Morgunblaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 2003 33 ✝ Þorkell Krist-mundsson fædd- ist í Stakkavík í Sel- vogi 12. september 1925. Hann lést á Landspítala – Há- skólasjúkrahúsi í Fossvogi 24. apríl síðastliðinn eftir að hafa lent í slysi 30. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristmundur Þor- láksson bóndi í Stakkavík, síðar að Efri- Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd, f. 17. desember 1882, d. 11. júlí 1973, og kona hans Lára Elín Scheving Gísladóttir, f. að Ertu í Selvogi 6. september 1889, d. 16. nóvember 1985. Systkini Þorkels eru: Gísli Scheving, f. 15. janúar 1918; Eggert, f. 17. febrúar 1919; Lárus Ellert, f. 3. janúar 1931. Þorkell byrjaði ungur í vega- vinnu í Selvognum. Hann var 17 ára þegar fjölskylda hans flutti að Efri-Brunnastöðum á Vatns- leysuströnd. Eftir komuna þang- að vann hann við hin ýmsu störf, m.a. við fiskvinnslu og á Keflavík- urflugvelli sem verkamaður ásamt því að starfa hjá útgerð- arfélagi Ingólfs Flygerings. Í 15 ár vann hann hjá því félagi, lengst af sem vélstjóri á bátum fyrirtækisins. Þorkell kom á Vatnsleysu- ströndina til að taka þátt í bú- skapnum með bræðrum sínum. Samhliða búskapnum stundaði hann vinnu hjá Halakotsbræðrum á Vatnsleysuströnd, bæði til sjós og lands. Þegar bræðurnir hættu búskap á Efri-Brunnastöðum fór hann að vinna hjá Íslenskum að- alverktökum og þar starfaði hann til 70 ára aldurs. Síðustu árin var hann með fáeinar kindur sér til gamans á Efri-Brunnastöðum. Útför Þorkels verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Valgeir Scheving, f. 18. apríl 1921, d. 17. október 2001, var kvæntur Elsu Mikk- elsen sem er látin og áttu þau þrjú börn; Elín Kristín, hús- freyja að Efri- Brunnastöðum, f. 13. apríl 1923, og átti hún tvo syni; Anna Sigríður, húsfreyja að Sætúni á Vatns- leysuströnd, f. 12. maí 1924. Maður hennar var Hannes Ingvi Kristjánsson, f. 26. júlí 1919, d. 21. júní 2000, og áttu þau fimm börn; Valgerður, lést ársgömul; Hallgrímur, f. 1. júlí 1928, kvæntur Marý Auðuns- dóttur, en hún á fjögur börn frá fyrra hjónabandi; Lárus Ellert, lést nokkurra daga gamall; og Frændi minn, Þorkell Krist- mundsson, er látinn og er ég vafa- laust ekki einn um að finnast sjón- arsviptir að honum. Það slitnar einhver strengur innra með manni þegar fólk hverfur sem alla tíð hefur sett svip á tilveru manns. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tár- um, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Kahlil Gibran.) Já, og minningarnar streyma fram frá bernsku. Keli eins og hann var alltaf kallaður var mjög barngóður og sem barn fékk ég að njóta þess. Keli var mikill bókamaður og gat sagt manni ýmsa fróðleiksmola. Sauðkindin og sjómennskan áttu hug hans allan og var hann mikið náttúrubarn. Fyrir fimm árum fór Keli með móður minni og bróður, Kristmundi, með Brúarfossi til Evr- ópu og þá ferð talaði hann mikið um. Skógurinn væri þögull, ef þar syngi enginn fugl nema sá sem best syng- ur, og skógurinn er örugglega fá- tækari eftir að hafa misst Kela. Ég vil í þessum kveðjuorðum mínum þakka þér, elsku Keli minn, fyrir samveruna og fyrir allt sem þú gerð- ir fyrir mig. Nú veit ég að þú hefur öðlast orku og kraft og ferð eigin leiðir í þessum nýju heimkynnum þínum. Guð geymi þig. Þinn frændi, Svanur Már Scheving. Þorkell föðurbróðir minn er látinn 77 ára gamall. Keli, eins og hann var kallaður, var einstaklega léttur og kátur maður. Hann var sáttur við sitt þótt líkaminn var farið að lúnast. Hann hafði, eins og pabbi minn, sér- stakan hæfileika til að segja frá og hafði gaman af því. Þær eru margar sögurnar sem hann sagði okkur þeg- ar hann heimsótti okkur í sumarbú- staðinn á Vatnsleysuströndinni. Þá var gaman að fá sér kaffi og ylja sér við kamínueld og fá Kela og hundinn Kát í heimsókn. Það var þá sem við fundum hversu