Morgunblaðið - 20.08.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
4 MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Á FJÓRÐA tug gesta var í gær viðstaddur opnun
nýrrar steypuverksmiðju í eigu BM Vallár sem
framleiða á sérstaka eldþolna sprautusteypu til út-
flutnings. Sprautusteypan, sem er nýjung á mark-
aði, hefur hlotið nafnið Fireshield 1350 en í hana er
notaður íslenskur vikur meðal annarra fylliefna og
íslenskt sement. Steypuna á að selja til jarð-
gangagerðar í Evrópu, Asíu, Ástralíu og víðar og
hún er framleidd í samræmi við ströngustu staðla
um eldvarnir í jarðgöngum.
Enn fremur er ætlunin að framleiða í verksmiðj-
unni múrblöndur fyrir innanlandsmarkað í verk-
smiðjunni sem starfar undir merkjum Vikurvara,
systurfyrirtækis BM Vallár sem stofnað var 1986
til að annast útflutning á íslenskum vikri en hann
hefur BM Vallá flutt út frá árinu 1979. BM Vallá
mun sjá um sölu og dreifingu framleiðslunnar hér-
lendis en þýska efnafyrirtækið Degussa sér um alla
dreifingu á erlendri grundu. Sprautusteypan er
framleidd undir einkaleyfi Degussa og er að sögn
Þorsteins Víglundssonar, forstjóra BM Vallár, af-
rakstur hátt í þriggja ára samstarfs fyrirtækjanna
um þróun á þessari eldþolnu steypu. Hann segir að
áætlað sé að verksmiðjan velti um 200–300 millj-
ónum króna árlega.
Nýjung í útflutningi
Geir H. Haarde fjármálaráðherra gangsetti
verksmiðjuna, sem stendur við Norðurhraun í
Garðabæ, formlega í gær. Geir sagði opnun verk-
smiðjunnar mikið ánægjuefni, þar væri verið að
hagnýta íslenskt hráefni til útflutnings við nýjar að-
stæður og á annan hátt en áður hafi verið gert.
Í máli Víglundar Þorsteinssonar, stjórnarfor-
manns BM Vallár, kom fram að upphaflega hug-
myndin hefði verið að íslenskur vikur yrði fluttur út
til framleiðslu á Fireshield 1350. Síðan hefði
Degussa-fyrirtækið farið þess á leit við BM Vallá
að öll framleiðsla færi fram hér.
Degussa-fyrirtækið veltir um tólf milljörðum
evra árlega eða sem nemur um 1.000 milljörðum
króna. Fyrirtækið framleiðir hvers konar efnavör-
ur og hjálparefni í byggingarframleiðslu og er það
stærsta í heiminum á sínu sviði. Tveir fulltrúar
Degussa voru viðstaddir opnunina. Don Cronin,
forstjóri steypudeildar Degussa í Evrópu, sagði
eldhættu í jarðgöngum gífurlega og kvaðst fagna
því að fyrirtækinu hefði tekist, með fulltingi BM
Vallár, að finna lausn við þessum vágesti.
Að sögn Tom A. Melbye, framkvæmdastjóra
jarðgangadeildar Degussa, er nauðsynlegt að
mæta kröfum um eldþol steypu. Hann sagði það
reyndar staðreynd að steypa brennur ekki en hún
geti hitnað verulega, valdið skemmdum og slysum
sé hún ekki eldþolin.
Íslenska steypan notuð í hollensk jarðgöng
Þegar hefur verið samið um að 10.000 tonn af
steypunni verði notuð í járnbrautargöng í Hollandi.
Að því er fram kemur í tilkynningu frá BM Vallá
má gera ráð fyrir að samið verði um sprautun
minnst þriggja annarra jarðganga með Fireshield
1350 áður en árið er liðið.
Helstu eiginleikar sprautusteypunnar Fireshield
1350 eru hversu vel hún ver göngin gegn eldi.
Þannig hitnar sprautusteypan ekki um meira en
180 gráður á Celsíus séu göngin þakin með fimm
sentímetra lagi af henni. Hitinn sem myndast í
jarðgöngum ef til að mynda olíubíll springur er tal-
inn vera um 1350 gráður á Celsíus. Steypan mætir
kröfum sem nýir evrópskir staðlar gera til eldvarna
í jarðgöngum. Það sem gerðist til að mynda í slys-
inu sem varð fyrir nokkru í St. Gotthardt-
jarðgöngunum í Sviss var að flótta- og björg-
unarleiðir úr göngunum lokuðust vegna gríðarlegs
hita sem þar myndaðist. Með því að nota eldþolna
íslenska sprautusteypu í göngin er, að því er segir í
tilkynningu frá BM Vallá, unnt að minnka líkur á að
slíkt hendi og auka öryggi þeirra sem eru í göng-
unum ef eldur kemur upp.
