Morgunblaðið - 20.08.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.08.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ FÆRRI SVEITARFÉLÖG Stefnt er að því að fækka sveit- arfélögum um allt að helming á næstu tveimur árum að því er fé- lagsmálaráðuneytið og Samband ís- lenskra sveitarfélaga lýstu yfir á kynningarfundi um nýtt átak í sam- einingarmálum sveitarfélaga í gær. Verða tvær nefndir skipaðar af fé- lagsmálaráðherra í þessum tilgangi. Tilræði gegn SÞ í Bagdad Aðalfulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Írak, Sergio Vieira de Mello, og um 20 aðrir menn fórust í gær í sprengjutilræði í Bagdad. Bíl með sprengiefni var ekið að hóteli þar sem aðalstöðvar SÞ voru og hann sprengdur. Er talið líklegt að um sjálfsmorðingja hafi verið að ræða. Sérfræðingar telja margt benda til þess að hryðjuverkamenn úr al- Qaeda-samtökunum hafi staðið á bak við tilræðið sem var fordæmt um allan heim. Öryggisráð SÞ sagði að eftir sem áður yrði haldið áfram að vinna að uppbyggingu í Írak. Flugleiðir ætla að spara Stefnt er að 1,5 milljarða króna sparnaði í rekstri Flugleiða á árinu. Samkvæmt uppgjöri félagsins fyrir fyrri helming ársins var 903 mkr. tap á rekstrinum eftir skatta sam- anborið við 50 mkr. hagnað á sama tímabili í fyrra. Þá verður áfanga- stöðum Icelandair til Evrópu og Bandaríkjanna fjölgað um sex næsta sumar. Tilræði í Jerúsalem Vitað var að minnst 20 fórust og á annað hundrað slasaðist er stræt- isvagn var sprengdur í Jerúsalem í gær. Forsætisráðherra Palest- ínumanna, Mahmud Abbas, for- dæmdi þegar tilræðið. Tvenn sam- tök, Íslamska Jihad og Hamas, sögðu að maður úr röðum þeirra hefði verið að verki. En talsmaður Hamas tók skýrt fram að samtökin sem slík vildu ekki rjúfa vopnahlé sem staðið hefur í nær tvo mánuði. Engin hrefna veidd í gær Engin hrefna var skotin í gær enda skilyrði til veiðanna léleg. Njörður lagði upp frá Ólafsvík síðla dags og fylgdi Elding II honum úr höfn. Þjónustuaðili fyrir öryggis- og þjófavarnarbúnað frá DIRECTED. VIPER á Íslandi FLATAHRAUNI 31 • HAFNARFIRÐI SÍMI 555 6025 • www.kia.is K IA ÍSLAND Bílar sem borga sig! S u ð u r l a n d s b r a u t 2 2 S í m i 5 4 0 1 5 0 0 w w w. l y s i n g . i s LÝSING Alhliða lausn í bílafjármögnun  METANBÍLL Í PRUFU  DÝRLINGSBÍLLINN  BÍLALÁN Í ERLENDU SAGA PORSCHE 911  MAZDA KUSABI  KVARTMÍLUKEPPNI  MITSUBISHI PAJERO – LÚXUSJEPPI MEÐ DÍSILROKK Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Umræðan 23 Viðskipti 12 Minningar 30/34 Erlent 14/16 Staksteinar 38 Höfuðborgin 16 Bréf 36 Akureyri 17 Kirkjustarf 35 Suðurnes 18 Dagbók 38/39 Landið 19 Fólk 44/49 Listir 20/22 Bíó 46/49 Forystugrein 26 Ljósvakamiðlar 50 Viðhorf 30 Veður 51 * * * FÉLAG íslenskra atvinnuflug- manna (FÍA) ætlar að óska eftir við- ræðum við stjórnvöld vegna fjölda erlendra flugmanna sem er heimilað að fljúga fyrir íslensk flugfélög ár hvert. Jóhannes Bjarni Guðmundsson, ritari stjórnar FÍA, segir að árin 2001 og 2002 hafi nærri 200 flug- menn fengið fullgildingu frá Flug- málastjórn til að starfa hjá íslensk- um