Morgunblaðið - 20.08.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.08.2003, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2003 27 L ÖGIN segja eitt en leigubílstjórinn Cost- as Salatas allt annað. Hann keðjureykir í bílnum sínum þvert ofan í lög og reglur og þegar öskubakkinn er orðinn fullur eftir nokkra klukkutíma, þá opnar hann bara gluggann og kastar óhroðanum út. „Hvar endar þetta eiginlega?“ spyr hann og bandar frá sér með sígarettunni. „Bannað að reykja á kaffihúsum? Bannað að reykja á ströndinni? Er þetta framtíðin í Evrópu?“ Já, líklega. Hvort sem það er á írskum krám eða tyrkneskum tehúsum, alls staðar er verið að þrengja að reykingafólki. Í Noregi og á Ír- landi er á döfinni að banna reyk- ingar í veitingahúsum og öðrum opinberum stöðum og jafnvel Grikkir og Spánverjar eru farnir að rumska í miðju reykjarkófinu. Hvað sem líður evrópsku um- burðarlyndi er ljóst hvert stefnir með reykingar. Smám saman er verið að gera þær útlægar. Við- varanir á sígarettupökkum verða æ stærri, tóbaksauglýsingar munu hverfa og sömuleiðis stuðningur eða kostun tóbaksfyrirtækja. Í maí á næsta ári verða reyk- ingar með öllu bannaðar í höf- uðstöðvum Evrópusambandsins og þeim, sem vilja hætta verður boðin öll aðstoð við það. Í janúar næst- komandi verða viðvaranir á sígar- ettupökkum að ná yfir 30% af framhliðinni og 40% af bakhlið- inni. Jafnvel verður leyft að birta myndir á pökkunum af sýktum lungum. Frá og með 2005 verða tóbaks- auglýsingar á netinu bannaðar og á öllum alþjóðlegum íþrótta- viðburðum, þar á meðal Formúlu 1 en þar hafa tóbaksfyrirtækin ver- ið meðal stærstu kostunaraðila. Hafa forsvarsmenn kappaksturs- ins hótað að flytja hann frá Evr- ópu til Asíu eða eitthvert annað og hafa nú þegar aflýst keppni í Belg- íu þótt yfirvöld þar hafi slakað nokkuð á auglýsingabanninu. Reykingamenn til Síberíu „Tímarnir eru að breytast,“ sagði David Byrne, sem fer með heilbrigðismál í framkvæmda- stjórn ESB, en raunar hafa tím- arnir verið með ýmsu móti í Evr- ópu í gegnum aldirnar. Urban VIII páfi gaf út hirðis- bréf til höfuðs tóbaksnautninni á 17. öld og Alexis Rússakeisari hik- aði ekki við að senda forherta reykingamenn til Síberíu. Í fræg- um skrifum James I Bretakonungs 1604 sagði hann, að reykingar væru „ljótur siður fyrir augun, andstyggilegur fyrir nefið, skað- legur heilanum, hættulegur lung- unum og svartur reykurinn eins og smjörþefurinn af sjálfu víti“. Með frönsku stjórnarbylting- unni varð sígarettan, sem þá var vafin inn í plöntuhýði, táknræn fyrir þá, sem vildu breytingar og draga úr völdum aðalsins, sem þá brúkaði aðallega neftóbak. Það var síðan vindlareykingamaðurinn Játvarður VII Bretakóngur, sem setti fína stimpilinn á tóbaks- notkun er hann tók við krúnunni 1901. Í eina tíð mátti heita, að hver þjóð reykti sína tegund, til dæmis Frakkar Gauloises og Bandaríkja- menn Marlboro eða Camel, en á því er nú allur gangur. Hinu má svo heldur ekki gleyma í allri orrahríðinni gegn reykingafólki, að það hefur lagt sitt af mörkum til samfélagsins og stundum vel það. Ríkisstjórnir sáu sér nefni- lega strax leik á borði að skatt- leggja þennan ósið og yfirleitt mjög ríflega. „Vinur, ástkona, móðir“ „Fyrir mér er sígarettan vinur, félagi, ástkona, systir, móðir,“ sagði Enzo Carlone, götu- listamaður í Róm, og Pelin Turk- oglu, 23 ára gamall maður í Ist- anbul, kvaðst bara mundu reykja úti í kuldanum yrðu reykingar bannaðar inni á veitingastöðum. Jafnvel í Tyrklandi hefur verið skorin upp herör gegn reykingum í von um, að það muni greiða göt- una inn í ESB. Í Dyflinni á Írlandi blés gömul kona, Olive O’Shea, frá sér reykn- um og gaut augunum á skilti við Burger King-veitingastað, sem bannaði reykingar. „Þegar þetta skilti stekkur á mig og rífur út úr mér sígarett- una, skal ég taka mark á því. Fyrr ekki,“ sagði hún glottandi en á Ír- landi er þó gamanið heldur betur að kárna fyrir hana og aðra reyk- ingamenn. 