Morgunblaðið - 20.08.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.08.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ MIKIÐ hefur verið um ráð- stefnuhald í sumar og útlit er fyrir að svo verði áfram út ágústmánuð og í september, en óvenjumikið er um að vera í ár hjá þeim fyrirtækjum sem sérhæfa sig í skipulagningu ráð- stefna hér á landi. Matthías Kjart- ansson, einn eigenda Ráðstefnu og funda ehf., segir árið koma betur út en í fyrra og að ágústmánuður sé þéttbókaður hjá fyrirtækinu. „Það var mikið annríki hjá okkur, hér var bæði þing norrænna geð- lækna auk þess sem norrænir við- skiptafræðingar voru með ráðstefnu í Háskólanum. Hvort tveggja kom á sama tíma og menningarnótt og Reykjavíkurmaraþonið, þannig að það var nóg um að vera hjá okkur,“ segir Matthías. Hann segir stóra við- burði líkt og menningarnótt laða að og margir sem vilji halda ráðstefnur á þessum tíma enda gaman fyrir ráð- stefnugesti þegar slíkir atburðir fara fram samtímis. Matthías segir árið í ár koma bet- ur út en í fyrra hjá Ráðstefnum og fundum en hins vegar sé útlitið ekki jafngott fyrir næsta ár. Hann segir að hingað leiti ýmiss konar hópar frá ólíkum löndum til að halda ráð- stefnur, þótt mest sé um norræna gesti. Að sögn Matthíasar er þessi mikli fjöldi ráðstefnugesta mikil búbót fyrir ferðaþjónustuna hér á landi og þótt ráðstefnugestir sæki einkum gistingu til Reykjavíkur og taki mik- ið hótelpláss hafi það þau áhrif að aðrir ferðamenn leiti frekar út á land og sæki þangað þjónustu og gist- ingu. Ása Hreggviðsdóttir hjá Congress Reykjavík segir að ráðstefnuhald í ár hafi dreifst yfir lengra tímabil en vanalegt er, þótt mest hafi álagið verið í maí og júní og mikið verði um að vera í ágúst og september. Í júlí liggur ráðstefnuhald að nær öllu leyti niðri, enda taka flestir Evr- ópubúar sumarfríið sitt í júlí að sögn Ásu. Lega landsins hentar vel Hún segir að stór verkefni séu framundan, meðal annars hefjist ráðstefna bandarískra efnafræðinga á Hótel Nordica 17. ágúst og Nor- ræna stjórnsýslusambandið er með ráðstefnu á Hótel Selfossi 21.–22. ágúst. Ása segir hverja ráðstefnu krefj- ast mikils undirbúnings og að hótel séu til að mynda bókuð með allt upp í nokkurra ára fyrirvara. Helga Lára Guðmundsdóttir, deildarstjóri ráðstefnudeildar Ferðaskrifstofu Íslands (FÍ), segir að ráðstefnuhald í ár hafi teygst yfir lengra tímabil en fyrri ár auk þess sem fleiri ráðstefnur séu á vegum FÍ nú en í fyrra. „Við byrjuðum mun fyrr í ár en vanalega, strax í lok jan- úar hófst skipulagning smærri funda og í apríl var 250 manna vetn- isráðstefna. Í sumar hefur svo verið nóg að gera og það má segja að við séum með fleiri og smærri ráð- stefnur en oft áður,“ segir hún. Þótt mikið sé um norrænar ráðstefnur segir Helga að alþjóðlegum ráð- stefnum hafi fjölgað undanfarin ár. „Lega landsins hentar mjög vel fyrir ráðstefnur sem sóttar eru af Banda- ríkjamönnum og Evrópubúum, við liggjum þar mitt á milli. Auk þess skiptir það miklu máli í dag að Ísland þykir öruggt land,“ segir Helga. Morgunblaðið/Árni SæbergÍsland er orðið vinsælt ráðstefnuland en myndin er tekin á ráðstefnu um vinnuvistfræði sem haldin var á Grand Hóteli nýlega. Annir í ráðstefnuhaldi í sumar BORIST hefur eftirfarandi fréttatil- kynning frá Orkuveitu Reykjavíkur: „Undanfarna daga hefur verið nokkur umræða um verðhækkun Orkuveitu Reykjavíkur sem tekur gildi 1. september næstkomandi. Nokkurs misskilnings hefur gætt um forsendur þeirrar hækkunar og verð á orku í Reykjavík. Eins og sést á meðfylgjandi töflum er orkuverð (heitt vatn og rafmagn) í Reykjavík eitt það lægsta hér á landi og ef skoðaður er alþjóðlegur samanburð- ur og litið til hinna höfuðborganna á Norðurlöndum er það lægst hér og munar miklu. Sett er fram dæmi um 100 fermetra íbúð og er orkukostn- aðurinn í Helsinki 60.000 krónum meiri á ári og þar sem munurinn er mestur, þ.e. í Kaupmannahöfn, er orkukostnaður 140.000 krónum hærri á ári. Af þessum einföldu dæmum sést að orkuverð er ekki hátt á svæði Orkuveitu Reykjavíkur. Þá er rétt að benda á að verð á orku hefur lækkað hjá OR á und- anförnum árum eins og sjá má á línuriti því sem hér fylgir með. Til dæmis má nefna að verð á heitu vatni í Reykjavík var 7% hærra m.v. byggingavísitölu árið 1992 en það verður eftir 1. september nk. Verð á rafmagni árið 1992 var hins vegar 21% hærra m.v. sömu vísitölu en það verður eftir 1. september nk.