Morgunblaðið - 20.08.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.08.2003, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ                     BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞAÐ þarf varla að hafa þann formála á þessum greinarstúf að Íslendingar hafa löngum stundað þá íþrótt að setja saman vísur. Oft er vísunum kastað fram, mæltar af munni fram og lifa í minni þjóðarinnar en höf- undurinn gleymist. Þá taka menn við að glíma um að feðra vísurnar. En það er líka hægt að mæðra þær. Í Völuskjóðu (Iðunn 1957) fjallar Guðfinna Þorsteinsdóttir meðal ann- ars um Guðnýju Árnadóttur skáld- konu sem fædd var austur á Héraði snemma á 19. öld. Guðfinna birtir fjórar vísur Guðnýjar. Sú fyrsta er um það þegar Guðný velti óvart um koll móður Guðfinnu ársgamalli. Guðný reisti hana upp og kvað þessa vísu: Ekki var ætlun mín – ofurlítil baugalín – á fjalir fleygja flatri þér. Fyrirgefðu þetta mér. Aðra vísu orti Guðný um móður Guðfinnu. Hún er svona: Arma út breiðandi æsku-lítið gull. Hár á hvirfillandi, hvítt sem viðarull. Ennis heiðin hreina, hún er brúnaskær, augað eðalsteina eins og spegill glær. Regna-boga-rósir sá rauðum loga kinnum á. Hjalið vogar vörum frá í vonarlundi grær. Þriðja vísan sem Guðfinna birtir eftir Guðnýju er um Hallgrím nokk- urn fæddan 1855. Guðný var fóstra Hallgríms og orti til hans þessa fal- legu braghendu: Einhvern tíma, ef ég hími enn í vetur, kolhrímótt kerling getur kveðið Grími ljóðin betur. Fjórða vísan er draumvísa um Snjólf nokkurn sem varð úti á Breið- dalsheiði. Guðfinna minnist líka á Hrólf langafa minn sem varð úti á Haugsöræfum 1893 og um var líka ort draumvísa um að hann hefði ver- ið myrtur til fjár. Hann hafði búið í Öngulsstaðahreppi í Eyjafirði en þeir tímdu ekki að veita honum sveit- arfesti svo hann varð að fara í fæð- ingarstað sinn Vopnafjörð til að fá aðstoð. Fékk þar góðar viðtökur en varð úti sem fyrr segir á leið til baka. En lét eftir sig meðal annars afa minn. En það er önnur og lengri saga og úr varð morðsaga því Hrólfur hafði með sér einhverjar 10–15 krón- ur frá Vopnfirðingum og í þá daga þótti það víst að hyrfi fátækur maður með peninga á sér hefði hann verið myrtur. Draumvísan um Snjólf er á hinn bóginn svona: Á fornum vegi frá henni finnst hann, þegi faldur Öðrum megin á henni er hann veginn, kaldur. Þá er best að koma sér að efninu. Ekki seinna vænna. Greinin er að verða búin. Í lok þáttar síns um Guðnýju skáldkonu segir Guðfinna Þorsteins- dóttir: ,,Ég hefði óskað þess að geta bjargað sem flestum af vísum Guð- nýjar frá þeim örlögum, að vera ,,feðraðar“, því auðvitað eru allar stökur ,,feðraðar“, sem vafi leikur á hver kveðið hafi. Hvenær kemur sú tíð, að mönnum kæmi til hugar að ,,mæðra“ stöku, þó að það sé löngu orðið lýðum ljóst, að konur hafi ort á öllum tímum jöfnum höndum á við karla. Því miður hefur mér tekizt að bjarga litlu, aðeins fjórum vísum, sem ég skylda þjóðina til að ,,mæðra“ héðan af og eigna Guðnýju Árnadóttur skáldkonu.“ Mig langaði sem sagt að vekja at- hygli á sögninni að mæðra í þessari merkingu en orðið hefur ekki náð fótfestu og er til að mynda ekki í ís- lenskri orðabók. En á það fyllilega skilið og líka það að við feðrum eða mæðrum vísur eftir því sem við á. EIRÍKUR BRYNJÓLFSSON, Hvassaleiti 26, 103 Reykjavík. Að feðra stöku eða mæðra Frá Eiríki Brynjólfssyni: UNDANFARNAR vikur hafa fjöl- miðlar keppst við að segja frá meintu samráði olíufélaganna um verð til neytenda. Svona samráð eru ekki ný af nálinni. Fyrir allmörgum árum fáruðust menn yfir þre- faldri olíudreif- ingu um landið. Þá var stofnað fyrirtækið Olíu- dreifing, sem dreifir væntanlega olíu fyrir eigend- ur sína og aðra. En í Vestmannaeyj- um voru löngum þrjú olíuumboð, BP, Esso og Shell. Öll þessi fyrirtæki höfðu sínar eigin bækistöðvar. En þegar eldgosið í Heimaey hófst fyrir rúmum 30 árum voru góð ráð dýr. Olíufélögin þrjú sameinuðust undir einn hatt og maður að nafni Flosi Finnsson frá Uppsölum í Vest- mannaeyjum var fenginn til þess að sjá um afgreiðslu olíufélaganna þriggja. Það hafði oft verið mjög vætusamt hjá Flosa, en í gosinu stytti verulega upp og Flosi tók að sér þetta mikla ábyrgðarstarf, að sameina olíufélögin. Það er sagt að mikil Eyjahátíð hafi verið haldin á Hótel Sögu í Reykjavík í nóvember 1973. Þangað fór Flosi og skemmti sér vel. Þar sem hann stendur í miðri mannþröng, þá tekur hann upp ávís- anahefti, en það var merkt olíufélög- unum þremur. Flosi lítur á heftið, veifar því yfir höfði sér og segir yfir hópinn: „Mér ógnar þau völd, sem ég hef.“ GÍSLI HELGASON, tónlistarmaður, Skildingatanga 6, Reykjavík. Fyrsti olíufurstinn Frá Gísla Helgasyni:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.