Morgunblaðið - 20.08.2003, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐERLENT
w
w
w
.d
es
ig
n.
is
©
20
03
-
IT
M
90
58
V. Fellsmúla • S. 588 7332
Opi›: Mán. - föst. 9-18,
Laugardaga 10-14
kr
kr
kr kr
Me›an b i rg› i r endas t
F r í s t andand i s t u r t u k l e fa r
Heilir sturtuklefar.
Öryggisgler, segullæsing, sturtu-sett, blöndunartæki,
botn og vatnslás. Hornopnun, framopnun og tvískipt
framopnun.
80x80 cm.
Hornopnun Kr. 59.900,- stgr
framopnun Kr. 62.900,- stgr
tvísk. framo. Kr. 64.900,- stgr
Ágústtilbo›!
kr
kr
kr
PLANTAN bjarnarkló þykir ekki
heppileg til að gróðursetja í villilönd
að sögn Þórólfs Jónssonar, deildar-
stjóra garðyrkjudeildar Reykjavík-
urborgar. Hann segir við snertingu
geti hún kallað fram blöðrur og slík
brunaeinkenni á húð og hún erti einn-
ig exem og geti kallað fram exem hjá
fólki. „En þetta er glæsileg planta
með stórum blómum, falleg en hún er
varasöm og óheppileg,“ segir Þór-
ólfur einnig og segir hana ekki gróð-
ursetta á vegum borgarinnar.
„Ég veit til þess að mönnum er illa
við þessa plöntu í Danmörku og á
Skáni í Svíþjóð,“ segir Þórólfur sem
segir hana stórvaxna, jafnvel mann-
hæðarháa, og ágenga. Hann telur
plöntuna ekki hafa dreifst í borg-
arlandinu en hún hafi borist hingað
fyrir nokkrum áratugum. Plantan sé
til í görðum, m.a. í Laugarnesi, og ein
slík er í Hljómskálagarðinum. Þór-
ólfur segir óvíst hvort plantan geti sáð
sér við íslensk skilyrði, það fari eftir
fræmyndun hennar og segir t.d. að
grasflatir séu kringum plöntuna í
Hljómskálagarðinum sem slegnar eru
reglulega og því hafi hún ekki sáð sér
þar. Hann segir að við snertingu geti
komið fram brunaeinkenni á húð og
sérstaklega virðist þau einkenni esp-
ast upp í sólskini. Menn ættu því að
meðhöndla þessa plöntu með varúð.
Morgunblaðið/Svavar
Þórólfur Jónsson stendur við hina fögru bjarnarkló í Hljómskálagarðinum.
Glæsileg planta en varasöm
Reykjavík
MARGUR er knár þótt hann sé
smár segir máltækið, og fátt und-
irstrikar merkingu þessa alda-
gamla sannleiks en sá kraftur
sem börnin í Siglunesi búa yfir.
Siglunes er siglingaklúbbur og
hluti af tómstundastarfi ÍTR fyrir
grunnskólabörn í sumar. Þar eru
börnunum kynnt helstu handtök
og öryggisreglur í siglingum og
þrátt fyrir mikla gleði og æv-
intýramennsku er öllum gerð
grein fyrir því að sjómennskan er
ekkert grín, heldur er hún
samgróin íslenskri menningu frá
því land byggðist.
Þessar upprennandi hetjur
hafsins voru að kynna sér ýmiss
konar sjávarfang, mislystugt og
ófrýnilegt, þegar ljósmyndara
Morgunblaðsins bar að garði.
Ekki var laust við að forvitni og
eldmóður æskunnar, frekar en
uggur og ótti, réðu ferðinni í
samskiptum þeirra við Ægi kon-
ung og ríki hans.
Forvitnir
sægarpar
í Siglunesi
Reykjavík
HÁTÍÐARHÖLDUM vegna
afmælishátíðar Mosfellsbæjar
hefur verið fundin ný dag-
setning, en þeim var frestað
vegna aftakaveðurs hinn 9.
ágúst síðastliðinn.
Stefnt er á hátíðarhöld
laugardaginn 23. ágúst næst-
komandi og er það einlæg ósk
bæjaryfirvalda að veðurguð-
irnir verði Mosfellingum hlið-
hollir.
Afmælishátíð
Mosfellinga
fram haldið
Mosfellsbær
TUTTUGU og eins
manns hópur þing-
manna á Jórdaníuþingi
hyggst fara fram á það
við bandarísk yfirvöld
að Ahmad Chalabi, lyk-
iltengiliður Banda-
ríkjamanna í fram-
kvæmdaráðinu svo-
nefnda, bráðabirgða-
ríkisstjórn Íraks sem
starfar í skjóli her-
námsyfirvalda, verði
framseldur til Jórdaníu
til að sitja af sér 22 ára
fangelsisdóm fyrir fjár-
málasvik sem dómstóll
þar í landi dæmdi hann
í að honum fjarstöddum árið 1989.
