Morgunblaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 2003 29 fnsins á num ætti lvæg fyrir ru of- lað um óða sem kostlegri na. erðar efur ver- fisk- em hafa að en r varða og gjald- lind- eiðileyfa- m hefur nauðsyn ð da- efur ver- ið að byggjast upp, sérstaklega á Vestfjörðum. Á landsfundi Sjálf- stæðisflokksins var samþykkt til- laga um að dagróðrabátar sem veiða á línu fái sérstaka ívilnun. Þessi samþykkt er tímamóta- samþykkt sem kemur til með að bæta stöðu þessara báta umtals- vert. Auðveldara verður að koma á breytingum til hagsbóta fyrir dagróðrabáta núna þegar við blasir að hægt verður að auka veiðiheimildirnar á næsta fisk- veiðiári um a.m.k. 30 þúsund tonn í þorski og 15 þúsund tonn í ýsu. Tryggja verður stöðugleika við stjórn fiskveiða Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa allir boðað byltingu á fisk- veiðistjórnunarkerfinu komist þeir til valda. Á ferðum mínum um Norðvesturkjördæmið hef ég orðið þess var að það er mikill uggur í fólki verði hugmyndir þessara flokka að veruleika. Fjöl- mörg fyrirtæki og einstaklingar hafa verið að fjárfesta í skipum og aflaheimildum á síðustu miss- erum og þurfa að standa straum af þeirri fjárfestingu með tekjum sem þeir hafa gert ráð fyrir að óbreyttu kerfi. Við sjálfstæð- ismenn ætlum okkur að standa vörð um hagsmuni sjávarbyggð- anna og koma í veg fyrir ábyrgð- arlausar breytingar á fisk- veiðistjórnunarkerfinu. Það gerum við best með stöðugleika og skynsamlegri þróun laganna um stjórn fiskveiða. Upplausnar- og fyrningarleið frjálslyndra, þar sem gera á allt fyrir alla, og fyrn- ingarleið Samfylkingarinnar og VG er hreint ábyrgðarleysi. Gegn slíkum hugmyndum þarf að sporna og tryggja framhald á ábyrgri fiskveiðistefnu sem haldið verði áfram að þróa og bæta án kollsteypu. Þeir sem kynna sér stefnu Frjálslynda flokksins í sjávarútvegsmálum átta sig á því að þeirra stefna er byggð á ábyrgðarleysi og lýðskrumi. ggi heildarhagsmuni rbyggðirnar lt undir i stefnu og gleika í nni.“ Höfundur er samgönguráðherra. NÚ ER málefnalegri umfjöllun um sjávarútvegsstefnu lokið af hálfu Framsóknarflokksins. Þess ber grein Björns Inga Hrafnssonar í Morgunblaðinu 22. apríl glöggt vitni. Það eru, hins vegar, fá meðöl betur til þess fallin að rýra eigin orðstír, en að rægja mannkosti annarra. Þetta mun Björn Ingi reyna í kjölfar greinar sinnar. Pistillinn ber þó nafn með rentu, „Duglegt fólk í sjávarútvegi“, þar sem Björn Ingi er að fjalla um nafngreinda frambjóðendur Frjálslynda flokksins, og reynslu þeirra af sjávarútvegi. Það er allt rétt sem Björn Ingi segir um íslenskan sjávarútveg, þetta fjöregg þjóðarinnar. Kerfið er óréttlátt og þarfnast endurskoð- unar. Það þarfnast endurskoðunar af fólki, sem hefur þekkingu og reynslu til þess, og er ekki bundið af hagsmunatengslum við núver- andi kvótakerfi. Í Frjálslynda flokknum er fólk, sem hefur persónulega reynslu af tilraunum til nýliðunar í sjávar- útvegi. Harðduglegt fólk, sem reyndi að stofna útgerð undir nú- verandi kvótakerfi, en fann er á reyndi að leiguliðaútgerð getur ekki gengið í umhverfi þar sem 80% eða meira af aflaverðmæti fer beint í vasa einhvers kvótabrask- ara. Í Frjálslynda flokknum eru blindir frambjóðendur, sem sjá betur ágalla kerfisins og afleið- ingar þess, og heyrnarlausir, sem heyra betur óánægjuraddir kjós- enda, en forsvarsmenn Framsókn- arflokksins virðast