Morgunblaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti eða á disklingi (netfangið er minning@mbl.is). Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnus. og heimas.) fylgi með. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein að- algrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, eða um 50 línur í blaðinu. Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín undir greinunum. Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA EINARSDÓTTIR frá Patreksfirði, Bugðutanga 8, Mosfellsbæ, lést á líknardeild Landspítalans Landakoti föstudaginn 25. apríl. Útförin fer fram frá Lágafellskirkju í Mosfellsbæ föstudaginn 2. maí kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Sigrún Björk Gunnarsdóttir, Ásgeir Indriðason, Einar Kristjánsson, Kristján Júlíus Kristjánsson, ömmubörn og langömmubörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, og langamma, KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR, Hjallabraut 33, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 30. apríl kl. 15. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Fríkirkjuna í Hafnarfirði. Sigurður Þór Garðarsson, Grétar Már Garðarsson, Soffía Karlsdóttir, Kristinn Garðarsson, María Sigurðardóttir, Særún Garðarsdóttir, Magnús Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÁSGEIR KRISTINN ÁSGEIRSSON, Garðabraut 45, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness laugardaginn 26. apríl. Aðalbjörg Guðmundsdóttir, Marta Kristín Ásgeirsdóttir, Gylfi Þórðarson, Hafdís Fjóla Ásgeirsdóttir, Sólveig Jóna Ásgeirsdóttir, Ásgeir Ásgeirsson, Ágústa Björg Kristjánsdóttir, Guðmundur Ásgeirsson, Margrét Ýr Einarsdóttir, Agnar Ásgeirsson, Elsa Jóna Björnsdóttir og barnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, VALTÝR JÚLÍUSSON, Hítarneskoti, Kolbeinsstaðahreppi, lést á Sjúkrahúsi Akraness að morgni laugar- dagsins 26. apríl. Reynir Valtýsson, Bjarni Valur Valtýsson, Ingibjörg N. Morgan, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA BÆRINGSDÓTTIR, lést á öldrunardeild Landakotsspítala að kvöldi sumardagsins fyrsta. Hún verður jarðsungin frá Háteigskirkju föstu- daginn 2. maí kl. 13.30. Völundur Björnsson, Steinunn Sveinbjarnardóttir, Lind Völundardóttir, Mímir Völundarson, Helga Völundardóttir, Perla Torfadóttir, Fríða Torfadóttir, Ásgeir Einarsson, Freyja Eilíf Logadóttir, Steinunn Lilja Logadóttir, Sólbjört Vera Ómarsdóttir, Völundur Logi Mímisson, Þorbjörg Erna Mímisdóttir og litlu langalangömmubörnin. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GRÉTAR ÁRNASON, Neðstaleiti 6, Reykjavík, lést á Landspítalanum Landakoti deild 4-L sunnudaginn 27. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. Sigríður Sigurðardóttir, Sigurður Viggó Grétarsson, Erna Björnsdóttir, Árni Grétarsson, Lene Salling Jenssen, Bjarni Grétarsson, Gróa Ingibjörg Grétarsdóttir, Kristján Egill Halldórsson, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Haraldur V.H.Egilsson fæddist í Reykjavík 15. júní 1921. Hann lést á elli- og hjúkrunarheim- ilinu Grund 18. apríl síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Petrína Kristín Kistjánsdótt- ir, f. 15. mars 1896, d. 19. júlí 1972, og Egill Ágúst Jóhannsson, f. 3. ágúst 1899, d. 29. júlí 1942. Systkini Haraldar: sammæðra er Ágúst Ingimund- arson, f. 11. júlí 1927, en samfeðra eru Emil Kristinn, f. 10. nóvember 1925, d. 21. febrúar 1986, Signý Sigurbjörg, f. 16. júní 1929, Guðrún, f. 14. júlí 1931, Erla Álfdís Emilsdóttir, f. 24. maí 1933, kjörforeldrar hennar Emil Guð- mundsson og Guðmundína Jó- hannsdóttir, og Jórunn Hadda, f. 11. apríl 1935. Haraldur ólst upp hjá hjónunum Elís Gíslasyni og Vilborgu Jónsdóttur í Vatnabúð- um í Eyrarsveit á Snæfellsnesi, ásamt átta uppeldissystkinum. Haraldur flutti 19 ára til Reykjavíkur, þar kynntist hann Heklu Sæmundsdóttur frá Siglu- firði. f. 25. maí 1919, d. 4. janúar 1986. Foreldrar hennar voru hjónin Sæ- mundur Stefánsson og Sigríður Lovísa Stefánsdóttir. Hinn 31. desember 1950 kvæntist Haraldur Heklu og bjuggu þau síðan í Reykjavík. Þau eiga þrjá syni, þeir eru: 1) Sævar, f. 9. júní 1950. 