Morgunblaðið - 20.08.2003, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2003 25
Þorbjörn Pálsson - símar 520 9555/898 1233
thorbjorn@remax.is - Hans Pétur Jónsson lögg. fastsali
Heimilisfang: Kambasel 15
Stærð eignar: 189 fm
Brunabmat: 20.550
Byggingarár: 1980
Áhvílandi: 8,6 millj.
Verð: 20.900
Vel skipulagt og hannað raðhús samtals
189 fm. 6 herbergi, á tveimur hæðum
með bílskúr. Þvottarhús og búr inn af
eldhúsi. Beikiparket er á stofum og holi.
Mikið óinnréttað rými í risi. Grunnskóli
handan hornsins. Stutt í alla þjónustu.
Komið nú og gerið tilboð. Sjáið sjálf og
sannfærist. Raðhúsið er til afhendingar
1. september.
Tekið er á móti gestum á milli kl. 20
og 21 í kvöld.
Þorbjörn sölufulltrúi RE/MAX Mjódd
Símar 520 9555, 898 1233.
thorbjorn@remax.is
Opið hús í dag - Kambasel 15
www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli
Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali
FASTEIGNASALAN
GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810
Traust þjónusta í 20 ár
Með kveðju.
Hákon, sími 898 9396.
BREIÐHOLT - SELJAHVERFI
Mér hefur verið falið að leita eftir 4ra
herbergja íbúð í góðu ástandi í Seljahverfi.
Verðhugmynd 11-13 millj. Áhugasamir
vinsamlega hafið samband og ég mun
fúslega veita nánari upplýsingar.
Hafðu samband - það kostar ekkert!
Veldu náttúruliti
frá Íslandsmálningu
Nýtt afl á málningarmarkaði
Sími 517 1500 • Sætún 4 • 105 Reykjavík
Innimálning Gljástig 3, 7, 20
Verð frá kr. 298 pr.ltr.
Allar Teknos vörur skv. ISO 9001 gæðastaðli.
w w w . i s l a n d s m a l n i n g . i s
ÍSLANDS MÁLNING
akrýlHágæða
málning
Útimálning
Viðarvörn
Lakkmálning
Þakmálning
Gólfmálning
Gluggamálning
Búið að mála
farin að veiða
4 stk. í pakka verð kr. 2.300.
Kanna í stíl kr. 2.995.
5 mismunandi gerðir.
PIPAR OG SALT
Klapparstíg 44 Sími 562 3614
DARTINGTON GLÖS
1.995.
4
ÞAÐ voru vissulega góð tíðindi
að bandarísk stjórnvöld hafa
brugðist jákvætt við þeirri
ákveðnu ósk rík-
isstjórnarinnar að
herþoturnar yrðu
ekki dregnar fyr-
irvaralaust frá Ís-
landi. Forsætisráð-
herra á miklar
þakkir skilið fyrir
sinn einarða málflutning um að
bandarísk stjórnvöld taki tillit til
hins pólitíska og sögulega sam-
hengis varnarsamstarfsins, þegar
veigamiklar tæknilegar ákvaðanir
um varnarviðbúnaðinn á Keflavík-
urstöðinni eru til umræðu. Utan-
ríkisráðherra hefur upplýst að
bandaríski starfsbróðir hans hafi
tilkynnt honum að samkomulagið
um hernaðarviðveruna í Keflavík
verði nú í eðlilegu fari umræðu
milli viðkomandi stjórnvalda. Eins
og nú er ákveðið eru varnir Ís-
lands til athugunar í víðara sam-
hengi endurskoðunar þátttöku
Bandaríkjanna í varnarsamstarf-
inu í Evrópu innan NATO.
Í grein í Morgunblaðinu hinn 26.
