Morgunblaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 39
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 2003 39 Landsliðið mætti harðri mótspyrnu í Keflavík Íslenska karlalandsliðið æfir af kappi þessa dagana fyrir Norður- landamótið í brids sem hefst í Fær- eyjum 18. maí nk. Liðið fór á Suð- urnesin um helgina og mætti sveit Sparisjóðsins í Keflavík og pari sem skipað var Garðari Garðarssyni og Kristjáni Kristjánssyni formanni Bridsfélags Suðurnesja. Leikurinn var allan tímann jafn og skemmtilegur. Suðurnesjamenn höfðu betur í hálfleik og allt fram á síðasta spil. Þá voru Suðurnesjamenn með 14 impa forystu en síðasta spilið var þeim örlagaríkt þar sem þeir töp- uðu 19 impum og þar með leiknum. Suðurnesjamenn óska landsliðinu góðrar ferðar og senda því baráttu- rkveðjur. Íslandsmótið í tvímenningi – undanúrslit og úrslit um helgina Undanúrslitin verða spiluð 1.–2. maí nk. í Síðumúla 37, 3. hæð. 1. maí hefst spilamennska kl. 11.00 en 2. maí er byrjað að spila kl. 17.00. Úrslitin verða síðan spiluð 3. og 4. maí. Í und- anúrslitum eru spilaðar 3 lotur og komast 34 pör í úrslitin. Sú breyting verður í ár að spilaður verður barómeter með mitchell hreyfingum. Svæðameistarar Reykjaness og Austurlands ásamt Íslandsmeistur- unum hafa tilkynnt forföll. Eftirtaldir svæðameistarar koma því beint í úr- slitin: Reykjavík Anton Haraldss. – Sigurbjörn Haraldsson Vesturland Jón Ágúst Guðm. – Kristján B. Snorrason Vestfirðir Jóhann Ævarsson – Kristinn Kristjánsson N-vestra Jón Sigurbjörnsson – Ólafur Jónsson N-eystra Gylfi Pálsson – Kolbrún Guðveigsdóttir Suðurland Guðjón Einarsson – Ólafur Steinason Til að auðvelda skipulag mótsins eru spilarar beðnir að skrá sig í síð- asta lagi þriðjudaginn 29. apríl kl. 17.00. Núverandi Íslandsmeistarar eru Aðalsteinn Jörgensen og Sverrir Ármannsson. Skráning í s. 587 9360 eða www.bridge.is Bridsfélag eldri borgara í Hafnarfirði Tvímenningur spilaður 25 april 2003. Úrslit urðu þessi. Björn Björnsson – Heiðar Þórðarson 97 Einar Markússon – Sverrir Gunnarsson 88 Hans Linnet – Bjarnar Ingimarsson 85 Spilað er á þriðjudögum og föstu- dögum og hefst spilamennska klukk- an eitt. Húsið opnar klukkan hálf eitt. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson Frá leik landsliðsins og Sparisjóðsins í Keflavík. Jóhannes Sigurðsson og Guðjón Svavar Jenssen spila gegn Þresti Ingimarssyni og Bjarna Einarssyni. HELGIN var annasöm en ánægjuleg hjá lög- reglunni í Reykjavík. Lögregludagurinn var haldinn hátíðlegur og voru lögreglu- stöðvar opnar almenningi frá kl. 11– 17 á laugardag. Talið er að um 4.000 manns hafi heimsótt lögreglustöðv- ar embættisins. Um helgina voru 23 umferðaróhöpp með eignatjóni til- kynnt til lögreglu. Sex ökumenn voru grunaðir um ölvun við akstur, 73 voru teknir fyrir of hraðan akstur og fjórir ökumenn fyrir akstur gegn rauðu ljósi. Tveir menn voru teknir um hálftíuleytið á föstudagsmorgni fyrir of hraðan akstur við Grund- arhverfið á Vesturlandsvegi, annar á 95 km hraða en hinn á 108 km hraða. Hámarkshraði er 70 km/klst. Um kl. 22.30 um kvöldið var maður tekinn á Suðurlandsvegi við Rauðhóla á 124 km hraða þar sem leyfilegur hraði er 80 km, nánast á sama tíma var maður tekinn í Fossvogi á 121 km hraða þar sem 70 er hámarkshraði. Rétt fyrir kl. eitt aðfaranótt sunnudags var ökumaður bifhjóls stöðvaður á Vesturlandsvegi fyrir of hraðan akstur. Ökumaður mældist á 123 km hraða og sinnti ekki stöðv- unarmerkjum. Á bifhjólinu var far- þegi, 15 ára sonur ökumanns. Í tveimur tilfellum var óskað að- stoðar lögreglu um helgina vegna ungra barna sem voru læst inni í bif- reið. Staðdeyfilyfi stolið frá tannlækni Um helgina var tilkynnt um 28 þjófnaði. Klukkan