Morgunblaðið - 20.08.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.08.2003, Blaðsíða 30
MINNINGAR 30 MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ V æri lífið ekki skemmtilegra ef það væri ekkert rík- isvald? Engin vald- beiting. Engir ráð- errar, stjórnmálamenn eða opinberir starfsmenn. Engin só- un. Engar stofnanir, stjórnsýsla eða skrifræði. Ekkert bákn. Bara frjálsir einstaklingar sem eiga vinsamleg samskipti á frjálsum markaði. Þessi fjarlæga draumsýn skýt- ur stundum upp í kolli mínum þegar ég horfi á og les fréttir á Ís- landi og víðar. Stór hluti þeirra fjallar einmitt um þennan op- inbera geira; hvað þar er gert eða ekki gert. Fólk er stöðugt að herja á rík- isvaldið með það að mark- miði að gæta hagsmuna sinna; tryggja að ákveðin mál nái fram að ganga – nú eða nái ekki fram að ganga. Þetta er eðlileg og skynsöm hegðun enda getur það verið spurning um lífsafkomu okkar og velferð hvaða ákvarðanir eru teknar. Sumar þessar ákvarðanir auka velferð fárra á kostnað allra hinna; ríkið tekur verðmæti af mörgum einstaklingum og af- hendir einum. Það hlutverk mun aldrei breytast enda býr ríkið yfir lögmætu valdi til að þvinga fólk til að láta af hendi eignir og afhenda öðrum. Skattheimta er eitt form á þessum gjörningi. Aðrar ákvarð- anir gera okkur kleift að spjara okkur sjálf á eigin forsendum svo við getum skapað góð lífsskilyrði án afskipta hins opinbera. Þær eru heillavænlegri fyrir þjóðfé- lagið allt og eykur velferð allra. Slíkt fyrirkomulag er líka miklu einfaldara og felur ekki í sér tímafrekt karp við stjórn- málamenn; tími sem annars mætti eyða í verðmætasköpun eða frítíma með fjölskyldunni. Sá hluti þjóðfélagsins sem býr við slíkt skipulag hefur stækkað mik- ið undanfarin ár, til blessunar fyr- ir alla, en nokkrir hópar þurfa ennþá að kljást við báknið. Strax dettur mér í hug kennarar, læknar og hjúkrunarfræðingar og nú síðast smábátasjómenn á Vest- fjörðum. Væri ekki nær að losa þetta fólk undan þessu karpi, og okkur hin um leið, með því að af- henda kennurum skólana, hjúkr- unarliði spítalana og sjómönnum fiskistofnana? Ef eignarréttur á fiskistofn- unum í kringum landið væri full- komlega í höndum einstaklinga en ekki ríkisvaldsins myndum við ekki heyra fréttir af útgerð- armönnum á Vestfjörðum. Þeir myndu leysa sín mál með eðlileg- um viðskiptum eins og gert er í öðrum atvinnugreinum og ekki krefjast þess að stjórnmálamenn taki kvóta af einum og afhendi öðrum. Einhverjir kunna að segja að það hafi upphaflega verið vitlaust gefið þegar kvótakerfið var tekið upp og því þurfi að gefa aftur. Það sé hlutverk stjórnmálamanna að huga að réttlætinu. Ég tel hins vegar að leikreglurnar hafi alltaf verið skýrar og menn spili á kerfi sem taki sífellt breytingum undir háværu öskri þrýstihópa. Upptaka kvótakerfisins var mikilvæg kerfisbreyting sem kom í veg fyrir sóun og jók um leið verðmæti auðlindarinnar. Áður höfðu framtakssamir ein- staklingar, eða frumkvöðlar, leit- að uppi möguleika á framleiðslu gæða úr auðlindum sjávar með það fyrir augum að hámarka hagnað og nýta auðlindina á hag- kvæmastan hátt. Þessi þekking- arleit frumkvöðla var driffjöður framþróunar og velferðarauka í