Morgunblaðið - 20.08.2003, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Kl. 8 og 10. B i. 16.
Sýnd kl. 10.
Sýnd kl. 5.50. ísl tal.Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12.
SG. DVÓ.H.T Rás2
GH
KVIKMYNDIR.COM
SG. DV
KVIKMYNDIR.IS
GULL MOLAR
NÓI ALBINÓI RESPIRO
Sýnd kl. 6 og 8. Með íslensku tali
Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 10 ára.
KVIKMYNDIR.IS
KVIKMYNDIR.COM
ÓHT RÁS 2
SG DV
MBL
Kl. 6.
MEÐ
ÍSLENSKU
TALI
FRÁ FRAMLEIÐENDUM SHREK
ATH! Munið eftir Sinbað litasamkeppninni á ok.is
THE MATRIX RELOADED
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 4 og 6. Ísl tal.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 4 og 8. Enskt tal.
AKUREYRI
Sýnd kl. 6. Ísl tal
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 6. Ísl tal
WHAT A GIRL WANTS
KRINGLAN
Sýnd kl. 5.50 og 8.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 10. B.i. 12.
MEÐ
ÍSLENSKU
OG
ENSKU
TALI
SMÁM saman spyrst út hvaða er-
lendu hljómsveitir munu leika
hér á landi á Airwaves-tónlist-
arhátíðinni í haust. Nýverið var
greint frá því að væntanlegar
væru meðal annars hljómsveit-
irnar Calla, Prosaics og Captain
Comatose, en þónokkrar eiga eft-
ir að bætast við, þar á meðal
bresk-bandaríska rokkdúóið The
Kills sem vakið hefur mikla at-
hygli undanfarið.
Bretland + Bandaríkin
The Kills, sem sendi frá sér
fyrstu plötuna fyrir skemmstu, er
skipuð þeim Jamie Hince og Al-
ison Mosshart. Hince var í rokk-
sveitinni Scarfo sem var við það
að slá í gegn í Bretlandi fyrir
nokkrum árum. Þegar það fór út
um þúfur stofnaði hann hljóm-
sveitina Fiji sem ekkert varð úr
og svo kom að hann var einn að
basla við músík.
Þau Hince og Mosshart hittust í
Lundúnum og lynti þegar svo vel
að þau ákváðu að semja saman
tónlist. Mosshart var á ferð um
Bretland með hljómsveit sinni,
Discount, en Hince býr í húsnæði
sem leigt er undir tónleikahald
og alsiða að hljómsveitir gisti á
heimili hans. Hann segir að Moss-
hart hafi verið uppburðarlítil
þegar hann sá hana fyrst en á
sviðinu hafi geislað af henni því-
líkur kraftur að honum fannst
hann verða að ná tali af henni.
Mosshart
hélt síðan til
Bandaríkj-
anna að nýju
og tók upp
hugmyndir
sem hún
sendi Hince í
pósti. Hann sendi hugmyndir á
móti og næsta hálfa árið gekk
þetta svo. Þótt vinnan gengi
ágætlega í sjálfu sér fannst þeim
ómögulegt til lengdar að skiptast
ekki á hugmyndum augliti til
auglitis og 1. janúar 2000 fluttist
Mosshart til Lundúna.
Það voru ekki miklir peningar
í spilinu og því voru verkfærin
það ódýrasta sem völ var á, oft
biluð eða léleg upptökutæki og/
eða hljóðfæri, sem varð smám
saman snar þáttur í hljómnum
sem átti eftir að heilla fólk, hrár
og bjagaður. Fyrstu tónleikarnir
voru svo haldnir í febrúar 2002
undir nafninu The Kills, en ekki
var bara að samstarfið fengi
þannig formlegt nafn heldur tóku
þau sér listamannsnöfn, Hince
kallast Hotel og Mosshart VV.
Svarti haninn
Eftir tvenna til þrenna tónleika
til að slípa lög héldu þau í hljóð-
ver að taka upp nokkur lög sem
rötuðu á EP-plötuna Black Roost-
er. Eins og fram hefur komið eru
þau bara tvö í sveitinni og að
sögn Hince er það aðallega vegna
þess að enginn var til í að leika
með þeim þegar sveitin varð til;
það hafi enginn treyst sér til að
vinna við tónlist allan sólarhring-
inn.
Black Rooster var vel tekið en
áður en lengra varð haldið þurfti
Mosshart að fara úr landi þar
sem vegabréfsáritunin hennar
rann út sumarið 2002. Þau voru
ekki af baki dottin, brugðu sér til
Bandaríkjanna í þriggja mánaða
tónleikaferð og þegar Mosshart
var komin með nýja áritun sneru
þau aftur til Lundúna til að taka
upp þráðinn þar sem frá var
horfið. Næstu mánuðir fóru svo í
tónleikahald víða um heim þar til
þau héldu í hljóðver að taka upp
nýja skífu, Keep On Your Mean
Side, sem kom út í mars síðast-
liðnum.
