Morgunblaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 2003 35 Elskulegur bróðir okkar, ÞORKELL KRISTMUNDSSON, Efri Brunnastöðum, Vatnsleysuströnd, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, þriðjudaginn 29. apríl, kl. 15.00. Systkini hins látna. Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HULDA SIGURBJÖRNSDÓTTIR, Víðilundi 24, Akureyri, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar föstudaginn 25. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Jóhann Pálsson. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR ÞORSTEINSSON járnsmiður, Skálagerði 15, sem lést miðvikudaginn 23. apríl, verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 30. apríl kl. 13.30. Erling Þ. Ólafsson, Helga G. Pálsdóttir, Álfheiður Ólafsdóttir, Ólafur Jóhannsson, Einar Ólafsson, Erla Marinósdóttir, Ólafur Þ. Ólafsson, Anna H. Hjaltadóttir, Rannveig S. Ólafsdóttir, Árni Sörensen, Ásgeir Ólafsson, Ásta Jósefsdóttir, Kristján H. Ólafsson, Bjarnrún Júlíusdóttir, afabörn og langafabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍN JÓNSDÓTTIR, Köldukinn 11, Hafnarfirði, lést á St. Jósefsspítalanum í Hafnarfirði föstu- daginn 25. apríl. Ásgeir Kr. Sörensen, Renate Sörensen, Jón Aðalsteinsson, Guðbjörg Jóna Eyjólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, systir, tengdamóðir og amma, ANNA SOFFÍA AXELSDÓTTIR GUEST, andaðist á heimili sínu í Brinkworth, Englandi, fimmtudaginn 24. apríl. Útför hennar verður gerð frá St. Michael's and All Angel's Church í Brinkworth föstudaginn 2. maí kl. 11.30. Roy Arthur William Guest, Signý Karen de Verenne, Paul Kristján (Nonni) Guest, Rögnvaldur Jón Axelsson, Ólafur Axelsson, tengdabörn og barnabörn. Hjartans þakkir fyrir þá vináttu, hlýhug og aðstoð sem okkur var sýnd við andlát og útför HELGA JÓHANNSSONAR, Þingholtsstræti 30, er lést föstudaginn 4. apríl sl. Rannveig Laxdal, Agnar B. Helgason, Kristín E. Hólmgeirsdóttir, Berglind Helgadóttir, Jónas Friðbertsson, Hildigunnur Hilmarsdóttir, Gauti Grétarsson og barnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, SIGURBORG INGIMUNDARDÓTTIR, Brekku, Aðaldal, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri laugardaginn 25. apríl. Reynir Baldur Ingvason, Stella Rut Axelsdóttir, Sandra Björg Axelsdóttir, Ágúst Ingi Axelsson, Sigurður Eyvald Reynisson, Stella Eymundsdóttir, tengdabörn, barnabörn, systkini og aðrir aðstandendur hinnar látnu. ✝ Erik Håkanssonfæddist í Reykja- vík 19. október 1941. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut 18. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Frantz Adolf Håkansson, f. í Danmörku 13. febr- úar 1880, d. 22.5. 1946, og Jóhanna Böðvarsdóttir, f. á Hvammi í Dýrafirði 11. janúar 1907, d. 1.9. 1988. Hálfbræð- ur Eriks eru tveir: August Håkansson málarameist- ari, f. 25.9. 1906, d. 27.5. 1988, og Vilhelm Håkansson málarameist- ari, f. 23.3. 1913, búsettur í Reykjavík. Kjördóttir Frantz Adolfs og fyrri konu hans er Hulda Håkansson, f. 25.8. 1923, búsett í Reykjavík. Árið 1966 kvæntist Erik Mar- gréti H. Kristinsdóttur frá Akur- eyri, f. 16.5. 1942. Foreldrar hennar voru Kristinn Þorsteinsson og Lovísa Pálsdóttir, sem bæði eru látin. Börn þeirra eru: Bryndís Hanna, f. í Reykjavík 25.9. 1966, gift Jean-Marc Philibert, f. í Frakklandi 11.3. 1970, sonur þeirra er Ívar, f. 30.6. 2002, þau eru búsett í París; og Kristinn Frantz, f. í Reykjavík 28.9. 1969, í sambúð með Eyrúnu Gestsdóttur, f. í Hafnarfirði 19.10. 