Morgunblaðið - 20.08.2003, Blaðsíða 40
ÍÞRÓTTIR
40 MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK
PAOLO di Canio sýndi snilldar-
takta í leik með varaliði Charlton
gegn Wimbledon í fyrrakvöld. Ítal-
inn skoraði eitt mark og lagði annað
upp í 4:1 sigri og nú þykir ljóst að Al-
an Curbishley muni tefla honum
fram í fyrsta skipti í aðalliðinu þegar
Hermann Hreiðarsson og félagar
sækja Wolves heim í ensku úrvals-
deildinni í knattspyrnu á laugardag.
SOL Campbell, miðvörður Arsen-
al, er meiddur í öxl og leikur ekki
með enska landsliðinu í knattspyrnu
sem mætir Króatíu í vináttulands-
leik í Ipswich í kvöld. Sama er að
segja um Jonathan Woodgate, mið-
vörð frá Newcastle, og þá hafði
Owen Hargreaves, leikmaður
Bayern München, þegar verið send-
ur heim úr enska landsliðshópnum
vegna nárameiðsla. Tvísýnt er um
David Beckham og Emile Heskey,
en þó eru þokkalegar líkur á að þeir
geti spilað.
MATTHEW Upson, miðvörður frá
Birmingham, hefur verið kallaður
inn í hópinn vegna forfalla Camp-
bells og Woodgates.
ARGENTÍNSKI knattspyrnu-
kappinn Gabriel Batistuta, 34 ára,
hefur gert tveggja ára samning við
Al Arabi SC í Qatar. Hann fær 600
millj. ísl. kr. í vasann fyrir að leika og
þjálfa unga leikmenn hjá liðinu.
ENSKA knattspyrnusambandið
mun ekkert gera í fagnaðarmáli
Thierry Henry, leikmanns Arsenal.
Hann veifaði til fjölskyldu sinnar
þegar hann skoraði markið gegn
Everton, en var ekki að ögra stuðn-
ingsmönnum Evertonliðsins.
DINO Baggio, fyrrum landsliðs-
maður Ítala í knattspyrnu og leik-
maður Lazio, er væntanlegur til
reynslu hjá Blackburn Rovers. Fyrr
í sumar hafnaði hann boði um að
spila með Wolves.
GRAEME Souness, knattspyrnu-
stjóri Blackburn, freistar þess að
styrkja hóp sinn en á dögunum hafn-
aði Barry Ferguson, skoski lands-
liðsmaðurinn hjá Glasgow Rangers,
tilboði frá honum.
GAIZKA Mendieta, spænski
landsliðsmaðurinn sem einnig leikur
með Lazio, verður væntanlega lán-
aður til Middlesbrough í ensku úr-
valsdeildinni út þetta tímabil. For-
seti Lazio og umboðsmaður
Spánverjans staðfestu í gær að þetta
væri afar líklegt.
KAKA, einn efnilegasti knatt-
spyrnumaður Brasilíu, er genginn til
liðs við Evrópumeistarana AC Milan
frá Ítalíu og hefur samið við þá til
fjögurra ára. Kaka er 21 árs, sókn-
djarfur miðjumaður, og kemur frá
Sao Paulo. Hann var í leikmanna-
hópi Brasilíumanna þegar þeir urðu
heimsmeistarar í fyrra og kom þá við
sögu í einum leik. Fyrir hjá AC Mil-
an eru fimm brasilískir leikmenn,
Cafu, Rivaldo, Roque Junior, Serg-
inho og markvörðurinn Dida.
RÚNAR Kristinsson var í eldlín-
unni með Lokeren í belgísku 1.
deildinni á sunnudagskvöldið
þegar liðið tapaði fyrir Standard
en hélt síðan árla morguns á
mánudaginn til Færeyja og var
kominn á hótel íslenska liðsins á
hádegi sama dag ásamt sam-
herjum sínum Arnari Grétarssyni
og Arnari Þór Viðarssyni. Í sam-
tali við Morgunblaðið sagðist
hann vera þreyttur en taldi ekki
annað koma til greina en að vera
klár í slaginn í kvöld þegar að
leiknum við Færeyinga kemur en
það verður 101. landsleikur Rún-
ars.
„Þá er komið að þessu erfiða
verkefni gegn erfiðu landsliði
Færeyinga á þungum vellinum
hér í Þórshöfn. Færeyska liðið
veitti okkur harða mótspyrnu á
Laugardalsvelli í vor og ég á
ekki von á öðru en þessi leikur
verði í svipuðum dúr, það er erf-
itt og krefjandi verkefni,“ sagði
Rúnar.
