Morgunblaðið - 20.08.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.08.2003, Blaðsíða 44
FÓLK Í FRÉTTUM 44 MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ 21. SÝNING MIÐVIKUDAGUR 20/8 - KL. 20 UPPSELT 22. SÝNING FIMMTUDAGINN 21/8 - KL. 20 UPPSELT 23. SÝNING LAUGARDAGINN 23/8 - KL. 16 UPPSELT 24. SÝNING LAUGARDAGINN 23/8 - KL. 20 UPPSELT 25. SÝNING FÖSTUDAGINN 29/8 - KL. 20 ÖRFÆA SÆTI LAUS 26. SÝNING LAUGARDAGINN 30/8 - KL. 16 ÖRFÁ SÆTI LAUS 27. SÝNING LAUGARDAGINN 30/8 - KL. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS 28. SÝNING SUNNUDAGINN 31/8 - KL. 16 LAUS SÆTI 29. SÝNING SUNNUDAGINN 31/8 - KL. 20 LAUS SÆTI ATHUGIÐ ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA! Sumarkvöld við orgelið 21. ágúst kl. 12.00: Veronica Osterhammer sópran og Friðrik Vignir Stefánsson orgel. 23. ágúst kl. 12.00: Mark Anderson orgel. 24. ágúst kl. 20.00: Mark Anderson leikur m.a. verk eftir Buxtehude, Vierne, Franck og Messiaen. TÓNLISTAR- og myndlistarmenn- irnir Egill Sæbjörnsson og Ragnar Kjartansson flytja tón- og mynd- gjörninginn „Fjögur tilbrigði við sorg“ í fjölnotasal Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu annað kvöld. Verkið var fyrst flutt á Menning- arnótt í Kling og Bang en galleríið fór þess á leit við Egil að hann gerði verk fyrir það. „Ég spurði Ragga hvort hann væri ekki til í að við gerðum eitthvað saman,“ segir Eg- ill, sem hefur m.a. gefið út plötuna Tonk of the Lawn. Ragnar, sem er hluti af raftónlistargleðisveitinni Trabant, var til í slaginn og gekk samstarfið vel. „Við hittumst og eftir fimm mín- útur vorum við komnir með hug- mynd og gerðum þetta á tveimur dögum. Mér datt hann í hug því við erum búnir að vera að gera svipaða hluti og okkur langaði að prófa að vinna saman. Þetta var rosalega gaman og gekk alveg eins og í sögu,“ segir Egill og bætir við: „Það er gaman að vera í svona samstarfi, sérstaklega við fólk sem er að gera svipaða hluti.“ Myndin er 15 mínútna löng og er fjórskipt. „Sorgarferlið er tekið fyrir. Við skiptum því niður í sjokk, tóm- leika, reiði og fyrirgefningu,“ segir Egill en hann og Ragnar flytja lif- andi tónlist á meðan myndin er sýnd. „Við notum tvo nælonstrengjagít- ara,“ segir hann og bætir við að stemningin sé í framúrstefnulegum anda. Eins og áður segir eru Egill og Ragnar báðir tónlistar- og myndlist- armenn og segir Egill þetta tvennt fara ágætlega saman. „Það er áhugavert hvernig hægt er að nota tónlistina sem hluta af myndlist eða öfugt. Gera heildræn verk sem taka hvort tveggja til greina, að vera með hljóð í myndlist og myndir við tón- list,“ segir Egill og eru myndböndin sem hann hefur gert við eigin tónlist gott dæmi um þetta. „Þegar Smekkleysa spurði hvort ég vildi vera með tónleika í Hafn- arhúsinu skelltum við okkur í að gera þetta aftur. Það lá alveg beint við.“ Egill er sem stendur að vinna að nýrri breiðskífu. „Ég er að vinna í henni núna með Valgeiri í Gróð- urhúsinu og Áka Ásgeirssyni og fleira fólki,“ segir hann en stefnt er að útgáfu um næstu jól eða jafnvel í vor. Kimono með ný lög Hljómsveitin Kimono stígur einn- ig á svið í Hafnarhúsinu á fimmtu- dagskvöldið og flytur ný lög. Athygli er vakin á því að meðan á dagskrá stendur gefst gestum kostur á að skoða sýningu Smekkleysu, Humar eða frægð, sem nú stendur yfir. Að- gangur er ókeypis og stendur dag- skráin frá 20 til 22. Egill Sæbjörnsson og Ragnar Kjartansson með gjörning í Hafnarhúsinu Samruni tónlistar og myndlistar Morgunblaðið/Björg Sveinsdóttir Egill Sæbjörnsson hefur tekið á sig ýmis rokkgervi í tónlistarflutningi sín- um í gegnum tíðina en hér er hann að kynna plötu sína Tonk of the Lawn. Morgunblaðið/Björg Hrist upp í hlutunum í Central Park: Ragnar Kjartansson er þekktur fyrir afar líflega sviðsframkomu er hann leikur með hljómsveit sinni, Trabant. Hljómsveitin Kimono mun spila ný lög eftir að gjörningi þeirra Egils og Ragnars lýkur. Ljósmynd/Sigrún Guðmundsdóttir Egill Sæbjörnsson og Ragnar