Morgunblaðið - 29.04.2003, Side 44

Morgunblaðið - 29.04.2003, Side 44
ÍÞRÓTTIR 44 ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ KA-menn gera sér góðar vonir um að Litháarnir Egidijus Petkivicius markvörður og Andrius Stelmokas leiki áfram með liðinu á næstu leik- tíð en samningar þeirra við Ak- ureyrarliðið eru að renna út. „Ég er að vonast til að geta hald- ið að mestu sama mannskap og við munum hefja viðræður í vikunni við leikmenn okkar um þau mál. Það er ekkert launungamál að við leggjum mikla áherslu á að Stelmokas verði með okkur áfram enda algjör lyk- ilmaður og kjölfestan í okkar liði,“ sagði Jóhannes Bjarnason, þjálfari KA, við Morgunblaðið í gær en KA- menn, sem áttu titil að verja, féllu út í slagnum um Íslandsmeistaratit- ilinn í fyrradag þegar þeir lágu fyr- ir Haukum í framlengdum leik. Það er ekkert skrýtið að KA- menn hafi sest niður með Stelmo- kas í gær og hafið þar með við- ræður við hann um nýjan samning þar sem mörg lið hafa sýnt áhuga á að njóta krafta línumannsins sterka. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru Haukar eitt þeirra liða sem borið hafa víurnar í Stelmokas sem af öðrum ólöstuðum hefur leikið best allra á Íslands- mótinu í vetur.  ALAN Shearer, framherji New- castle, meiddist illa á ökkla í leik sinna manna á móti Sunderland á laugardaginn og nú er ljóst að hann leikur ekki meira með á yfirstandandi leiktíð. Þetta er mikið áfall fyrir Newcastle sem á í harðri baráttu við Chelsea og Liverpool um meistara- deildarsæti.  LES Ferdinand, framherji West Ham, getur tekið þátt í tveimur síð- ustu leikjum liðsins en óttast var að hann hefði fótbrotnað í leik West Ham á móti Manchester City á sunnudaginn. Ferdinand var borinn af leikvelli og þegar fluttur á sjúkra- hús eftir að hafa lent í samstuði við Peter Schmeichel, markvörð City, en eftir ítarlega skoðun á sjúkrahúsinu kom í ljós að meiðslin voru minni en óttast var í fyrstu.  BARRY Ferguson, fyrirliði Glas- gow Rangers, hefur verið útnefndur knattspyrnumaður ársins í Skotlandi en leikmenn úr skosku úrvalsdeild- inni voru flestir þeirrar skoðunar að Ferguson væri besti leikmaður deild- arinnar.  INGVALDUR Magni Hafsteins- son, körfuknattleiksmaður úr KR, hefur samið við félagið á ný og mun leika með liðinu á næstu leiktíð.  OLIVER Kahn, landsliðsmark- vörður Þjóðverja, er meiddur á oln- boga og getur ekki tekið þátt í vin- áttulandsleik Þjóðverja við Serbíu og Svartfjallaland annað kvöld. Hans Jörg Butt, markvörður Leverkusen, mun taka stöðu Kahns í markinu en leikurinn fer fram í Bremen. Þá varð Oliver Nauville hjá Leverkusen sömuleiðis að draga sig út úr hópnum sökum meiðsla og valdi Rudi Völler, landsliðsþjálfari Þjóðverja, Benjamin Lauth, 1860 München, í hans stað.  VARAMIÐHERJI Phoenix Suns, Jake Voskuhl, var hetja liðsins að- faranótt sunnudags er hann skoraði fimm af sex síðustu stigum liðsins gegn San Antonio Spurs í átta liða úrslitum NBA-deildarinnar. Suns vann leikinn 86:84 og er staðan jöfn hjá liðunum, 2:2, en það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki kemst í undanúrslit vesturstrandarinnar.  