Morgunblaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ UM 50–70 milljónir vantar upp á ár- legar fjárveitingar Leikfélags Reykjavíkur til að félagið geti náð endum saman. Borgarstjóri segir tæplega inni í myndinni að auka við fjárveitingarnar. Fjárhagsstaða Leikfélags Reykja- víkur verður á dagskrá fundar borg- arráðs í dag en þar verður lögð fram greinargerð samstarfsnefndar um málefni Leikfélagsins. Koma þar fram svör við fyrirspurn sjálfstæð- ismanna um málið. Að sögn Vilhjálms Þ. Vilhjálms- sonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins, áttu fulltrúar Leikfélags- ins fund með sjálfstæðismönnum eftir að fyrirspurnin var lögð fram. „Þar kom fram að það virðist vanta 50–70 milljónir upp á árlega fjárveit- ingu eins og hún var ákveðin á fjár- lögum. Það var reyndar nýlega bætt um 25 milljónum við hana, en sé mið- að við upphaflega fjárveitingu vant- ar tæplega 70 milljónir upp á.“ Hann segir borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins ekki búinn að móta sér skoðun á því hvað beri að gera í stöðunni, enda hafi hann enn ekki fengið umrædda greinargerð í hendurnar né heyrt sjónarmið meiri- hlutans. „Hins vegar er það ljóst í mínum huga að þessar upplýsingar sem hafa komið frá Leikfélaginu segja okkur að rekstrargrundvöllur Borgarleikhússins er brostinn sé miðað við þá starfsemi sem það hef- ur haldið uppi.“ Fær um tvo milljarða á 10 árum Að sögn Þórólfs Árnasonar borg- arstjóra er fyrst og fremst um mál- efni Leikfélagsins að ræða en ekki borgarinnar. „Framlag borgarinnar er 206 milljónir á ári samkvæmt 10 ára samningi sem er í gildi,“ segir hann. „Það eru rúmlega tveir millj- arðar fyrir tíu ár þannig að það eru gífurlegar fjárhæðir sem borgin er að láta í félagið. Þar að auki voru samþykktar 25 milljónir aukalega í fyrra og í ár þannig að samtals fara 231 milljón frá borgarsjóði til Leik- félagsins í ár.“ Hann telur ólíklegt að vilji sé til þess að auka þessar fjárveitingar að sinni. „Ég held að það sé mjög erfitt að verja það þegar við erum að gæta mjög vel að öllum rekstri hjá borg- inni. Ég hef ekki neina trú á að það séu einhverjar viðbótarfjárheimildir inni í myndinni í augnablikinu.“ Guðjón Pedersen, leikhússtjóri Borgarleikhússins, segir að hann vilji ekki tjá sig um það hvað þessi staða þýðir fyrir leikhúsið, fyrr en eftir fund með starfsfólki sínu sem haldinn verður í dag. „Við höfum trú á því að pólitískir fulltrúar sameinist um að marka stefnu um leikhúsið til framtíðar, líkt og fyrrverandi borg- arstjóri talaði um,“ segir hann. Alvarlegur fjárhagsvandi Borgarleikhússins ræddur í borgarráði í dag Vantar 50–70 milljónir upp á árlegar fjárveitingar Borgarstjóri segir auknar fjárveit- ingar tæplega inni í myndinni STJÓRN Heilsugæslunnar í Reykjavík hefur ákveðið að draga til baka uppsagnir á aksturssamning- um starfsfólks í heimahjúkrun. Því er útlit fyrir að engar truflanir verði á þeirri þjónustu sem Miðstöð heimahjúkrunar veitir. Samningunum var sagt upp bréf- lega í lok janúar sl. og leit starfs- fólkið svo á að það þýddi uppsögn á starfssamningi þeirra. Það