Að sögn Þorsteins Víglundssonar er afar sér-
hæfðum aðferðum beitt við framleiðslu steypunnar.
Hann segir að eldþol steypunnar byggist meðal
annars á einangrunareiginleikum íslensks vikurs.
„Í gegnum tíðina hafa verið gerðar ýmsar tilraunir
með vikurinn. Ég veit ekki til þess að hann hafi ver-
ið fullunninn með þessum hætti áður. Þetta er tals-
vert verðmeiri steypa en sú sem framleidd hefur
verið hérlendis.“ Þegar fram í sækir segir Þor-
steinn að gera megi ráð fyrir að flutt verði út 15–20
þúsund tonn af Fireshield 1350 árlega.
Samkvæmt rekstraráætlun verksmiðjunnar fyr-
ir næsta ár nemur virði framleiðslunnar um 600
milljónum króna, sem skiptist nokkurn veginn jafnt
milli útflunings og innlendrar framleiðslu. Í til-
kynningu frá BM Vallá segir að vöxtur útflutnings-
ins verði að öllum líkindum meiri en innlendu fram-
leiðslunnar. Innan nokkurra ára ætti verðmæti
þess sem verksmiðjan flytur út þannig að vera
komið upp í um 600 milljónir króna en innanlands-
framleiðslan haldist í um 300 milljónum króna.
Eldþolin sprautusteypa í jarð-
göng framleidd hérlendis
BM Vallá opnaði nýja
steypuverksmiðju í
Garðabæ í gær í
samvinnu við þýska
fyrirtækið Degussa
Morgunblaðið/Kristinn
Don Cronin, Geir H. Haarde, Víglundur Þorsteinsson og Tom A. Malbye við opnunina. Erlendu gest-
irnir færðu Geir og Víglundi svissneskar kúabjöllur, en Evrópuskrifstofa Degussa er í Zürich í Sviss.
ENGIN hrefna var skotin í gær, Sig-
urbjörg var á sjó fyrir sunnan land
og Halldór Sigurðsson var fyrir
norðan land en skilyrði til veiða voru
slæm. Njörður fór frá Ólafsvík síðla
dags í gær og fylgdi Elding II hon-
um úr höfn en veður var óhagstætt
og kom hann því aftur inn til hafnar.
AFP-fréttastofan greindi frá því
að Renate Künast, ráðherra neyt-
endamála í Þýskalandi, hefði skorað
á íslensk stjórnvöld að endurskoða
afstöðu sína. Künast sagði að Íslend-
ingar þyrftu ekki að drepa hvali til
þess að afla vísindalegra gagna þar
sem margar leiðir væru til þess að
afla þeirra án þess að skjóta hvalina.
Helstu dagblöð Þýskalands hafa
annars sýnt hvalveiðunum lítinn
áhuga og ekki birt fréttir af þeim.
Morgunblaðið/Jim SmartÞessi erlendi ferðamaður við Reykjavíkurhöfn lét ekki hrefnuveiðar aftra sér frá hvalaskoðunarferð.
Ekki viðraði til hrefnuveiða í gær
ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti
Íslands, segir ríkisstjórn Alaska stað-
ráðna í að beita sér fyrir því að ný við-
horf ríki í Washington gagnvart
framtíðarþróun á
norðurslóðum og
að Alaska verði
eins konar fram-
varðarsveit
Bandaríkjanna og
Washington í
samvinnu við Ís-
lendinga, Rússa,
aðrar Norður-
landaþjóðir og
Kanada. Opin-
berri heimsókn
forsetans til Alaska lýkur í dag.
„Allar þær viðræður sem við höfum
átt hafa skilað mjög jákvæðum nið-
urstöðum og það er greinilegt að bæði
stjórnvöld hér í Alaska og viðskipta-
samfélagið eru staðráðin í að leita
nánari tengsla við Ísland og styrkja
samvinnu okkar og samræður á
mörgum sviðum. [...] Nú líta þeir á sig
sem framvarðarsveit Bandaríkjanna í
samvinnu á norðurslóðum og munu
beita áhrifum sínum bæði í samvinnu
við aðra á norðurslóðum en ekki síður
við stjórnvöld í Washington til þess að
styrkja hagsmuni okkar og þeirra
varðandi auðlindanýtingu, alþjóðlegt
samstarf, viðskiptasamvinnu og
menntamál á norðurslóðum.“
Íslenska sendinefndin hefur und-
anfarna daga átt fundi með forystu-
mönnum úr sjávarútvegi í Alaska, þá
hefur Atlanta-flugfélagið átt fundi um
mögulega aðkomu flugfélagsins að
flugvellinum í Anchorage. Einnig
hafa farið fram viðræður milli Há-
skólans á Akureyti og háskóla í
Alaska um formlega samvinnu.
