Morgunblaðið - 20.08.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.08.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2003 11 ATHYGLI vakti í síðasta holli í Norð- urá í Borgarfirði, að þrír mjög vænir urriðar veiddust, sá stærsti 9 punda, staðbundinn urriði að sögn Bergs Steingrímssonar hjá SVFR og einnig tveir 5 punda og var annar birtingur og hinn staðbundinn. Urriði er ann- ars fágætur í Norðurá og því vöktu þessir fiskar mikla athygli. Þegar áin var opnuð í júníbyrjun veiddust einnig nokkrar stórar bleikj- ur, sem einnig eru fáséðar uppi í ánni á hefðbundnum veiðitíma, óhætt er því að segja að merkilegur kokteill hafi verið í Norðurá í sumar. Rífandi gangur í Langá Langá var í byrjun viku komin í tæplega 1.100 laxa og dagveiðin 35 til 45 laxar á dag. Enn er aðeins flugu- veiði. Mikill lax er í ánni og ódæma göngur á Fjallinu, efsta svæðinu. Veiði hefur glæðst verulega eftir að væta kom í veðurkortin og telur Ingvi Hrafn Jónsson, leigutaki árinnar, að hún hafi alla burði til að skila allt að 2.000 laxa veiði í sumar. Yfir hundrað laxar gengu í Krossá á Fellsströnd á tveimur sólarhringum í lok síðustu viku og þrefaldaðist laxa- fjöldinn þá í ánni samkvæmt teljara neðst í ánni. Veiði tók og kipp og er nú kominn á sjötta tug laxa á land. Dembur hafa komið að undanförnu og þær, ásamt nýju tungli og stór- streymi á dögunum hefur hvatt lax- inn til göngu. Sogið mun betra … Sogið skilar nú mun meiri veiði en á sama tíma í fyrra. Ef skoðaðar eru t.d. tölur frá 14. ágúst, voru komnir 58 laxar úr Alviðru, 70 úr Ásgarði, 57 úr Bíldsfelli og 18 úr Syðri Brú. Viku fyrr 2002 voru komnir 35, 55, 29 og 9 laxar á land af sömu svæðum í sömu röð. Þá hafa og verið góð skot í Þrast- arlundi og á Tannastaðatanga. Stórsilungar í Norðurá Hressir kappar með 17 punda lax úr Skógá, sem er stærsti lax sem veiðst hefur í ánni frá því að skráningar hófust. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN?VLADIMIR Miklučák, sem um áratuga skeið hafði mikil viðskiptasam- bönd við Ísland, lést í Zlín í Tékklandi, mánu- daginn 18. ágúst. Vladimir fæddist 25. maí 1925 í Zlín á Mæri í Tékkóslóvakíu og var sonur hjónanna Önnu og Josef Mikulčák. Kynni Mikulčák-fjölskyldunnar af Íslandi hófust á þriðja áratugnum, þegar Josef, sem rak skóverksmiðju í Zlín, sérsaumaði peysu- fataskó fyrir Ísland. Einkabróðir Vladimirs, Miroslav, flúði heimaland sitt og settist að á Ís- landi árið 1947, þá aðeins 19 ára að aldri. Miroslav hlaut íslenskan ríkis- borgararétt árið 1956 og fékk þá nafnið Magnús R. Magnússon. Hann lést árið 1998 og á sex börn hér á landi. Vladimir starfaði allan sinn starfs- feril hjá tékknesku samvinnuhreyf- ingunni og skipti um áratuga skeið við Ísland. Vladimir var mikill Íslandsvinur og var það honum mikil ánægja er honum var falið að afhenda söfn- unarfé Íslendinga úr söfnuninni „Neyðar- hjálp úr norðri“ árið 1997, en fyrir það fé var reist elliheimili í Tlumacov í Moravíu. Vladimir var mörgum Íslendingum að góðu kunnur, enda kepptu íslensk handknatt- leikslið oft í heimaborg hans, sem þá kallaðist „Gottwaldov“ eftir fyrsta forseta komm- únistastjórnarinnar. Þá aðstoðaði hann marga Íslendinga við að koma á viðskiptum milli Tékkóslóvakíu og Ís- lands. Vegna stjórnmálaástandsins í heimalandi hans, Tékkóslóvakíu, auðnaðist Vladimir einungis að heim- sækja bróður sinn og bróðurbörn tví- vegis á ævinni. Eftirlifandi eiginkona Vladimirs er Jarmila Miklučáková, Kvítková 60, 766 00 Zlín. Dætur þeirra eru Jana f. 1951 og Eva, f. 1952. Andlát VLADIMIR MIKLUČÁK HJÓNIN Alan og Maija Lawrence, frá Guildford á Eng- landi, hafa verið á ferðalagi hér á landi í vikunni, sem er í sjálfu sér ekki í frá- sögur færandi nema hvað faðir