Morgunblaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 2003 9 Sumarskyrtur Stutterma og langerma Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—16 Þri. 29/4: Cashewkarrý og fleira gott gott gott m. fersku salati, hrísgrjónum og meðlæti. Mið. 30/4: Spánskur pottréttur, 6 teg. bakað grænmeti m. fersku salati, hrísgrjónum og meðlæti. Fim. 1/5: Lasagna að hætti verkamannsins m. fersku salati, hrísgrjónum og meðlæti. Fös. 2/5: Koftas og karrý og koftas og karrý og koftas m. fersku salati, hrísgrjónum og meðlæti. Helgin 3/5 og 4/5: Smalabaka og tómatasal- at o.fl. m. fersku salati, hrísgrjónum og meðlæti. Mán. 5/5: Ítalskur sumarréttur, ferskur og fjölbreyttur m. fersku salati, hrísgrjónum og meðlæti. Matseðill www.graennkostur.is Bankastræti 14, sími 552 1555 Gallabuxur frá henta öllum konum í öllum stærðum sérverslun. Sérhönnun st. 42-56 Hör er tískan í fatnaði í dag Ótrúlegt úrval af öðruvísi hörfatnaði Álfheimum 74, Glæsibæ, Reykjavík, s. 553 2347 Við erum í sumarskapi Fataprýði Verið velkomnar Neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Opið í dag kl. 10-14 Bolir • peysur • blússur 15% afsláttur Opið virka daga frá kl. 10-18, laugardag frá kl. 10-14. Sendum lista út á land Sími 567 3718 Túnika 6.110 Buxur 5.230 Skór 3.480 SUMARFÖT Ný sending Stærðir 36-52 (S-3XL) ÍSLAND var meðflutningsaðili að tillögu Evrópusambandsins um ólöglegt landnám Ísraelsmanna á hernumdu svæðunum á 59. þingi Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna sem lauk í Genf í síðustu viku. Ísland var auk þess með- flutningsaðili að tillögu arabaríkj- anna um rétt Palestínumanna til sjálfsákvörðunar og stofnunar sjálfstæðs ríkis. Í Mannréttindaráði eiga 53 ríki sæti sem kosin eru af Efnahags- og félagsmálaráði Sameinuðu þjóð- anna til þriggja ára í senn. Á þingum Mannréttindaráðsins er fjallað um stöðu og þróun mannréttinda, ástand mannrétt- inda í einstökum löndum og rétt- indi ákveðinna þjóðfélagshópa. Á nýliðnu þingi byggðist málflutn- ingur allflestra ríkisstjórna, al- þjóðasamtaka og félagasamtaka á því að mannréttindi séu algild og á ábyrgð alþjóðasamfélagsins alls. Á þinginu flutti fulltrúi Íslands ávarp um réttindi barnsins með áherslu á börn á stofnunum og börn án umsjár. Norðurlönd og Eystrasaltsríkin stóðu síðan sam- eiginlega að ræðum um mannrétt- indasamninga og verslun með kon- ur og stúlkur. Einnig voru fluttar norrænar ræður um málefni fólks á vergangi og málefni frumbyggja. Ísland var einnig meðflutnings- aðili að 45 ályktunartillögum, t.d. um afnám dauðarefsingar, aftökur, baráttu gegn pyntingum, afnám alls ofbeldis gegn konum, réttindi minnihlutahópa, afnám hvers kyns fordóma gagnvart konum, réttindi minnhlutahópa, tjáningarfrelsi, af- nám hvers kyns fordóma gagnvart trúarbrögðum og fleira. 59. þingi Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna lokið Ísland andvígt ólöglegu landnámi Ísraelsmanna Í KJÖLFAR þess að lögreglan á Ísafirði grennslaðist fyrir um þjófnað á mynd af frambjóð- anda Samfylkingarinnar og Samfylkingarfána á föstudag gáfu fjórir unglingspiltar sig fram við lögreglu og játuðu á sig hnupl frá stjórnmálaflokki. Ekki þó frá Samfylkingunni heldur Vinstri-grænum. Piltarnir höfðu í prakkara- skap hnuplað fána flokksins og falið við sundlaugina í bænum. Þeir harðneituðu á hinn bóginn að vita nokkuð um mynd og fána Samfylkingarinnar og síð- degis í gær var það mál óupp- lýst. Önundur Jónsson, yfir- lögregluþjónn á Ísafirði segir að piltarnir hafi skilað því sem þeir tóku og beðist afsökunar á athæfi sínu. Lögregla muni ekki