Morgunblaðið - 20.08.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.08.2003, Blaðsíða 21
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2003 21 HINN kunni fiðluleik- ari Maxim Vengerov leikur með Sinfóníu- hljómsveit Íslands 4. september, undir stjórn aðalstjórnand- ans Rumon Gamba. Að sögn Sváfnis Sigurðar- sonar kynningarstjóra hefur miðasalan farið vel af stað og er komu Vengerovs beðið með mikilli eftirvæntingu. „Tónleikarnir eru utan áskrifta og eru sérstakir viðhafnartón- leikar í tilefni nýs starfsárs hljómsveitar- innar,“ segir Sváfnir. „Vengerov var gestur Listahátíðar vorið 2002 og heillaðist svo af landi og þjóð að hann vildi ólmur koma aftur. Listahátíð tekur þó einungis einu sinni á móti hverjum listamanni svo forsvars- menn hennar komu umboðsmanni Vengerovs í samband við Sinfóníu- hljómsveit Íslands og afrakstur þeirra umleitana er áðurnefndir tón- leikar.“ Maxim Vengerov er án efa einn fremsti fiðluleikari heimsins í dag. Hann vakti snemma athygli fyrir leikni sína, var ekki nema fjögurra ára þeg- ar hann hóf fyrst að leika á fiðlu og hefur á ferli sínum hlotið fjölda viðurkenninga, hreppt fyrsta sæti í tónlistar- keppnum um víða ver- öld og hlotið tvær Grammy-tilnefningar svo eitthvað sé nefnt. Vengerov mun leika Symphony espagnole eftir Edouard Lalo og Tzigane eftir Maurice Ravel. Hljómsveitarverk á tónleikunum eru eftir Victor Urbancic, Emmanuel Chabrier, William Walton og Nikolaj Rimskíj- Korsakov. „Koma Maxims Vengerov er tilhlökkunarefni og ákaflega glæsileg byrjun á nýju tónleikaári, sannkallaður hvalreki á fjörur tón- listarunnenda,“ segir Sváfnir. Auk tónleikanna 4. september geta áhugasamir tryggt sér miða á nokkra tónleika utan áskriftarraða, svo sem jólatónleika fjölskyldunnar, kvikmyndatónleikana og tónleika í Laugardalshöll þar sem poppsveitin Todmobile mun rísa úr öskustónni og leika með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands. Þétt tónleikadagskrá Starfsmenn SÍ eru nú í óða önn að undirbúa næsta starfsár hljómsveit- arinnar. Tónleikahrinan verður sér- staklega þétt á þessu ári þar sem hljómsveitin verður á tónleikaferða- lagi í Þýskalandi stóran hluta desem- bermánaðar. Að öðru leyti verður dagskráin með hefðbundnu sniði, áskriftaraðirnar fjórar; gul, rauð, græn og blá haldast óbreyttar og nýjasta áskriftarformið, hin svoköll- uðu Regnbogaskírteini, sem gera áheyrendum kleift að setja saman sína eigin röð, verða áfram til sölu. Þau verða nú einnig boðin á lægra verði fólki yngra en sextán ára. Miðasala SÍ er opin frá kl. 9–5 alla virka daga en einnig er hægt að kaupa miða á www.sinfonia.is. Komu Vengerovs beðið með eftirvæntingu Maxim Vengerov ÚTHLUTAÐ hefur verið úr Þýð- ingarsjóði. Alls sóttu 37 aðilar um styrki til 89 þýðingarverkefna. Að þessu sinni er úthlutað 9.980 þús. kr. til 58 verkefna: Almenna bókafélagið: Utsikt til Paradiset eftir Ingvar Am- bjørnsen 200 þús. kr. Den lille hes- ten eftir Thorvald Steen 150 þús. kr. Bjartur: Atonement eftir Ian McEwan 350 þús. kr. Lífshlaup Pí (Life of Pí) eftir Yann Martel 300 þús. kr. Blikkkóngarnir eftir Magnus Mills og The Child in Time eftir Ian McEwan 250 þús. kr. Kynding eftir Jan Sønnergaard 230 þús. kr. Ég er ekki hræddur (Lon non ho paura) eftir Nicolo Ammaniti, The Autograph Man eftir Zadie Smith, Hin feiga skepna eftir Philip Roth og Sendi- ferðin og fleiri sögur eftir Ray- mond Carver 200 þús. kr. Sputnik Sweetheart eftir Haruki Mura- kami 150 þús. kr. Bók spurning- anna eftir Pablo Neruda 100 þús. kr. Bókaútgáfan Katlagil: Aus Den Memoiren Des Herren von Schna- belewopski eftir Heinrich Heine 100 þús. kr. Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands: Skriftargráða núll eftir Roland Barthes 100 þús. kr. Spor- ar. Stílar Nietzsches eftir Jacques Derrida 100 þús. kr. Ímynduð táknmynd: sálgreining og kvik- myndalist eftir Christian Metz 150 þús. kr. Stríð og kvikmyndir eftir Paul Virilio 100 þús. kr. Saga kvik- myndarlistarinnar eftir David Parkinson 200 þús. kr. Brennholtsútgáfan: Ísland How- ells / Howell’s Iceland 1890–1901 eftir Frederick W. W. Howell 200 þús. kr. Fjölvaútgáfan: Alice through the looking glass (and what Alice found there) eða Alís í Speglalandi eftir Lewis Carroll 150 þús. kr. Tolkien’s Ring (Hringur Tolkiens) eftir David Day 100 þús. kr. Forlagið: Rödd í dvala eftir Dulce Chacón 200 þús. kr. Háskólaútgáfan: El silenci / Le Si- lence / El silencio eftir Charles Du- arte i Monserrat 100 þús. kr. Helgi Hjörvar: A Theory of Just- ice – Part 1 eftir John Rawls 100 þús. kr. Hið íslenska bókmenntafélag: Síð- asta setning Fermats eftir Simon Singh 200 þús. kr. Zadig eftir Vol- taire, Listir og listamenn eftir Sig- mund Freud og Ritgerðir eftir Sigmund Freud 150 þús. kr. Draugasaga eftir Titus Maccius Plautus og Fræðarinn eftir Klem- ens í Alexandríu 100 þús. kr. JPV útgáfa ehf.: Don Kíkóti seinna bindi, eftir Miguel Cerv- antes 500 þús. kr. The Good Wom- en of China eftir Xinran. 250 þús. kr. Vegur sannleikans (Dhamma- pada) og The Lovely Bones eftir Alice Sebold 100 þús. kr. Leikfélag Reykjavíkur: 4:48. Psychosis eftir Sarah Kane og Plasticine eftir Vassily Sigaren 100 þús. kr. Mál og menning: The Canterbury Tales eftir Geoffrey Chaucer 400 þús. kr. Midnight Children eftir Salman Rushdie 350 þús. kr. Sorstalanság (Örlögleysi) eftir Imre Kerész og Vivir Para Cont- arla (Að lifa til að segja frá) eftir Gabriel Garcia Marquez 250 þús. kr. La Ciudad de las Bestias eftir Isabel Allende 200 þús. kr. Coral- ine eftir Neil Gaiman og Sister- hood of the travelling pants eftir Ann Brashers 100 þús. kr. PP Forlag ehf.: Girl with a Pearl earring eftir Tracy Chevalier 200 þús. kr. Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands: Kyn og kenningar í sagnfræði valdar greinar eftir ýmsa höfunda 100 þús. kr. Reykjavíkur Akademían: Greinar eftir Pierre Bourdieu 150 þús. kr. Greinasafn eftir Susan Sontag, Sérvalið safn greina eftir Jacques Derrida 100 þús. kr. Stofnun Vigdísar Finnbogadótt- ur: Yerma eftir Federico García Lorca 100 þús. kr. Sölkubækur ehf.: Not Even My Name eftir Thea Halo 250 þús. kr. Austan mána – ljóð frá Kína og Japan eftir ýmsa höfunda frá báð- um löndum 100 þús. kr. Sölvi Björn Sigurðsson: Une sais- on en enfer/Árstíð í helvíti (auk fá- einna kvæða í bundnu máli) eftir Arthur Rimbaud 100 þús. kr. Uppheimar ehf.: Sarah’s Nest eft- ir Harry Gilbert og Turtle Diary eftir Russel Hobau 100 þús. kr. Vaka-Helgafell: Im Krebsgang eftir Günter Grass 250 þús. kr. Valdimar Tómasson: Poetes québécois – Anthologie 100 þús. kr. Þorbergur Þórsson: Henderson, the rain king eftir Saul Bellow. 