gera. Staðreyndin er sú að Framsókn- arflokkurinn er annar helsti fram- vörður núverandi kvótakerfis. Það er skemmst til þess að líta að Framsóknarflokkurinn getur aldr- ei orðið trúverðugur talsmaður breytinga á núverandi kvótakerfi. Það má rökstyðja með því að líta á afstöðu flokksins hingað til, og vísa til fjárhagslegra hagsmuna for- manns flokksins og hans nánustu vegna gjafakvóta. Það er kominn tími til að dug- legt fólk í sjávarútvegi fái þau tækifæri, sem það á skilið til að hasla sér völl í útgerð. Frjálslyndi flokkurinn byggir sjávarútvegs- stefnu sína á biturri reynslu fólks, sem misst hefur lífsviðurværi sitt vegna vanhugsaðrar stefnu stjórn- arflokkanna í sjávarútvegsmálum. Stefnu sem Framsóknarflokkurinn hefur varið með kjafti og klóm. Það er mál að hefta framsókn þeirra afla sem munu ganga af ís- lenskum sjávarútvegi dauðum á fáum árum ef litið er til reynslu undanfarinna ára. Eflum sjávar- útveginn, eflum byggð í landinu, kjósum Frjálslynda flokkinn. Framsókn heft Eftir Sigurð Inga Jónsson „Í Frjálslynda flokknum eru blindir frambjóðendur, sem sjá betur ágalla kerfisins og afleiðingar þess, og heyrnarlausir, sem heyra betur óánægjuraddir kjósenda.“ Höfundur er oddviti Frjálslynda flokks- ins í Reykjavíkurkjördæmi norður. stærstu nir, ann- egar aðið að a í onar og ladóttur. m ríkisins a um kjör- orstöðu- nana rík- a er utur stöðum á árinu arstöður ru konur uta. Rík- ð því meðal ríkið hef- á því að nnanir . Á hinn rborg um náð unamun kynja úr 15,5% á árinu 1995 í 7% á árinu 2001. Um þessar mundir er verið að stíga stærsta skrefið í átt að því að eyða kynbundnum launamun hjá borginni, sem er innleiðing á kynhlutlausu starfs- mati. Eina skrautfjöðrin í hatti ríkisstjórnarinnar þegar kemur að jafnréttismálum er lagasetning um fæðingarorlof feðra, sem þverpólitísk samstaða var um á Alþingi og má því segja að þjóðin öll eigi jafna hlutdeild í þeim lög- um. Allt frá því að ríkisstjórn Dav- íðs Oddssonar tók við hefur við- kvæðið verið það að breytingar taki tíma, þær gerist ekki á einni nóttu. Auðvitað er það rétt. Tólf ára tímabil Davíðs Oddssonar hjá ríkinu hefði þó átt að vera nægur tíma til að skila árangri. Sá ár- angur hefur þó orðið átakanlega lítill. Á átta ára tímabili undir stjórn Ingibjargar Sólrúnar hafa framfarir í jafnréttismálum hjá Reykjavíkurborg á hinn bóginn verið þannig að athygli vekur hvarvetna, innanlands sem utan. Niðurstaðan er skýr. Málefni skipta máli en það gerir gæfu- muninn að sá sem fer með forystu hafi sýn, staðfestu og síðast en ekki síst vilja til að fylgja þeim eftir. i Höfundur er formaður þingflokks Samfylkingarinnar. UNDANFARIÐ hefur borið mikið á ESB-sinnum sem hafa nefnt það sem höfuðrök fyrir því að ganga í Evrópusambandið að lækka mat- vælaverð. Galdurinn felst í því að með ESB aðild yrði innflutningur á landbúnaðarafurðum óheftur frá bandalagsríkjunum. Reyndar er hann óheftur nema á kjöt- og mjólkurvörum og lítilsháttar af grænmeti. Nú er það í sjálfu sér mikilvægt markmið að lækka matarkostnað heimilanna en ef þessi leið verður fyrir valinu er í raun alger óþarfi að ganga í ESB. Íslendingar geta að eigin frumkvæði opnað landið fyrir innfluttum landbúnaðarvörum án þess að þurfa að ræða við Evrópu- sambandið. Það eina sem þarf er lagabreyting á Alþingi. Hingað til hefur ESB verið umhugað um að losna við landbúnaðarvörur sínar á heimsmarkaði