- arkerfi eða hallarekstur Halldór Ásgrímsson gagnrýnir skattatillögur Sjálfstæðisflokks  Sakar/11 SÓLON R. Sigurðsson, bankastjóri Búnað- arbanka Íslands, segir að Þorsteinn Þor- steinsson, bankastjóri Búnaðarbanka Lúx- emborg S.A., muni að öllum líkindum hætta störfum í kjölfar sölu dótturbankans til Landsbanka. Í gær var tilkynnt samkomulag LÍ og BÍ um að fyrrnefndi bankinn yfirtæki allan rekstur Búnaðarbanka International 1. júní næstkomandi. Kaupverð er um 1.370 milljónir króna. Sólon segir að þessi sala hafi, að mati Bún- aðarbankans, verið besti kosturinn í stöð- unni, en sem kunnugt er hefur verið gert samkomulag um sameiningu Kaupþings banka og Búnaðarbanka. Kaupþing rekur Kaupthing Bank í Lúxemborg. „Við töldum að þetta fyrirkomulag kæmi sér tvímæla- laust best fyrir starfsmenn. Ella hefði vænt- anlega komið til uppsagna,“ segir hann. Bankastjóri BÍ Lúxem- borg hættir  Söluhagnaður/12 ÍSLENSK fyrirtæki tengjast útgerð fjöl- margra erlendra skipa sem stunda ólögleg- ar úthafskarfaveiðar á Reykjaneshrygg. Talið er að skip þjóða utan Norðaustur-Atl- antshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC) hafi á síðasta ári veitt um 30 þúsund tonn af úthafskarfa. Nú er á annan tug skipa sem ekki eiga að- ild að NEAFC við veiðar á Reykjanes- hrygg, þar af eitt skip frá Lettlandi og fimm frá Litháen, eitt frá Belize og fimm frá Dóminíska lýðveldinu. Flest skipanna frá Eystrasaltsríkjunum sem stunda úthafs- karfaveiðar á Reykjaneshrygg eru í eigu sænska fyrirtækisins Scandsea sem er í meirihlutaeigu íslenskra aðila, m.a. Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna hf. og Þor- móðs ramma-Sæbergs hf. Þá hefur fyrir- tækið Fiskafurðir Útgerð hf. annast rekstur skipanna. Forsvarsmenn þessara fyrirtækja vildu ekki tjá sig um málið við Morgunblaðið í gær. Íslendingar tengjast ólög- legum veiðum  Íslensk/14 ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.