Morgunblaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Duldir hæfileikar frambjóðenda skjóta upp kollinum hver af öðrum, jafnvel gamlir síma- staurar fara að syngja. Réttindamál krabbameinssjúklinga Góð þjónusta en æ dýrari RÉTTINDAMÁLkrabbameinssjúk-linga er yfirskrift fundar sem nokkrir stuðn- ingshópar krabbameins- sjúklinga efna til í Salnum í Kópavogi klukkan 20 í kvöld. Á fundinum verður rætt um krabbamein, þjónustu sem er í boði og þann kostnað sem sjúk- lingar og/eða aðstandend- ur þeirra þurfa að greiða. Jóhanna Á.H. Jóhanns- dóttir blaðamaður og far- arstjóri hefur reynslu sjúklingisns í þessum efn- um og er í hópi þeirra sem taka til máls á fundinum. Morgunblaðið lagði nokkr- ar spurningar fyrir Jó- hönnu. – Hvert er tilefni þessa fundar? „Að undanförnu hefur verið mikið um það rætt meðal krabba- meinssjúklinga hvaða þjónusta er í boði og hvernig hún hefur breyst á síðustu árum. Til fundarins boða sjö stuðningshópar sjúk- linga sem eru Kraftur, Ný rödd, Samhjálp kvenna, Stómasamtök- in, Stuðningshópur um blöðru- hálskirtilskrabbamein, Stuðn- ingshópur um eggjastokka- krabbamein og Styrkur. Að fundinum koma líka Krabba- meinsfélag Íslands og Krabba- meinsfélag Reykjavíkur. Fulltrú- ar flokka sem bjóða fram í öllum kjördæmum eru boðaðir á fund- inn til þess að hlusta á raddir okk- ar um réttindamál og kostnað krabbameinssjúklinga og taka þátt í umræðum. Einnig fjöllum við um þjónustuna sem til boða stendur. Fundurinn er öllum op- inn og eru sjúklingar og aðstand- endur þeirra hvattir til að mæta.“ – Hverjir munu taka til máls og hverjar verða helstu áherslur þeirra aðila? „Vilhelmína Haraldsdóttir, sviðsstjóri lækninga á lyflækn- ingasviði 2 á Landspítalanum, mun tala um krabbameinssjúkl- inga og heilbrigðisþjónustuna, Jón Sæmundur Sigurjónsson frá heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneyti mun tala um krabba- meinssjúklinga og almannatrygg- ingar. Síðan munu þrír sjúklingar kynna sín sjónarmið, undirrituð, Garðar Steinarsson og Helga Barðadóttir.“ – Hvert þokast í þessum svo- kölluðu réttindamálum, er þar kyrrstaða, framrás, eða eru þau komin í óefni? „Það má segja að það sé allt þetta í einu. Það hafa orðið miklar framfarir í meðferð krabbameins- sjúklinga hvort sem um ræðir skurðaðgerðir, lyfjameðferð eða geislameðferð. Aðrir hlutir hafa gengið hægar, eins og endurhæf- ing krabbmeinssjúklinga. Nýlega var tekin í notkun endurhæfing- ardeild fyrir krabbameinssjúkl- inga í Kópavogi. Almenn ánægja er með þessa endurhæfingu, en betur má ef duga skal. Stuðningshóparnir hafa sjálfir boðið upp á ýmsa stuðningsþjón- ustu og á þeim lendir margt sem ekki er leyst meðan á meðferð- inni stendur. Í óefni er komið hvað varðar kostnaðinn í heil- brigðiskerfinu, sem kemur mjög illa við þennan hóp, þar sem legu- tími á sjúkrahúsi er styttur og meðferðin fer að mestu fram á göngudeildum með tilheyrandi kostnaði.“ – Hvað viltu sjá gerast í þess- um efnum í nánustu framtíð? „Nær allir sjúklingar eru sam- mála um að meðferðin á Land- spítalanum sé til fyrirmyndar, starfsfólkið er frábært og manni „líður bara vel“ í meðferðinni þrátt fyrir allt. Flestir sjúklingar tala um erfiðleika þegar meðferð lýkur og hversdagsleikinn tekur við. Það má örugglega bæta and- legan og félagslegan stuðning við krabbameinssjúklinga. Það er ýmislegt í boði en vegna þess hve „sjúklingaskattarnir“ hafa hækk- að síðari ár eiga margir mjög erf- itt með að borga fyrir aðstoð sem þeir virkilega þurfa.“ – Hversu margir krabbameins- sjúklingar eru í landinu? „Árlega greinast um ellefu hundruð manns á öllum aldri með krabbamein. Nú eru liðlega átta þúsund krabbameinssjúklingar á lífi.“ – Hvernig gengur þessum stuðningshópum að stilla saman strengi sína? „Það gengur bara mjög vel því í grundvallaratriðum eru hags- munirnir þeir sömu. Það er þó misjafnt hvað brennur mest á hverjum hópi og tengist það teg- und krabbameins og hvers konar meðferð viðkomandi fer í. Það skiptir líka máli á hvaða aldri fólk greinist með krabbamein því eins og alltaf eru þarfir ungs fólks aðr- ar en eldra fólks. Það spilar inn í fjöslkyldusamsetning, börn á framfæri, félagsleg staða og fleira eins og gengur.