„Ásgeir [Sigurvinsson] og Logi
[Ólafsson] leggja línuna fyrir
okkur leikmenn eins og í síðustu
leikjum og það er okkar að vinna
eftir henni. Tíminn er skammur
fram að leik en við vinnum vel og
gerum okkar besta til þess að
ljúka þessum leik með sóma,“
sagði Rúnar.
Mikið í húfi
„Það er spenna í mér fyrir leik-
inn enda mikið í húfi, en það er
eflaust líka spenna í færeyska lið-
inu sem leikur eins og við upp á
þjóðarstoltið, við verðum hins
vegar að vera vel einbeittir og
tilbúnir að nýta alla okkar krafta
og vera einbeittir, þá vona ég það
besta,“ sagði Rúnar Kristinsson
sem sagði við Morgunblaðið fyrir
leikinn á móti Litháum að hann
hygðist ljúka ferli sínum með
landsliðinu í haust.
Krefjandi verkefni fram-
undan hér í Þórshöfn
Líklegt er talið að sóknarmaður-inn efnilegi Hjalgrím Elttör frá
KÍ í Klakksvík verði í fremstu víg-
línu í kvöld. Þeir John Petersen og
Andrew av Flötum, sem hafa spilað
frammi í undanförnum leikjum,
þykja áþekkir leikmenn og búa ekki
yfir sama sprengikrafti og hinn tví-
tugi Elttör, sem er markahæstur í
færeysku 1. deildinni og hefur átt í
viðræðum við erlend félög, m.a.
Grindvíkinga og dönsk úrvalsdeild-
arlið.
Skagamaðurinn Julian Johnsson,
sem óvænt var varamaður á Laug-
ardalsvelllinum en kom til leiks í síð-
ari hálfleik, verður örugglega á
miðjunni hjá Færeyingum í kvöld,
og við hlið hans þar verður annað-
hvort Jann Ingi Petersen, sem lék á
Íslandi, eða Atli Danielsen sem hef-
ur spilað mjög vel með KÍ að und-
anförnu. Rógvi Jacobsen, sem skor-
aði gegn Íslandi í sumar, verður
vinstra megin, en Christian Högni
Jacobsen frá Vejle í Danmörku, sem
var hægri bakvörður á Íslandi, verð-
ur væntanlega hægra megin á miðj-
unni í staðinn fyrir Jákup á Borg.
Reyndar eru margir kostir fyrir
hendi um stöðuna hægra megin og
Henrik Larsen, landsliðsþjálfari,
gæti valið þann kost að setja Elttör
þar og auka með því enn sóknar-
möguleika færeyska liðsins.
Jón Rói Jacobsen, hinn tvítugi
leikmaður Bröndby í Danmörku
sem átti stórleik á Laugardalsvell-
inum, verður miðvörður og hinn
reyndi Óli Johannessen verður lík-
lega við hlið hans. Þó hafa verið uppi
raddir í Færeyjum að vafasamt sé
að velja Óla í liðið þar sem hann spil-
ar nú með TB frá Tvöreyri í fær-
eysku 2. deildinni. Súni Ólsen verður
áfram vinstri bakvörður og fyrrver-
andi Valsmaðurinn Pól Thorsteins-
son er líklegastur sem hægri bak-
vörður.
Jákup Mikkelsen verður örugg-
lega í markinu en hann er nýgenginn
til liðs við Partick Thistle í skosku
úrvalsdeildinni, frá Molde í Noregi.
Hinn gamalkunni fyrrverandi Leift-
ursmaður, Jens Martin Knudsen,
verður síðan til taks á bekknum.
Breytt lið hjá Færeyingum
FÆREYINGAR tefla í kvöld fram breyttu liði frá því í leiknum gegn
Íslendingum á Laugardalsvellinum þann 7. júní. Tveir leikmenn
sem þá voru í leikbanni, varnarmennirnir Pól Thorsteinsson og Óli
Johannessen, eru gjaldgengir en hinsvegar taka miðjumennirnir
Jákup á Borg og Fróði Benjaminsen út leikbann í kvöld.
