Morgunblaðið - 16.07.2003, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2003 37
ARNAR E. Gunnarsson (2.348)
náði lokaáfanga að alþjóðlegum
meistaratitli með því að leggja
ungverska stórmeistarann Attila
Jakab (2.442) í tíundu umferð
First Saturday
mótsins í Ung-
verjalandi. Til að
fá útnefningu sem
alþjóðlegur meist-
ari þarf Arnar nú
að ná 2.400 skák-
stigum. Bragi Þor-
finnsson (2.373)
staðfesti einnig
styrkleika sinn á
mótinu með því að
ná sínum fjórða áfanga að alþjóð-
legum meistaratitli, en þetta eru
einu áfangarnir sem náðst hafa á
mótinu. Ekki eru gerðar kröfur
um nema þrjá áfanga og stendur
Bragi því frammi fyrir sama
markmiði og Arnar, þ.e. að koma
skákstigum sínum upp fyrir 2.400.
Líklegt verður að teljast að stutt
sé í það.
Bragi Þorfinnsson gerði jafn-
tefli við úkraínska stórmeistarann
Sergei Ovsejevitsch (2.497) í tí-
undu umferðinni og Jón Viktor
Gunnarsson (2.411) gerði jafntefli
við Rússann Sergei Reutsky
(2.307). Þeir Arnar og Bragi eru
nú í 3.–6. sæti með 5½ vinning, en
Jón Viktor er í 9.–10. sæti með 4½
vinning. Hann sýndi skemmtilega
takta gegn bandarísku skákkon-
unni Jennifer Shahade (2.366) í
sjöttu umferð, en hún er alþjóð-
legur skákmeistari kvenna.
Hvítt: Jennifer Shahade
Svart: Jón Viktor
Frönsk vörn
1.e4 e6 2.d4 d5 3.Rd2 Be7
4.Rgf3 Rf6 5.e5 Rfd7 6.c3 c5
7.Bd3 Rc6 8.0–0 a5 9.He1 g5!?
Nýr og hraustlegur leikur, þótt
þessi sama hugmyndi hafi áður
sést eftir 9..cxd4 10. cxd4.
10.h3? --
Betra er að leika 10.dxc5 Rxc5
(10...g4 11.Rd4 Rcxe5 12.Bb5 Bf6
13.Rf1 Dc7 14.Bf4 Hg8 15.Bxe5
Bxe5 16.c6 bxc6 17.Rxc6 Kf8
18.Rxe5 Rxe5) 11.Bb5 Bd7 12.Rb3
Rxb3 13.Dxb3 g4 14.Rd4 Rxd4
15.cxd4 Bxb5 16.Dxb5+ Dd7
17.Dd3 með betra tafli fyrir hvít.
10...h5 11.g4 --
Eftir 11.dxc5 g4 12.Rd4 Rdxe5
13.Bb5 Bd7 14.Rxc6 Rxc6 15.hxg4
hxg4 16.Dxg4 Bxc5 á svartur gott
tafl.
11...hxg4 12.hxg4 cxd4 13.cxd4
Db6
(sjá stöðumynd 1.)
Þessi staða kom upp með
breyttri leikjaröð í skák ensku
meistaranna Daniel Gormally og
Neil McDonald á Ólympíuleikum
hugaríþrótta í London 2001.
Gormally kaus að leika 14. Da4,
sem líklega er aðeins betri leikur,
og þá er komin upp staða sem áð-
ur hefur sést á skákmóti í Búda-
pest! Það var árið 2000 í skákinni
Yelena Dembo – D. Driamin.
Dembo sem þá var 16 ára náði
einmitt áfanga að alþjóðlegum
meistaratitli og stórmeistaratitli
kvenna á einu og sama First Sat-
urday mótinu það ár.
14.Rb1 Rxd4 15.Rc3 Hh3
16.Rh2 --
Eða 16.Rxd4 Dxd4 17.Rb5
(17.Bf1 Hg3+ 18.Bg2 Dxd1
19.Rxd1 Hxg4) 17...Dxd3 18.Rc7+
Kd8 19.Dxd3 Hxd3 20.Rxa8 b6
21.b4 Bb7 22.Rxb6 Rxb6 23.bxa5
Rc4 og svartur stendur mun bet-
ur.