júlí tekur dómsmálaráðherra fram
að engir kostir til jafns við þetta
samstarf við Bandaríkin séu fyrir
hendi og segir í lok greinarinnar:
„Íslendingar eiga ekki að óttast
að ræða jafnframt nýja vídd við
gæslu eigin öryggis, þótt hún
krefjist meira og annars konar
framlags af þeirra hálfu en felst í
störfum lögreglu og landhelg-
isgæslu.“
Ég vil heilshugar styðja það
sjónarmið, sem ekki er mikið í um-
ræðunni, að við Íslendingar aukum
eigin ráðstafanir um að tryggja
öryggi landsmanna gegn nýrri ógn
í heiminum. Engin vestræn þjóð,
þátttakandi í hvers kyns alþjóða-
samstarfi, getur talið sig örugga
gegn öflugri og þaulskipulagðri
hryðjuverkastarfsemi. Varnir eða
gagnráðstafanir gegn slíkri ógn,
sem lögregla okkar og landhelg-
isgæsla getur veitt, er væntanlega
hvergi nærri fullnægjandi ef í
harðbakkann slær. Þó að þetta
hafi verið látið gott heita í þá
hálfu öld, sem bandarískt varn-
arlið hefur verið hér, mætti spyrja
hvort nokkuð annað sé við hæfi,
en að Íslendingar axli sjálfir
aukna byrði vegna nauðsynlegrar
styrkingar gæslustarfseminnar.
Það yrði reyndar í takt við þá
stefnu, sem Halldór Ásgrímsson
hefur mótað, að taka þátt í frið-
argæsluverkefnum Atlantshafs-
bandalagsins. Það og nýtt átak á
heimavettvangi þýðir að sjálfsögðu
ekki að um sé að ræða stofnun ís-
lensks hers, heldur eflingu örygg-
isráðstafana sjálfstæðs ríkis og
réttrar þátttöku með samsinn-
uðum þjóðum í friðargæslu. Það er
þó engin mótsögn að vafalaust yrði
þörf á einhverri herskólun nýs
starfsliðs. Með því yrði einnig
hægt að mæta aukinni þörf fyrir
sérhæft starfslið embættismanna,
sem sinna öryggis- og varn-
armálum. Er þetta ekki einmitt
tímabært þegar nýskipan varn-
armála Evrópu er í umræðu hjá
bandalagsþjóðum okkar?
Tvíhliða varnarsamstarf okkar
við Bandaríkin er sem kunnugt er
í senn rekið beint á milli stjórn-
valda og embættismanna landanna
og sem liður í starfsemi Atlants-
hafsbandalagsins, þ.e. innan vé-
banda þess. NATO er tvískipt
hvað störf og umræður snertir.
Annars vegar er um að ræða póli-
tískt samráð og hins vegar hern-
aðarlegt varnarsamstarf, en
NATO-ráðið er æðsti vettvangur
ákvarðana ríkisstjórna og hins
stöðuga samráðs um alla þætti
samstarfsins. Hermálanefndin –
Military Committee – skipuð her-
foringjum, er æðsti vettvangurinn
á sínu sviði. Lengst af höfðu Ís-
lendingar ekki fasta setu í nefnd-
inni en þegar það breyttist var
Arnór Sigurjónsson, eini embætt-
ismaðurinn í utanríkisþjónustunni,
sem hefur liðsforingjamenntun og
reynslu af herþjónustu, í fasta-
nefndinni hjá NATO. Hann var
síðar sendifulltrúi á sendiráðinu í
Washington í mína tíð þar, enda
var mikið starf að vinna á sviði
varnarmálanna. Það er vissulega
skoðun höfundar þessara lína að í
fjölþjóðlegu varnarsamstarfi og
tvíhliða samskiptum á því sviði sé
það hagsmunagæslunni hinn mesti
styrkur að hafa innan raða ís-
lensks starfsliðs fólk með hern-
aðarlega menntun og reynslu. Með
tilkomu slíks starfsliðs yrði aukin
geta okkar til að leggja sjálfir mat
á varnarþarfir Íslands.
Varnarsamstarfið við Bandarík-
in hefur verið undirstaða öryggis
okkar og ég hef þá trú að svo
muni enn verða þegar yfirstand-
andi tvíhliða samningum lýkur. En
tímarnir og verkefnin breytast og
það er í ný horn að líta. Á þeim
tímum kalda stríðsins, þegar ég
gegndi stöðu fastafulltrúa í NATO,
þótti t.d. nauðsynlegt að efla þekk-
ingu okkar á þeirri vá sem stafaði
af kjarnavopnum Sovétríkjanna og
það var gert með þátttöku í kjarn-
orkuáætlunarnefnd (Nuclear
Plannig Group) bandalagsins.
Samstarfið innan Atlantshafs-
bandalagsins stóð opið, svo sem
vilji okkar og geta leyfðu, og þessi
þátttaka staðfesti að Íslendingar
geta látið sig varða alla þætti hins
hernaðarlega samstarfs, eins og
Björn Bjarnason hefur bent á.