The Kills á Airwaves
ÞAÐ er hægt að hlæja hátt og mik-
ið að nafngift aðalsveitar síðasta
föstudagskvölds á Grand Rokk. En
minna að tónlistinni. Hér var á ferð-
inni mulningsrokk (e. grind-core) eins
og það gerist best, enda leiðtoginn
fyrrverandi meðlimur í Brutal Truth,
helstu fánaberum stefnunnar á síð-
asta áratug.
Fyrsta upphitunarsveit var Every-
thing Starts Here frá rokkbænum ei-
lífa Húsavík (áður AngerMeans). Hér
var á ferðinni þétt og vel spilað þung-
kjarnarokk (e. metal-core) þar sem á
skiptust hraðir kaflar og svo melód-
ískir kaflar með fínu „grúvi“. Söngv-
arinn fínn og samleikur hinn besti. Af-
ar efnilegt band.
Næstir voru Snafu, sem hafa verið
að um langa hríð. Ferðalag þeirra
hefur á stundum verið stopult og
stundum hefur maður óttast um af-
drif þessarar sveitar, sem hefur verið
efnileg um langt skeið. Ég hef séð þá
frábæra á tónleikum en líka úti að
aka. Þetta kvöld var þó um margt dá-
lítið sérstakt. Snafu-menn hafa ekki
leikið lengi og var Ingi gítarleikari t.d.
fjarri góðu gamni þetta kvöldið enda á
túr núna í Evrópu með I Adapt. Þá er
genginn til liðs við sveitina Binni
nokkur, sem áður lamdi húðir með
Lunchbox. Skemmst er frá því að
segja að Snafu voru frábærir. Þeir
hafa fært sig enn frekar frá myljandi
„metal-core“-inu og eru að færa sig
nær tilfinningarokki að hætti …
tja … At the Drive In. Þessu skeyta
þeir haglega saman við gamla Snafu-
stílinn og er útkoman afar áhugaverð.
Siggi söngvari er farinn að „syngja“
mun meira en áður og Eiður gítar-
leikari leggur til flotta bakrödd. Mikl-
ar pælingar í gangi, lög flókin en um
leið grípandi og skemmtileg. Mjög
spennandi verður að segjast. Von er á
plötu með Snafu í haust, og verður
hún gefin út af Smekkleysu.
Það gekk á með skini og skúrum
þetta kvöld. Því næst tróð eins manns
sveitin The Motherf***ing Clash upp,
það atriði sem ég beið hvað mest eftir.
Hér var komin ung stúlka, ein með
kassagítarinn, kærasta Ricks Hoaks,
trymbils TFD. Á ferðinni var ein-
hvers konar blanda af uppistandi, tón-
leikum og pólitík; áhugaverð hug-
mynd sem fór fyrir ofan garð og
neðan, því er nú verr og miður.
Stemningin var engin í garð aumingja
telpunnar og atriðið hitti engan veg-
inn í mark. Kannski spilaði umhverfið
þarna inn í en alltént fór þetta aldrei á
flug. Ég veit ekki hvort einhverjar
neikvæðar jónir voru eftir í loftinu en
það var eitthvað sem vantaði upp á
tónleika hins ógurlega Forgarðs hel-
vítis. Sveitin var á fullu, forsöngvar-
inn á fullu, allt á fullu. En eitthvað
vantaði – engir straumar í gangi.
Svona getur það bara verið stundum.
Gengur betur næst. Síðust á svið var
svo áðurnefnd Total F***ing Dest-
ruction. Og hún olli engum vonbrigð-
um. Það var frábært að sjá hvernig
þetta tríó lék sér með mulningsrokk-
ið, svo úr varð hreinasta list.
Nei, ég grínast ekki.
Mulningsrokkið er enda sú stefna
innan þungarokksins sem kvíslast
hvað ötullegast yfir í t.a.m. nútíma-
djass og ýmislega „avant-garde“-tón-
list. Þannig var ótrúlegt að horfa á
Rick Hoak á trommusettinu og magn-
aðan stíl hans, sem hvaða djass-
trommari sem er hefði öfundast út í.
Skiptingarnar ótrúlegar og samspil
hans við gítar og bassa óaðfinnanlegt.
Geysiþétt band, lögin frumleg og úr-
vinnsla hugmyndarík. Líkt og
Napalm Death og Frank Zappa hefðu
slegið saman.
Kvöldið semsagt upp og ofan en þó
nægilega sveitt til að valda fínustu
rokksköddun.
Tónlist
Morgunblaðið/Sigríður
Total F***ing Destruction í stuði.
Listrænn mulningur
Tónleikar
Grand Rokk
Total F***ing Destruction o.fl.
Total F***ing Destruction, The Mother-
f***ing Clash, Forgarður helvítis, Snafu
og Everything Starts Here léku á Grand
Rokk föstudaginn 15. ágúst.
Arnar Eggert Thoroddsen