hálfníu á föstu- dagsmorgni var tilkynnt um innbrot í Höfðahverfinu, en þar hafði verið brotist inn á tannlæknastofu og staðdeyfilyfi stolið. Á sama tíma var tilkynnt um innbrot í bifreið í Graf- arvogi. Klukkustund síðar var til- kynnt um innbrot í verslanir við Laugaveginn. Þjófurinn hafði farið inn í verslanirnar með því að spenna upp glugga á íbúð á jarðhæð. Skart- gripum var stolið fyrir hundruð þús- unda, tveimur plötuspilurum auk fleiri hluta. Málið er í rannsókn. Rétt eftir hádegi voru tveir menn handteknir vegna gruns um dreif- ingu og sölu fíkniefna. Við nánari leit í húsakynnum annars fundust fíkniefni. Var þar lagt hald á 24 e- töflur og fleiri efni. Rúmlega tveim- ur tímum síðar var lagt hald á fíkni- efni við aðra húsleit og fundust þar hass, amfetamín, e-töflur og marij- úana. Nokkuð var um tilkynningar um sinubruna um helgina og vill lög- reglan koma þeim tilmælum til for- eldra að brýna fyrir börnum sínum að sinubrunar geta leitt til stórtjóns nái eldurinn að breiðast út, auk þeirrar slysahættu sem börnin geta komið sér í. Einn slíkur var um kl. 19.30 í Breiðholtinu og slökkti lög- regla eldinn. Ölvaðar stúlkur sóttar af systkinum Rétt eftir miðnætti aðfaranótt laugardags var bifreið stöðvuð við Listabrautina. Voru þrjár ungar stúlkur farþegar í bifreiðinni með tveimur eldri strákum og reyndust þær allar vera undir 15 ára aldri. Þær höfðu drukkið áfengi, var haft samband heim til þeirra og voru þær allar sóttar af eldri systkinum, þar sem foreldrar áttu ekki heim- angengt. Um svipað leyti var til- kynnt um mann sem var að ota hnífi að vegfarendum í miðbænum. Hann var handtekinn og fluttur á lög- reglustöð. Við leit á honum fannst hassmoli og var maðurinn vistaður í fangageymslu. Um hálffjögurleytið aðfaranótt laugardags var tilkynnt um þjófnað á myndbandsupptökuvél sem var í blárri tösku. Þjófurinn var handtek- inn skömmu síðar þar sem hann var á ferli í Austurstræti með bláa tösku í hendi og komst vélin því í hendur eiganda aftur. Skömmu síðar til- kynnti leigubílstjóri um bifreið sem lagt hafði verið í runnagróðri. Bif- reiðin var flutt á lögreglustöð. Eig- andi bifreiðarinnar hringdi skömmu síðar og tilkynnti ökutækið stolið. Honum var kynnt að ökutækið væri þegar í vörslu lögreglu. Eigandinn var að vonum ánægður. Um hálfsexleytið aðfaranótt laug- ardagsins var tilkynnt um tvo drengi vera að kveikja í rusli í strætóskýli. Er lögregla kom á vett- vang logaði í rusli í skýlinu, en auk þess hafði verið kveikt í blaðagámi þar skammt frá. Slökkt var í eld- inum en lítilsháttar skemmdir hlut- ust af verknaðinum. Lögreglumenn veittu athygli tveimur piltum sem hlupu brott er þeir sáu lögreglu en þeir náðust ekki. Kústskafti beitt í nágrannaerjum Um kl. 16.15 var tilkynnt um lík- amsárás í austurborginni. Málið at- vikaðist þannig að nágrannaerjur hafa staðið yfir í langan tíma. Þenn- an dag sauð upp úr þegar kona var að spúla stéttina við húsið með kraftmikilli slöngu. Við það fóru óhreinindi á glugga nágranna henn- ar. Íbúarnir (maður og kona) höfðu fundið að þessu við konuna sem sprautaði þá vatni á þau. Nágranna- konan er þá sögð hafa tekið kúst- skaft og gengið í skrokk á konunni og ekki hætt barsmíðunum fyrr en kústskaftið brotnaði. Konan kvaðst sár eftir barsmíðarnar og var henni bent á að láta lækni líta á meiðsl sín og fá þau skráð með tilliti til hugs- anlegra eftirmála. Rétt fyrir kl. eitt aðfaranótt sunnudags var tilkynnt um slagsmál utan við veitingastað á Laugaveg- inum. Tilkynnandi sagði að ráðist hafi verið á sig utan við veitinga- staðinn en gat ekki vísað á árás- armenn. Var hann fluttur á slysa- deild með skakkt nef og bólginn í andliti. Um svipað leyti var enn til- kynnt