ORLANDO Magic þarf aðeins einn sigurleik til viðbótar til þess að leggja Detroit Pistons að velli í rimmu lið- anna í átta liða úrslitum austur- strandarinnar í NBA-deildinni. Stað- an í einvígi liðanna er 3:1 eftir að Magic vann leik þeirra aðfaranótt sunnudags, 100:92, þar sem Tracy McGrady skoraði 27 stig og gaf að auki 9 stoðsendingar.  DALLAS Mavericks náði ekki að sigra Portland Trailblaizers í fjórða leik liðanna sem fram fór aðfaranótt sunnudags í NBA-deildinni en Dallas hafði unnið þrjá leiki í röð gegn Port- land í átta liða úrslitum vesturstrand- arinnar. Portland vann leikinn 98:79 en liðið hafði tapað tíu leikjum í röð í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. FÓLK JOSE Mourinho, þjálfari Porto, sem mætir Celtic í úrslitaleik UEFA-keppninnar í Sevilla á Spáni 21. maí, var meðal áhorf- enda á Ibrox er leikmenn Celtic komu þangað í heimsókn á sunnu- daginn og fögnuðu sigri, 2:1. Hann segir að Celtic sé sigur- stranglegra liðið í úrslitaleiknum og bendir máli sínu til stuðnings á hvaða liðum Celtic ruddi úr vegi sínum á leiðinni til Sevilla – Black- burn, Celta Vigo, Stuttgart, Liver- pool og Boavista. „Það yrði stórkostlegt ef við næðum að leggja Celtic að velli í Sevilla. Ég yrði þá mjög hamingju- samur. Skoska liðið er geysilega öflugt og ekki auðsigrað,“ sagði Mourinho í viðtölum í skoskum fjölmiðlum og sagði hann vonast til að leikmenn Porto mæti Celtic sem nýkrýndir meistarar í Portú- gal. Celtic sigurstranglegra KNATTSPYRNUSAMBAND Evrópu, UEFA, hefur ákveðið að hætta við „Gullmarkregluna“ – það er að leikur sé flautaður af í framlengingu, strax þegar annað liðið skorar mark. Nýja reglan er þannig, að ef annað liðið nær að skora mark í fyrri hálfleik fram- lengingar, þá verður fyrri hálf- leikurinn leikinn út, þannig að hitt liðið fær tækifæri til að jafna. Ef það tekst ekki, þá er leikurinn flautaður af og liðið sem er yfir sigurvegari. Ef ekk- ert mark er skorað í fyrri hálf- leik framlengingar, verða allar fimmtán mín. seinni hálfleiks framlengingar leiknar. Ef lið eru þá jöfn, fer fram vítaspyrnukeppni. Þetta nýja fyrirkomulag hefur verið kallað „Silfurmark“ og verður fyrst tekið upp í úrslitaleik UEFA 21. maí, Celtic – Porto í Sevilla. „Silfurmark“ tekið upp MARGRÉT Ólafsdóttir, knatt- spyrnukonan reynda, dregur líklega fram fótboltaskóna á ný og spilar með Breiðabliki í sumar. Margrét hefur ekkert æft knattspyrnu í vetur og gerði alveg eins ráð fyrir því að hvíla sig alveg á henni í sumar. Hún sagði við Morgun- blaðið í gær að það væri orðið freistandi á ný að vera með. „Ég tek endanlega ákvörðun mjög fljótlega,“ sagði Mar- grét. eina tilraun og lét hvergi banginn setja 400 kíló á stöngina en þrátt fyr- ir dyggan stuðning áhorfenda tókst honum ekki að ná því upp. „Ég stefndi að því að ná þessu meti en vildi samt taka meira, ætlaði að taka fjögur hundruð kíló í rétt- stöðu,“ sagði Benedikt eftir mótið en hann ætlar ekki að láta staðar num- ið. „Stefnan er nú sett á meiri þyngd- ir og að bæta sig. Ég er að fara í heimsmeistaramót í haust og það er fyrsta mót mitt erlendis en leggst vel í mig. Ég hef enga reynslu af slíku og spennan því mikil en það er gott að Auðunn er að fara líka. Þar langar mig í heimsmetið í réttstöðu og ég ætla mér að ná því. Svo verð ég með í keppninni um sterkasta mann Ís- lands sautjánda júní og ætla mér líka að vinna.