Morgunblaðið - 20.08.2003, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2003 17
AKUREYRI
FRAMKVÆMDUM við 1. áfanga
viðbyggingar Brekkuskóla á Ak-
ureyri á að ljúka 1. september nk. Í
þessum áfanga eru grunnur og
plata steypt og síðan er verið að
bjóða út 2. áfanga verksins um
þessar mundir. Tilboð verða opnuð
um miðjan næsta mánuð og hefst
þá væntanlega vinna við húsið af
fullum krafti. Nýbyggingin verður
um 1600 m2 að stærð og á að vera
tilbúin 1. ágúst á næsta ári. Að því
loknu verður hafist handa við að
taka gamla gagnfræðaskólahúsið í
gegn. Meðal annars verða byggðir
nýir útveggir við það og húsið
stækkað. Nýr og endurbættur skóli
á að vera tilbúinn 1. ágúst 2005. Og
þá verður gamla barnaskólahúsið
loks aflagt sem kennsluhúsnæði og
Brekkuskóli kominn undir eitt þak.
Framkvæmdir hafa
áhrif á skólastarfið
Karl Erlendsson, skólastjóri
Brekkuskóla, er að vonum ánægður
með að þessi markmið séu í augsýn
en auðvitað hafi þessar fram-
kvæmdir heilmikil áhrif á skóla-
starfið næstu tvo vetur. Skólinn
verður settur á föstudaginn og þá á
að vera búið að útbúa tvær nýjar
forstofur í gagnfræðaskólahúsinu,
því vegna framkvæmdanna verður
ekki hægt að nota þær sem fyrir
voru. „Það segir sig auðvitað sjálft
að skólastarf mun eitthvað raskast,
til dæmis vegna hávaða frá fram-
kvæmdunum. Svo verður gengið
ríkt eftir því að öll öryggismál verði
í lagi en auðvitað verða allir að
passa sig. Og vegna fram-
kvæmdanna verða nær engin bíla-
stæði hérna, svo best væri auðvitað
ef börnin kæmu gangandi í skól-
ann,“ sagði Karl og vísar með því til
þess að ef foreldrar keyri börn sín
almennt í skólann geti myndast um-
ferðarteppa. „En ef allir leggjast á
eitt við að láta þetta ganga upp þá
gengur þetta upp,“ sagði Karl að
lokum.
Framkvæmdir í fullum gangi við Brekkuskóla
Skólinn loks undir
einu þaki árið 2005
Morgunblaðið/Ásgrímur Örn
Viðbyggingin á að vera tilbúin 1. ágúst á næsta ári, en þá hefjast lagfæringar á eldri byggingu skólans.
Í tilefni af því að í ár eru liðin
130 ár frá fæðingu dr. Guðmundar
Finnbogasonar, fræðimanns og
menntafrömuðar, og jafnframt eru
liðin 100 ár frá útkomu bókar
hans Lýðmenntun, hafa kenn-
aradeild Háskólans á Akureyri og
Kennaraháskóli Íslands ákveðið að
heiðra minningu hans með því að
halda ráðstefnu um manninn,
fræðimanninn, menntafrömuðinn,
sálfræðinginn og bókfræðinginn í
Stórutjarnaskóla hinn 22. ágúst
2003 en skólinn er í fæðingarsveit
Guðmundar. Í fyrri hluta ráðstefn-
unnar verður rakin hugmynda-
fræði Guðmundar þar sem fyr-
irlesarar verða Finnbogi
Guðmundsson, fyrrv. lands-
bókavörður, Jóhann Hauksson
dagskrárstjóri, Kristján Krist-
jánsson prófessor, Jörgen Pind,
prófessor og Loftur Guttormsson
prófessor. Í síðari hluta ráðstefn-
unnar verður nánar litið á þær
hugmyndir sem Guðmundur lagði
til um kennslu í einstaka greinum.
Fyrirlesarar þá verða Þórunn
Blöndal, lektor, Bragi Guðmunds-
son, dósent, Rósa K. Júlíusdóttir,
lektor, Kári Jónsson, lektor og
Kristín Indriðadóttir, fram-
kvæmdastjóri Menntasmiðju KHÍ.
Opnuð hefur verið heimasíða ráð-
stefnunnar þar sem hægt er að
skrá sig til þátttöku en veffangið
er: http://vefir.unak.is/skolathro-
un/radstefnur/22agust03.htm
Á NÆSTUNNI
SÍÐASTLIÐINN mánuður var
metmánuður í útgáfu húsbréfa
og sér ekki fyrir endann á upp-
sveiflunni á fasteignamarkaði
sem hófst árið 1999. Auk þess er
umtalsvert yfirverð á húsbréf-
um um þessar mundir en fyrir
ári voru mikil afföll af þeim.
Sumir telja að aukin fasteigna-
viðskipti megi að hluta rekja til
þeirrar þróunar. Björn Guð-
mundsson, sölumaður á Fast-
eignasölunni Byggð, vill samt
ekki taka svo djúpt í árinni.
