Morgunblaðið - 15.05.2003, Page 21
SUÐURNES
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2003 21
Með byltingarkenndri tvíþættri tækni, sem sótt hefur verið um
einkaleyfi* á, eykur Expandex™ formúla fyrirferð augnháranna - gerir
þau allt að 300% þykkari.
Speed-Meter Brush™ sveigjuburstinn, straumlínulagaður og undralipur,
rennir sér í augnhárabeygjurnar með ofurskammt af lit. Formúla eitt
fyrir ótrúleg augnhár.
Svartur, brúnn, blár og fjólublár.
Þykk augnhár á ofurhraða
Nýtt: MagnaScopic
Maximum Volume Mascara
Hagkaup Kringlunni • Hagkaup Smáralind
Hagkaup Spönginni • Hagkaup Akureyri
GJÖFIN ÞÍN
Gjöfin þín
Gefðu húð þinni þá frábæru meðferð sem hún á skilið. Kannaðu hvað nýjasti
farðinn gerir fyrir þig. Finndu angan vors og blóma í yndislegum ilmi.
Kaupirðu Estée Lauder vörur fyrir 3.500 kr. eða meira í þessum verslunum
Hagkaups dagana 15. - 21. maí færðu fallega gjöf með eftirfarandi glaðningi:*
Resilience Lift OverNight Face and Throat Creme, næturkrem
Resilience Lift Face and Throat Crème SPF 15, dagkrem
Re- Nutriv varalitur
Illusionist Maximum Curling Mascara
Intuition EDP spr.
Fallega bleika snyrtitösku
Verðgildi gjafarinnar er kr. 7.100.-
* Meðan birgðir endast.
www.esteelauder.com
*Í Bandaríkjunum og á heimsvísu.
FYRIR GARÐEIGENDUR SEM VILJA GÓÐ VERKFÆRI
SLÁTTUORF GARÐSLÁTTUVÉLAR GARÐSLÁTTUVÉLARSLÁTTUORF HEKK KLIPPUR HANDSLÁTTUVÉLAR
REYKJAVÍK: Ármúla 11 - Sími 568-1500 AKUREYRI: Lónsbakka, Glæsibæjarhreppi - Sími 461-1070
ÞAR SEM GÓÐU GARÐVERKFÆRIN FÁST
Létt og lipur.
Fyrir sumar-
bústaðinn og heimilið
Sú græna góða.
4,75 hp - 6,5 hp
Sú mest selda.
3,5 hp - 6 hp
Fyrir þá sem
vilja „alvöru“ hekkklippur
„Bumbubaninn“
sem bregst ekki
Hörkuorf
fyrir alla sláttumenn
UNNIÐ er að kortlagningu leifa
landnámsskálans og bygginganna
við hann sem fundust skammt frá
Kirkjuvogskirkju í Höfnum í vetur.
Notaðar eru viðnámsmælingar til
að kanna útlínur bygginganna.
Þegar Bjarni F. Einarsson forn-
leifafræðingur vann að fornleifa-
skráningu fyrir Reykjanesbæ síð-
astliðinn vetur fann hann tóftir í
Höfnum, skammt frá Kirkjuvogs-
kirkju, sem hann taldi gamlar. Var
grafið í tóft sem Bjarni taldi skála
og þar var komið niður á heillegt
gólf frá landnámsöld og hleðslu
sem talin var úr langeldinum. Auk
þess fundust nokkrir munir.
Niðurstöður úr geislakolaaldurs-
greiningum á sýnum úr uppgreftr-
inum bentu til þess að skálinn væri
frá níundu öld eða eldri og að hann
væri því með elstu skálum sem
fundist hefðu hér á landi.