“ Tvær konur tóku þátt í mótinu og bætti María öll metin í sínum flokki, Fyrir mótið hafði Benedikt sýnt aðhann var til alls vís. Hann stóð undir því og margur kunnur kappinn þurfti að sjá á eftir metum sínum, hné- beygja og réttstöðu- lyfta Torfa Ólafsson- ar fauk og Hjalti Árnason sá bekkpressumetið sitt hverfa ásamt unglingameti sínu í samanlögðu þegar Benedikt tók upp 980 kíló, fimmtíu kílóum meira en Hjalti. Auk þess bætti Benedikt Norðurlandamet Jóns Páls Sigmars- sonar í réttstöðulyftu unglinga frá 1982 um 12,5 kíló og einnig Norð- urlandametið í samanlögðu. „Stefndi að því að ná þessu meti“ Þegar Benedikt hóf upp 380,5 kíló í réttstöðulyftu bætti hann Íslands- met fullorðinna. Hann átti enn eftir sem skilaði henni einnig öllum stiga- verðlaununum. „Ég er samt ekki sátt við árangurinn því ég hef tekið meira á æfingum en það er þó við- unandi að hafa bætt mig um sjö og hálft kíló milli móta,“ sagði María en hún hefur æft kraftlyftingar í eitt og hálft ár. „Ég hef bætt mig að und- anförnu en ekki eins mikið og fyrst þegar ég byrjaði, nú er það erfiðara en það hefst með þolinmæði. Áhug- inn er mikill og ég bjóst ekki við að hann yrði svona mikill og svona skemmtilegt að lyfta en ég hef aldrei prófað aðrar íþróttagreinar. Næst er bikarmót í nóvember og ég keppi jafnvel á einu móti í sumar en eftir tvö ár tel ég tíma til að prófa mig á móti erlendis. Ég vil ekki fara til að lenda í neðsta sæti, það væri í lagi að vera í kringum miðjuna en ég á mikið eftir í að ná þyngdum, sem eru í gangi erlendis.“ Auðunn ákvað að vera með á síðustu stundu Auðunn er að jafna sig eftir upp- skurð á öxl í desember og hugðist ekki taka þátt í mótinu en sló til á síðustu stundu. Það var ekki annað að sjá en hann hafi engu gleymt og náð sér að fullu því hann bætti eigið Íslandsmet í bekkpressu og fékk einnig stigaverðlaun fyrir hné- beygju, bekkpressu og úr saman- lögðu. „Ég ætlaði ekki að keppa á þessu móti vegna persónulegra að- stæðna en ákvað að vera með til að dreifa huganum,“ sagði Auðunn eftir mótið og hyggst fara að takast á við lóðin enda sýnir árangurinn að hann getur það. „Ég gaf mér góðan tíma til að jafna mig og því frábært að ná meti á bekknum vegna þess að um tíma vissi ég ekki hvort ferillinn væri búinn. Það væri því frekja að heimta meiri árangur í dag og ég því ánægð- ur með útkomuna. Ætlunin var að taka níu gildar lyftar og eiga aðeins inni en tók átta gildar, sem er í lagi því ég er ekki kominn í mína bestu æfingu.“ Bætti öldungamet Halldór Eyjólfsson bætti eigið öldungamet í 40 ára og eldri þegar hann tók 277,5 kíló í hnébeygju og Ingvar Jóel Ingvarsson tók í sama flokki bekkpressumet af Jóni Gunn- arssyni. Morgunblaðið/Stefán Auðunn Jónsson og Benedikt Magnússon létu til sín taka á Íslandsmeistaramótinu. Benedikt sló hvert metið á fætur öðru BENEDIKT Magnússon fór á kostum á Íslandsmeistaramótinu í kraftlyftingum á laugardaginn þegar hann sló hvert metið á fætur öðru en kappinn er aðeins 19 ára og bætti meðal annars öll ung- lingametin í sínum flokki og setti Norðurlandamet. María Guð- steinsdóttir lét einnig til sín taka með þrjú met og Auðunn Jónsson, sem ákvað rétt fyrir mótið að slá til, fékk flest stigaverðlaunin. Stefán Stefánsson skrifar KA-menn bjartsýnir á að halda Stelmokas Margrét með á ný?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.