Alans, Clifton Lawrence, ferðaðist einnig um landið fyrir meira en 64 árum, eða í maí 1939. Þá tók hann fá- einar myndir m.a. af Gullfossi, af Þingvöll- um og af íslenskum börnum og sýndi Lawrence þær þegar hann var lít- ill drengur. „Ferð föður míns er ein af ástæðum þess að við erum hingað komin,“ sagði Lawrence við Morgunblaðið. Hann segir að faðir sinn hafi oft minnst á ferðina til Íslands og að hann hafi farið fögrum orðum um landið og náttúrufegurð þess. Og í sumar gafst síðan Lawrence og eig- inkonu hans tækifæri til þess að sækja sjálf landið heim. Þau héldu heim á leið í gær og segjast afar ánægð með ferðina. Landið hafi svo sannarlega staðið undir væntingum. „Þið hafið allt hérna; vatn, sand, jökla og fjöll,“ segir Maija Lawrence, en þau hafa aldrei séð jökul fyrr en nú. Hitti eiginkonu sína mánuði síðar Aðspurð segjast þau ekki vita um ástæðu þess að faðir Lawrence fór til Íslands á sínum tíma, en þau segja að hann hafi verið á ferð með fé- laga sínum, í nokkra daga. Af myndunum að dæma hefur hann verið í Reykjavík og farið þaðan m.a. til Þingvalla og skoðað Gullfoss. Einnig fór hann til Vestmannaeyja. Eins og áður kom fram var faðir Lawrence á ferðalagi í maímánuði „en síðan kom hann heim og kynntist móður minni í júní,“ segir Lawrence og brosir. Hann lést fyrir um það bil þrjátíu árum. Lawrence segir að faðir sinn hafi ferðast mikið um Evrópu á sínum yngri árum og tekið þar mikið af myndum. Myndirnar sem hann tók á Íslandi varðveitti hann vel í albúmi ásamt öðrum myndum frá Evrópu. Talaði oft um ferðina til Íslands Þingvallakirkja og Þingvallabær árið 1939. Clifton Lawrence hjálpar litlum dreng með dótið sitt. Ljósmynd/Clifton Lawrence Hér hefur ljósmyndarinn gengið fram á tvær stúlkur sem leiðast í maí 1939. Hjónin Alan og Maija Lawrence skoða myndirnar í albúminu góða. Morgunblaðið/Þorkell AUKINN áhugi er á Íslandsferðum meðal Ungverja í kjölfar markaðs- starfs ferðaskrifstofunnar Heims- ferða í Búdapest, að sögn Andra Más Ingólfssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Andri Már segir að hátt í 500 Ungverjar hafi bókað Ís- landsferð í haust en boðið verður upp á beint flug tvisvar í viku milli Búda- pest og Keflavíkur í nokkrar vikur í haust og aftur í vor. Andri Már segir að fyrirtækið hafi síðustu tvö árin unnið að þessari uppbyggingu og að Búdapest sé einnig að verða ein vinsælasta borgin meðal Íslendinga á eftir Prag. Hann segir Ungverja sækjast nokkuð eftir ferðum á nýja áfangastaði og sé með- al annars af þeim sökum áhugi á Ís- landi. Telur Andri Már einsýnt að fjölga megi mjög ferðum Ungverja til landsins. Hann segir flesta koma í helgarferðir frá fimmtudegi til mánudags og heimsækja algenga ferðamannastaði, svo sem Gullfoss og Geysi, Bláa lónið og skoða sig um í Reykjavík. Flug milli landanna tekur um fjóra tíma og annast það tékk- neska leiguflugfélagið Travelservice með Boeing 737-800 þotum. Aukinn áhugi Ung- verja á Ís- landsferðum FUNDUR samstarfsráðherra Norðurlanda fer fram í Öster- sund í Svíþjóð í dag. Fyrir Ís- lands hönd situr fundinn Siv Friðleifsdóttir, umhverfis- og samstarfsráðherra. Meðal umræðuefna eru nor- rænu fjárlögin fyrir árið 2004 og aðkoma Norrænu ráðherra- nefndarinnar að þátttöku Norð- urlanda í heimssýningunni í Japan árið 2005. Þá verður farið yfir þann árangur sem náðst hefur við að ryðja úr vegi landa- mærahindrunum milli norrænu ríkjanna en því starfi stýrir Poul Schlüter, fv. forsætisráðherra Danmerkur. Einnig munu ráð- herrarnir ræða hvaða stefnu skuli taka í samskiptum Nor- rænu ráðherranefndarinnar við grannþjóðir í austri og vestri sem og við Evrópusambandið. Ræða þátttöku Norðurlanda í heimssýningu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.