frábær maður Keli var. Þetta voru góðar stundir en allt of fáar. Nú kemur hann ekki lengur til okkar með hundinn sinn í bústað- inn og munum við sakna þess. Nú hefur fækkað í systkinahópn- um á Brunnastöðum og vil ég votta þeim mína dýpstu samúð. Blessuð sé minnig hans. Regína. Það er sumardagurinn fyrsti. Veð- ur hefur leikið við landann og far- fuglarir farnir að koma til landsins. Bændur fara að undirbúa ær sínar fyrir sumarferðir þeirra til fjalla. En þessi dagur er ekki alveg eins og aðr- ir dagar á Efri-Brunnastöðum þar sem 5 systkini halda félagsbú saman og hafa gert til fjölda ára. Þorkell Kristmundsson einn af systkinunum er farinn til annarra starfa sem al- mættið hefur skipað honum. Ég var svo heppin að fá að eyða mínum uppvaxtarárum á Efri- Brunnastöðum, með annan fótinn, þar sem amma mín Elín er ein af systkinunum. Þannig að „kallarnir“ eins og við sögðum alltaf voru nokk- urs konar afar okkar systkininna. Ég á góðar minningar frá þeim árum sem ég var krakki og dvaldist oft í sveitinni hjá ömmu og öfunum. Þangað sótti ég mikið og bræður mínir Svanur og Kristmundur einnig og þar leið okkur vel. Sveitin og kindurnar voru Kela líf og yndi og hugsaði hann um kind- urnar eins og þær væru hans eigin börn. Mig langar að þakka Kela sam- fylgdina á þessu tilverustigi en þang- að til að við hittumst aftur, bið ég Guð almáttugan að vera með þér og okkur öllum. Ömmu minni og systk- inum Kela, pabba og öðrum ættingj- um votta ég mína dýpstu samúð og bið Guð að blessa okkur öll. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem.) Kveðja. Hannesína Scheving. Af eilífðar ljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri’ en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Benediktsson.) Við systurnar viljum skrifa nokk- ur orð um hann Kela, bróður hans afa heitins, en nú verður ekki eins að litast um uppi í sumarbústað. Þegar við fórum upp í sumó var Keli yf- irleitt einhvers staðar rétt hjá á rölti með hundinn sinn Kát, en þessi sjón er í minningunni hluti af sveitinni. Við eigum margar góðar minningar um Kela og Snata, allt frá því við vor- um ungar stelpur í sumarbústaðnum með afa og ömmu. Alltaf var gaman að kíkja í hlöðuna til hans. Undanfar- in ár hafa börnin okkar beðið spennt eftir því að kíkja til Kela til þess að skoða nýju lömbin á vorin og á haust- in fannst þeim spennandi að fræðast um slátrun. Þau fylgdust vel með þegar kindurnar fengu lýsi, voru merktar og rúnar, en alltaf var nóg að gera í sveitinni. Keli hafði gaman af því að fá okkur í heimsókn en hann var þolinmóður við börnin og gaf sér tíma til þess að útskýra fyrir þeim hvað var að gerast hverju sinni. Hann leitaði stundum sérstaklega að tvílitum hornum til þess að gefa þeim og verður það eflaust skemmtileg minning fyrir þau í framtíðinni, en sveitin hans Kela er eina sveitin sem þau þekkja.Þótt Keli sé farinn lifir minning hans áfram í hjörtum okkar og barnanna okkar. Viljum við með þessum fáu orðum þakka honum fyr- ir þær stundir sem við áttum saman. Guð geymi þig kæri frændi. Þess óska Esther, Ellen og börn. Látinn er kær vinur og nágranni Þorkell Kristmundsson, bóndi, Efri- Brunnastöðum. Þorkell var einn margra systkina er búa að Efri- Brunnastöðum. Hafa þau til margra ára rekið þar sameignarbú með sauðfé, enda kynntist Þorkell snemma þeirri búgrein, en foreldrar hans bjuggu í Stakkavík í Selvogi og höfðu þar stórt fjárbú, allt þar til þau fluttu að Efri-Brunnastöðum árið 1943. Það hefur verið mikil breyting hjá þessari fjölskyldu að flytjast hingað í sveitina úr fámenninu í Sel- vogi. Var það mikið lán er þessi stór- fjölskylda flutist hingað á Vatnleys- uströndina, sex bræður og systurnar tvær, en einn þeirra bræðra var bú- settur í Reykjavík. Allt þetta fólk hefur sýnt mikinn dugnað og mynd- arskap. Þorkell stundaði sjó- mennsku fyrst eftir komu sína