200 þús. kr. Þýðingasjóður úthlutar styrkjum til 58 verkefna UNDIRBÚNINGUR fyrir vetr- arstarf leikhúsanna er að komast í fullan gang og hillir undir fyrstu frumsýningar leikársins. Fyrsta frumsýningin verður væntanlega þann 11. september í Hafnarfjarð- arleikhúsinu á nýju leikriti Krist- ínar Ómarsdóttur sem nefnist Vinur minn heimsendi. Borgarleikhúsið og Þjóðleikhúsið frumsýna bæði sígild barnaleikrit þá sömu helgi 12.–14. september. Þjóðleikhúsið tekur Dýrin í Hálsa- skógi til kostanna og Borgarleik- húsið hristir upp í Línu Langsokk. Helgina þar á eftir verða tvö ný íslensk leikrit frumsýnd, Pabba- strákur eftir Hávar Sigurjónsson á Litla sviði Þjóðleikhússins og Hið Lifandi leikhús frumsýnir í Iðnó ein- leik Þorvaldar Þorsteinssonar sem Arnar Jónsson mun leika og er til- efnið 40 ára leikafmæli hans. Leikfélag Akureyrar mun eiga samstarf við Sögn ehf um frumsýn- ingu á Elling, norsku leikriti byggðu á samnefndri kvikmynd sem frumsýnd verður í lok september. Þegar þar er komið sögu verður farið að hilla undir frumsýningu á Vegurinn brennur eftir Bjarna Jónsson á Smíðaverkstæði Þjóðleik- hússins og á Nýja sviði Borgarleik- hússins styttist þá í frumsýningu á nýjum íslenskum leikþáttum sem voru afrakstur samkeppni er leik- húsið efndi til á síðasta ári. Frum- sýning- ar fram- undan Morgunblaðið/Jim Smart Atli Rafn Sigurðarson (t.v.) leikur Mikka ref í Þjóðleikhúsinu í haust. Leikararnir Anna Kristín Arngrímsdóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir, Brynhildur Guðjónsdóttir og Pálmi Gestsson koma þar einnig við sögu. Atvinnuleikhúsin búa sig undir vetrarstarfið sunnan og norðan heiða LJÓSÁLFAR og félagar opnuðu ljósmyndasýningu í Galleríi Álfi í Bankastræti 5, á Menningarnótt og er þetta níunda samsýning Ljósálfa. Opið er frá kl. 14–18 daglega, nema fimmtudaga, þá er opið til kl. 22. Sýnendur eru Kristján E. Einars- son, Michelle E. Knight, Friðrik Þorsteinsson, Wout Berger, Svavar G. Jónsson, Lars Björk, Einar Óli Einarsson, Peter Christmann og Vilmundur Kristjánsson. Næsta fimmtudagskvöld verða meðlimir Ljósálfa á staðnum langi fólk til að vita meira um myndir þeirra, þá sjálfa eða félagið. „Þema sýningarinnar er Ísland og fékk hver þátttakandi tveggja fer- metra pláss til umráða undir mynd- ir sínar,“ segir Friðrik. „Fjöldi mynda, stærð og myndefni var frjálst innan þess fermetrafjölda. Allar ljósmyndirnar á sýningunni eru því teknar hér á landi en þrír af sýnendum eru erlendir og búandi í sínu föðurlandi. Þeir hafa allir ferðast mikið um Ísland, haldið sýn- ingar á myndum sínum héðan og hefur einn þeirra, Peter Christ- mann, gefið út ljósmyndabók um Ís- land sem fékk mjög góðar mót- tökur.“ Myndirnar á sýningunni eru til sölu og verður haldið uppboð á óseldum myndum kl. 16 á lokadegi sýningarinnar, 31. ágúst. Ljósálfar kynna verk sín NÚ stendur yfir í Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akranesi, sýning á bútasaumsverkum Þórdísar Björnsdóttur. Hún hefur haldið einkasýningu og tekið þátt í nokkrum samsýningum. Listasetrið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 15–18. Sýningin stendur til 24. ágúst. Bútasaums- verk á Akranesi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.