Morgunblaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Amma var örugglega það sem kalla mætti al- þýðukona, raunar er réttara að flokka hana með alþýðuhetjum. Er ekki líklegt að það sé einmitt það fólk sem vinnur baki brotnu, gerir aldrei kröfu til eins eða neins en er grunn- urinn að því að þjóðfélagið þrífst. Amma var barnung þegar hún missti föður sinn og ólst upp við kröpp kjör. Þetta hefur gert alla möguleika á námi að engu og sjálfsagt hefur hún þurft að fara að vinna um leið og hún hafði nokkra burði til. Þegar hún kynnist afa fer heldur en ekki að færast fjör í leikinn. Afi baslast í mörgu, bílaútgerð og gerist seinna bóndi á Lundi fyrir ofan Akur- eyri. Sjálfsagt hefur verið barningur alla daga hjá þeim. Þau koma sér upp dægilegri fjölskyldu uppá einar 5 dís- ir og 1 erfðaprins. Eins og þetta væri ekki nóg til að hafa umleikis, er hún lengst af bæði með móður sína inná heimilinu og tengdamóður. Ofan á þetta tekur hún líka að sér systur sína sem er sjálfsagt í minni allra eldri barnabarnanna hluti af fjölskyldunni. Svona rétt til að fylla í eyðurnar var víst mikill umgangur af systkinabörn- um til lengri eða skemmri tíma á heimilinu, auk þess sem dæmi voru um að vandræðagemsum væri komið í fóstur hjá henni. Fyrir okkur í dag er vonlaust að setja sig í þessi spor, þótt ekki væri nema til að reyna að finna það út hve- nær afi og amma hafa fundið einrúm og næði til að koma 6 krógum undir. Þetta er jú löngu fyrir tíð sjónvarps, hvað þá heldur morgunsjónvarps barnanna. Það var ekki bara þannig að það væri 9 til 5 vinna heldur var allt brauð bakað, öll föt saumuð og raunar allt gert þar heima. Það er líka ein- mitt þarna sem sérsvið ömmu var. Saumaskapur lék í höndunum á henni MARÍA STEFANÍA STEFÁNSDÓTTIR ✝ María StefaníaStefánsdóttir fæddist á Akureyri 20. febrúar árið 1920. Hún lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 17. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Akureyrarkirkju 25. apríl. og vann hún ekki bara fyrir heimavígstöðvarn- ar á því sviði. Hún saumaði til dæmis fram- úrstefnulega keppnis- búninga á kvennalið ÍBA í handbolta og seinna þegar hún vann á Hótel KEA sá hún um gardínur og örugglega rúmföt þar í mörg ár. En það sem gerði hana öðru fremur að al- þýðuhetju var að þrátt fyrir það að hún virðist af ofansögðu hafa haft yfirdrifið nóg að gera, þá var amma eins og sagt er, vel lesin. Hún keypti mikið af bókum og las þær. Helstu þjóðskáldin voru til þar á bænum og var hún búin að lesa allt eftir þau. Það sem meira var hún hafði skoðun á því sem hún las og fannst nú margt af því vera „bölvuð vitleysa“. Þessi orð voru eiginlega hennar einkunnarorð og gjarnan not- uð ef einhver var að fara með ein- hverja vitleysu. Það væri erfitt að reyna að hrekja þá staðreynd að amma hefði viljað hafa sitt fólk í kringum sig, eða í það minnsta látið það eftir afa að hafa allt þar. Nánast öll börnin þeirra hafa bú- ið um tíma eða byrjað sinn búskap í kjallaranum hjá ömmu og afa. Þetta var farið að ganga annan hring, barnabörnin komin þar inn með þar- næsta ættlið. Þá hafa mörg barna- barnanna átt innhlaup hjá afa og ömmu, allt frá því að hafa búið hjá þeim um tíma til þess að hafa fengið að koma þangað í hádegishléi í skól- anum og fengið