Morgunblaðið - 20.08.2003, Blaðsíða 22
LISTIR
22 MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Gallerí Dvergur, Grundarstíg 21
Danski myndlistarmaðurinn Claus
Hugo Nielsen sýnir verk sín til 31.
ágúst.
Sýningin er opin fimmtudaga til
sunnudaga kl. 17-19.
Í DAG
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
Á
MENNINGARSÍÐUM dag-
blaða Lundúnaborgar gat að
lesa, að þetta væri sumar ljós-
myndarinnar og má til sanns
vegar færa. Aðalsýning Tate
Modern Bankside reyndist
þannig vera á ljósmyndum,
nefnist Cruel and Tender/ Harka og viðkvæmni,
stendur til 7. september, og önnur stórsýningin
á Tate Britain, Millbank, úrval ljósmynda eftir
Wolfgang Tillmanns – if one thing matters –
everything matters/ef einn hlutur skiptir máli –
skiptir allt máli, til 14. september. Í hinu víð-
fræga Serpentin listhúsi í Kensington garði,
framhaldi af Hyde Park, er sýning á nýjum ljós-
myndum hinnar amerísku megastjörnu Cindy
Sherman, og fleiri markverðar ljósmyndasýn-
ingar eru í gangi
sem staðfesta og
undirstrika fram-
sláttinn, til að
mynda hvunndags-
myndir amerísks
ljósmyndara í
Whitechapel Art Gallery o.fl o.fl. Þetta engar
smáræðis sýningar, þannig er sú á Tate Mill-
bank í hálfu fleiri sölum en Matisse/Picasso á
síðasta sumri eða báðum vængjum þriðju hæð-
ar, því miður einnig um hálfu svipminni fram-
kvæmd að ræða, og stórum umdeilanlegri svo
vísað sé til blaðaskrifa. Varð fyrir talsverðum
vonbrigðum við fyrstu heimsókn þótt þar að
sjálfsögðu megi finna gnótt ágætra og frá-
bærra ljósmynda er skara raunveruleikann á
20. öld, sem er þema sýningarinnar. Einmitt
þess vegna skildi ég ekki hvaða erindi sumir
ljósmyndararnir eiga á framkvæmdina né af
hverju þeir eru jafn ríkulega kynntir, saknaði
um leið margra annarra. Þóttist kenna sér-
visku nútíma sýningarstjóra þeirrar gerðar
sem er mjög í mun að koma sérskoðunum sín-
um á framfæri og sést ekki fyrir. Þá var ég alls
ekki sáttur við uppsetninguna en sums staðar
voru langar myndaraðir keimlíks myndefnis í
smáu formi eftir endilöggum veggjunum. Ég
lét mig þó hafa það að gera mér aðra ferð á
staðinn til að skoða sýninguna sérstaklega, náði
þá öllu betra sambandi. Rétt fyrir lokun safns-
ins uppgötvaði ég úrklippusafn er lá frammi á
veitingastofu sem varð til þriðju heimsóknar
daginn sem ég hélt út og heim. Við flettingu
þess kom í ljós að hér var ég engan veginn einn
á báti um þetta álit og einkum var vísað til þess
að sýningin væri erfið í fyrstu skoðun, hvað þá
fyrir hinn almenna gest. Því miður hafði ég
ekki úr nógu miklum tíma að moða til að fara
rækilega í gegnum listrýnina en hún kom mér
svo fyrir sjónir að vera hlutlæg og beinskeytt,
minna púðri eytt í lýsingu á innihaldi mynd-
anna.
Kannski má segja að sýningarstjórarnir hafi
uppskorið eins og til var sáð, einungis slangur
sýningargesta í sölunum og sumir þeirra jafn-
aðarlega nær tómir, þó ekki sá sem helgaður var
margfrægum August Sander (1876-1964), og
dvaldi fólk einna lengst við myndir hans. Ljós-
myndir Sanders líkjast þrumuskoti í bláhornið
varðandi þema sýningarinnar og seint verður
maður leiður á þeim, til þess eru þær of úrsker-
andi raunsannar, búa yfir í þeim mæli sláandi
hlutlægni sem gerir þær í senn beinskeyttar og
sannfærandi. Ómetanlegt að frábært samsafn
ljósmynda meistarans skyldi rata í sali Ljós-
myndasafns Íslands á síðasta ári, en hér hefðu
fjölmiðlar mátt vera betur með á nótunum. Heiti
sýningarinnar hittir annars í mark, þótt hin hráu
og hörðu gildi hafi vinninginn ásamt tilhneiging-
unni til að bregða upp sviðsmyndum af einhverju
miður geðslegu og perralegu úr hvunndeginum,
einnig pólitískum og þjóðfélagslegum skila-
boðum eins og menn þekkja frá mörgum stór-
sýningum síðustu ára. Góð og mjög upplýsandi
viðbót við framkvæmdina, að á stórum skjám á
annarri og þriðju hæð útlista nokkrir ljósmynd-
aranna tildrögin að viðfangsefnum sínum, skólun
og hina ýmsu áhrifavalda á ferlinum. Segja má
að neysluþjóðfélagið sé tekið rækilega til með-
ferðar, jafnt í austri sem vestri og þakkar maður
sínum sæla að lifa ekki í einhverri mauraþúfunni
í austrinu, þó öllu frekar að vera ekki innan um
hörmungarnar í Úkraínu nútímans þessa fyrr-
verandi forðabúrs Rússlands. Heill salur er helg-
aður risastórum myndum Borisar Michailovs af
fordrukknu útigangsfólki sem sumt blottar vilj-
ugt og glaðklakkalegt sköp sín og holræsi. Segja
meira en nokkur orð um hrun sovétskipulagsins
og fylgja manni lengi eftir, það gerðu og einnig
myndir Martins Parr, Common sense, hrá
krufning á ofgnótt og gerviþörfum vestursins. Í
báðum tilvikum fær maður ónotakennd niður í
tær og biður guð að hjálpa sér, betra minna og
jafnara, þó hollt að upplifa hvorutveggja á jafn
áhrifaríkan hátt þótt einungis í litljósmyndum
sé, segir meira en nokkur orð hvernig mann-
kynið hefur þróast á hinni örlagaríku tuttugustu
öld. Einnig að tvær andstæðar hliðar eru á öllum
framförum, hörðu gildin jafnaðarlega á næsta
leiti við þau mjúku, líkt og örmjór þráður skilur
ást og hatur.