áformaði því að leggja niður störf frá og með 1. maí næstkomandi. Í gær fundaði stjórn Heilsugæsl- unnar með fulltrúum fjármálaráðu- neytisins og að sögn Guðmundur Einarssonar, forstjóra Heilsugæsl- unnar, var þar ákveðið að draga upp- sagnir á aksturssamningunum til baka. „Við ætlum okkur síðan tíma til að finna með farsælum hætti hvernig þjónustu í heimahjúkrun verður best fyrir komið og vonumst til að það verði gert í sem bestu sam- komulagi við starfsmenn.“ „Það er skylda okkar að leita allra leiða til að bæta þjónustuna og gera hana eins hagkvæma og við getum á hverjum tíma. Þessi aðgerð var í sjálfu sér mikilvægur liður í því en hún leiðir náttúrulega ekki til bættr- ar þjónustu ef svo hefði farið fram sem horfði um viðbrögð starfsfólks.“ Fagna niðurstöðunni Hann segir að eftir eigi að fara yfir hvaða áhrif þetta hafi á fjárhag Heilsugæslunnar. „Okkar áætlanir gerðu ráð fyrir að um 15 milljónir spöruðust á þessu ári með þessum aðgerðum en við höfðum hvort eð er ætlað okkur að beina þeim að mestu leyti til hækkana á launum þeirra sem starfa við þetta. Við reiknuðum ekki með að standa beinlínis eftir með mikinn sparnað í rekstrinum en hins vegar var það skoðun okkar að þetta hefði leitt til betri þjónustu.“ Harpa Karlsdóttir, hjúkrunar- fræðingur hjá Miðstöð heimahjúkr- unar, segir starfsfólkið fagna þessari niðurstöðu. „Þetta er það sem við vildum og þeir hafa tekið undir okk- ar sjónarmið,“ segir hún. Hún segist ekki vita til þess að fólk hafi verið búið að ráða sig í vinnu annars staðar þótt einhverjir hafi verið farnir að líta í kring um sig. „Auðvitað vonuðust allir til að þetta yrði dregið til baka,“ segir hún og á því ekki von á neinum truflunum á heimahjúkrun frá næstu mánaða- mótum. Uppsagnir á aksturssamn- ingum dregnar til baka INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir nær ekki kjöri í Reykjavíkurkjördæmi norður en Halldór Ásgrímsson kemst sem kjördæmakjörinn fulltrúi á Alþingi samkvæmt nýrri könnun sem Gallup gerði í kjördæminu fyrir Ríkisútvarpið og kynnt var í fréttum útvarps í gær. Samkvæmt könnuninni fengi Framsóknarflokkurinn 8,9% at- kvæða og einn mann kjörinn, Sjálf- stæðisflokkurinn fengi 35% atkvæða og þrjá menn kjördæmakjörna, Frjálslyndir fengju 7,8% atkvæða og engan kjörinn kjördæmakosningu, Samfylkingin fengi 37,7% atkvæða og fjóra menn kjörna og Vinstri hreyfingin – Grænt framboð fengi 10% atkvæða og einn mann kjörinn. Önnur framboð fengju 0,6% at- kvæða. Frjálslyndi flokkurinn og Sjálf- stæðisflokkurinn fengju að auki jöfn- unarsæti. Eru þeir útreikningar miðaðir við tölur úr öðrum kjördæm- um í síðustu landskönnun. Könnunin var gerð dagana 23. apríl til 27. apríl og var úrtakið 715 manns, átján ára og eldri, valdir með tilviljun úr þjóðskrá. Svarhlutfall var 67% og gáfu rúmlega 87% upp hvað þeir ætluðu að kjósa. Ný könnun Gallup á fylgi í Reykjavíkur- kjördæmi norður Halldór inni en Ingibjörg Sólrún úti HÁTT í fimm þúsund myndir sem Jóhannes S. Kjarval málaði eða teiknaði á pappír eru geymdar í kjallara undir vesturálmu Kjarvals- staða, flestar í tveimur