með öllum ráðum, s.s. miklum niðurgreiðslum. Raunar væri heppilegra – ef ódýr innflutningur er aðalatriðið – að opna landið án ESB aðildar. Þá gætum við flutt inn enn ódýrari landbúnaðarvörur frá Bandaríkj- unum eða jafnvel þriðjaheims- ríkjum. Evrópusambandið hefur ennfremur markað sameiginlega tollastefnu til varnar sínum eigin bændum sem Íslendingar þyrftu að taka upp við aðild. Þannig myndi aðild að ESB hækka verð á sumum matvörum hérlendis sem núna eru fluttar inn á heimsmarkaðsverði. Til að mynda er gert ráð fyrir því að verð á sykri í Eistlandi og Möltu muni tvöfaldast við inngöngu þess- ara landa í ESB. Loks er vafaatriði hversu miklu innflutningur myndi breyta um matarverð. Flutnings- kostnaður, launastig, skattar og að- stæður í smásöluverslun ráða miklu um það verð sem neytendur munu greiða. Ef litið er til verðlags á mat- vöru innan ESB kemur í ljós mikill munur á milli landa. Af þessum sökum er ekki til eitt Evrópuverð á matvælum. Til dæmis er matarverð þriðjungi hærra í Danmörku en í ESB að meðaltali. Hvað þýðir ESB? Aðild að Evrópusambandinu væri stórt skref fyrir Íslendinga og fæli í sér margar gagngerar breyt- ingar á flestum sviðum þjóðlífsins. Um svo víðtæka breytingu er eðli- legt að fólk hafi misjafnt álit á kost- um og göllum. Fullkomlega eðlilegt er að fólk skipi sér í stjórn- málaflokka eftir skoðunum sínum í þessu efni. Stjórnmál eiga einmitt að snúast um slíka stefnumótun. Af þessum sökum er mjög skrýtið að taka eitt mál – innflutning á land- búnaðarafurðum – út fyrir og fjalla um Evrópusambandsaðild ein- göngu út frá því. Sérstaklega þar sem landsmenn geta hvenær sem er hafið óheftan innflutning á land- búnaðarvörum. Það hefur hins veg- ar ekki gerst vegna þess að þjóð- arsátt hefur verið um stuðning við íslenskan landbúnað. Stefnumörk- un í þessum efnum getur þó tekið breytingum, ef meirihluti er fyrir því á Alþingi. Á síðustu árum hefur átt sér stað gífurlega hröð þróun í íslenskum landbúnaði sem hefur skilað sér í lægra verði til neytenda á sama tíma og sá stuðningur sem bændur njóta hefur farið minnk- andi. Það sem virðist aftur á móti vaka fyrir Evrópusambandssinnum með málflutningi sínum er annað af tvennu. Annaðhvort eru þeir þann- ig innstilltir að þeir sjá það sem kost að geta nýtt ESB til þess að fara framhjá lýðræðislegum meiri- hluta landsmanna með því að þvinga fram breytingar á íslenskri landbúnaðarstefnu og öðrum hlut- um sem þeim hugnast. Eða þá að málflutningurinn um matarverðið er aðeins einfalt bragð til þess að reyna að selja margflókna ESB- aðild til íslensks almennings. Hvort heldur sem er getur þessi málflutn- ingar vart talist mönnum til sóma. ESB og matvælaverð Eftir Jón Bjarnason „Það er ekki til neitt sem heitir Evrópuverð á matvælum, til dæmis er matarverð þriðjungi hærra í Danmörku en að meðaltali í löndum ESB.“ Höfundur er alþingismaður og skipar 1. sæti á lista VG í Norðvesturkjördæmi. g ætlum að benda num ega msfólk. má ætla 3.000 llir þurfa er að r hafa ð skref. ta Íbúða- fyrstu ga lægri tu árum – að halda. með að vegna þessa hækki í buddunni um 15.000 krónur á mánuði. Til viðbótar þessum aðgerðum má nefna millifæranlegan persónu- afslátt milli hjóna og feðraorlofið en bæði þessi atriði eru orðin að veruleika fyrir áeggjan Framsókn- arflokksins. Fjölskyldan á að vera í fyr- irrúmi. Þess vegna höfum við og ætlum að berjast