„Fasteignamarkaðurinn á Ak-
ureyri hefur verið mjög sterkur
undanfarna mánuði. Yfirverð á
húsbréfum hefur auðvitað hjálp-
að þar til en skiptir þó ekki
sköpum.“ Aðspurður segir
Björn að hækkanir á fasteigna-
verði hafi verið misjafnar eftir
eignaflokkum. Heilt yfir hafi
verðhækkanir á Akureyri hald-
ist í hendur við hækkun á vísi-
tölu neysluverðs en þó hafi
minni eignirnar hækkað meira.
Þar hafi viðbótarlánin haft áhrif,
því stærstur hluti þeirra er
vegna íbúða í lægri verðflokk-
um. „Vegna viðbótarlánanna
hafa ódýrari eignaflokkarnir
styrkst og þær eignir eru hlut-
fallslega dýrari,“ sagði Björn.
Komið hefur fram að meðal-
verð fasteigna á Akureyri sé um
74% af meðalverði fasteigna á
höfuðborgarsvæðinu. Að mati
Björns er þessi munur svipaður
og verið hefur. „Ég held að þetta
sé sá munur sem hafi verið
lengi. Hins vegar þarf að fara
varlega með að túlka svona töl-
fræði, það er ekki hægt að taka
heilan markað og yfirfæra með-
alverð. Ekki er hægt að taka
þriggja herbergja íbúð á Akur-
eyri og segja að hún kosti 74% af
verði þriggja herbergja íbúðar í
Reykjavík. En þetta gefur samt
sem áður ákveðnar vísbending-
ar.“ Björn sér engin teikn á lofti
um niðursveiflu á fasteigna-
markaði. „Við sjáum ekki annað
en að það verði líflegt á fast-
eignamarkaðinum í haust og
vetur.
Mikið líf á
fasteigna-
markaði á
Akureyri
SLÖKKVILIÐ Akureyrar fékk til-
kynningu um ammoníumleka hjá
Útgerðarfélagi Akureyrar snemma
í gærmorgun.
Jóhann Jónsson, varðstjóri hjá
slökkviliðinu, sagði við Morgunblað-
ið að starfsmaður hefði verið að
losa undan ammoníaktanki.
„Það safnast alltaf fyrir olía
neðst í tönkunum og því þarf að
tappa henni af, en það vildi ekki
betur til en svo að ammoníak slapp
í tankinn og fór því beinustu leið út
í andrúmsloftið. Vélstjórinn sem
var við vinnu þarna náði að forða
sér burtu, en hann náði í grímu sem
hann setti á sig og gat því farið inn
aftur og skrúfað fyrir lekann. Síðan
komum við og höfðum loftskipti á
vélaverkstæðinu þar sem lekinn
var. Það varð sem betur fer engum
meint af þessu, en stækjan var mik-
il á svæðinu þegar við komum,“
sagði Jóhann.
Morgunblaðið/Ásgrímur Örn
Ekki var um mikinn leka að ræða, en samt var ýtrustu varúðar gætt.
Ammoníumleki
hjá ÚA
EIÐUR Guðnason, sendiherra í Kína, var á ferð á
Akureyri í gær og kom meðal annars við í Stofnun
Vilhjálms Stefánssonar. Þangað átti hann ákveðið
erindi. „Þannig var að ég þýddi bók um Vilhjálm
fyrir margt löngu, Ambassador of the North, og las
hana sem útvarpssögu. Á íslensku kallaði ég hana
Sendiherra norðurslóða. Mig minnir að þetta hafi
verið veturinn 1964. Svo hitti ég Níels Einarsson,
forstöðumann Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar, á
förnum vegi fyrir 4–5 árum. Hann fór að segja mér
frá stofnuninni og þá mundi ég eftir þessu handriti
mínu,“ segir Eiður. „Vegna meðfæddrar söfnunar-
áráttu átti ég það að sjálfsögðu enn í fórum mínum.
Hendi aldrei pappírum,“ bætir hann við glottandi.
„Ég hugsaði með mér að þetta handrit væri hvergi
betur komið en hérna.“
Eiður afhenti Níelsi Einarssyni handritið góða
formlega, auk eintaks af bókinni á frummálinu.
Einnig lét hann fylgja með bókina Um ókunna stigu,
þar sem fjallað er um landkönnun og ýmsa land-
könnuði. Fyrsti þátturinn í þeirri bók er einmitt um
Vilhjálm Stefánsson.
Níels var að vonum himinlifandi yfir að fá þetta
handrit til varðveislu og bækurnar tvær væru auk
þess kærkomin viðbót við bókasafn hennar. Níels
sagði að vilji væri til þess hjá stofnuninni að koma
ritum Vilhjálms á framfæri og láta þýða greinar og
úrvalsrit eftir hann og þessar gjafir Eiðs hefði safn-
ið ekki átt fyrir og því afar þýðingarmiklar fyrir
það.
Stofnun Vilhjálms Stefánssonar
Morgunblaðið/Ásgrímur Örn
F.v.: Níels Einarsson, forstöðumaður Stofnunar Vilhjálms
Stefánssonar, og Eiður Guðnason, sendiherra Íslands í
Kína, sem færði stofnuninni að gjöf nær 40 ára gamla þýð-
ingu sína á bók um Vilhjálm.
Eiður Guðna-
son afhendir
handrit