hing- að, var á bátum frá Hafnarfirði og vann þess á milli í frystihúsi, Þá var hann margar vertíðar á bát okkar Halakotsbræðra, Ágústi Guðmunds- syni, og vann í fiskverkun okkar þess á milli. Seinna fór hann til vinnu hjá Íslenskum Aðalverktökum á Kefla- víkurflugvelli og vann þar til sjötugs, eftir það hafði hann kindurnar sínar sér til ánægju og styrktar. Þorkell var einn af þessum hæglátu mönn- um, er ýtti sér ekki fram fyrir aðra, ljúfur, hægur og vinmargur, sérlega barngóður svo börn og unglingar hændust að honum. Þorkell giftist ekki og eignaðist ekki börn. Það er gestkvæmt á Efri-Brunnastöðum, þangað koma margir og þiggja góðar veitingar. Kæri vinur, það verður dauflegra að koma að Efri-Brunnastöðum eftir að þú ert farinn. Við sem áttum þig sem nágranna og vin þökkum þér fyrir samveruna, allt þitt góða og hlýja viðmót, biðjum þér blessunar á þeirri leið er þú nú gengur á inn í sumarbirtuna. Bestu samúðarkveðjur. Hvíl í friði. Magnús Ágústsson frá Halakoti. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa.) Þorkell föðurbróðir minn var góð- ur maður, stórbrotinn og mikill per- sónuleiki. Þegar ég hugsa um liðin ár fyllist ég söknuði. Hugurinn er fullur af góðum minningum. Fréttin um að hann hefði slasast alvarlega og ekki væri nein von um bata var okkur í fjölskyldunni afar þungbær. Systk- inin á Efri-Brunnastöðum voru öll fædd í Stakkavík við Hlíðarvatn í Selvogi. Þar var harðbýlt og þurfti oft að ganga um langan veg til næstu byggða. Þetta hefur hert ungan manninn sem bjó að því alla tíð og var vel á sig kominn líkamlega til síð- asta dags. Það eru ófáar ferðirnar að Brunnastöðum hjá mér í gegnum tíðina. Fyrst með föður mínum í heimsóknir til ömmu og frændfólks- ins, síðan ég með mín börn, sem nutu þess að komast í snertingu við sveitalífið hjá frændfólkinu. Það er ekki á mörgum stöðum í dag sem tími gefst til skrafs og ráðagerða um landsins gagn og nauðsynjar. En á Brunnastöðum er alltaf sest að veisluborði hvenær sem borið er að garði. Þar stjórnar Ella frænka mót- tökum með glæsibrag en hún hefur haldið heimili með bræðrum sínum til langs tíma. Keli frændi stundaði ýmsa vinnu til sjós og lands á yngri árum. Hann hafði mikið dálæti á kindum eins og þeir bræður flestir. Átti mikið og fallegt fé sem var stolt hans og annaðist hann það af mikilli natni og alúð. Hann fékk viðurkenn- ingu fyrir stuttu fyrir kraftmikla og fallega hrúta, sem hann var mjög stoltur af og átti sannarlega skilið að fá. Það verður tómlegt í sumar að fara í sumarbústaðinn og að Brunna- stöðum og sjá ekki Kela með hund- inn sinn Kát sér við hlið að huga að kindunum. En víst er að bræður hans munu annast um þær fyrir hann í sauðburðinum núna. Ég vil fyrir hönd fjölskyldu minn- ar senda systkinunum á Brunnastöð- um samúðarkveðjur og megi góður guð fylgja ykkur öllum. Ævar Valgeirsson. ÞORKELL KRISTMUNDSSON ✝ HrafnhildurKjartansdóttir fæddist í Reykjavík 6. apríl 1943. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi hinn 13. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Kjartan Friðriks- son, f. 13.1. 1913, d. 20.3. 1996, og Rann- veig Oddsdóttir, f. 22.3. 1920, búsett í Reykjavík. Systkini Hrafnhildar eru Sig- ríður Rut, f. 22.1. 1940, d. 22.6. 1940, Jónína Guð- rún, f. 14.3. 1941, Finnur Sæ- mundur f. 13.10. 1944, Ágúst Oddur, f. 8.9. 1946, Kjartan Ragnar, f. 22.11. 1949, d. 8.6. 1953, Ragna Sigríð- ur, f. 1.11. 1954, Þórir, f 26.7. 1956, og Helga, f. 21.11. 1959. Hrafnhildur gift- ist 1979 og hún skildi 1995. Dóttir hennar er Ellen Ósk, f. 5.7. 