fyrir bættum kjörum fjölskyldna. Dæmið sem hér hefur verið tekið lítur svona út: Tekjuskattur lækkaður: + 16.000 Barnakortin + 22.500 Lægri endurgr. námslána + 13.000 Vegna 90% lána í íbúð + 15.000 Samtals hækkun í buddu + 66.500 krónur á mánuði. Þessar tölur segja í raun allt sem segja þarf um að fjölskyldan er í fyrirrúmi hjá Framsóknarflokkn- um. X-B á kjördag fyrir fjölskyld- urnar. Höfundur er alþingismaður. uddunni! FÖSTUDAGINN 25. apríl sl. héldu níu frjáls félagasamtök fund á Hótel Borg þar sem fulltrúar stjórn- málaflokkanna sátu fyrir svörum um verndun og nýtingu hálendisins. Ég var talsmaður Sjálfstæðisflokks- ins. Níu spurningar voru sendar frummælendum fyrir fundinn, en þær fjölluðu um það hvort líta beri á hálendið sem eina af helztu auðlind- um þjóðarinnar, um afstöðu til ým- issa virkjanakosta, þjóðgarðs norð- an Vatnajökuls, rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma, friðun mikilvægra háhitasvæða og vegalagningu á hálendinu. Til sumra þessara mála hefur Sjálf- stæðisflokkurinn ekki tekið form- lega afstöðu, en annað liggur fyrir. Rammaáætlun á að vera viss grund- völlur fyrir ákvarðanir um virkjanir og verndun í framtíðinni. Sjálfbær þróun hefur verið leiðarljós í stefnu- yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og því verið lýst yfir að Ísland eigi að verða fyrsta sjálfbæra land veraldar. Í samgönguáætlun, sem samþykkt var á Alþingi árið 2002, eru sjálf- bærar samgöngur eitt af fjórum höfuðmarkmiðum og tilgreint til hvaða aðgerða grípa eigi til þess að ná því markmiði. Þjóðgarður norðan Vatnajökuls Nefnd um stofnun þjóðgarðs norðan Vatnajökuls var skipuð 14. október 2002 og skilaði nýlega áfangaskýrslu til umhverf- isráðherra. Ákvörðun hefur enn ekki verið tekin en líklegt má telja að þjóðgarður verði stofnaður á þessu merka svæði. Margir hafa lýst stuðningi við að vernda vatna- svið Jökulsár á Fjöllum, Snæfell og Markarfljót. Samspil á milli verndunar og nýt- ingar hefur verið mikið til umræðu á síðustu misserum. Mikill meiri- hluti þjóðarinnar var hlynntur því að virkja við Kárahnjúka og byggja álver við Reyðarfjörð. Langflestir þingmenn voru sama sinnis, þótt ég hafi ekki verið þeirra á meðal. Sam- þykkir voru allir þingmenn Fram- sóknarflokks, allir sjálfstæð- isþingmenn nema einn, flestir samfylkingarþingmenn en frjáls- lyndir bæði með og á móti. Ein- ungis vinstri grænir voru alfarið andvígir. Vaxandi skilningur er að mínu áliti á viðhorfi umhverfisvernd- arsinna til náttúrunnar og að fólk skuli taka afstöðu út frá fleiri þátt- um en fjárhagslegum, þar á meðal af tilfinningalegum ástæðum. Að halda í það sem gott er er gott íhald Fjölmargar spurningar voru lagðar fyrir okkur þingmennina á fundinum. Þar á meðal kom fram spurning um það hvort ég ætlaðist til þess að einn einasti umhverf- isverndarsinni myndi kjósa Sjálf- stæðisflokkinn í vor? Svarið er að sjálfsögðu já, því fjölmargir sjálf- stæðismenn eru náttúruvernd- arsinnar og íhaldssamir hvað há- lendið varðar. Líkja má umhverfismálum við trúboð, þar sem dropinn holar steininn, en það tekur tíma. Um- hverfismál munu að mínu viti verða aðalmál framtíðarinnar. Verndun og nýting hálendisins, framtíðarsýn Eftir Katrínu Fjeldsted „Líkja má umhverfis- málum við trúboð, þar sem dropinn holar steininn, en það tekur tíma.“ Höfundur er alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.