Morgunblaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 16
ERLENT 16 ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ HEIMAMENN við Joatinga- ströndina í Ríó de Janero í Brasilíu hampa hákarli sem þeir handsöm- uðu úti fyrir ströndinni í fyrradag. Brasilísk yfirvöld gáfu út aðvörun eftir að hákarl réðst á ungan sund- mann skammt frá hinni frægu Copacabana-strönd við Ríó. Var það í fyrsta sinn sem svona skepna lætur til skarar skríða við strendur borgarinnar í fjögur ár. Hákarla- árásir eru tiltölulega fátíðar í Ríó, einungis ellefu hafa orðið, það vitað er, undanfarin 30 ár. Reuters Hákarl í Ríó EF Saddam Hussein er enn á lífi þá hélt hann upp á afmæli sitt í gær með talsvert öðrum hætti en hann er vanur. 28. apríl var nefnilega ávallt einn af helstu hátíðisdögum ársins í Írak í forsetatíð hans og al- menningi var jafnan stefnt út á götur borga landsins til að hylla forsetann á afmælisdegi hans. Annað var uppi á teningnum í gær, á sextugasta og sjötta afmælisdegi Saddams. Engar skrúðgöngur voru haldnar og engir afmælis- söngvar sungnir á opinberum vett- vangi. Sjálfur er Saddam trúlega í felum. Margir Írakar hafa undanfarna daga leyft sér að lýsa andúð sinni og jafnvel hatri á forsetanum fyrr- verandi, sem stýrði landinu með harðri hendi í tuttugu og fjögur ár. Hitt er aftur á móti annað mál að þó að mönnum væri illa við forset- ann þá hlökkuðu þeir gjarnan mjög til afmælisdags hans, sem ætíð var haldið upp á með pomp og prakt. „Almenningur í Írak þurfti mjög mikið á gleðistundum að halda,“ segir Salam Abdullah, sem er þrjá- tíu og fimm ára og starfar sem bíl- stjóri í Bagdad. „Þegar við héldum upp á afmæli forsetans þá máttum við fara út á göturnar og syngja upphátt, hrópa og kalla og þeyta bílflauturnar. Það var mikil sálu- hjálp fólgin í því að geta þannig hreinsað til í fylgsnum hjartans.“ Töldu víst að Saddam myndi minna rækilega á sig Afmælisins var hvergi minnst í Bagdad að þessu sinni. Á hinn bóg- inn voru margir órólegir á þessum afmælisdegi forsetans fyrrverandi, enda óstöðugt ástand í Írak. Marg- ir óttast enn að Saddam snúi aftur og töldu sumir að hann myndi nota afmælisdaginn til að koma úr fel- um. Sumir óttuðust að stuðnings- menn Saddams myndu hefna sín á innrásaraðilanum, Bandaríkjaher, og þeim Írökum sem fögnuðu komu hans til Bagdad, með því að dreifa eiturgasi í borginni. Alls kyns orðrómur er á sveimi í Bagdad. Saddam er sagður í felum í Rússlandi. Hann er líka sagður kominn til Bandaríkjanna. Eða í felum í iðrum jarðar; staddur ein- hvers staðar undir Bagdad miðri. Sumir halda því fram að þeir hafi séð bæklingum dreift sem höfðu að geyma skilaboð til almennings í Írak frá hinum fallna forseta. Enginn virðist þó í reynd vita hvort Saddam er lífs eða liðinn. Óskhyggja einkennir hugarfar margra þeirra sem studdu stjórn Saddams Husseins og voru e.t.v. á mála hjá henni. Þessir menn von- uðu sumir að Saddam hefði gert miklar áætlanir og trú þeirra var sú að hann hygðist hrinda þeim í framkvæmd á afmælisdaginn sinn í gær. „Hann leggur nú á ráðin,“ sagði Mohammed Hussein Alwan, þrítugur Íraki sem var stuðnings- maður Saddams, í fyrradag. „Það mun eitthvað gerast – ef guð lofar – 28. apríl. Ég er viss um það.“ Bróðir Mohammeds, Karim, var sama sinnis. „Hér gera allir ráð fyrir því að gífurleg eyðilegging muni eiga sér stað, að efnavopnum verði beitt á morgun [þ.e. í gær]. [...] Ég á von á því að eitthvað óvænt gerist.“ Enginn kemur í stað Saddams Þrátt fyrir afstöðu þeirra Alwan- bræðra var það fyrst og fremst í Tikrit – fæðingarstað Saddams og helsta vígi hans – sem vísbending- ar voru um að menn vildu hylla for- setann fyrrverandi á afmælisdegi hans. „Til hamingju með daginn, Saddam Hussein,“ hafði verið krotað á vegg einn í borginni. Ann- ars staðar hafði verið krotað: „Saddam, við elskum þig“ og „til fjandans með þig, Bush“. Íraki sem eitt sinn þjónaði í her landsins harmaði örlög Saddams í samtali við AFP-fréttastofuna. „Enginn kemur í stað Saddams,“ sagði hann. „Hann veitti okkur allt – lifibrauð, öryggi, stöðugleika.