flugfélögum. Þar séu flugmenn hjá Atlanta í miklum meirihluta sem komi frá Bandaríkjunum, Kanada og Suður-Ameríku. Hann veit ekki hve margir erlendir flugmenn hafa feng- ið atvinnuleyfi hér á landi í ár. Jóhannes segir það miklum erfið- leikum bundið fyrir íslenska flug- menn að fá atvinnuleyfi í þessum sömu löndum. Það sé krafa íslenskra flugmanna að þeir standi jafnfætis öðrum í þessum efnum. Hann segir þessar leyfisveitingar hér á landi jafnframt viðgangast á sama tíma og hundruð íslenskra flugmanna bíði eftir vinnu. Þessir flugmenn þurfi heldur ekki dvalarleyfi frá Útlend- ingastofnun og atvinnuleyfi frá Vinnumálastofnun eins og aðrir rík- isborgarar utan Evrópska efnahags- svæðisins sem kjósi að vinna á Ís- landi. Þiggja lakari kjör Með þessu fyrirkomulagi er að sögn Jóhannesar líka gengið framhjá stéttarfélögum flugmanna á Íslandi. Atlanta, svo dæmi sé tekið, ráði til sín starfsfólk hjá áhafnaleigu félagsins, sem hefur aðsetur erlend- is. Kjörin sem þetta fólk þiggi séu alls ekki í samræmi við kjarasamn- inga FÍA eða Frjálsa flugmanna- félagsins (FFF), stéttarfélags flug- manna Atlanta. Í þessum tilvikum ráði flugrekandinn hreinlega hvort viðkomandi starfskraftur sé í stétt- arfélagi og njóti réttinda sem því fylgi. Jóhannes segist óttast að með framferði sínu leggi stór flugfélög eins og Atlanta línurnar fyrir önnur flugfélög sem vilji fara rétt að. Með því að spara sér talsverðan kostnað, þar sem ekki er ráðið samkvæmt ís- lenskum kjarasamningum, fái slík félög rekstrarforskot sem setji pressu á önnur flugfélög. Það gæti í framtíðinni leitt til þess að þrýst verði á flugmenn að standa utan stéttarfélaga vilji þeir halda vinnunni eða verða ráðnir. FÍA óskar eftir viðræðum við stjórnvöld Áhyggjur af fjölda erlendra flugmanna BORGARLÖGMAÐUR segir í minnisblaði til borgarráðs að við framsetningu hugsanlegrar skaðabótakröfu borgarinnar á hendur olíufélögunum verði borgin að sýna fram á tjón sitt eða líklegt tjón. Hugsanleg kröfugerð hafi ekki verið unnin en hún verði sett fram og kynnt komi í ljós að olíufélögin hafi viðhaft samráð við gerð tilboða til Reykjavíkurborgar árið 1996. Þetta kom fram í svari hans við fyrirspurn Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, oddvita sjálfstæðismanna, en hann vildi fá svör við því hjá borgarlög- manni með hvaða hætti borgin myndi leggja fram kröfugerð ef olíufélögin reynast hafa haft með sér samráð um tilboðsgerð í útboði borgarinnar. Reykjavíkurborg og olíufélögin Brot þarf að liggja fyrir HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra bauð nýkrýndum Evrópumeisturum í hand- knattleik til hádegisverðar í utanríkisráðu- neytinu í gær en íslenski landsliðshópurinn kom heim frá frægðarför í Slóvakíu í fyrri- nótt og var vel fagnað við komuna. Halldór hreifst, líkt og allir Íslendingar, mjög af frammistöðu íslensku strákanna á Evr- ópumótinu og vildi hann með boði sínu í gær þakka liðinu, þjálfurum og öllum þeim sem að liðinu koma fyrir frábæra frammistöðu og góða landkynningu. Morgunblaðið/Arnaldur Bauð Evrópumeisturunum í mat