“ „Undanfarna 24 mánuði hefur lofthiti í Reykjavík verið miklu hærri en í meðalári og þar af leiðandi sala á heitu vatni minni en í venjulegu ár- ferði. Fyrstu 7 mánuði þessa árs er til að mynda 17,4% minni sala á hvern rúmmetra upphitaðs húsnæð- is heldur en meðalsalan var áratug- inn 1990 til 2000. Þar sem kostnaður lækkar óverulega hjá hitaveitum vegna minni notkunar þar sem við- búnaður miðast við kuldaköst kemur minnkandi sala óumflýjanlega við efnahag veitunnar. Ef salan hefði verið sú sama í ár og hún var að með- altali á síðasta áratug hefðu tekjur veitunnar af heitu vatni verið 600 milljónum kr. meiri í ár en raunin er. Þessar 600 milljónir samsvara 17% lækkun hitareikningsins hjá almenn- ingi miðað við það sem hann greiddi á síðasta áratug. Það ruglar um- ræðuna að margar veitur á Íslandi selja heitt vatn skv. hemli en þá er borgað fyrir aðgang að vatni en ekki magn sem notað er. Þegar selt er samkvæmt hemli eru tekjur veitunn- ar óháðar veðurfari. Undir venjulegum kringumstæð- um lætur OR sveiflur í veðurfari ekki hafa áhrif á verð en hér er um óvenjulegar aðstæður að ræða, hita- sveiflan hefur staðið í 24 mánuði og taldar líkur á að svo verði áfram í einhvern tíma. Orkuveitan hefur eft- ir sem áður þá stefnu að lækka verð hjá sínum viðskiptavinum eftir því sem kostur er og hefur sýnt það í verki sbr. þegar verð á raforku var lækkað um 10% fyrir tveimur árum.“ Orkuveita Reykjavíkur sendir frá sér fréttatilkynningu vegna verðhækkunar Eitt lægsta orkuverðið hér á landi Samanburður á Norðurlöndum: Nr. Orkukostnaður Rafmagn Heitt vatn Árskostn. Hlutfallslegur [kr./ári] [kr./ári] [kr.] munur 1 Reykjavík 42.457 40.568 83.024 0% 2 Helsinki 39.736 103.607 143.303 73% 3 Stokkhólmur 53.960 121.859 175.819 112% 4 Osló 53.173 162.371 215.545 160% 5 Kaupmannahöfn 96.190 127.201 223.391 169% Samanburður á Íslandi: Nr. Orkukostnaður Rafmagn Heitt vatn Árskostn. Hlutfallslegur [kr./ári] [kr./ári] [kr.] munur 1 Reykjavík 42.457 40.568 83.024 0% 2 Suðurnes 38.202 52.444 90.646 9% 3 Akureyri 44.378 54.118 98.496 19% 4 Ísafjörður 44.327 59.957 104.285 26% 5 Egilsstaðir 54.348 55.979 110.327 33% NOKKUÐ skortir á að skýrt sé kveðið á um skoðun bílaleigubíla við skil þeirra, að mati Ólafar Emblu Einarsdóttur, lögfræðings Neytendasam- takanna. „Sá myrki tími sem líður frá því að leigutaki skilar bílnum þar til hann er tekinn og skoðaður af bílaleigunni, er neytendum mjög í óhag,“ sagði Ólöf Embla í samtali við Morg- unblaðið. Spurning er hver beri ábyrgð á bílnum á þessum tíma sem líður, og hvort leigutaki sé laus undan ábyrgð við skil lyklanna. Mál, þar sem deilt er um ábyrgð leigutaka á tjóni, hefur leitað á borð Neytendasamtakanna vegna deilu manns og bílaleigu í Reykjavík. Deilt er um tjón, sem bílaleigan fann á bílnum, en leigutaki þvertekur fyrir að hafi verið á honum þegar hann skilaði honum. Fimm dagar liðu frá því að maðurinn skildi bílinn eftir við réttinga- verkstæði, eins og boðið var upp á, þar til að bíla- leigan hafði samband vegna tjónsins. Deilt var um málið síðastliðið vor án þess að samkomulag næðist. Að sögn Ólafar Emblu var manninum ráðlagt að fá sér lögmann ef hann vildi aðhafast frekar í málinu gagnvart bílaleigunni. Skýr ákvæði í leigusamningi um skuldfærslu Að sögn mannsins taldi hann málið dautt og átti ekki von á frekari málarekstri. Í lok júl- ímánaðar barst honum hins vegar bréf