Hin seinni ár hefur skipulag
varnarsamstarfsins breyst hvað
stöðu okkar og Norðmanna í
NATO snertir. Er það vegna við-
leitni ESB-ríkja um að móta sam-
eiginlega öryggis- og varn-
armálastefnu (European Security
and Defence Policy eða ESDP) og
af því að samskipti Vestur-
Evrópusambandsins við NATO
fluttust til stofnana ESB og eru
rekin þaðan. Sú staða sem upp er
komin er í sem stystu máli, að öll
umræða og samráð ESB-NATO
ríkja um afstöðu til varnarmála
hefur færst til stofnana þeirra og
frá NATO-ráðinu. EES-samning-
urinn sér Íslandi og Noregi ekki
fyrir virkum tengslum við þessa
umræðu í ESB og sitja frændþjóð-
irnar því í NATO-ráðinu við tekn-
ar afstöður og ákvarðanir annarra
Evrópuþjóða um varnarmál. Er
það nú ekki fullmikil kaldhæðni
þróunarinnar að þessi tvö lönd,
sem segja má að hafi mátt þreyja
þorrann og góuna í vestrænu
varnarsamstarfi frá 1949, skulu
vera komin í lakari stöðu í þeirri
Evrópusamvinnu sem snýr að Atl-
antshafstengslunum en fyrrum að-
ilar Varsjárbandalagsins sem
tengjast ESB? En nýfengin
reynsla sýnir, að þegar á reynir og
fast er á málum haldið, fá Íslend-
ingar fulla áheyrn um tvíhliða
samstarf sitt í Washington. Tengsl
þjóðanna mega vissulega teljast
rótgróin þó að stundum skorti
skilning eða vitneskju um það
vestra vegna þess sem þeir sjálfir
kalla stofnanalegt minnisleysi.
Varnarsamstarfið
Eftir Einar Benediktsson
Höfundur er fv. sendiherra.
GEÐVEILUR í Íslendingasögunum voru umfjöll-
unarefni Óttars Guðmundssonar geðlæknis á nýaf-
stöðnu norrænu geðlæknaþingi.
Óttar kvartar undan að fá dæmi
finnist um sturlun eða eiginlega geð-
sjúkdóma, sögurnar fjalli meira um
þunglyndi og persónuleikaraskanir og
nefnir þunglyndi Egils Skallagríms-
sonar sem er hálfpartinn komið í tísku
og menn álíka fegnir að hafa greint
þunglyndi Egils og að finna heillegar
tennur í gömlum beinagrindum. Það má hinsvegar
velta því fyrir sér hvort Gunnar á Hlíðarenda hafi
ekki verið veikur af geðhvarfasýki, „að hoppa hæð
sína í öllum herklæðum“ hlýtur annaðhvort að eiga
að vera fyndið eða lýsa hugsanlegri geðhæð. Beiðnin
um hárlokkinn í bogastreng, er hún ekki hreinasta
ranghugmynd? Eða líta menn ennþá á hoppið í Gunn-
ari sem hetjuskap? Hafa hugmyndir okkar um hetju-
skap þá ekkert breyst? En rétt einsog menn veiktust
á geði á landnámsöld, þá höfðu þeir líka húmor, og
þá bera margar lýsingar í Íslendingasögum þess vitni
að lúta lögmálum skáldskaparins. Tildæmis boga-
strengsatriðið en ekki síður þegar Þorgerður býður
Agli söl að éta. Þó þessi atriði lúti lögmálum skáld-
skaparins þýðir ekki að þau séu ekki raunveruleg,
heldur þvert á móti.
En þetta var útúrdúr því tilefni þessara skrifa var
viðtal í hádegisfréttum RÚV sl. föstudag en þar var
Óttar spurður út í erindi sitt. Hann tók dæmi af
þunglyndi Egils og hinu þegar hann læknaði unga
konu af geðlægð og með því hefði hann sameinað
lækninn og sjúklinginn í sjálfum sér, einsog geðlækn-
ar hljóta að kannast við í sjálfum sér, einsog hann
komst svo skemmtilega að orði, en rétt er að geta
þess að Óttar getur læknað fólk með því einu að vera
skemmtilegur. Honum láðist hinsvegar að snúa dæm-
inu á haus, þe. að geðsjúklingar hljóta að sama skapi
að geta sameinað í sjálfum sér, sjúklinginn og lækn-
inn.
Löngum var ég læknir minn?
Eftir Elísabetu Jökulsdóttur
Höfundur er rithöfundur.