1970, dóttir þeirra er Alma Dögg, f. í Reykjavík 6.5. 1999. Fyrir átti Eyrún dótturina Veru Sif Rúnarsdótt- ur, f. 5.6. 1993. Þau eru búsett í Hafnar- firði. Erik missti föður sinn þegar hann var fimm ára gamall og ólst upp eftir það hjá móður sinni með hjálp hálfbræðra sinna en Jóhanna var mikill sjúklingur á þessum tíma. Eftir hefðbundna skólagöngu í barnaskóla fór hann í Héraðsskól- ann á Núpi í Dýrafirði og lauk þaðan gagnfræðaprófi árið 1958. Hann hóf störf hjá Útvegsbanka Íslands nokkrum árum seinna en síðustu u.þ.b. 13 ár vann hann hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Erik var virkur þátttakandi í skátahreyf- ingunni á sínum yngri árum og átti sína bestu vini og félaga innan þess félagsskapar. Útför Eriks verður gerð frá Bú- staðakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Bakpokann tek ég, úr bænum ég held. Ég býst við að tjalda á heiðinni í kveld. Við svanavatn og silungsá sungið verður eldi hjá … Þetta brot úr ljóði Tryggva Þor- steinssonar kemur í hug minn við andlát vinar míns, Eriks Håkansson- ar. Erik er farinn heim eins og skát- arnir segja. Erfiðri baráttu við krabbameinið er lokið. Við Erik ólumst upp á Laufásveg- inum frá blautu barnsbeini. Við vor- um heimagangar hvor hjá öðrum frá því ég man eftir. Þegar Erik var fimm ára dó Frantz Adolf faðir hans. Jóhanna móðir Eriks, var heilsuveil og oft lasin. Erik átti því oftar at- hvarf sitt á heimili foreldra minna. Foreldrum mínum fannst hann vera fjórða systkinið á heimili okkar og þau litu á okkur tvo sem bræður. Þegar ég fékk reiðhjól voru keypt tvö, hitt fékk Erik. Á unglingsárunum reyndum við ýmislegt saman. Báðir urðum við sendlar sumarið þegar við vorum tólf ára, ég hjá Geysi, hann hjá Natan & Ólsen. Fyrirtækin lágu hlið við hlið í miðbæ Reykjavíkur, og við hittumst á hverjum degi. Við reyndum einnig fyrir okkur í viðskiptum til að afla vasapeninga. Við fengum frænku mína til að sauma hálsklúta sem við seldum. Hagnaðurinn var notaður til að standa straum af kostnaðinum við ferð á alheimsmót skáta, á Jamboree í Englandi, árið 1957. Við gerðumst sem sagt skátar. Skátahópurinn átti margar góðar stundir saman. Minnisstæðar eru ferðirnar í Jötunheima, skíðaskálann á Hellisheiði undir Skarðsmýrar- fjalli. Oftast fórum við úr rútunni við Smiðjulaut. Það var ekki oft sem við létum veðrið hefta för. Öruggast þótti að fylgja fjallsrótunum og hafa fjallið á vinstri hönd. En í þoku og myrkri geta áttirnar tapast og er jafnvel ekki ljóst hvort gengið er upp eða undan brekku. En Erik vissi það alltaf. Ratvísi hans brást ekki. Það var eins og hann sæi heiðina í lófa sér. Hann tók forustuna og hópurinn fylgdi eftir uns komið var að Svert- ingjunum, tveimur bikuðum staurum sem reistir voru á fimmta áratugnum og áttu að verða hlið í mæðiveikigirð- ingu, sem aldrei var reist. Þegar Svertingjunum var náð vorum við hólpin, stutt í skálann, þótt eftir væri löng brött brekka sem vissulega gat reynst erfið eftir klukkustundar göngu á heiðinni. Eitt sinn þegar við nokkur saman kusum að hörfa undan veðri austur heiðina vissi Erik hvar skyldi leita uppi vörðuðu leiðina sem liggur að gamla hellukofanum. Þar gátum við leitað skjóls þar til slotaði. Erik stytti okkur stundirnar með því að segja okkur hinum gamlar sögur af ferða- löngum á heiðinni, sumar hrollvekj- andi. Í minningunni eru litbrigðin að hausti þegar hópurinn gekk inn Innstadal að rótum Hengils með ána á aðra hönd og hverasvæðin á hina. Ekki lögðum við á Hengil þá, það var löngu síðar. Þetta var ónumið land. Nú er búið að uppgötva þessi frá- bæru útivistarsvæði og stika leiðirn- ar. Erik var frækinn skíðamaður og var okkar fremstur í íþróttinni. Minnisstæð er vera okkar í Jötun- heimum um páskana 1960. Veðrið var eins og best verður, sólskin og snjór. Mesti tíminn fór í að komast upp brekkurnar því að engar voru lyfturnar. Erik var tæknilega sinn- aður, hafði með sér alls konar útbún- að, þ.