16...Rc6 17.Rb5 --
Eftir 17.Bf1 Hxh2 18.Kxh2
Dxf2+ 19.Bg2 Rdxe5 20.Rb5
Rf3+ 21.Dxf3 Dxe1 22.Dg3
Dxg3+ 23.Kxg3 Kf8 á svartur
þremur peðum meira og unnið
tafl.
17...Rdxe5 18.Be3 d4 19.Bxd4
--
Eða 19.Rxd4 Hxe3 20.Hxe3
(20.fxe3 Rxd4 21.exd4 Dxd4+
22.Kh1 Rxd3) 20...Dxd4 og svart-
ur á yfirburðatafl.
19...Rxd4 20.Hxe5 Bd7 21.Bf1
--
Hvítur getur enga björg sér
veitt, t.d. 21.Rxd4 Dxd4 22.Bb5
Dxe5 23.Dxd7+ Kf8 24.Rf1 De4
25.Rg3 Hxg3+ 26.fxg3 Bc5+
27.Kh2 (27.Kf1 Df3+ 28.Ke1
Bb4+ 29.Dd2 De3+ 30.Kf1 Dxd2)
27...Kg7 28.De8 (28.Hf1 Hh8+
mát) 28...Hxe8 29.Bxe8 o.s.frv.
21...Hg3+! 22.fxg3 --
Eða 22.Bg2 Bxb5 23.fxg3
(23.Kh1 Hd3) 23...Re2+ 24.Kf1
(24.Kh1 Rxg3+ mát) 24...Dg1+
mát).
Ef 22.Kh1 (í stað 22.Bg2), þá
kemur 22.-- Bc6+ 23.f3 Hg1+!
24.Kxg1 Re2+ 25.Kg2 (25.Kh1
Dg1+ mát) 25...Dg1+ 26.Kh3
Rf4+ mát.
22...Re2+ 23.Kg2 --
23.Kh1 Dg1+ mát.
23...Bc6+ 24.Rf3 --
24.Kh3 Rg1+ mát.
24...Dg1+ og hvítur gafst upp.
Mát í næsta leik: 25.Kh3 Dxg3+.
Þorvarður F. Ólafsson
skákmeistari Hafnarfjarðar
Eftir gríðarlega skemmtilegt
einvígi gegn Sigurbirni Björns-
syni (2.302) náði Þorvarður Fann-
ar Ólafsson (2.068) að tryggja sér
sigur í baráttunni um titilinn
skákmeistari Hafnarfjarðar. Þetta
voru úrslit sem enginn átti von á
fyrir einvígið og jafnvel Þorvarður
sjálfur hafði tekið undir það. Eftir
fyrstu skákina virtist líka allt
stefna í þá átt, en þar sigraði Sig-
urbjörn eftir stutta og snarpa við-
ureign. Þorvarður svaraði hins
vegar í sömu mynt í annarri skák-
inni og jafnaði metin. Til að knýja
fram úrslit voru þá tefldar tvær
atskákir, en það dugði heldur ekki
til og þeir stóðu enn jafnir að
þeim loknum. Að lokum voru
tefldar tvær hraðskákir og þá loks
hafði Þorvarður betur og sigraði
1½-½.
Þetta er í fyrsta skipti sem Þor-
varður er skákmeistari Hafnar-
fjarðar, en Sigurbjörn hefur hins
vegar margoft unnið þann titil.
Skákhátíðin í Saint-Lô
Þrír íslenskir skákmenn tefla
nú á alþjóðlegri skákhátíð í Saint-
Lô í Frakklandi. Ágúst Bragi
Björnsson (1.640) sigraði franska
skákmanninn Marine Lenoel
(1.360) í sjöttu umferð í barna- og
unglingaflokki, en Svanberg Már
Pálsson (1.485) tapaði fyrir
Frakkanum Flore Clementiaux
(1.330). Ágúst Bragi hefur hlotið
3½ vinning, en Svanberg er með
þrjá vinninga. Páll Sigurðsson
(1.790), sem teflir í opnum flokki,
tapaði fyrir Gael Lejeune (2.100)
og er með 3½ vinning.
SKÁK
Búdapest
FIRST SATURDAY
5.–15. júlí 2003
Stöðumynd 1.
Arnar E.
Gunnarsson
Arnar náði lokaáfanga að
alþjóðlegum meistaratitli
Daði Örn Jónsson
Bragi Kristjánsson
dadi@vks.is
ATVINNU-
AUGLÝSINGAR
I
I
„Au pair“ í Köben
Fjölskylda í Kaupmannahöfn óskar eftir
„au pair“ til að gæta 3ja barna á aldrinum 5
til 13 ára. Einnig þarf viðkomandi að sinna
heimilisstörfum. Sveigjanlegur vinnutími.