2) Sæ- mundur, f. 16. jan- úar 1953, kvæntur Jenný Heiðu Björns- dóttur, f. 8. maí 1962. Börn Rakel, f. 23. júlí 1984, Ingvar, f. 20. apríl 1987, og Hildur, f. 2. janúar 1991. 3) Egill, f. 15. ágúst 1959, kvæntur Bylgju Ragnarsdóttur, f. 8. des- ember 1960. Börn Axel Rafn, f. 13. desember 1979, og Eva Dögg, f. 27. desember 1982. Haraldur starfaði við ýmis verkamannastörf, lengst af var hann verkstjóri hjá Gatnamála- stjóra í Reykjavík, þar til hann lét af störfum vegna aldurs. Útför Haraldar verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku afi. Nú ert þú loksins kominn til ömmu Heklu. Ég man þegar ég var yngri, þá átti ég skeljasafn sem ég sýndi þér oft og þá sagðir þú mér nöfnin á skeljunum og mér fannst það alltaf gaman. Síð- asta sumar tók pabbi mynd af þér með bát sem þú smíðaðir þegar þú varst ungur. Þennan bát talaðir þú alltaf um þegar ég hitti þig. Við gáf- um þér síðan myndina í mynd- aramma sem þú hafðir í glugganum í herberginu þínu. Nú tekur þú þessa mynd með þér upp til himna. Daginn áður en þú fórst frá okkur ætluðum við í heimsókn til þín en af því að Rakel og Ingvar voru ekki með ákváðum við að fara næsta dag, því þér fannst svo gaman þegar við kom- um sem flest til þín. En þá var það of seint. Afi minn, þetta er í hinsta sinn sem ég get kvatt þig. Ég kveð þig með miklum söknuði, þó veit ég samt að þú ert með ömmu Heklu og þér líður miklu betur og þá líður mér betur að vita það. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig, og lýstu mér um ævistig. (Pétur Þórarinsson.) Hildur. Við andlát Haraldar Egilssonar er okkur systkinunum efst í huga hve hann og fjölskylda hans tengjast æskuárum okkar sterkum og órjúf- anlegum böndum. En Halli, eins og hann var alltaf kallaður, var giftur Heklu móðursystur okkar. Langar okkur að minnast hans með fáeinum orðum. Samgangur milli fjölskyldna okk- ar var mikill þegar við vorum börn, þrjú í hvorri fjölskyldu. Oft var kom- ið saman og margt sér til gamans gert. Það var spilað og farið í leiki svo eitthvað sé nefnt og alltaf var Halli til í að taka þátt í því með okkur krökkunum, léttur og kátur. Því eitt kunni hann umfram aðra, það að varðveita barnið í sjálfum sér. Sem er mikilvægur eiginleiki og ekki öll- um gefinn. Föður okkar Guðjóni og Halla kom einstaklega vel saman og voru góðir vinir alla tíð. Í minningunni er þetta áhyggju- laus og skemmtilegur tími, þótt lífs- baráttan hafi ugglaust verið erfið og óvægin á stundum, án þess að við krakkarnir gerðum okkur grein fyrir því. En Halli vann erfiðisvinnu allan sinn starfsferil og hlífði sér hvergi og vildi sínu fólki allt það besta. Hann var einstaklega laghentur og vand- virkur við allt sem hann tók sér fyrir hendur og aldrei taldi hann eftir sér að rétta öðrum hjálparhönd. Hann og Hekla frænka okkar bjuggu mestallan sinn búskap í Reykjavík. Eftir að hann missti Heklu, fyrir um sautján árum, bjó hann einn í íbúðinni þeirra. Þegar hann fór á eftirlaun tók hann af full- um krafti þátt í félagsstarfi aldraða í Reykjavík, enda félagslyndur og mannblendin að eðilsfari. Var t.d. mjög liðtækur bridgespilari og mikill skákáhugamaður. Síðustu mánuðina dvaldi hann á Elliheimilinu Grund, heilsan farin og kraftar þrotnir. Halli er í okkar huga ein af hetjum hversdagslífsins, hann stóð á meðan stætt var og orðið „uppgjöf“ fannst ekki í hans orða- safni. Löng verður nóttin nöturleg og dimm. En handan við áttirnar og nóttina rís turn ljóssins þar sem tíminn sefur. Inn í frið hans og draum er förinni heitið. (Snorri Hjartason.) Við minnumst þeirra hjóna beggja með þakklæti og hlýhug. Innilegar samúðarkveðjur til sona hans, Sæv- ars, Sæmundar, Egils og fjölskyldna þeirra. Svo og til bróður hans, Ágústar Ingimundarsonar. Eygló, Kristinn og Valgarður. HARALDUR V.H. EGILSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.