1. janúar nk. verða reykingar bannaðar á opinberum stöðum, meira að segja á írsku kránum. Reykingar í Evrópu eru mjög mismiklar frá einu ríki til annars. Minnstar eru þær í Svíþjóð, 20%, en yfir 60% meðal sumra þjóð- félagshópa í Grikklandi, Tyrk- landi og Rússlandi. AP Guinness og „smókur“ á írskri krá. Bráðum verður það bara Guinness. Þjarmað að reyk- ingafólki Aþenu. AP. Tóbaksnautnin hefur þótt dálítið misfín í gegnum aldirnar en nú virðast öll sund vera að lokast fyrir reykingafólki. Í Evrópu er verið að úthýsa því á einum staðnum af öðrum og kannski nálgast sá dagur, að tóbakið verði með öllu bannað. nblaðið nokkru síðar. Ekkert á orðið af þessum kaupum og verði. kki alveg ljóst að það yrði mikill ir íslenzku félögin tvö ef kan- gið kæmi að sameiningunni. því gætu verið að Clearwater ugt í skelfiskvinnslu í Kanada nu svo dæmi sé tekið og myndi afurðabreidd sameinaðs félags styrk þess verulega. mætti segja að þess sé engin zku félögin hafi þegar afar gang að þeim mörkuðum, sem . Þau hafi byggt upp geysiöflug og hafi nú þegar aðgang að hin- u hillum stórmarkaðanna. learwater að þessari samein- la að aukin samvinna yrði milli meinaðs fyrirtækis. Að auki má ð að sameining FPI og Cold- urfyrirtækis SH í Bandaríkj- r verið rædd. mt heimildum Morgunblaðsins ð mjög skiptar skoðanir hvort hagsmunum íslenzkra fram- SH og SÍF sameinist kanad- ækjunum, sem líklega bæru ýtum við sameiningu en þau ís- óttast sumir að hagsmunir Ís- ðu fyrir borð bornir næðu Kan- firhöndinni í fyrirtækinu. Tap hjá FPI ði ríflega 10 milljónum króna á ðungi ársins. Þrátt fyrir aukna lægð í efnahagslífi Bandaríkj- kari staða kanadadollars og fiskveiðihluta félagsins haft neikvæð áhrif á reksturinn. Á sama tíma síðasta árs nam hagnaður FPI um 67 millj- ónum króna. Derrick Rowe, forstjóri FPI, segir að tekist hafi að auka sölu félagsins, þrátt fyrir mjög erfiða stöðu á mörkuðum. Hann segir afkomuna vissulega valda nokkrum vonbrigðum en segist sannfærð- ur um að það versta sé nú yfirstaðið. Margt bendi nú til að bjartari tímar séu fram undan á bandaríska veitingamark- aðnum og vonandi muni fjárfestingar í botnfiskveiðum fyrirtækisins skila aukinni hagræðingu þegar líði á árið. Hagsmunir bankans? Það skiptir Íslandsbanka miklu máli að rekstur FPI og Clearwater gangi vel og leiðin til að bæta afkomu þeirra gæti verið sameining eða náin samvinna við íslenzka risann, sem bankarnir eru að reyna að skapa. Það gæti því verið markmið bank- ans að fara þá leið að sameina fyrst SH og SÍF og tryggja síðan hagsmuni sína í Kan- ada með sameiningu þar. En er þá ekki nóg að sameina SH og kanadísku fyrirtæk- in og láta SÍF eiga sig? Íslandsbanki á að- eins 8 til 9% í SÍF og hefur hann fengið til- boð í þann hlut. Líklega líta menn svo á að staðan verði betri með sameinað íslenzkt félag og þeir auki eignir sínar með samein- ingunni og geri hlutabréf sín í SH mun seljanlegri en ella. Töluverð barátta? Það virðist því