hagkerfinu. Þeir tóku á sig þá áhættu sem leiddi af óvissu vegna skorts á upplýsingum og ófull- komleika þeirra og fengu að laun- um auðlindarentu sem áhættu- þóknun þegar vel gekk. Margir fóru hins vegar á hausinn. Með nýtingunni öfluðu þeir upplýsinga um verðmæti auðlindarinnar sem ella hefði ekki orðið til. Í tilviki kvótakerfisins var varasamt að afhenda öðrum en frumkvöðlunum aflaheimildir. Annars hefði verið dregið veru- lega úr hvatanum til að leita nýrra tækifæra og þar með orðið töf á nýjum upplýsingum sem gætu leitt til kerfisbóta, líkt og til- koma kvótakerfisins var. Af því leiðir svo að möguleg hagvaxt- araukning hefði dregist en lítil fórnun hagvaxtar yfir einhverra ára tímabil er mjög dýr. Annað sem ber að hafa í huga er, að ef allt að því ótakmörkuð viðskipti eru leyfð með úthlutuð réttindi, og hægt er að stunda þau með litlum tilkostnaði, þá skiptir upp- hafleg úthlutun minna máli sam- kvæmt kenningu Coase. Segja má að fiskveiðiheimild- irnar uppfylli nú þegar viss skil- yrði eignarréttar en er þó ekki fullkominn. Með því að festa skipulagið enn frekar í sessi, gera veiðiréttindin varanleg og heimila fullt og frjálst framsal myndu ein- staklingar ráðast í þau viðskipti og aðrar ráðstafanir sem arðvæn- legastar eru. Fullur eignarréttur verður að myndast. Kvótar, undir núverandi kerfi, eru ekki sannar eignir þó þeir hafi reyndar þætti sem sönn eign þarf að hafa. Eins og eign, eru kvótarnir framselj- anlegir og sérnýttir. Til þess að geta talist full eign þurfa kvót- arnir til viðbótar að vera var- anlegir og óumdeildir. Því væri heppilegasta þróunin í málefnum fiskveiðanna að kvótarnir verði í framtíðinni fullar eignir ein- staklinga og fyrirtækja. Afla- hlutdeildir framtíðarinnar verða að hafa alla þá þætti sem aðrar sannar eignir hafa. Samhliða þessu verða eigendur auðlindarinnar auðvitað að bera fulla ábyrgð á eign sinni. Þeir verða að standa undir kostnaði við verndun, eftirlit og rannsóknir á því hvernig auka megi verð- mætasköpun enn meira án þess að ganga á eignina. Rentan fer svo auðvitað ekki undir koddann hjá þessu fólki heldur dreifist um hagkerfið, eykur hagvöxt, sem bætir velferð allra. Við værum laus við karp stjórn- málamanna, ríkisvaldið væri óþarft og lífið skemmtilegra. Gerum lífið skemmtilegra Allir verða leiðir á því að hlusta á karp kennara, hjúkrunarfólks og nú smá- bátasjómanna á Vestfjörðum við stjórn- málamenn í fjölmiðlum. Með því að færa eignir ríkisins til einstaklinga gerum við lífið skemmtilegra. VIÐHORF Eftir Björgvin Guðmundsson bjorgvin@mbl.is ✝ Inga PálsdóttirSólnes fæddist í Reykjavík 12. ágúst 1910. Hún lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri 11. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Páll Árnason, lögregluþjónn í Reykjavík, f. 24. des- ember 1871 í Fells- múla á Landi, d. 23. apríl 1930, og kona hans Kristín Árna- dóttir, f. 12. júlí 1897 í Miklaholtshelli í Flóa, d. 8. júní 1958. Inga var fimmta í röð níu barna þeirra hjóna, en systkin hennar voru: Þor- björg, 1904-1991, Bjargey, 1905- 1992, Árný Jóna, 1907- 1987, Árni, 1908-1992, Kristín, 1911-1991, Páll Kristinn, 1912-1993, Auður, 1914- 1966 og Sigríður, f. 1918, sem er ein eftirlifandi þeirra systkina. Hálfsystir Ingu var Lára, 1906- 1967, sem var dóttir Páls og fyrri konu hans, Valgerðar Runólfsdótt- og Pétur. 