SUNDERLAND er á góðri
leið með að jafna 104 ára
gamalt met í ensku knatt-
spyrnunni. Liðið hefur nú
tapað 17 deildaleikjum í röð,
Sunderland beið lægri hlut í
síðustu 15 leikjum sínum í
úrvalsdeildinni í fyrra og
hefur nú tapað báðum leikj-
um sínum í 1. deildinni. Sun-
derland lá á heimavelli, 0:1,
gegn Millwall á laugardaginn
og tapi liðið gegn Preston á
útivelli næsta laugardag fer
það í sögubækurnar.
Það var lið að nafni Darw-
en sem tapaði 17 deilda-
leikjum í röð árið 1899.
Jafnar
Sunder-
land 104
ára met?Lárus hefur verið í meðferð hjáStefáni Stefánssyni, sjúkra-
þjálfara íslenska landsliðsins, síðan
á sunnudagskvöld
og í gær gat hann
skokkað létt. „Þetta
eru furðulegustu
meiðsli sem ég
fengið á ferlinum. Fyrst var talið
að ég væri meiddur í baki en við
nánari skoðun kom annað í ljós,“
sagði Lárus í samtali við Morg-
unblaðið.
Um viðureignina á morgun sagði
Lárus að það væri enginn vafi í sín-
um huga að hún yrði geysilega erf-
ið íslenska liðinu. „Ég hef þrisvar
sinnum leikið gegn Færeyingum og
í öll skiptin höfum við verið í mikl-
um erfiðleikum með að knýja fram
eins marks sigur. Þetta verður
fyrst og fremst erfitt og ljóst að við
verðum að einbeita okkur vel og al-
veg skýrt að menn mega ekki horfa
lengra fram á veginn að sinni, þetta
verkefni sem bíður okkar hér í
Þórshöfn er það krefjandi að menn
mega ekki velta einhverju famhaldi
eða stöðu fyrir sér fyrr en að hon-
um loknum,“ segir Lárus Orri.
Félagarnir óskuðu
mér góðs gengis
„Það er ekkert grín fyrir landslið
að koma hingað til Þórshafnar og
ætla sér sigur. Ég var að ræða við
félaga mína í West Brom, sem eru í
skoska landsliðinu, um að fram-
undan væri landsleikur hjá mér
með íslenska liðinu gegn því fær-
eyska í Þórshöfn, þá einfaldlega
signdu þeir sig og óskuðu mér góðs
gengis. Færeyingar eru erfiðir
heim að sækja,“ segir Lárus og
bætir því við að heimamenn ætli að
brjóta blað að þessu sinni og leggja
íslenska liðið. „Það kemur ekki til
greina að tapa, ég ætla ekki að
vera í fyrsta íslenska landsliðinu
sem tapar fyrir Færeyingum, við
munum leggja okkur alla fram um
vinna og fá þannig þrjú stig til við-
bótar í sarpinn, en það verður ekki
auðvelt, við verðum að hafa ræki-
lega fyrir stigunum eins og fyrri
daginn,“ sagði Lárus Orri Sigurðs-
son, sem vonast til að geta tekið
þátt í landsleiknum á Tórsvelli í
kvöld.
Ljósmynd/Álvur Haraldsen
Landsliðsmenn á göngu niður við höfnina í miðbæ Þórshafnar
í gær. Fremstir á myndinni eru Rúnar Kristinsson, Birkir Krist-
insson og Marel Baldvinsson.
Það skýrist á síðustu stundu hvort
Lárus Orri Sigurðsson getur mætt
Færeyingum á Tórsvelli
Furðuleg-
ustu meiðsli
sem ég hef
orðið fyrir
„ÉG hef skánað með hverjum degi upp á síðkastið en hvort ég verð
búinn að jafna mig fyllilega fyrir leikinn get ég ekki sagt um á þess-
ari stundu, sagði Lárus Orri Sigurðsson, varnarmaður íslenska
landsliðsins og sá eini af landsliðsmönnunum nítján sem vafi leikur
á um hvort geti tekið þátt í viðureigninni við Færeyinga í und-
ankeppni EM á Tórsvelli í Þórshöfn í dag. Lárus fékk högg á brjóst-
kassann á æfingu hjá West Brom fyrir nærri hálfum mánuði og hef-
ur ekkert getað æft af krafti síðan. Það tognaði á brjóstvöðvnum
með þeim afleiðingum að hann á erfitt með að anda djúpt.
Ívar
Benediktsson
skrifar
frá Þórshöfn
Lárus Orri Sigurðsson