Var greint frá þessu í fjölmiðlum í
Amman, höfuðborg Jórdaníu, í gær.
Talsmenn Íraska þjóðarráðsins
(INC), stjórnmálahreyfingar sem
Chalabi er í forystu fyrir, fordæmdu
fyrirætlan jórdönsku þingmannana
og kölluðu hana „ósvífna herferð“
gegn flokknum og Chalabi. Eina
skýringin á þessari herferð væri að
„jórdanska leyniþjónustan skipu-
lagði hana til að hylma yfir glæpi síð-
ustu ríkisstjórna“ þar í landi, eftir því
sem sagt var í Al-Muatamar, mál-
gagni INC. „Þessar ríkisstjórnir hafa
framið og halda áfram að stunda
skipulagðan stuld á sjóðum og eign-
um írösku þjóðarinnar,“ segir í
blaðinu.
Þingmennirnir 21 hafa farið fram á
utandagskrárumræður á Jórdaníu-
þingi um þátt Chalabis í
fjármálasvikum frá
þeim tíma er hann
dvaldi í Jórdaníu í út-
legð frá Írak á níunda
áratugnum, og um
framsal hans til Jórdan-
íu fyrir milligöngu Int-
erpol til að afplána dóm-
inn sem felldur var yfir
honum á sínum tíma.
Chalabi byggði upp
mikið bankaveldi í
Jórdaníu á níunda ára-
tugnum sem hrundi
jafnhratt og það varð
til. Eftir að hann sá sér
þann kost vænztan að
forða sér úr landi árið 1989 var hann
dæmdur af jórdönskum dómstól fyrir
svik og að skjóta undan 288 milljón-
um Bandaríkjadala úr Petra-bankan-
um inn á svissneska bankareikninga.
Jórdanski þingmannahópurinn vill að
réttað verði yfir Chalabi á ný, þar
sem hann verði látinn svara til saka
fyrir önnur ákæruatriði, aðallega um
að hafa hlunnfarið jórdanska seðla-
bankann og viðskiptavini Petra um
900 milljónir Bandaríkjadala. Jórd-
anski utanríkisráðherrann Marwan
Moascher hefur einnig sakað Chalabi
um fjármálasvik í Sviss og Líbanon.
Chalabi hefur ætíð haldið því fram að
fjársvikadómurinn í Jórdaníu hafi
verið afrakstur samsæris af hálfu
ráðamanna í Bagdad um að koma á
hann sökum sem hann væri saklaus
af.
Chalabi verði
framseldur
til Jórdaníu
Amman, Bagdad. AFP.
Íraski stjórnmálamað-
urinn Ahmad Chalabi.
Jórdanskir þingmenn vilja að Írakinn
afpláni 14 ára gamlan fjársvikadóm
MEIRA en 160 kaþólskir prestar í
Milwaukee í Bandaríkjunum hafa
skrifað undir bréf þar sem farið er
fram á að skírlífiskröfu til presta
verði aflétt og þeir fái að kvænast.
Þetta er í fyrsta sinn í yfir 25 ár sem
hópur presta kallar eftir umræðu
um málefnið.
Undirskriftirnar voru sendar til
forseta biskuparáðstefnu Banda-
ríkjanna í gær. „Við sameinum
raddir okkar og látum þær fylgja
hinum fjölmörgu röddum sem nú
hljóma, raddir sem hvetja til þess að
kvæntir menn geti orðið prestar rétt
eins og skírlífir,“ segir í bréfinu. Þar
kemur einnig fram að skírlífi hafi
verið blessun fyrir marga presta og
að sumir kjósi ef til vill að halda því
áfram. Skortur er á prestum og von-
ast margir til að með því að falla frá
skírlífiskröfunni fáist fleiri í starfið.
Bréfið var sent til 442 presta í
biskupsdæminu en af þeim skrifuðu
129 eða 29% undir. „Sú staðreynd að
svo margir skyldu skrifa undir sýnir
okkur að það er undiralda í þessa
átt,“ sagði Dean Hodge, fé-
lagsfræðingur við bandaríska Kaþ-
ólska háskólann. „Fyrst 29% skrif-
uðu undir er ég viss um að það eru
önnur 29% sem eru sammála en
vildu þó ekki setja nafnið sitt við, og
ef til vill fleiri.“
Kaþólskir prestar í Bandaríkjunum
Vilja að skírlífis-
kröfu verði aflétt
Milwaukee. AP.