á m. mæli til að ákveða hitastig snævarins svo hægt væri að velja réttan skíðaáburð. Auðvitað vann Erik mótið okkar. Erik var ekki einungis liðtækur skíðamaður. Hann var góður í öllum íþróttum. Hann vann sér til afreka þegar hann var starfsmaður Útvegs- bankans að hlaupa uppi ávísanafals- ara og góma þá. Oftar en einu sinni stökk hann yfir gjaldkeraborðið á eftir þeim. Erik dó á föstudaginn langa. Hug- ur okkar Emmíar dvelur hjá Möggu Dóru, Bryndísi, Kristni, tengdabörn- um og barnabörnum. Missir þeirra er mikill. Skátavinirnir munu sakna Eriks í mánaðarlegum gönguferðum sínum. Ólafur Björgvinsson. Eitt sinn skal hver deyja og ekki ráðum við stund eða stað frekar en aðrir. Það erum við áþreifanlega minnt á nú þegar við kveðjum skóla- bróður okkar Erik. Okkur er orða vant en erum þess fullviss að skóla- stjórinn okkar á Núpsskóla, sá góði maður sr. Eiríkur J. Eiríksson, hefði átt auðvelt með að setja niður nokkr- ar línur. Við komum víða að af landinu en náðum vel saman og brölluðum margt á Núpi þennan vetur. Fé- lagslífið var ótrúlega gott. Við mjög frumstæðar aðstæður var haldið grímuball með fjölbreyttum búning- um, viðamikil árshátíð og dansæfing- ar á hverjum sunnudegi, auk margs annars. Einangrun héraðsskólanna gerði það að verkum að við sem þar stunduðum nám urðum eins og stór systkinahópur og þurftum oft að beita ímyndunaraflinu til að gera dvölina góða og skemmtilega. Oft minntist Erik á og hló að smáhrekk sem þeir herbergisfélagarnir hugð- ust gera einum þeirra. Í herbergj- unum voru kojur og svaf Erik í neðri koju en sá sem hrekkja átti í þeirri efri. Án nokkurrar hugsunar tók Er- ik þátt í því að fylla dýnu félaga síns í efri kojunni af vatni en sá setti teppi ofan á dýnuna og lagðist til svefns. Vatnið úr dýnunni draup svo ofan á Erik alla nóttina svo segja má með sanni að hrekkurinn hafi komið hon- um í koll. 17. maí nú í vor ætlum við sem vor- um nemendur Núpsskóla í Dýrafirði veturinn 1957–58 að hittast í 6. sinn. Þegar 20 ár voru liðin frá því við kvöddumst á hlaðinu á Núpi settum við nokkur saman nefnd til að standa fyrir endurfundum sem við höfum nefnt dansæfingar. Sú sjálfskipaða nefnd hefur staðið fyrir samkomum á 5 ára fresti síðan þá og hefur hún að mestu verið óbreytt og óhagganleg. Erik hefur verið í nefndinni frá upp- hafi. Hann var góður liðsmaður, stór- huga og kappsamur sem oft kom sér vel. Veikindi Eriks hafa verið okkur ofarlega í huga og einbeitingin við undirbúninginn ekki verið sem skyldi. Þrátt fyrir veikindin mætti Erik hvetjandi og fullur áhuga á fyrsta undirbúningsfund nefndarinn- ar í desember sl. Við í nefndinni söknum vinar í stað. Fyrir hönd skólasystkinanna frá Núpi vottum við Möggu Dóru, börn- um þeirra Bryndísi og Kristni Frantz og barnabörnum innilega samúð. Sjálfskipaða nefndin. ERIK HÅKANSSON AFMÆLIS- og minningar- greinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disk- lingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Ekki er tekið við hand- skrifuðum greinum. Frágangur afmælis- og minningar- greina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.