5) Páll Sólnes, f. 9. febr- úar 1953. Hann á einn son, Eyvind, með Láru Sveinsdóttur, en er nú í sambúð með Maríu Árnadóttur. Inga ólst upp á heimili foreldra sinna á Skólavörðustíg 8. Tónlist var þar í hávegum höfð og lærðu flest börnin að leika á hljóðfæri, sem ekki var algengt á alþýðu- heimilum þess tíma. Páll Kr. Páls- son, bróðir Ingu, varð þannig þekktur orgelleikari. Hún stundaði nám í Kvennaskólanum í Reykja- vík, en hóf störf hjá Landsíma Ís- lands, er faðir hennar lést fyrir ald- ur fram 1930. Árið 1932 var tekin í notkun sjálfvirk símstöð í Reykja- vík. Símastúlkurnar fóru þá flestar út á land til þess að sinna hand- virkum stöðvum þar. Það varð hlutskipti Ingu að fara til Akureyr- ar, þar sem hún átti heima til dauðadags. Jón og Inga bjuggu lengst af í Bjarkarstíg 4, þar sem Inga hélt uppi myndarheimili af mikilli reisn, enda mjög gestkvæmt og veislur tíðar. Eftir að hún missti mann sinn 1986 fluttist hún í lítið einbýlishús í Aðalstræti 65, þar sem hún undi vel hag sínum, ein síns liðs, allt fram til nítugasta og þriðja aldursárs. Útför Ingu fer fram frá Akur- eyrarkirkju í dag og hefst afhöfnin klukkan 13.30. ur, en þau skildu 1902. Inga gekk að eiga Jón G. Sólnes, fyrrver- andi alþingismann og bankastjóra, árið 1936. Þau eignuðust fimm börn. Þau eru: 1) Eðvarð Júlíus Sólnes, f. 22. mars 1937, kvæntur Sigríði Maríu Óskarsdóttur Sólnes. Eiga þau þrjú börn: Láru, Jón Óskar og Ingu Björk og fjögur barnabörn. 2) Gunnar Sólnes, f. 12. mars 1940, kvæntur Mar- gréti Kristinsdóttur, sem á tvær dætur, Helgu og Huldu Magnús- dætur og tvö barnabörn af fyrra hjónabandi. 3) Jón Kristinn Sólnes, f. 17. júní 1948. Hann á tvö börn, Lilju og Jón Ragnar, með fyrri konu sinni, Dóru Ingólfsdóttur og tvær dætur, Valgerði og Kristínu, með seinni konu sinni, Höllu Bald- ursdóttur. 4) Inga Sólnes, f. 11. apríl 1951, gift Jóni Sigurjónssyni. Þau eiga þrjá syni, þá Karl, Friðrik Ég sit úti í sólinni heima hjá mér og minnist elskulegrar tengdamóður minnar, hennar Ingu. Oft höfum við setið saman í sólskininu í garðinum hennar á Akureyri gegnum tíðina. Ég kynntist Ingu fyrst fyrir 45 ár- um, þegar við Júlíus, elsti sonur Ingu og Jóns G. Sólnes, byrjuðum að vera saman. Hún tók mér strax af þeirri einstöku hlýju, sem einkenndi hana. Inga var alveg sérstaklega vel gerð og góð manneskja. Hún hafði einstaklega létta lund og var með af- brigðum hláturmild. Hún var sífellt að gera eitthvað gott fyrir alla fjöl- skylduna. Það rennur margt í gegn- um hugann eftir öll þessi ár. Margs er að minnast. Mér er það einkar minnisstætt þegar Lára dóttir okkar Júlíusar varð eins árs og Inga fimm- tug. Þá var haldin mikil veisla á Bjarkarstígnum. Þá var nú gleði og gjallandi hlátur, sem bergmálar enn. Þessi ljóðlína Núma lýsir Ingu afar vel. Hún var afskaplega greind kona og fylgdist vel með öllu, allt fram í andlátið. Hún las öll blöð, hlustaði mikið á fréttir og hafði gaman af pólitík. Alveg fram á síðustu stund hringdi hún reglulega til okkar til að spyrja soninn hvernig honum litist á pólitíkina núna. Töluðu