aðhafast frekar í málinu. Hnuplað frá Sam- fylkingu en munum frá VG skilað VETNISBÍLL frá Daimler Chrysl- er verksmiðjunum var sýndur al- menningi við Tæknigarð Háskóla Íslands í gær. Bíllinn vakti mikla athygli en hann var fluttur hingað til lands í tengslum við ráðstefnu Nýorku sem fram fór um síðustu helgi. Nýorka er sprotafyrirtæki Háskóla Íslands og því var bíllinn sýndur þar í gær. Sérfræðingar frá Daimler Chrysler sýndu bílinn en hann er tveggja manna sendibíll. Að sögn Sigurðar Brynjólfssonar forseta verkfræðideildar Háskóla Íslands kemst hann upp í um 120 kíló- metra hraða á klukkustund. „Ég hef verið farþegi í honum og lík- aði vel,“ sagði Sigurður í samtali við Morgunblaðið í gær. „Þetta er rafmagnsbíll í raun og veru, en í honum er efnarafall sem gengur fyrir vetni svo eldsneytið sem not- að er á bílinn er vetni. Hann er hljóðlátur, það heyrist í honum eins og í saumavél.“ Bíllinn er aðeins með tímabund- ið leyfi hér á landi en hann er í eigu fyrirtækis í Þýskalandi. Þar er hann notaður til vöruflutninga. Vetnisbíll frá Daimler Chrysler sýndur almenningi Morgunblaðið/Jim Smart Malar eins og saumavél VÆNIR urriðar hafa veiðst í Þing- vallavatni síðustu daga og hafa bor- ist fregnir af slíkum fiskum, allt að 14 punda, í Þjóðgarðinum, Nesjum og fyrir landi Nesjavalla. Á síðastnefnda staðnum veiddist sá 14 punda og þar veiddust t.d. fimm stórir urriðar á fjórum dögum og menn sáu fleiri sveimandi til og frá, stundum mjög nærri landi. Að sögn Kristins Halldórssonar, sem stundað hefur nokkuð veiðiskap fyr- ir Nesjavallalandi, er best þessa dag- ana að hengja öngul á meterslangan taum undir flotkúlu og egna með rækju. „Þetta hefur verið magnað, fiskurinn á til að rjúka strax í rækj- una. Það er eins og lyktin skipti miklu máli,“ sagði Kristinn. Af um- ræddum fimm fiskum voru auk 14 pundarans þrír 6 punda og einn 4 punda. Grenlækur lifnar Fréttir hafa borist af skemmtileg- um aflabrögðum á neðsta svæði Grenlækjar. Tíð hvassviðri hafa ver- ið til trafala að undanförnu, en af og til hefur verið lag. Fyrir skömmu komu þar ellefu fiskar á land, flestir 3 til 5 pund, en tveir 7 og 9 punda. Þarna er aðeins veitt á flugu í vor- veiði og í þessu tilviki var öllum fiski sleppt. Þá náðust þarna nýverið fjór- ir vænir fiskar, 3 til 5 punda, á einni klukkustund, en síðan rauk veðrið upp og veiðimenn fuku inn í bíla sína á ný. Stórir urriðar í Þingvallavatni ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Morgunblaðið/Arnaldur Gunnar Kristinsson, 10 ára, með 6 punda Þingvallaurriða sem hann veiddi fyrir fáum dögum. fyrirtaeki.is STEFÁN Baldursson var kjörinn forseti Skáksambands Íslands á aðalfundi félagsins sem fór fram á laugardag. Stefán tekur við af Hrannari Birni Arnarsyni sem gegnt hefur starfinu í tvö ár. Á fundinum var tillaga þess efnis að ekkert lið skuli beita fleiri erlend- um ríkisborgurum en íslenskum í hverjum leik samþykkt með 25 at- kvæðum á móti 7. Ekki voru allir á eitt sáttir um ágæti tillögunnar og höfðu allir fulltrúar skákfélagsins Hróksins utan einn gengið af fundi áður en til atkvæðagreiðslu kom. Þeir vildu að málinu yrði vísað til nefndar og það afgreitt á fram- haldsaðalfundi einsog hinn ný- kjörni forseti Stefán Baldursson hafði lagt til. Áður en Hróksmenn gengu af fundi gagnrýndi Hrafn Jökulsson, forseti félagsins, fund- armenn harðlega fyrir að ganga ekki að vilja Stefáns og taldi þá senda honum kalda kveðju með framferði sínu. Aðalfundur Skák- sambands Íslands Tillaga um út- lendinga olli deilum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.