Kjartansson flytja tón- og mynd- gjörninginn Fjögur tilbrigði við sorg í Hafnarhúsinu fimmtu- dagskvöldið 21. ágúst klukkan 20. Hljómsveitin Kimono flytur einnig ný lög. ingarun@mbl.is NÝ ÚTVARPSSTÖÐ hefur útsend- ingar í dag, útvarpsstöðin Skonrokk sem senda mun út á tíðninni 90,9. Dagskrárstjóri stöðvarinnar er Sig- urjón Kjartansson sem um nokkurt skeið hefur stjórnað í samstarfi við Dr. Gunna (Gunnar Lárus Hjálmars- son) útvarpsþættinum Zombie á X- inu. Sá þáttur flyst nú yfir á Skon- rokk, en annars verður sérstök áhersla lögð á klassíska rokktónlist á nýju stöðinni. „Við ákváðum að setja stöðina af stað því okkur virðist visst gat fyrir þann hlustendahóp sem er hvað mest skipaður karlmönnum á aldrinum 30 til 50 ára,“ sagði Sigurjón þegar blaðamaður tók hann tali. „Þess vegna verður lögð áhersla á eldri rokktónlist, frá ’65 til ’93 hérumbil, – verðum ekki með neitt yngra rokk en 10 ára. En þannig heldur það áfram að rásin endurnýjar sig svo að næsta ár spilum við inn á milli rokklög frá 1994 og þannig koll af kolli. Stöðin staðnar því ekki tónlistarlega.“ Zombie í fyrirrúmi Fréttir verða fluttar á heila tím- anum í samstarfi við fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar en þó Zombie færist á milli stöðva verður þátturinn sem fyrr frá 7 til 10 alla virka morgna. „Zombie er náttúrlega hápunkturinn,“ segir Sigurjón af stakri fyndni. „Síðan taka við ágætis þáttastjórnendur sem verða með hefðbundna þætti þar sem áherslan er á tónlistina.“ Engir kvöldþættir verða á rásinni heldur fær tónlistin að lifa óslitið fram á morgun. Skonrokk kemur þar sem BBC World Service var áður endurvarpað og hefur nokkuð borið á óánægjuröddum frá hlustendum þeirrar stöðvar. „Jú, það eru einhver 30 manns sem hlustuðu á þá stöð og þeir eru allir mjög háværir,“ segir Sigurjón kíminn. „En hitt er annað mál að mér þykir nokkur eyða koma í útvarpsflóruna vegna þessa og hlust- aði ég sjálfur svolítið á BBC World Service. En ég held að Útvarp Saga sé að komast langt með að fylla það gat. Og kannski er skemmtilegra að á íslenskum útvarpsbylgjum sé talað íslenskt mál.“ Efnistök Zombie verða með sama sniði: „Við erum áfram við sama heygarðshornið, bara betri og ferskari. Við vorum áð- ur með framhaldsleikrit en erum að fara af stað með einþáttunga og ætl- um að sjá hvað við komumst langt með það. Svo verða nettar áherslu- breytingar, eins og í stað Topp-11 listans verður Topp-9 listinn og Stjáni stuð fylgir okkur því miður ekki yfir. Svo verða nokkrir góðir ný- ir dagskrárliðir. Til dæmis mega ýmsir góðborgarar hér í bæ eiga von á því að verða vaktir á morgnana og þeim boðið að velja sér óskalag, sem er nokkuð sem ekki hefur verið stundað í íslensku útvarpi í langan tíma.“ Hringja og bjóða fólki óskalög Nafn stöðvarinnar ætti að vekja ýmis viðbrögð þess markhóps sem stöðin er stíluð á. „Okkur fannst þetta huggulegt og heimilislegt nafn,“ segir Sigurjón um nafnið sem er hið sama og var á fyrsta íslenska sjónvarpsþættinum sem helgaður var flutningi tónlistarmyndbanda. „Þetta er byggt á gömlum grunni og vekur ýmis viðbrögð þegar menn heyra.“ Nöfnum á borð við Z-una var fleygt, en segir Sigurjón þó Skon- rokk hafa orðið ofan á, og játar því að nafnið góða hafi komið úr kolli Gunn- ars, eins og margan hefur eflaust grunað. Annars er fram undan annasamur vetur hjá þeim. Gunnar mun stjórna Popp-punkti á Skjá einum en Sigur- jón er að undirbúa verkefni á Popp- Tíví sem fer í loftið í haust, Grínskóla Sigurjóns, og vinnur einnig að grín- þáttunum Svínasúpu á Stöð 2 sem fer í tökur eftir áramót og væntanlegur er á skjá landsmanna í vetur eða næsta haust. Ný útvarpsstöð, Skonrokk 90,9, hefur göngu sína Morgunblaðið/Arnaldur Þeir félagar Gunni og Sigurjón verða í aðalhlutverki á Skonrokki með útvarpsþátt sinn, Zombie. „Ekkert rokk yngra en 10 ára“ Skonrokk sendir út á FM 90,9. Zombie er á dagskrá frá 7 til 10 virka morgna. asgeiri@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.