þau þá lengi saman og var mikið hlegið. Elsku Inga mín. Ég kveð þig með söknuði og þakka þér fyrir allt það góða sem þú hefur gert fyrir mig og mína. Sigríður María. Elskuleg tengdamóðir mín er lát- in. Það er með hryggð í hjarta sem ég set þessar fáu línur á blað. Þó er hryggðin ekki ein á ferð heldur fylgir henni innilegt þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta náinna samskipta við hana í marga áratugi. Inga átti langa og góða ævi með góðri heilsu lengst af eða þar til 10 dögum fyrir andlátið. Þótt elli kerling hafi vissulega verið farin að segja til sín í líkamanum var því ekki fyrir að fara með hina and- legu heilsu, aldeilis ekki, heldur var hún eins og unglamb hvað það snerti. Hún fylgdist vel með, las blöð og hlustaði á útvarp, horfði á sjónvarp, las bækur af miklum móð hvort held- ur ævisögur, ljóð, skáldsögur eða reyfara. Inga hafði einstaklega sterkan persónuleika sem laðaði alla til sín. Hún bjó yfir miklu jafnvægi, góðu skaplyndi og hafði þann fágæta hæfileika að njóta alltaf líðandi stundar. Eftir að hún missti eigin- mann sinn 1986 byggði hún sér hús í Aðalstræti þar sem hún bjó fallega um sig og gerðist mikill miðpunktur allrar stórfjölskyldunnar. Þangað lá leiðin barnanna, ömmu– og lang- ömmubarnanna sem eru meira og minna dreifð út um allt land og er- lendis og svo margra annarra sem henni voru ýmist tengdir fjölskyldu- eða vinaböndum. Það er mikils í misst þegar slíkur höfðingi hverfur á braut. Ég kveð Ingu með miklum söknuði. Hún var mér einstök tengdamóðir og vinur í gegn um árin og þó hún hverfi til annarra heima núna verður hún áfram alltaf hluti af mínu lífi. Blessuð sé minning hennar. Margrét Kristinsdóttir. Inga Sólnes tengdamóðir mín er látin. Ég kynntist henni snemma á áttunda áratugnum þegar við Inga dóttir hennar og Jóns G. Sólnes fór- um smám saman að rugla reitum okkar. Inga var alveg einstök kona svip- mikil með sterkan persónuleika. Hún var glaðlynd og jafnlynd og ein- staklega gott að leita til hennar. Hún var ávallt kletturinn sem reis upp úr og hægt var að treysta á. Hún var æðrulaus og yfirveguð og tók á hverju máli af skynsemi og ró. Ef hún varð andvaka þá var hún ekki að æðrast yfir lélegum eða ónógum svefni heldur kveikti ljós og las þar til hún gat sofnað á ný. Hún stjórnaði stóru heimili þeirra hjóna af miklum glæsibrag og rausn. Hún var mjög iðin og féll ekki verk úr hendi. Þessir kostir hennar komu víða fram. Inga las feiknin öll af bókum og var gjarnan með tvær til þrjár bæk- ur í takinu í einu. Á hverjum degi skrifaði hún dagbók þar sem hún til- tók helstu atburði dagsins og veð- urfar. Snemma á tíunda áratugnum átti ég því láni að fagna um tveggja ára skeið að starfa við Landsbankann á Akureyri. Þann tíma bjó ég hjá Ingu tengdamóður minni. Það var eftir- minnilegur og góður tími. Ég kveð tengdamóður mína með virðingu og þökk. Blessuð sé minn- ing Ingu P. Sólnes. Jón Sigurjónsson. Elsku Inga amma. Okkar fyrstu kynni gleymast mér aldrei. Ég flutti til Akureyrar níu ára gamall þegar mamma mín giftist inn í fjölskyldu þína. Þú tókst mér strax opnum örm- um og varðst amma mín frá fyrsta degi. Margir nágrannar, vinir, tengdafólk og ættingjar kölluðu þig