Kortleggur fornleifarnar
Í sumar hefur verið unnið að
kortlagningu fornleifanna. Tim
Horsley, breskur fornleifa- og jarð-
eðlisfræðingur, sem vinnur að dokt-
orsverkefni við Bradfordháskóla
var fenginn til að gera viðnáms-
mælingar með jarðsjá. Í síðustu
viku mældi hann svæðið eins og það
var. Síðan lét Reykjanesbær taka
um það bil 50 sentímetra lag ofan af
því, undir stjórn Bjarna Einarsson-
ar, til þess að sjá muninn og reyna
að fá mælinguna nákvæmari og er
Tim þessa dagana að endurtaka
mælinguna. Hann segir spennandi
að sjá hverju það breyti að mæla
aftur eftir að búið er að taka ofan af
landinu. Tölurnar úr jarðsjánni set-
ur hann inn í tölvu og á hann þá að
geta séð útlínur húsanna, stærð
þeirra og afstöðu hvers til annars,
og teiknað þau upp.
Jarðvegur hér á landi og berglög
eru talsvert frábrugðin því sem er í
Bretlandi til dæmis og er Tim að
þróa mælitækni við íslenskar að-
stæður. Hann hefur komið hingað
til lands í þessum tilgangi á hverju
sumri frá 1999 og rannsakað forn-
leifar á 40 stöðum, meðal annars í
Skálholti og á Þingvöllum.
Stórkostlegt tækifæri
Sigrún Ásta Jónsdóttir, forstöðu-
maður Byggðasafns Reykjanes-
bæjar, segir að með þessari tækni
sé hægt að spara uppgröft á stöðum
innan svæðisins þar sem ekkert er
talið vera undir og hægt að einbeita
sér að áhugaverðustu stöðunum.
Vonandi finnist einnig minni hús og
jafnvel öskuhaugar.
Hún vonast til að fljótlega verði
hægt að hefjast handa við frekari
rannsóknir á fornleifunum og þá
með uppgreftri. Helst næsta sumar
en það sé þó háð fjárveitingum bæj-
aryfirvalda. „Ég lít á þetta sem
stórkostlegt tækifæri fyrir Suður-
nesin að komast almennilega á
kortið. Þegar verið er að ræða um
íslenska menningu eru Suðurnesin
sjaldnast nefnd á nafn. Rannsókn á
þessum stað myndi styrkja menn-
ingarlega stöðu svæðisins. Fleira
kemur í framhaldinu, því þessi
vinna mun hjálpa okkur að byggja
upp jákvæða ímynd svæðisins og
menningartengda ferðaþjónustu,“
segir Sigrún Ásta.
Þegar rannsóknunum lýkur
verður væntanlega sáð grasfræi í
sárið. Moldin kom í góðar þarfir hjá
Hafnabúum, víða eru moldarhaug-
ar við garða þeirra sem íbúarnir
eru að vinna úr við vorverkin í
görðunum. Hluti af moldinni var
notaður til að útbúa skeifulaga
jarðvegsmön við fornleifasvæðið.
Þar verður aðstaða fyrir ferðafólk
til að fylgjast með rannsóknum og
skoða tóftirnar.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Tim Horsley gengur með jarðsjána skipulega yfir tóftir landnámsskálans og annarra fornra bygginga.
Unnið að undirbúningsrannsóknum við Kirkjuvogskirkju
Teikna upp landnámsskál-
ann eftir viðnámsmælingar
Hafnir
SÖNGSVEITIN Víkingar heldur
sína árlegu vortónleika í kvöld,
fimmtudaginn 15. maí kl. 20.30, í
Ytri-Njarðvíkurkirkju og í Safnaðar-
heimilinu í Sandgerði á morgun,
föstudag, einnig kl. 20.30.
Söngsveitin Víkingar var stofnuð
1994 og er Suðurnesjamönnum að
góðu kunn. Sveitin er undir stjórn
Sigurðar Sævarssonar.
Á efnisskránni er léttleikinn í fyr-
irrúmi, blanda af íslenskum og er-
lendum lögum frá ýmsum tímum.
Hluti söngskrárinnar er fluttur án
undirleiks en að öðru leyti er undir-
leikurinn dillandi harmoníka.
Vortónleikar Víkinganna
Njarðvík/Sandgerði