um líkamsárás. Maður hafði verið sleginn í andlitið og við það brotnaði tönn. Í þetta sinn náðist árásarmaður og var hann vistaður á lögreglustöð. Rétt fyrir hálffjögur var tilkynnt um slagsmál og óskað eftir aðstoð lögreglu. Fyrir utan verslun í Breið- holti hópuðust unglingar saman og var nokkur hiti í þeim. Stimpingar voru hafnar áður en fyrsti lögreglu- bíll kom á vettvang. Ölvun var áber- andi meðal unglinganna. Taka þurfti nokkra unga menn í lögreglubif- reiðarnar og var þeim gert skiljan- legt að þeir ættu að halda friðinn og yfirgefa svæðið. Fór þó svo að hóp- urinn safnaðist saman aftur og upp- hófust slagsmál að nýju. Þeir sem ekki hlýddu fyrirmælum lögreglu og hindruðu framgang hennar í starfi voru handteknir. Þegar mestu óróa- seggirnir voru komnir í umsjá lög- reglu komst ró á hópinn. Sex ung- menni voru flutt á lögreglustöð og einn vistaður í fangageymslu. Úr dagbók lögreglu 25.– 28. apríl Á 123 km hraða á mótor- hjóli með 15 ára farþega Aðalfundur Krabbameinsfélags Hafnarfjarðar verður í dag, þriðju- daginn 29. apríl kl. 20, í Hásölum, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju við Strandgötu. Að loknum aðal- fundarstörfum mun Jón Hjaltalín Ólafsson læknir flytja erindi um húðkrabbamein. Guðný Þorfinns- dóttir segir frá reynslu sinni af sjúk- dómnum. Fundarstjóri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir alþing- ismaður. Kaffiveitingar og allir vel- komnir. Aðalfundur Knattspyrnufélags- ins Vals verður haldinn í dag, þriðjudaginn 29. apríl kl.18, í hátíð- arsal Vals að Hlíðarenda. Dagskrá fundarins er venjuleg aðalfund- arstörf, uppbygging á Hlíðarenda og stefnumótun fyrir Knattspyrnu- félagið Val. Allir Valsmenn velkomn- ir. Byrjendanámskeið í línudansi hefst í dag, þriðjudaginn 29. apríl hjá Jóa Dans í Danssmiðjunni. Nám- skeiðið stendur í 5 vikur og tímar eru alla þriðjudaga kl. 18 20. Kennt er í Akoges-salnum, Sóltúni 3, Reykjavík. Í DAG Opinn fyrirlestur á vegum Rann- sóknarstofnunar í hjúkr- unarfræði verður á morgun, mið- vikudaginn 30. apríl kl. 16.15–17.30, í hátíðarsal Háskóla Íslands. Fyrirlesari er Anna Lilja Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri fjárreiðna og upplýsinga á Land- spítala háskólasjúkrahúsi. Hún mun kynna doktorsverkefni sitt: Árangursstjórnun í íslenska heil- brigðiskerfinu. Opið hús í MÍR 1. maí Að venju verður opið hús í félagsheimili MÍR, Vatnsstíg 10, á baráttu- og hátíðisdegi verkalýðsins, á morg- un, 1. maí. Kaffisala, með hlað- borði MÍR, verður frá kl. 14, efnt verður til lítillar hlutaveltu og sýndar teiknimyndasyrpur fyrir yngstu kynslóðina. Á veggjum eru uppi myndir m.a. eftir hvít- rússnesku listakonuna Alénu Los. Morgunverðarfundur Versl- unarráðs Íslands verður í Sunnu- sal Radisson SAS Hótel Sögu, á morgun, miðvikudaginn 30. apríl kl. 8–9.30. Kjör stjórnenda fyr- irtækja, nýjar reglur Kauphallar um upplýsingagjöf. Fram- sögumenn eru: Þórður Frið- jónsson forstjóri Kauphallar Ís- lands og Árni Tómasson löggiltur endurskoðandi. Fundarstjóri er Ólafur Þ. Stephensen aðstoðarrit- stjóri Morgunblaðsins. Fund- argjald (morgunverður innifalinn) kr. 2.000. Fundurinn er öllum op- inn en æskilegt er að menn til- kynni þátttöku í mottaka@cham- ber.is Heimssýn, hreyfing sjálfstæð- issinna í Evrópumálum, stendur fyrir opnum fundi á Grand Hótel á morgun, miðvikudaginn 30. apríl kl. 12.15. Yfirskrift fundarins er: Evran eða krónan? Er það álit- legur kostur að taka upp evru á Íslandi? Aðalræðumaður verður Ragnar Árnason prófessor við við- skipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands og Óli Björn Kárason rit- stjóri DV flytur inngangsorð. Fundurinn er öllum opinn. Staða rannsókna og atvinnu- mála