Morgunblaðið - 15.05.2003, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 15.05.2003, Qupperneq 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Sími 588 1200 Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga ÞÝSK lögregluyfirvöld hafa í samvinnu við lög- regluyfirvöld hér á landi upprætt þýskan fíkni- efnahring en starfsemi hans náði hingað til lands. Þannig handtók þýska lögreglan fimm manns og fann rúmlega 20 kíló af hassi við 14 húsleitir í smábæ rétt utan við Hamborg í fyrradag. Málið tengist handtöku tveggja manna hér á landi í haust, Þjóðverja og Íslend- ings sem hafa setið í gæsluvarðhaldi síðan, að sögn Ásgeirs Karlssonar aðstoðaryfirlögreglu- þjóns. Alls eru því sjö manns í haldi nú vegna málsins. „Þýska lögreglan hóf að fylgjast með hópi manna þar í landi í lok síðasta sumars en er böndin höfðu borist til Íslands hafði hún samband við lögregluyfirvöld hér og óskaði eft- ir samvinnu.“ Íslendingurinn áður tengst fíkniefnamálum Hann bendir á að sú vinna hafi leitt til hand- töku Þjóðverja á sextugsaldri á Keflavíkurflug- velli er hann reyndi að smygla hingað kílói af hassi og 900 grömmum af amfetamíni. Í kjölfar- ið var Íslendingur um þrítugt handtekinn í Reykjavík og er sá búsettur hér á landi. Báðir eru þeir enn í haldi, búið er að gefa út ákæru á hendur þeim og verður málið tekið fyrir í hér- aðsdómi innan tíðar. Íslendingurinn mun áður hafa komið við sögu lögreglu vegna fíkniefnamála. Ásgeir vill ekki gefa upp hvort búist sé við að málið sé viða- meira en segir að rannsókn þess muni halda áfram í samvinnu við þýsku lögregluna. Rann- sókn málsins hefur verið nokkuð umfangsmikil, m.a. hafa þýskir lögreglumenn komið tvisvar hingað til lands vegna þess. Ásgeir segir sam- vinnuna við þýsku lögregluna hafa gengið afar vel og bætir við að samvinna af þessu tagi á milli landa sé sífellt að aukast. Þýsk-íslenskur fíkniefnahringur upprættur með samvinnu landanna Tengist Íslendingi sem hand- tekinn var hérlendis í haust ÍSLENSKA sjónvarpsfélagið hf., sem rekur Skjá einn, hefur ákveðið að ný áskriftarsjónvarpsstöð hefji sendingar í haust og mun hún bera nafnið Skjár tveir. Nýja stöðin verður fáanleg á breiðbandi Símans sem nú þegar er tengt við 33.000 heimili á landinu. Skjár einn verður rekinn með óbreyttu formi. Félagið fyrirhugar að kynna dagskrá nýju stöðvarinn- ar í ágústmánuði en á stöðinni verð- ur bæði erlent efni og íslensk dag- skrárgerð. Kristinn Þ. Geirsson, fram- kvæmdastjóri félagsins, segir útlit fyrir að Skjár einn skili hagnaði á þessu ári og því telur hann sterkan grundvöll til að útvíkka starfsem- ina. Vilja öflugt fjölmiðlafyrirtæki Metnaður félagsins stöðvast þó ekki við Skjá tvo. „Allir sem eru eitthvað að vinna í fjölmiðlum velta því alltaf fyrir sér hvernig væri að stofna stórt, öflugt fjölmiðlafyrir- tæki sem rekur alls kyns fjölmiðla, þar sem áherslan er á að framleiða fréttir og afþreyingarefni,“ segir Gunnar Jóhann Birgisson, stjórn- arformaður Íslenska sjónvarps- félagsins. „Síðan væri efninu komið til skila, hvort sem það væri með prentmiðlum, eða í gegnum sjón- varp og útvarp. Auðvitað erum við að velta fyrir okkur slíkum hug- myndum líka. Þetta eru í dag hálf- gerðar vísindaskáldsögur en það er allt raunhæft í þessu.“ Kristinn segir að nú sé rekstur félagsins kominn í góðan farveg og því sé Skjár tveir góð viðbót. „Með þessari [nýju] stöð ætlum við ekki að tryggja rekstur Skjás eins líkt og margir halda, heldur er þetta þveröfugt og kemur Skjár tveir frekar sem viðbót við Skjá einn,“ sagði Gunnar. Íslenska sjónvarpsfélagið sendir út á Breiðbandinu Skjár tveir í loftið í haust  Sjónvarpsstöð/10 Girðingarmál á Kjalarnesi í sjálfheldu Málið bítur í skottið á sér BÚFJÁRSAMÞYKKT sem bannar lausagöngu búfjár á Kjalarnesi fæst ekki samþykkt vegna þess að ekki er komin girðing á milli Kjalarness og Kjósar og hafa Bændasamtökin því lagst gegn staðfestingu samþykktar- innar. Hins vegar er ekki hægt að setja girðinguna upp fyrr en