“ Hitt var þó algengara, að menn færu hörðum orðum um Saddam. „Í fyrsta skipti á ævinni er ég ekki neyddur til að taka þátt í afmæl- ishátíð Saddams,“ sagði Bagdad- búinn Ali, sem er 24 ára gamall. Engin hátíðahöld á afmælisdegi Saddams Reuters Jórdanskur maður heldur á tveim farsímum en eitthvað bar á því í gær að menn sendu skeyti sín á milli þar sem afmælisdags Saddams er minnst. Bagdad, Tikrit. Los Angeles Times, AFP. ’ Í fyrsta skipti áævinni er ég ekki neyddur til að taka þátt í afmælishátíð Saddams. ‘ TARIQ Aziz, fyrrverandi varaforsæt- isráðherra Íraks, hefur greint frá því við yfirheyrslur að hann hafi séð Saddam Hussein Íraksforseta á lífi eftir að Bandaríkjaher varpaði sprengjum á byggingu í Bagdad 7. apríl sl. sem talið var að Saddam væri staddur í. Þetta er haft eftir háttsett- um embættismanni Bandaríkja- stjórnar í dagblaðinu USA Today í gær en hugsanlegt var talið að Sadd- am hefði farist í árásinni. USA Today segir að bandarískir embættismenn séu ekki sannfærðir um að hægt sé að treysta orðum Aziz. Heimildarmaður blaðsins segir til að mynda að embættismennirnir banda- rísku sem undanfarna daga hafa verið að yfirheyra Írakann, sem gaf sig fram sl. fimmtudag, telji að Aziz hafi logið til um ýmis þau efni, sem hann hefur verið spurður um. Einn af nafnkunnustu forystu- mönnum íraskra útlaga, Ahmed Chal- abi, sagðist á sunnudag telja að Sadd- am og synir hans, Uday og Qusay, væru enn á lífi. Hann hélt því jafn- framt fram í viðtali á CNN-sjónvarps- stöðinni að Saddam gengi í vesti sem hlaðið væri sprengjum – líku þeim sem sjálfsmorðssprengjumenn not- uðu – og að hann myndi hugsanlega frekar sprengja sjálfan sig í loft upp en láta bandaríska hermenn hand- taka sig. Sagði Chalabi að íraskir leyniþjón- ustumenn hefðu tjáð sér að Saddam og nánasti aðstoðarmaður hans, Abid Hamid, hefðu gengið um í slíkum vestum í þjálfunarskyni. Kona Saddams frá Sýrlandi Sýrlendingar hafa farið fram á það við eiginkonu Saddams Husseins, Sajida, að hún hverfi úr landi ásamt þremur dætrum þeirra hjóna. Er tal- ið að mæðgurnar séu komnar aftur til Íraks. Hermt er að sýrlensk stjórnvöld hafi látið undan þrýstingi Bandaríkja- manna um að skjóta ekki skjólshúsi yfir stjórn Saddams né fjölskyldu hans og rekið mæðgurnar til baka en þær fóru til Sýrlands um það leyti sem herförin gegn Saddam hófst. AP Bandaríkjamenn eru ekki sann- færðir um að rétt sé að trúa stað- hæfingum Tariqs Aziz. Tariq Aziz segir Saddam enn á lífi Ahmed Chalabi segir Saddam Hussein ganga um í sprengjuvesti VÍSINDAMENN telja að Alzheim- ersjúkdómurinn og Parkinsonveikin kunni að eiga sér sömu orsakir, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Vísindamenn hafi komist að því að báða sjúkdómana kunni að mega rekja til sömu efnanna í heilanum. Þetta gæti útskýrt hvers vegna sumir Alzheimersjúklingar sýna ein- kenni Parkinsonveiki og öfugt. Einn- ig gæti þetta þýtt að lyf sem þróuð hafa verið gegn öðrum sjúkdómum geti gagnast í baráttunni við hinn. Rannsókn vísindamannanna, und- ir stjórn Virginiu Lee prófessors við læknadeild Háskólans í Pennsylvan- íu, beindist að tveim efnum í heil- anum, annað getur komið í veg fyrir að taugafrumur starfi eðlilega og er í óeðlilega miklu magni í heila Alz- heimersjúklinga. Hitt efnið stjórnar samskiptum á milli taugafrumna, en í heila Parkinsonsjúklinga verður það eitrað og skemmir frumur. Í ljós kom að efnin geta saman myndað sterkjulíkivefskemmdir, sem eru orsakir beggja sjúkdóm- anna. Í báðum tilfellum verður út- felling sterkjulíkis, sem er prótín í heilanum, sem drepur heilafrumur. Niðurstöður rannsóknarinnar birt- ust í vísindaritinu Science. Sömu or- sakir Park- inson og Alzheimer
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.