Hittir eiganda Chelsea-liðsins
Ólafur Ragnar mun í dag fljúga til
Chatuka-fylkis í norðanverðu Rúss-
landi í boði Romans Abramovítsj rík-
isstjóra. Þess má geta að Abramovítsj
festi nýlega kaup á enska úrvalsdeild-
arliðinu Chelsea. „Ég tók því fagn-
andi að fá slíkt boð og geta þannig í
nokkra daga átt kost á bæði ítarleg-
um samræðum við Abramovítsj um
sameiginlega hagsmuni okkar Íslend-
inga og Rússa og möguleika okkar til
þess að taka þátt í þróun þessa héraðs
en líka til þess að heyra skoðanir hans
á efnahagsmálum og stöðu Rússlands
í hinu alþjóðlega samhengi.“
Forseti Íslands um
opinbera heimsókn
sína til Alaska
Stjórnvöld
staðráðin í
að leita nán-
ari tengsla
Ólafur Ragnar
Grímsson
ÓLAFUR Börkur Þorvaldsson,
dómstjóri Héraðsdóms Suðurlands,
hefur verið skipaður dómari við
Hæstarétt Íslands. Ólafur lauk laga-
prófi frá Háskóla
Íslands árið 1987
og lauk á síðasta
ári meistaraprófi
í Evrópurétti frá
Háskólanum í
Lundi í Svíþjóð.
Hann var fulltrúi
yfirsakadómara í
Reykjavík árin
1987–88, fulltrúi
sýslumanns á
Húsavík árin 1988–90 og hefur verið
héraðsdómari þaðan í frá.
Ólafur var héraðsdómari við emb-
ætti sýslumanna og bæjarfógeta á
Austurlandi árin 1990–92 og dóm-
stjóri Héraðsdóms Austurlands árin
1992–97, er hann varð héraðsdómari
við Héraðsdóm Suðurlands, þar sem
hann hefur verið dómstjóri undan-
farin fimm ár. Sömuleiðis hefur hann
verið settur hæstaréttardómari í ein-
stökum málum.
Nýr hæstaréttar-
dómari skipaður
Ólafur Börkur
Þorvaldsson„VIÐ höfum verið að fá ansi mikið
af tölvupósti,“ segir Ólafur Sig-
urðsson, sendifulltrúi í íslenska
sendiráðinu í Lundúnum, en í
tölvupóstinum sem hann vísar til er
verið að mótmæla hvalveiðum Ís-
lendinga.
Guðni Bragason, sendifulltrúi í
Washington, sagði tölvuskeyti
halda áfram að berast sendiráðinu
en ekki hafi komið til neinna mót-
mæla í Washington í gær þótt slíku
hefði áður verið „hótað“ í .
Ólafur Sigurðsson segir að
stærsti hluti tölvupóstsins sem bor-
ist hafi um helgina og síðustu daga
sé staðlaður texti sem fenginn sé af
heimasíðu umhverfisverndarsam-
takanna Greenpeace. Textinn sé
stílaður á sendiherra Íslands í
Washington, Helga Ágústsson, og
sé skeytið fyrst og fremst sent til
sendiráðsins í Washington en afrit
af því sent til íslenska sendiráðsins
í Lundúnum og íslenska sendiráðs-
ins í Berlín. Sendiráðið í London
leitast þó við að svara þeim skeyt-
um sem eingöngu séu send þangað.
„Sendingum til okkar hefur farið
fjölgandi en þær eru þó ekki það
miklar að við ráðum ekki við þær
með góðu móti.“
Í mótmælaskeytinu, sem upphaf-
lega kemur frá Greenpeace-sam-
tökunum, segir m.a. að undirrit-
aður sé hneykslaður á þeirri
skammsýnu og óheiðarlegu ákvörð-
un Íslendinga að hefja hvaleiðar
undir því yfirskini að verið sé að
safna vísindalegum gögnum. „Þús-
undir vísindamanna rannsaka hvali
um allan heim án þess að drepa þá.
Að kalla þetta vísindaveiðar er
misnotkun á hugtakinu vísindi –
raunveruleg ástæða aðgerðanna er
að afla hvalkjöts og ryðja brautina
fyrir frekari veiðum.“ Því er beint
til sendiherrans að hann komi mót-
mælunum áleiðis til íslenskra
stjórnvalda, en í lok textans er far-
ið fram á að Íslendingar hætti nú
þegar öllum hvalveiðum.
Mótmæli berast til Lundúna og Berlínar
♦ ♦ ♦