háskólamenntaðs fólks Reykjavíkur akademían efnir til morgunfundar um stöðu rann- sókna og atvinnumála háskóla- menntaðra, á morgun, miðviku- daginn 30. apríl kl. 8.15 í húsnæði Akademíunnar að Hringbraut 121 í Reykjavík. Steinunn Kristjáns- dóttir fornleifafræðingur og for- maður stjórnar Reykjavík- urakademíunnar flytur erindi en síðan verða umræður. Fulltrúar stjórnmálaflokkanna verða: Hall- dór Ásgrímsson, Margrét Sverr- isdóttir, Össur Skarphéðinsson, Björn Bjarnason og Kolbrún Hall- dórsdóttir. Fundarstjóri verður Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræð- ingur. Allir velkomnir. Fyrirlestur um tvítyngi barna Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur verður með fyrirlestur um tvítyngi barna, á morgun, miðvikudaginn 30. apríl kl. 16,30, í Odda í stofu 101 í Háskóla Íslands. María Luisa Vega, prófessor við Complutense Universidad í Madr- id heldur fyrirlestur. María Luisa skýrir frá rannsóknarverkefni. Meginmarkmið verkefnisins eru þau „að skapa tvítyngdan ein- stakling“ „að þjálfa kennara að nálgast á heildstæðan hátt að kenna nemendum annað mál frek- ar en erlent mál“ og að taka tillit til „þrítyngis“ sem er að verða al- gengari staða margra í dag. Fyr- irlesturinn er öllum opinn. Félag áhugamanna um sögu læknisfræðinnar heldur fræðslufund á morgun, miðviku- daginn 30. apríl kl 20, í Lyfja- fræðisafninu við Neströð á Sel- tjarnarnesi. Kolbrún Ingólfsdóttir sagnfræðingur flytur fyrirlestur er nefnist: Nesstofa og land- læknar fyrri tíma. Heimir Þor- leifsson sagnfræðingur fjallar um sögu Seltjarnarness og verður sú fræðsla utan dyra ef veður leyfir. Fyrirlesturinn er opinn öllum. Á MORGUN Námskeið um öryggi upplýsinga Staðlaráð Íslands heldur námskeið 7. og 8. maí undir heitinu Örugg meðferð upplýsinga – Stjórnun upplýsingaöryggis samkvæmt ISO 17799. Námskeiðið er ætlað stjórn- endum sem bera ábyrgð á meðferð upplýsinga og að innleiða stjórn- kerfi upplýsingaöryggis í fyr- irtækjum og stofnunum. Nám- skeiðið er einnig ætlað starfsfólki sem tekur þátt í innleiðingu slíks stjórnkerfis, ásamt tæknifólki og ráðgjöfum á sviði upplýsinga- öryggis. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur geti gert grein fyrir áherslum og uppbyggingu staðlanna ISO 17799 Upplýs- ingatækni – Starfsvenjur fyrir stjórnun upplýsingaöryggis og BS 7799-2 Stjórnun upplýsingaöryggis – Forskrift fyrir stjórnkerfi upplýs- ingaöryggis. Nánari upplýsingar á vef Staðlaráðs Íslands, www.stadl- ar.is. Baráttu- og hátíðisdegi verka- lýðsins, 1. maí, verður fagnað með opnu húsi í félagsheimili MÍR, að Vatnsstíg 10. Kaffisala, með hlaðborði MÍR verður frá kl. 14, efnt verður til lítillar hlutaveltu og sýndar teiknimyndasyrpur fyrir yngstu kynslóðina. Á veggjum eru uppi myndir m.a. eftir hvít- rússnesku listakonuna Alénu Los. Á NÆSTUNNI Lýðheilsufundur í Sunnusal Í blaðinu í gær var farið rangt með staðsetningu morgunverðarfundar um lýðheilsu sem halda á í dag, þriðjudag. Hann verður í Sunnusal Hótels Sögu í Reykjavík og stendur milli kl. 8 og 10. Erindi halda Finn Kamper Jörgensen, forstöðumaður Lýðheilsustofnunar Danmerkur, Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra og Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir talsmaður Samfylkingarinnar. LEIÐRÉTT LÝST er eftir vitnum að um- ferðaróhappi er varð á bif- reiðastæði við Suðurlands- braut 2, Nordica Hotel, mánudaginn 28. apríl á milli kl. 9:45 og 10:30. Ekið var utan í dökkgræna Toyota Corolla fólksbifreið sem lagt var í stæði og fór tjónvaldur af vettvangi. Þeir sem upplýsingar geta veitt um mál þetta eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. Lýst eftir vitnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.