1979. Hrafnhildur starfaði lengst af á sjó sem þerna og bryti. Útför Hrafnhildar verður gerð frá Laugarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elskuleg vinkona okkar er nú fall- in frá eftir erfið veikindi. Þótt kynnin hafi ekki verið löng í árum séð var eins og við hefðum þekkst alla tíð. Þær voru margar skemmtilegar stundirnar sem við áttum saman þrjár. Var Hrafnhildur ávallt fyrst til að samþykkja eitthvert ráðabruggið okkar enda lifði hún lífinu svo sann- arlega lifandi. Alltaf kom Hrafnhildur fram af heiðarleika og réttsýni og var sannur vinur. Brosið hennar, útgeislunin og allt í hennar fari lýsti upp tilveruna á góð- um stundum. Auga hennar fyrir hvers konar list og fallegum hlutum var hennar upplifun og gleði í lífinu. Að klæða sig í falleg föt og líta vel út var henni eiginlegt enda geislaði hún af lífsgleði og glæsileika og hreif alla með sér. Hún talaði oft um hvað hún ætlaði að gera á sextugsafmælinu sínu hinn 6. apríl. Síðustu mánuði og vikur ef- uðumst við um að hún næði þessum áfanga, en viti menn, fársjúk hringdi hún og bauð okkur í afmælisveislu hjá Ellen dóttur sinni og Ármanni tengdasyni á heimili þeirra í Hafn- arfirði. Afmælið hélt hún og átti ynd- islegan dag með ættingjum og vin- um, en þá var líka þrekið búið. Viku seinna, hinn 13. apríl, kvaddi hún, búin með allan þann kraft sem drifið hafði hana svo sterkt áfram, en sex- tug varð hún. Hláturinn var ávallt með í fartesk- inu þegar við hittumst og aldrei skorti umræðuefnin. Þótt við hefðum verið duglegar að endasendast í hina og þessa landshlutana í skemmti- ferðir áttum við enn heilmikið eftir að gera. Lífsvilji Hrafnhildar var sterkur og talaði hún um framtíðina fram á síðasta dag. Við höldum þess vegna ótrauðar áfram, vissar um að Hrafn- hildur er með okkur í anda. Það er erfitt að hugsa til þess að hlýja röddin hennar eigi ekki eftir að heyrast framar. Hrafnhildur er og verður alltaf skýr í minningu okkar sem eftir stöndum. Við kveðjum ynd- islega vinkonu með söknuði en vitum að nú eru henni allir vegir færir. Við vottum Ellen, Ármanni, móð- ur og systkinum okkar innilegustu samúð. Minning hennar lifir. Björk og Kolbrún. Elsku vinkona, mágkona og systir, nú þegar þú ert horfin okkur rifjast upp svo margar minningar. Við kynntumst þegar þú bjóst á Akur- eyri og vannst hjá Almennum trygg- ingum. Bærinn var smár og ekki var hægt annað en að taka eftir þessari huggulegu og vel klæddu konu sem komin var í bæinn. Okkar leiðir lágu svo saman þegar við unnum saman við þjónustustörf í gamla Sjallanum á Akureyri og síðan hefur vináttan alltaf haldist. Seinna varð ég mág- kona þín er ég kynntist og giftist bróður þínum. Myndarskapur var í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur, hvort sem það var við starf þitt eða handavinnu, það lék allt í höndum þér. Samviskusemi og dugnaður ein- kenndi lífshlaup þitt og þrátt fyrir að vera sárlasin gekkst þú til þinnar vinnu, síðast sem bryti hjá Land- helgisgæslunni en áður hafðir þú starfað hjá Eimskipafélaginu og á Herjólfi í mörg ár. Þú háðir hetju- lega baráttu við sjúkdóm þinn eins og þér var eiginlegt, af reisn og kjarki. Við áttum margar góðar stundir og þótt við yrðum viðskila um stund eins og gerist í lífinu vorum við ná- lægt hvor annarri og þegar við hitt- umst var sem við hefðum brugðið okkur frá eitt andartak. Þótt við höf- um orðið viðskila aftur um stund, þótt við munum ekki sitja saman fleiri kvöld yfir kaffibolla við föndur, prjónaskap eða að spjalli geymi ég og bróðir þinn í hjarta okkar minn- ingarnar um þig þar sem þær veita okkur yl og yndi. Við þökkum þér all- ar góðu samverustundirnar, Guð blessi þig og minningu þína sem og alla þína ástvini. Þegar kvöldsins hörpuhljómar hverfa út í myrka nótt innst í sál þér unaðsómar endurhljómi sofðu rótt. (Sveinn A. Sæmundsson.) Emilía S. Sveinsdóttir. Finnur S. Kjartansson. HRAFNHILDUR KJARTANSDÓTTIR Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti eða á disklingi (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist). Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð- synlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.