sér súrmjólk með afa. Allir voru velkomnir og er sennilega hægt að ljóstra því upp núna, að ef svo ólíklega vildi til að bakdyrainn- gangurinn væri læstur, var vaskhús- glugginn opinn. Amma gat verið hvöss ef sá gállinn var á henni og vildi að fólk harkaði af sér og stæði við sínar skuldbindingar. Það breytti því ekki að hún leyfði stóra ömmustráknum sínum oft að sofa eftir hádegishléið, þótt hún vissi að hann væri að skrópa í skólanum. Önnur saga af ömmu er líka ógleym- anleg og muna örugglega mörg barnabarnanna eftir henni. Þannig var að amma keyrði aldrei þótt hún hefði öll próf. Tók hún sig þá til og tók prófið aftur einhvern tíma á besta aldri. Svo var það við heyskap suðrá túni að afi segir henni að renna heim með einhverja hrúgu af barnabörn- unum, sjálfsagt til að fóðra þau. Amma tók vel í það, smalað var í gamla Wagonerinn og amma af stað. Renndi hún svo afar hægt en gríð- arlega tignarlega beint út í skurð með bílinn á hliðinni. Lauk hún þar með aftur sínum ökuferli. Sú mynd sem við geymum af ömmu er myndin af hinni sterku konu, mið- depli fjölskyldunnar sem ekkert bug- aði. Þessi mynd upplitast ekkert þrátt fyrir að hún hafi smám saman gefið sig fyrir sjúkdómnum sem herjaði á hana undangengin ár. Elsku afi, við vonum að þú hressist fljótt aftur af þínum veikindum og þökkum þér og ömmu fyrir að leyfa okkur að taka þátt í því sem þið áttuð og gerðuð. Þín sorg og þinn missir er að sjálfsögðu mikill en við vitum að þú átt ennþá fleiri góðar minningar en við. Ormarr, Þorvaldur og Harpa María. Nú þegar María Stefánsdóttir er látin koma fram í hugann minningar um hana eftir áratuga vináttu. Þær minningar eru samofnar Þorvaldi manninum hennar. Í vinahópi voru þau ævinlega kölluð Valdi og Maja. Maju var mikið gefið og hún nýtti vel sína eiginleika og þrek. Öll störf sem hún tók sér fyrir hendur virtust henni svo létt og það var gaman að sjá hana vinna því að hún var svo hand- lagin. Heimili hennar var stórt, sex börn og aldraðir ættingjar dvöldu þar og fengu góða umönnun. Samt sem áður bar ekki á að hún hefði svo mikið að gera, hún var hress og glöð og hafði tíma til að sinna vinum og skyld- mennum. Ég og Kristján maðurinn minn höfðum mikið samneyti við Valda og Maju á löngu árabili en svo fluttum við hjónin austur á Borgarfjörð og þá varð lengra bil milli samfunda. Þrátt fyrir vegalengdir rofnaði sambandið ekki. Margar góðar minningar eru frá þessum tíma, meðal annars þegar við dvöldum í sumarhúsi við Bifröst. Maja hafði góða söngrödd og hún hafði afar gaman af því að syngja og tóku því hún og Kristján miklar söngsyrpur og ég og Valdi hlustuðum á. Samvera með Maju og Valda hefur gefið mér mikið og það vil ég þakka. Ég sendi Valda og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Ásta Jónsdóttir. Erfidrykkjur Heimalöguð kaffihlaðborð Grand Hótel Reykjavík Sími 514 8000 Minningarkort Minningar- og styrktarsjóðs hjartasjúklinga Sími 552 5744 Gíró- og kreditkortaþjónusta LANDSSAMTÖK HJARTASJÚKLINGA A u g l. Þ ó rh . 