Morgunblaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 49
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 2003 49 Sjálfsafgreiðsla eða þjónusta hjá okkur getur þú valið* *Á h öf uð bo rg ar sv æ ði nu Þitt er valið! Við hjá ESSO bjóðum ekki aðeins upp á ódýrt bensín heldur líka úrvals þjónustu fyrir þá sem það vilja. Á þjónustustöðvum ESSO er kapp- kostað að koma til móts við mismunandi þarfir viðskiptavina. Veldu val – veldu ESSO! ódýrt þjónusta bensín eða F í t o n / S Í A F I 0 0 6 6 8 6 Á PLÖTU sem ber nafnið OH! koma saman nokkrir kunnustu djasstónlistar- menn samtímans sem saman kalla sig ScoLoHoFo. Þeir eru John Sco- field, Joe Lovano, Dave Holland og Al Foster. Það er vart við öðru að búast þegar slíkir risar koma saman að eitthvað mikið sé í pípunum. Kvartettinn hefur starfað með hléum síðan 1999 og farið í tvær tón- leikaferðir, 1999 og 2002. Á síðasta ári pöntuðu þeir síðan tíma í hljóð- veri og hljóðrituðu á tveimur dögum diskinn sem hér um ræðir. 11 lög eru á plötunni og jafnræði er milli tónlistarmannanna sem allir eiga sín lög. Þarna er að finna fönkskotið nú- tímabopp og víða er virkilega gríp- andi grúv. Vart þarf að geta þess að hljóðfæraleikur er óaðfinnanlegur og jafnvel nýstárlegur á köflum. Lovano djassar O Sole Mio Joe Lovano er síðan með sína einkaplötu, Viva Caruso, þar sem hann tekst á við tónlist sem oft var á efnisskrá Caruso. Margir hafa gert tilraun- ir með að leita blárra tóna í þekktum klassískum verkum. Jacques Louss- ier kemur fyrst upp í hugann en svo hafa aðrir líka samið djassverk í klassískum stíl eins og t.a.m. Mod- ern Jazz Quartet. Yfirleitt er þetta lítt spennandi áheyrnar, með góðum undantekningum, en Lovano tekst að gæða margnota laglínur óperu- bókmenntanna lífi; jafnvel „O Sole Mio“ verður áheyrilegt í flutningi hans að ekki sé minnst á „Santa Lucia“ sem er hreint út sagt spenn- andi í flutningi Lovanos. Hefðbundinn og fingrafimur Ný plata með píanistanum Bill Charlap sætir engum tíðindum nema fyrir frá- bæran píanóleik í hefðbundnum stíl. Þetta er sjötta sólóplata Charlaps og önnur fyrir Blue Note. Það fer ekki framhjá neinum að pilt- urinn er fingrafimur með afbrigð- um. Hann rær á gömul og sígræn mið á Stardust. Viðfangsefnið er, eins og nærri má geta af titlinum, tónlist Hoagy Carmichaels sem er elskaður og dáður sem höfundur einhverra áleitnustu og minnisstæð- ustu laglínanna úr amerísku söngva- bókinni. Hver kannast ekki við tit- illagið sem ótölulegur fjöldi hefur spreytt sig á, líka „Georgia on My Mind“ og „Skylark“. Þau eru þarna öll ásamt „The Nearness of You“, sem James Taylor söng reyndar einnig nýlega í kompaníi við Michael Brecker í ballöðubók hans. Charlap heldur sig ávallt nálægt laglínunni og er ekki með neitt tilraunaeldhús. Hann hefur með sér toppmannskap, þ.e. bræðurna Kenny og Peter Washington og svo kallar hann til liðs við sig súperstjörnur í ein- stökum lögum, eins og Shirley Horn, Jim Hall, Frank Wess og Tony Bennett, sem syngur með sínu djassnefi. Hipp-hopp Diskarnir hafa streymt frá gítar- leikaranum Charlie Hunter allt frá 1995, þegar hann komst á mála hjá Blue Note. Hans má njóta á splunkunýjum diski, Song from the Analog Playground. Þar kveður heldur við annan tón því drengurinn er í raun hipp-hoppaður djassisti sem límir saman hinn nútímalega hljóð- heim við hefðina. Þetta er dansdisk- ur sem bragð er að og grúvið er ár- áttukennt á köflum. Á nýja disknum er í fyrsta sinn söngur í tónlist Hun- ter og þar má m.a. heyra stórstirnið unga Noruh Jones flytja Roxy Mus- ic-lagið „More Than This“. Eigulegur Terrasson Fransk-bandaríski píanistinn Jacky Terrasson hefur verið í mikl- um metum hjá þeim sem þetta skrifar allt frá því hann lék á Rú- Rek-djasshátíð- inni árið 1997; þá hæfileikaríkur og upprennandi. Hann heillaði marga með tækni sinni og skýrri tónhugs- un og nú er kominn út diskurinn Smile á Blue Note þar sem Terras- son leitar í smiðju genginna kyn- slóða og hristir jafnframt fram úr erminni eigin lagasmíðar og verk samtíðarmanna. Heiti disksins vísar í hið þekkta lag Charlie Chaplins en meðferðin er ekki hefðbundin. Þarna er líka að finna mikið spiluð og sígræn lög eins og „Sous le Ciel de Paris“ Edith Piafs, „My Funny Valentine“ og „Autumn Leaves“ en þarna er líka gamli Stevie Wonder- smellurinn „Isn’t She Lovely“ og „Mo Better Blues“ úr samnefndri kvikmynd Spike Lee. Eigulegur diskur. Ferðin langa til Kúbu Kanadíski flautu- og saxófónleik- arinn Jane Bunn- ett er kona með köllun. Eins og Ry Cooder, og margir aðrir reyndar, hefur hún heillast af kúbanskri tónlist og köllunin er sú að blanda saman djassáhrifum og þjóðlegri tónlist Kúbu og hljóðrita. Hún fór í fyrsta sinn til Kúbu 1982 ásamt eiginmanni sínum, trompet- leikaranum Larry Cramer, og hefur síðan þá margsinnis verið á Kúbu og ræktað þar vináttu við þarlenda tón- listarmenn. Það fer hver að verða síðastur að gera sér mat úr þeirri ríku tónlistarhefð sem á Kúbu er, því gömlu meistararnir eru margir orðnir hrumir af elli og aðrir gengn- ir. Cuban Odyssey er kvikmynda- tónlistin við heimildarmyndina Spir- its of Havana sem kanadíska ríkissjónvarpið gerði og sýnd hefur verið vestra. Við sögu koma nokkrir af þekktustu tónlistarmönnum Kúbu, eins og t.d. Merciditas Val- des, sem nú er látin, Guillermo Rub- alcaba, faðir hins þekkta píanista Gonzalo Rubalcaba, tíu manna kór- inn Desdann og lagasmiðurinn og píanistinn 18 ára, David Virelles. Cuban Odyssey er diskur sem allir áhugamenn um kúbanska tónlist þurfa að eiga. Sex Bláar nótur Mikil gróska er í útgáfu hjá hinu rótgróna djassútgáfufyrirtæki Blue Note um þessar mundir. Margir þekktustu og virtustu djasstónlist- armenn heims eru á mála hjá útgáfunni og það sem einkum er ánægjulegt við útgáfuna er hversu fjölbreytileg djasstónlist kemur út á vegum hennar. Nýlega bárust Guðjóni Guðmundssyni í hendur sex nýjar plötur frá Blue Note og verður hér lítillega sagt frá þeim. gugu@mbl.is Mikil gróska hjá djassútgáfunni rótgrónu Blue Note
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.