Umsóknir sendist augldeild Mbl. eða á
box@mbl.is merkt „K — 13899“ fyrir 21. júlí.Fasteignasala
Sölumaður óskast á framsækna en rótgróna
fasteignasölu. Góð starfsaðstaða. Aðeins
duglegt, sjálfstætt og ábyrgt fólk kemur til
greina. Laun eru árangurstengd. Vinsam-
lega sendið umsókn með tölvupósti á
box@mbl.is merkt: „Fasteignasala — 13895.“
Fiskbúðin Vör
óskar eftir góðum starfsmanni
Viðkomandi verður að vera einstaklega þjón-
ustulipur, með reynslu í afgreiðslu á fiski, sam-
viskusamur og kurteis. Mjög gott væri ef við-
komandi kynni að flaka eða væri með reynslu
úr fiskbúð eða fiskvinnslu, þó ekki bráðnauð-
synlegt. Við leitum eftir starfsmanni frá klukkan
9.00—18.30, og einnig frá klukkan 8.00—15.00.
Áhugasamir hafi samband við Kristján í síma
896 0602 eða í fiskbúðinni Vör, Höfðabakka 1,
110 Reykjavík. Ekki yngri en 24 ára nema við-
komandi hafi góða reynslu og þekkingu á fiski.
Góð laun geta verið í boði fyrir góðan starfs-
mann.
Tannlæknastofa
Aðstoð vantar á tannlækna-
stofu nálægt Hlemmi
frá kl. 12-16. Viðkomandi þarf að vera
stundvís, áreiðanlegur og reykja ekki.
Umsóknir berist auglýsingadeild Mbl.
eða á box@mbl.is merktar:
„M — 13894“ fyrir 21. júlí.
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
KENNSLA
Innritun
Dagana 17. og 18. júli, milli kl. 10 og 13 mun
standa yfir innritun nýrra nema á fiðlu, víólu
og selló. Einungis börn búsett í Reykjavík,
fædd ´97—´99 koma til greina. Innritun fer fram
í símum 551 5774 og 551 5777.
TILBOÐ / ÚTBOÐ
Í Hafnarfirði búa um 21 þúsund manns. Bærinn stendur
í fallegu umhverfi hrauns og kletta. Hafnarfjörður hefur
þá bæjarsál sem einkennir búsetu við sjó og státar um
leið af hagkvæmni stærðarinnar og staðsetningar í
jaðri höfuðborgarsvæðisins. Það er gott að búa og
starfa í Hafnarfirði.
Breytingin verður til sýnis í afgreiðslu umhverfis-
og tæknisviðs, Strandgötu 8-10, þriðju hæð, frá
16. júlí 2003–6. ágúst 2003. Nánari upplýsingar
eru veittar á bæjarskipulagi.
Þeim, sem telja sig hagsmuna eiga að gæta,
er gefinn kostur á að gera athugasemdir við
breytinguna og skal þeim skilað skriflega til
bæjarskipulags í Hafnarfirði, eigi síðar en 20.
ágúst 2003. Þeir, sem ekki gera athugasemd við
breytinguna, teljast samþykkir henni.
Útboð
Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi
fyrir „Iðnaðarsvæði austan Reykjavíkur-
vegar“ vegna Reykjavíkurvegar 74
í Hafnarfirði.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum
þann 27. maí 2003 að auglýsa til kynningar
breytingu á deiliskipulagi fyrir „Iðnaðarsvæði aust-
an Reykjavíkurvegar“ vegna Reykjavíkurvegar 74
í Hafnarfirði í samræmi við 1. mgr. 26. gr. skipu-
lags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br.
Breytingin felst í megin atriðum í færslu og
breyttri lögun byggingarreits.
SMÁAUGLÝSINGAR
FÉLAGSLÍF
Háaleitisbraut 58—60
Samkoma í Kristniboðssaln-
um í kvöld kl. 20:00.
„Hvenær skal fasta“ (Lúk. 5,33—
39). Ræðumaður: Páll Friðriks-
son. Heitt á könnunni eftir sam-
komuna. Allir hjartanlega vel-
komnir.
Hörgshlíð 12.
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í kvöld kl. 20.00.
mbl.is
ATVINNA