Ekki hægt að skiljast við Tate án þessað minnast á sýningu á verkumHenry Moore (1898-1986) í túrb-ínusalnum, er hreint út sagt frábær
einkum á þeim tímum dags er hún nýtur sín til
fulls. Hér á ferð einn af risunum í höggmynda-
list síðustu aldar, þeirrar tegundar sem Grikk-
ir nefndu skúlptúr, útleggst einfaldlega högg-
mynd (!) og hefur jafnt með formræna mótun
og rýmiskennd að gera.
Viðamikil sýning á myndum þýskaljósmyndarans Wolfgangs Till-manns á Tate Britain Millbank verð-ur mér lítið minnisstæð. Tillmann
sem lifir og starfar í Lundúnum er samkyn-
hneigður sem kemur einum of vel fram í við-
fangsefnum hans. Viðfangsefnin nokkuð út-
þvæld og margtuggin, hreyfðu hvorki við mér
né hinum fáu gestum á sýningunni, þótt um
prýðilegan ljósmyndara sé að ræða og átti
vont með að átta mig á þessari framkvæmd á
staðnum og hinni veglegu sýningarskrá. Hin
sýningin var á verkum Bridget Riley, kannski
fremsta fulltrúa þess geira myndlistar sem
kenndur hefur verið við optík, sjónræna
skynjun forma og lita í þá veru að allt virðist á
hreyfingu. Framúrskarandi sýning þótt erfið
væri í skoðun á stundum, voru bylgjuformin á
slíkri hreyfingu að þau framkölluðu fullmikla
ertingu á sjón- og skynfærunum, hefði mun
frekar átt heima í Tate Modern og Tillmanns
sömuleiðis. Eitthvað virðast menn úti að aka
um skiptingu og markaðar sýningarfram-
kvæmdir á hverjum stað fyrir sig, sem virðist
helst hafa komið niður á Tate Britain. Þar sem
áður var mannfjöldi og líf í
hverju horni reyndist dauf-
legt daginn sem mig bar að
garði og hin jafnaðarlega
þéttsetna kaffistofa nær
tóm og þó tvær viðamiklar
sérsýningar í gangi. Þá mig
bar að fyrir ári voru þar yf-
irlitssýningar á Lucien
Freud og hinum skammlífa
Thomas Girtin, sem Tur-
ner átti að eigin sögn svo
margt að þakka, og báðar
féllu að gamla safninu sem
flís við rass, aðsókn eftir
því. Þá er þarna kominn
kvikmynda og mynd-
bandasalur sem ætti frekar
heima á Tate Bankside,
annað mál að myndbandið
(videoverkið) sem í gangi
var heillaði mig upp úr
skónum, en tómlegt að
vera einn í salnum lungann
af tímanum. Einhvers staðar virðist
skakka stefnan hafa verið tekin á
hæðina eins og menn segja stundum.
Legg jafnan leið mína á Serpentin Gallery
og svo var einnig nú, þrátt fyrir að ég sé búinn
að fá minn skammt ríflegan af Cindy Sherman
og myndheimi hennar, hún nokkurs konar
undanfari þeirra Bruce Naumans og Matthew
Barneys. Í öllu falli að því leyti að sjálfið og
kikkið er jafnaðarlega í fyrsta, öðru og þriðja
sæti, ef ekki fjórða, fimmta og sjötta. Nú kom-
in sérstök veitingabúð/kynningaraðstaða fyrir
framan listhúsið, teiknað af engum öðrum en
hinum heimsþekkta háaldraða arkitekt Oscar
Niemeyer, sem skipulagði hina nýju höf-
uðborg Brazilíu, sem þó reyndist mislukkað
ævintýri. Húsið glæsilegt arkitektúr en
veitingabúðin frekar kuldaleg og
fráhrindandi, hrökklaðist burt þótt mig dauð-
langaði í hressingu í hitunum daginn þann.