frá bíla- leigunni þar sem fram kemur að 45.000 krónur hafi verið teknar út af greiðslukorti hans vegna tjónsins. Að sögn Ólafar Emblu kemur skýrt fram í leigusamningi bílsins að bílaleigan eigi rétt á að skuldfæra á greiðslukort tjón sem ekki falla undir tryggingar. Segir hún bílaleiguna geta skuldfært kostnaðinn nú sem áður þar sem krafa af þessu tagi lifi í allt að fjögur ár. Ólöf Embla segir augljóst að nauðsynlegt sé að bílar séu skoðaðir við skil þeirra, af leigutaka og fulltrúa bílaleigu í sameiningu. Það sé eina leiðin til þess að ágreiningur af þessu tagi rísi ekki upp, og leigutakinn sé varnarlaus gagnvart kröfum bíla- leigunnar. „Bílar eru dýrar eignir, og viðgerðir á þeim sömuleiðis. Af þeim sökum teljum við að alltaf ætti að vera starfsmaður til taks að meta ástand bílsins við skil,“ segir Ólöf Embla. Að hennar sögn er lögmannskostnaður mikill og af þeim sökum ekki hlaupið að því að halda málum sem þessum til streitu. „Hér á landi hefur heldur ekki náðst samstaða milli bílaleiga og Neytendasamtakanna um stofn- un samráðsnefndar, líkt og er til dæmis í Noregi. Þar er starfandi kvörtunarnefnd sem vinnur að málum af þessu tagi,“ sagði hún. Vandamál skapast af því að bílaleigubílar eru ekki skoðaðir strax við skil Bílar ættu að vera skoðaðir af leigutaka og starfsmanni FARÞEGAR og áhöfn flugvélarinn- ar frá Air Canada sem nauðlenti á Keflavíkurflugvelli síðdegis í fyrra- dag, á leið sinni frá Frankfurt í Þýskalandi til Toronto í Kanada, héldu af landi brott um fjögurleytið í fyrrinótt. Önnur flugvél á vegum Air Canada sótti farþegana og áhöfnina, alls 282 manns, og flutti þá á áfanga- stað. Eins og fram hefur komið í Morg- unblaðinu var vélinni nauðlent í Keflavík í fyrradag eftir að áhöfnin varð vör við reyk og hitalykt í far- þegarými. Á heimasíðu Rannsóknar- nefndar flugslysa (RNF) kemur fram að orsökin sé rakin til viftu sem of- hitnaði í loftræstikerfi vélarinnar. Bilunin í viftunni olli m.ö.o. reyknum og hitalyktinni. „Það var hárrétt ákvörðun hjá flugstjóra vélarinnar að finna fyrsta lendingarstað og beina vélinni þangað,“ segir Þormóður Þor- móðsson, rannsóknarstjóri hjá RNF. Ferjuð til Kanada Rannsóknarnefnd flugslysa lauk frumrannsókn á atvikinu í fyrrakvöld en þar sem atvikið varð yfir alþjóða- hafsvæði er rannsóknin á ábyrgð rannsóknarnefndar flugslysa í Kan- ada. Verða gögn RNF í málinu send til nefndarinnar í Kanada. Að sögn Þormóðs er framhald rannsóknar- innar í hennar höndum. Gerð var bráðabirgðaviðgerð á vélinni hér á landi en til stóð að ferja hana til Kan- ada í gær. Bilun í viftu olli reyk og hitalykt í farþegarými Farþegar kanadísku vélarinnar farnir PÁLL Marvin Jónsson, for- stöðumaður rannsóknarseturs Vestmannaeyja, segir ýmsar ástæður liggja að baki því hversu lítið hefur verið af lundapysju í Vestmannaeyjum það sem af er sumri. „Það eru ekki neinar rann- sóknir sem liggja fyrir en við höf- um verið að sjá það að lundinn virðist hafa verið að sækja fæðuna langt út á sjó. Það þýðir það að hann á erfitt með að fæða ungann. Það er líka búið að vera mikið um stillur í sumar, þ.e. lítið rok, og lundinn er mjög þungur á sér. Þá á hann erfitt með að hefja sig á flug þegar hann er mettur sjálfur og með fullan gogginn af fiski til að fæða ungann. Þetta er helsta kenningin fyrir þessum pysju- dauða.“ Að sögn Páls er alltaf nokkur pysjudauði en hann virðist vera meiri í ár en vanalega. Auk þess sé pysjan seinna á ferðinni. „Það kom frostakafli í maí sem gæti hafa seinkað varpinu. Þetta hefur verið svona áður og sveiflast allt til og frá. Það fer allt eftir árferði, hvernig hitastigið er og ætið í sjónum. Þetta helst allt í hendur. Ég held að það séu náttúrulegar skýringar á þessu, ekki einhverjir sjúkdómar,“ segir Páll Marvin. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Lundinn á erfitt með að sækja fæðu ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.