ÞYRLA Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, bjargaði þremur mönnum í fyrrinótt sem voru hætt komnir í Efstadalsvatni í Laugardal í Ísa- fjarðardjúpi eftir að bát sem þeir voru á hvolfdi. Að sögn lögregl- unnar á Ísafirði mátti ekki tæpara standa því einn mannanna var við það að örmagnast í vatninu. Erfitt var, að sögn lögreglunnar, að at- hafna sig á svæðinu vegna myrk- urs og var vatnið kalt. Mennirnir voru, skv. upplýsingum lögregl- unnar, um hundrað metra frá landi er þeir fundust. Þeir voru fluttir á sjúkrahúsið á Ísafirði til aðhlynn- ingar og fengu tveir þeirra fljót- lega að fara heim. Ástæða þótti hins vegar til að halda einum þeirra lengur, en skv. upplýsingum Morgunblaðsins er sá á batavegi. Lögreglunni á Ísafirði barst til- kynning, í gegnum Neyðarlínuna, um þrjá menn sem væru í vand- ræðum á vatninu um kl. 23.18 á mánudagskvöld. Björgunarfélag Ísafjarðar og björgunarsveitin Kofri frá Súðavík voru kölluð út, sömuleiðis þyrla Gæslunnar. Fyrstu björgunarsveitarmenn, sem og þyrla Gæslunnar, voru komin á vettvang um kl. 1.10. Fann áhöfn þyrlunnar mennina í vatninu með nætursjónauka en lögreglan á Ísafirði segir á frétta- vefnum bb.is að sjónaukinn hafi skipt sköpum við björgunina. Mennirnir voru hífðir um borð í þyrluna og því næst fluttir á sjúkrahúsið á Ísafirði, eins og áður sagði. Er talið að mennirnir hafi verið í vatninu í allt að þrjá tíma. Þremur bjargað eftir að bát hvolfdi Einn mannanna við það að örmagnast SAMÞYKKT var á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun að verja 170 milljónum króna til úreldingar sláturhúsa. Áður hafði sláturhúsanefnd lagt til að 220 milljónum yrði varið til úreldingar. Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra segir að eftir að hafa farið vandlega yfir málið hafi niðurstaðan orðið sú að verja 170 milljónum til úreldingar húsanna enda hafi mönn- um þótt þetta heilmikið fé í almenna aðgerð. „Menn þurfa að svara því fyr- ir áramót hvort þeir ætli að úrelda eða ekki og úrelding getur því komið til framkvæmda á þessu og næsta ári.“ Hægt að spara 225 milljónir á ári Síðastliðið haust var slátrað í sautján sláturhúsum en aðeins sex af þeim uppfylla kröfur Evrópusam- bandsins um útflutning. Í niðurstöð- um skýrslu sláturhúsanefndarinnar segir að ef aðeins þau sláturhús sem hafa útflutningsleyfi yrðu starfandi gæti sauðfjárræktin sparað 225 millj- ónir með lækkun á föstum og breyti- legum kostnaði við rekstur sláturhús- anna og árlegur heildarsparnaður á hvert kíló kindakjöts gæti því numið um 26 krónum. Ari Teitsson, formaður Bænda- samtakanna, segir að þótt upphæðin sé lægri en nefndin lagði til séu menn bærilega sáttir og muni reyna að nota féð eins og þeir hafi vit til. „Þetta fé kemur sér mjög vel í erfiðri stöðu.“ Ari segist ekki vilja spá í það hversu mörg sláturhús verði úrelt. „Þetta eru fyrst og fremst þau hús sem hafa ekki útflutningsleyfi og það er líklegt að allmörg þeirra muni velja þann kost.“ 170 milljónir til að úrelda sláturhús

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.