“ – Þarna koma líka stjórnmálamenn, gerið þið ykkur einhverjar vonir um að þeir sperri eyrun og að fundurinn skili þar með einhverju? „Já, auðvitað. Loforð um skattalækkanir eru fyrirferðar- mikil hjá flokkunum svo að nú er lag. Það eru greinilega til pen- ingar og því gætu ný kosningar- loforð verið: 1. Sjúklingaskattana burt. 2. Meiri fjármuni í heilbrigð- iskerfið og almannatryggingar.“ Jóhanna Á.H. Jóhannsdóttir  Jóhanna Á.H. Jóhannsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1957. Varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1978. Vann um skeið hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur og síðan sem blaða- maður hjá DV frá 1988 til 1996. Hefur síðan starfað sem blaða- maður í lausamennsku við ýmis blöð og tímarit. Jóhanna hefur og verið fararstjóri Úrvals- Útsýnar og Plúsferða í útlöndum síðan 1996. Hún er gift Brahim Boutarhroucht leiðsögumanni og eiga þau einn son. Jóhanna greindist með krabbamein í brjósti í janúar 2002 og fór í lyfja- og geislameðferð. Margir eiga erfitt með að borga fyrir aðstoð FÖNGULEGUR hópur ungmenna mætti til móttöku hjá sendiherra Þýskalands og Félagi þýskukenn- ara í Goethe-Zentrum á sumardag- inn fyrsta. Tilefnið var að verð- launa unga fólkið fyrir frábæran árangur í þýskuþraut, sem nem- endum á aldrinum 17–19 ára í framhaldsskólum hérlendis gafst kostur á að þreyta um miðjan febr- úar sl. Alls tóku 114 nemendur þátt í þrautinni og fengu þeir allir við- urkenningarskjöl fyrir þátttökuna. Sendiherra Þýskalands hér á landi, dr. Hendrik Dane, afhenti svo þeim 23 efstu bók að gjöf frá þýska sendiráðinu. Að auki fengu þeir sem vermdu efstu sætin utanlands- ferð í verðlaun en þar sem sá er varð í fyrsta sæti, Atli Freyr Stein- þórsson, nemandi í MR, hlaut ferð að launum í fyrra fær hann ekki að fara á ný til útlanda á vegum þýska ríkisins. Það eru því nemendurnir sem lentu í öðru til fimmta sæti sem fara utan að þessu sinni. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Verðlaunuð fyrir þýskukunnáttu ÞRÍR piltar á aldrinum 16-18 ára voru handteknir á sunnudag vegna rannsóknar á íkveikju við hús Björgunarfélags Árborgar og eignarspjalla á Stokkseyri og við yfirheyrslur játuðu þeir að hafa verið að verki. Tímabær tilkynning um eldinn og vaskleg framganga slökkviliðsmanna þykja hafa bjargað því að betur fór á en horfðist. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Selfossi var eldur bor- inn að fiskikari við hús björgunar- félagins en eldurinn barst síðan í húsið. Tilkynning barst kl. 5:40 um morguninn. Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu var kallað út og ráð- stafanir gerðar til að setja slökkvi- lið nágrannasveitarfélaga í við- bragðsstöðu. Fljótlega kom í ljós að eldurinn var ekki útbreiddur og fyrsti útkallshópur réð niðurlögum hans á innan við klukkustund. Pilt- arnir þrír voru handteknir á sunnudag og við yfirheyrslur ját- uðu þeir að hafa lagt eld að karinu og að hafa skemmt gervihnatta- disk og framið skemmdarverk á óskráðum bifreiðum í bænum. Í gærmorgun stöðvaði lögregla ökumann á þrítugsaldri sem ók um Suðurlandsveg við Skíðaskálann í Hveradölum. Hann gaf ekki aðrar skýringar á ofsaakstrinum en að hann væri að flýta sér. Tveir fáklæddir ungir menn gáfu sig fram á lögreglustöðinni á Selfossi aðfaranótt sumardagsins fyrsta og óskuðu eftir að lögregla léti fötin þeirra af hendi. Skömmu áður hafði lögregla komið að sjö mönnum sem höfðu brotið sér leið inn á svæði Sundlaugarinnar á Selfossi til að fá sér sundsprett. Þegar lögregla kom á staðinn lögðu tveir þeirra á flótta aðeins klæddir í brækur. Lögregla lagði hald á föt þeirra og stuttu síðar komu þeir á lögreglustöðina til að óska eftir fötum sínum, jafn fá- klæddir og fyrr, og viðurkenndu um leið að hafa farið í sundlaug- ina. Þrír piltar játuðu íkveikju og skemmdarverk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.