Gefur auga leið að á kynningarsýningu á Nie-
meyer í kjallaranum var töluvert af fólki en
einungis tvö eða þrjú borð setin í veitingabúð-
inni, svo vill fara þegar hrá snilldin myrðir
nándina.
Kröm og kenndir
Martin Parr: From common sense/ af heilbrigðri skynsemi (myndaröð) 1995–9. Tate Bankside.
Cindy Sherman: Sjálfsmynd.
SJÓNSPEGILL
Bragi
Ásgeirsson
bragi@internet.is
Boris Michailov: From case history/ af sögu staðreynda (mynda-
röð) 1997–8. Tate Bankside.
BÓKMENNTAHÁTÍÐ verður
haldin í Reykjavík vikuna 7. – 13.
september með þátttöku margra
nafnkunnra höfunda. Markmið há-
tíðarinnar er að kynna Íslend-
ingum brot af því besta sem býðst
í alþjóðlegum bókmenntum nú um
stundir og efla um leið kynningu
íslenskra bókmennta á erlendum
vettvangi. Dagskráin sam-
anstendur af upplestrum, pall-
borðsumræðum og hádegisspjalli
og mun fara fram í Norræna hús-
inu og Iðnó.
Gestalistinn er fjölbreyttur en
von er á höfundum frá 18 löndum.
Þar má nefna José Saramago sem
hlaut Bókmenntaverðlaun Nóbels
árið 1998, breska rithöfundinn
Hanif Kureishi, japanska rithöf-
undinn Haruki Murakami, Yann
Martel sem hlaut Booker-
verðlaunin á síðasta ári og Henn-
ing Mankell sem hlotið hefur al-
þjóðlega viðurkenningu fyrir
spennusögur sínar. Erlendir for-
leggjarar frá 8 löndum munu einn-
ig leggja leið sína til Reykjavíkur
og munu þeir taka þátt í mál-
þingum um möguleika íslenskra
bókmennta á erlendum vettvangi
og um framtíð þýddra bókmennta.
Bókmenntahátíðin í Reykjavík
er sem fyrr haldin í samstarfi við
Norræna húsið.
Styrktaraðilar eru A Room with
a View, Almenna bókafélagið,
Bjartur, Bóksala stúdenta, Eim-
skip, Félag íslenskra bókaútgef-
enda, Forlagið, Goethe Zentrum,
Hótel Holt, Icelandair, Iðnó, Ís-
lensk erfðagreining, JPV-útgáfa,
Landsbanki Íslands, Mál og menn-
ing, Menningarsjóður Íslands-
banka, Menntamálaráðuneytið,
Morgunblaðið, Norræni menning-
arsjóðurinn, Penninn Eymunds-
son, Reykjavíkurborg, Sendiráð
Bretlands, Sendiráð Danmerkur,
Sendiráð Finnlands, Sendiráð
Frakklands, Sendiráð Kanada,
Sendiráð Noregs, Sendiráð Jap-
ans, Sendiráð Rússlands, Sendiráð
Svíþjóðar, SPRON og Vaka-
Helgafell.
Undirbúningsnefnd skipa Einar
Kárason rithöfundur, Friðrik
Rafnsson vefritstjóri Háskóla Ís-
lands og þýðandi, Halldór Guð-
mundsson útgefandi, Pétur Már
Ólafsson útgáfustjóri, Sigurður
Valgeirsson bókmenntafræðingur,
Thor Vilhjálmsson rithöfundur,
Örnólfur Thorsson íslenskufræð-
ingur og fyrir hönd Norræna
hússins: Gro Kraft forstjóri, Andr-
ea Jóhannsdóttir yfirbókavörður
og Guðrún Dís Jónatansdóttir
upplýsinga- og verkefnafulltrúi.
Susanne Torpe er verkefn-
isstjóri hátíðarinnar.
Bókmenntahátíðin er búin að
koma sér upp heimasíðu þar sem
nálgast má upplýsingar um alla
rithöfundana sem fram koma
ásamt dagskrá hátíðarinnar. Einn-
ig munu verða lagðar inn fréttir
og myndir frá viðburðum í sjálfri
hátíðarvikunni. Sjá slóðina
www.bokmenntahatid.is.
Höfundar frá 18 löndum á Bókmenntahátíð
José Saramago
ÞJÓÐHÁTTADAGUR verður á
Minjasafni Austurlands á morgun,
fimmtudag. Hadda (Guðrún H.
Bjarnadóttir) prjónar íslenskt prjón
með gestum safnsins frá kl. 13. Hver
gestur þróar sitt prjónamynstur út
frá munum safnsins.
Sjá má sumardagskrá Minjasafns
Austurlands á slóðinni www.minja-
safn.is.
Prjónað
frá eigin
brjósti