stórum skjalaskápum. Eiríkur Þorláksson, forstöðu- maður Listasafns Reykjavíkur seg- ir að aðstæður til varðveislu séu eins góðar og best verður á kosið. Hita- og rakastig er jafnt og mynd- irnar eru geymdar í sýrufríum pappír sem tryggir betri varð- veislu. Myndirnar eru ýmist í um- slögum eða möppum en Eiríkur var ófáanlegur til að tjá sig nokkuð um deilur um það hvort Peter Bower, breski pappírssérfræðingurinn, hefði getað skoðað pappírsgerðina með fullnægjandi hætti. Morgunblaðið/Sverrir Eiríkur Þorláksson, forstöðumaður Listasafnsins, sýnir hvernig geymslu myndanna er háttað. Hátt í fimm þúsund myndir á pappír DÓMARAR, sérfróður meðdómari, verjendur og saksóknari í stóra mál- verkafölsunarmálinu fóru ofan í kjallara Kjarvalsstaða í gær til að kanna hvernig búið er um tæplega fimm þúsund skissur og vatnslita- myndir eftir Jóhannes S. Kjarval. Karl Georg Sigurbjörnsson hrl., verjandi Jónasar Freydal Þorsteins- sonar, fór fram á vettvangsgönguna vegna framburðar Peters Bowers, bresks sérfræðings í pappírssögu og -greiningu. Við aðalmeðferðina sagði Bower m.a. að pappírinn í hinum meintu fölsunum væri ekki dæmi- gerður fyrir Kjarval. Karl Georg tel- ur að Bower geti ekki talist sérfróð- ur um þann pappír sem Kjarval notaði enda hafi hann aðeins varið hálfum degi á Kjarvalsstöðum og í Hafnarhúsi við að skoða myndir eftir Kjarval, Svavar Guðnason og fleiri. „Og við viljum sjá hversu aðgengi- legt það er að skoða skissur eftir Kjarval sem eru í geymslum í safn- inu. Skissurnar eru í skúffum og er pakkað í umslög og það er ekki bein- línis fljótlegt að skoða þær. Hvað gat hann skoðað margar af þeim tæp- lega fimm þúsund skissum, sem eru í geymslunni, á nokkrum klukkutím- um? Þessi maður er einfaldlega ótrú- verðugur og við ætlum að sýna fram á það,“ segir hann. Að sögn Karls Georgs munu verj- endur þá leggja fram ný gögn, m.a. upplýsingar um að alkýðblönduð málning hafi verið notuð af lista- mönnum í upphafi 2. áratugar síð- ustu aldar. Sjálfur Pablo Picasso hafi notað slíka málningu árið 1912. Í rannsóknum sem saksóknari hafi lagt fyrir dóminn sé því á hinn bóg- inn haldið fram að alkýð hafi ekki verið notað fyrr en eftir 1927. Dómarar, meðdómsmaður og verjendur í málverkafölsunarmálinu koma til vettvangsgöngu á Kjarvalsstöðum. Vettvangsganga á Kjarvals- stöðum vegna fölsunarmáls RÓBERT Marshall, fréttamað- ur á Stöð 2, var kjörinn formað- ur Blaðamannafélags Íslands á aðalfundi félagsins í gærkvöld. Kosið var á milli hans og Guðrúnar Helgu Sigurðardótt- ur blaðamanns hjá Heimi og hlaut Róbert 32 atkvæði en Guðrún Helga 26 atkvæði. Hjálmar Jónsson, blaðamaður hjá Morgunblaðinu, sem verið hefur formaður félagsins und- anfarin ár gaf ekki kost á sér í embættið áfram. Þá gaf Þorsteinn Gylfason prófessor ekki kost á sér áfram sem formaður siðanefndar Blaðamannafélagsins en hann hefur setið í nefndinni í 27 ár, þar af síðustu 10 ár sem for- maður. Kristinn Hallgrímsson lögmaður var kjörinn formaður nefndarinnar í hans stað. Róbert Mar- shall kjörinn formaður BÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.