vera komin upp töluverð barátta um framvinduna. Bankarnir eiga meirihlutann í SH og ráða þar ferðinni. Hagsmunir þeirra liggja í sameiningu við SÍF, því hlutabréf þeirra í SH eru illselj- anleg eins og er. Þá liggja hagsmunir Ís- landsbanka í Kanada og sameining þar myndi styrkja stöðu hans. Til að ná að knýja fram sameiningu hér heima þarf Ís- landsbanki liðveizlu Burðaráss, Sjóvár-Al- mennra og Skeljungs, sem eru með 45% hlut í SÍF, að minnsta kosti, en S-hópurinn hefur samkvæmt heimildum afar takmark- aðan áhuga á þessari framvindu og stend- ur gegn sameiningu með 35% hlutafjár á bakvið sig. S-hópurinn hefur ekki áhuga á Kanada og samvinnu þar. Hann vill ekki selja sölukerfi íslenzkra sjávarafurða til Kanada. SH og SÍF er enn rædd með óformlegum hætti og sýnist sitt hverjum um framvinduna. Á meðan heldur íslenzkt fisk- fram að verka fiskinn fyrir kaupendur um allan heim.                   hjgi@mbl.is að það þurfi ekki að koma til einhvers sérstaks gin þurfi að vera af einhverri tiltekinni stærð. ma í ljós, en ég hef sagt það svolítið að gamni um átta hundruð ára gömul, er kveðið á um að n 400 manns í hverju sveitarfélagi,“ segir Árni. élög hljóti að eiga í töluverðum vandræðum með num ef íbúar eru færri en 500, þótt ekki sé tek- m láta reyna á þetta í sátt og samvinnu til að ð skilar okkur. Við sjáum það þá á árinu 2005 og í aðdraganda þess hvernig þetta lítur út. Það er í sjálfu sér þá seinni tíma ákvörðun hvort við viljum fara í að gera þetta með lögum.“ Stærri sveitarfélög geti betur veitt íbúum þarfa þjónustu Þegar Árni er spurður hver sé kveikjan að þessu átaki nú svarar hann að stöðug umræða um að sveitarfélög þurfi að eflast og þar með fækka hafi átt sér stað í áratugi. Áhugi meðal sveitarstjórnarmanna í þessa átt hafi einnig vaxið á undanförnum árum. Árni bendir á að fulltrúaráð Sam- bands íslenskra sveitarfélaga hafi samþykkt ályktun á fundi sínum í vor sem gekk út á svipaða vinnu og nú sé að hefjast. „Við tókum upp viðræður við Samband íslenskra sveitarfélaga, strax eftir að þessi ríkisstjórn tók við í vor, um það hvernig við gætum útfært þessar hugmyndir og þetta er sú lending. Það er því ekki síst fyrir áhuga sveitarstjórnarmannanna sjálfra.“ Hann skýrir frá því að á árinu 1991 hafi verið lagt upp í átak til fækk- unar sveitarfélaga. Frá árinu 1993 til ársins í ár hefur sveitarfélögum fækkað úr 196 í 104. „Við teljum að til þess að geta ætlast til þess að þessi sveitarfélög standi undir því sem þau eiga að standa undir, lögum sam- kvæmt og samkvæmt kröfum íbúanna, þá sé núna kominn tími til þess að slá í klárinn aftur,“ segir hann. Árni segir ávinning af fækkun sveitarfélaganna mikinn. „Við erum að tala um grunnskóla, alls konar félagsþjónustu, samgöngur og fleira. Það eiginlega blasir við að það gengur illa upp á endanum, að þau sveitarfélög sem eru með mjög fáa íbúa standi undir allri þeirri þjónustu sem sveitarfé- laginu er gert að veita.“ Hann segir að eftir því sem sveitarfélögin verði stærri og sterkari þeim mun meiri líkur séu á að það takist að færa hluta þeirra verkefna sem nú séu hjá ríkinu yfir til sveitarfélaganna, en það sé það sem sveitarstjórnarmenn hafi óskað eftir. Það er að fá fleiri og meira krefjandi verkefni að fást við. lt að helming á næstu tveimur árum agnússon og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson ningarmálum sveitarfélaga í landinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.