1 2 7 0 .9 7 www.solsteinar.is sími 564 4566 Legsteinar í Lundi við Nýbýlaveg, Kópavogi Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför elskulegs sonar okkar, föður, bróður og sambýlismanns, HÉÐINS ARASONAR, Otrateigi 34, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks krabbameins- deildar 11e á Landspítala Hringbraut fyrir góða ummönnun. Hildegard Björnsson, Davíð Héðinsson, Elísabet Aradóttir, Björn Arason, Guðrún Aradóttir, Hörður Arason, Hilmar Arason, Kristín Ólafsdóttir og aðrir ættingjar og vinir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, BLÆNGS GRÍMSSONAR húsasmíðameistara. Sérstakar þakkir til starfsfólks Landakots, deild K-2 fyrir einstaka umönnun og hlýhug. Margrét Aðalbjörg Ingvarsdóttir, Ingvar Blængsson, Eygló Jóhanna Blængsdóttir, Arve Hammer, Gríma Huld Blængsdóttir, Eggert Hjartarson, Blængur Blængsson, Eygló Hafsteinsdóttir, Gréta Björg Blængsdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS GUÐMUNDAR JÓHANNSSONAR prentara, Lyngheiði 19, Selfossi. Guðrún Ásbjörnsdóttir, Gíslína G. Jónsdóttir, Ingvar Guðmundsson, Jóhann H. Jónsson, Ingunn Ú. Sigurjónsdóttir, Sigríður Á. Jónsdóttir, Sigurður Þ. Kristjánsson, Ásbjörn G. Jónsson, Guðfinna B. Birgisdóttir, afabörn og langafabarn. Þeim fækkar nú óð- um vinum mínum og samferðarfólki frá fyrstu árum í Stykk- ishólmi er ég flutti þangað 1942. Bergþóra var ein að þessum hús- freyjum sem settu ávallt svip á bæ- inn. Hún var kröftug í félagslífinu og á fundum og skemmtunum fé- laga lék hún á harmónikku af mik- BERGÞÓRA ÞORGEIRSDÓTTIR ✝ Bergþóra Þor-geirsdóttir fædd- ist á Helgafelli í Helgafellssveit 28. apríl 1914. Hún lést á Sankti Franciskus- spítalanum í Stykkis- hólmi sunnudaginn 13. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Stykkis- hólmskirkju 19. apríl. illi kunnáttu. Gleðin skein af henni þegar hún þandi nikkuna. Bergþóra var gift Magnúsi Ísleifssyni. Þau byggðu sér stórt íbúðarhús og hjá þeim hjónum leigði ég um skeið. Hún útbjó fjöl- skyldu sinni aðlaðandi heimili og hafði ég ætíð gaman af því að heimsækja þau hjónin enda ætíð átt við þau góð samskipti og við- skipti. Bergþóra var síð- ustu árin vistmaður á dvalarheim- ilinu hér í Stykkishólmi og þar átt- um við samleið. Hún spilaði á harmónikkuna þegar við æfðum leikfimina á dvalarheimilinu. Bergþóra var glaðlynd og ég man hana aldrei öðruvísi en í góðu skapi. Það virtist henni svo eðlilegt. Létt- lyndi hennar smitaði út frá sér til okkar félaga hennar og lyfti öllum upp. Við Bergþóra vorum fædd á sama árinu og rúmur mánuður var á milli afmælisdaga okkar. Ég vil þakka Bergþóru fyrir sam- fylgd liðinna ára og bið henni bless- unar og farsældar á þeim vettvangi sem við bæði trúðum á að biði okk- ar þegar jarðvistinni lýkur. Ættingjum hennar sendi ég al- úðlegar samúðarkveðjur. Árni Helgason, Stykkishólmi. MORGUNBLAÐIÐ birtir af- mælis- og minningargreinar endurgjaldslaust alla daga vik- unnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er minn- ing@mbl.is - svar er sent sjálf- virkt um leið og grein hefur bor- ist) eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauð- synlegt er að tilgreina símanúm- er höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heimasíma). Tek- ið er á móti afmælis- og minn- ingargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgunblaðsins Kaupvangs- stræti 1 á Akureyri. Ekki er tek- ið við handskrifuðum greinum. Birting afmælis- og minningar- greina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.