einnig Ingu ömmu. Það sýnir vel þann persónuleika sem mér finnst hafa einkennt þig. Þú varst glaðlynd, jákvæð og umhyggjusöm og ég held að öllum hafi liðið vel í nærveru þinni. Þú varst einnig góður vinur sem hafðir ávallt gaman af að heyra hvað á daga manns hafði drifið. Ég á margar góðar minningar tengdar samverustundum með þér og þakka ég þér kærlega fyrir þær. Megi Guð geyma Ingu ömmu. Baldur Már Helgason. Við lát Ingu ömmu okkar finnst okkur bræðrum ráð að rifja upp hver hún amma var fyrir okkur. Hún var glaðlynd og elskuleg amma sem um- vafði okkur með kærleika, rausn og velgjörðum þegar við komum í heim- sókn til hennar á Akureyri. Skíða- ferðir til Akureyrar um páska voru fastur liður og eigum við margar góðar minningar frá þeim ferðalög- um. Einkum þó þegar skíðasvæðið var lokað vegna veðurs og við gátum eytt deginum með ömmu að horfa á Nágranna í sjónvarpinu. Margt fannst okkur aðdáunar- og virðingarvert í fari hennar og til allr- ar eftirbreytni. Hún átti einstaklega auðvelt með að aðgreina vanda sinn og annarra af visku og smitandi ró- semi. Núna er hún amma okkar farin til Jóns afa og geta þau nú farið í sunnudagabíltúra sína eins og forð- um á stað þar sem allir dagar eru sunnudagar og sólin skín. Karl, Friðrik og Pétur Sólnes Jónssynir. Þrátt fyrir að Inga Sól væri komin á tíræðisaldur komu fréttirnar um veikindi hennar á óvart. Við vorum þess meira að segja fullviss að hún næði sér að nýju og við myndum hitt- ast aftur til að spjalla saman og hlæja. Vegna þess að erfitt var að ímynda sér að hún hyrfi einn daginn reyndum við eftir megni að forðast allar hugsanir af þeim toga. Hún mátti til að vera alltaf eins og á sama stað, eins og drottning í ríki sínu. Fátt var jafngaman og að brenna norður til þess að heimsækja Ingu í Aðalstrætið. Það voru ekki heim- sóknir af eintómri skyldurækni, það voru hreinlega afskaplega fáir sem voru skemmtilegri heim að sækja en hún. Hún var alltaf í góðu og ljúfu skapi og sagði sögur af fólki og við- burðum, stórum og smáum, ferðum til fjarlægra landa, kóngaveislum með Jóni heitnum og lautarferðum með systrum sínum. Ljósmynd af henni og systrum hennar í einni slíkri er minnisstæð og lýsir Ingu vel. Þær sitja systurnar úti í móa, dömulegar og glaðlegar, en ein stendur á haus, skellihlæjandi með þykkar fléttur, auðvitað Inga. Þær voru víst rauðar. Inga var hvíthærð þegar ég kynntist henni en setti á sig eldrauðan varalit á hverjum morgni. Á kvöldin skrifaði hún í dagbók um það sem gerst hafði um daginn og þótt hún færi sjaldan úr húsi seinni árin var alltaf frá nógu að greina. Hún bjó á Akureyri allar götur frá því að örlögin leiddu þau Jón saman þegar Inga fór norður til að vinna sem símamær. Hún unni hag sínum ávallt vel í höfuðstað Norðurlands en var alin upp í miðborg Reykjavíkur, nánar tiltekið á Skólavörðustígnum, í stórum systkinahópi. Þar var ekki síður gestkvæmt en á hennar eigin heimili á Akureyri og allar þær sög- ur sem hún kunni af því heimilishaldi og lífi væru efniviður í skáldsögu. Maðurinn minn, sonarsonur Ingu, minntist oft á samverustundir fjöl- skyldunnar í Bjarkarstígnum þar INGA P. SÓLNES

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.