búfjár- samþykktin hefur verið staðfest. Þannig virðist málið vera komið í sjálfheldu. Kjalarnes liggur að Kjós þar sem lausaganga er heimil Ástæða þess að Bændasamtökin leggjast gegn staðfestingu búfjár- samþykktarinnar er að hún á sér ekki stoð í lögum, að sögn Ólafs Dýr- mundssonar, ráðunautar hjá Bændasamtökunum. Ekki sé hægt að banna lausagöngu búfjár á Kjal- arnesi vegna þess að nesið liggur að Kjós þar sem lausaganga er heimil. Á meðan ekki sé girt á milli sé ekki hægt að banna lausagöngu á nesinu. Þannig virðist málið bíta í skottið á sér – búfjársamþykktin fæst ekki samþykkt þar sem girðingin er ekki fyrir hendi og ekki hægt að setja girðinguna upp þar sem ekki er búið að staðfesta búfjársamþykktina.  Girðingarmál/19 Morgunblaðið/RAX Samkeppnishæfni smærri þjóða Ísland í ní- unda sæti ÍSLAND er í níunda sæti af 29 þjóðum á lista svissneska IMD- viðskiptaháskólans yfir sam- keppnishæfni þjóða sem hafa færri en 20 milljónir íbúa. Á sama mælikvarða lenti Ísland í ellefta sæti árið 2002. Litið var til fjögurra mæli- kvarða við mat á samkeppnis- hæfni. Ísland lenti í 26. sæti hvað varðar stöðu efnahagslífs og féll úr því sautjánda. Guðrún Mjöll Sigurðardóttir, sérfræð- ingur hjá Háskólanum í Reykjavík, sem sá um gagna- öflun fyrir rannsóknina hér á landi, segir að smæð landsins hafi haft hamlandi áhrif í þessu tilliti. Sumir þeirra þátta sem horft hafi verið til lúti beinlínis að stærð lands og þjóðar. Hvað varðar skilvirkni hins opinbera lenti Ísland í sjöunda sæti og hækkaði sig um átta sæti frá fyrra ári. Skilvirkni í viðskiptum var hin þriðja mesta meðal þjóðanna 29 og innviðir íslenska efnahagslífs- ins lentu í fjórða sæti.  Samkeppnishæfni/B1 FYRSTA þrívíddarkvikmyndin í heiminum sem tekin er með 360 gráða sjónarhorni var tekin á Langjökli á mánudag. Bandarískur einkaaðili stendur að gerð myndarinnar sem verður fjögurra mínútna löng og kost- ar 300 milljónir króna. Myndin verður sýnd í sérstökum sal vestanhafs, þar sem frost verður 10 gráður og búin til snjókoma til að auka sem mest á stemmninguna meðan horft er á jöklamyndina. Þessi tækni er tal- in fýsilegur kostur í þróun á tölvuleikjum í framtíðinni og í þjálfun hermanna og lög- reglu svo dæmi séu tekin. Bandarískir kvikmyndatökumenn frá Hollywood voru hér á landi á dögunum og biðu færis að komast upp á Langjökul með kvikmyndavél, sem fest var neðan á þyrlu áður en loftmyndatakan hófst. Tökuvélin er búin níu linsum og eru þrjár slíkar vélar til í heiminum. Hugmyndin kviknaði í fyrra þegar Krist- ján Kristjánsson hjá ferðaþjónustufyrir- tækinu Mountain Taxi var að aka höfundi myndarinnar um Langjökul. Hefur undir- búningur staðið í sex mánuði. Auk Mount- ain Taxi aðstoðuðu Þyrluþjónustan og Norðvestur kvikmyndagerð við verkefnið. Ljósmynd/Craig Pavilionis Nýstárleg þrí- víddarkvikmynd tekin á Langjökli MARGIR samfögnuðu Ólafi Ragnari Grímssyni, for- seta Íslands, í Borgarleikhúsinu í gær í tilefni 60 ára afmælis hans. Listamenn skemmtu og ávörp voru flutt. Davíð Oddsson forsætisráðherra þakkaði Ólafi Ragnari Grímssyni forseta öll samskipti og samstarf fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og handhafa forsetavaldsins og færði honum gjöf frá ríkisstjórn- inni í tilefni tímamótanna. Morgunblaðið/Sverrir Forseti Íslands sextugur  Fjölmenni/4 FLUGLEIÐIR eru í 9. sæti á lista yfir 23 evrópsk flugfélög sem týna sjaldnast ferða- töskum flugfarþega. Samtök evrópskra flugfélaga gefa út listann en sagt er frá hon- um í norska blaðinu Hangar. Þar kemur fram að 7,7 af hverjum þúsund farþegum glata farangri sínum þegar flogið er með Flugleiðum. Flugfélagið Turkish Airlines er í fyrsta sæti en einungis 1,3 töskur glöt- uðust hjá hverjum þúsund farþegum í mars- mánuði. Spanair er í öðru sæti og SN Bruss- els Airlines í því þriðja. Luxair frá Lúxemborg vermir neðsta sæti listans en af hverjum þúsund farþegum þeirra týna 21,9 töskunni sinni. Flugleiðir týna sjaldan töskum ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.